Miðbæjaríhaldið kýs ekki íhaldið

Fyrr hélt ég að svanir syntu forbrekkis eða sól sigi í austri en að ég sæi einn af mínum uppáhalds bloggvinum, Bjarna Kjartansson miðbæjaríhald snúa baki við Sjálfstæðisflokknum. Nafni gerir þetta samt ekkert af engu og raunar er LÍÚ-varðstaða Sjálfstæðisþingmanna komin út yfir allan þjófabálk. (Æi, kannski pínlegt að nota þetta orðtæki á þessum stað!)

Feigðarmerki Sjálfstæðisflokksins eru fleiri en tölu verði á komið og afskaplega linleg framganga hins nýja formanns í REI-mútumálinu mun kosta flokkinn mörg þingsæti...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Lesum Fóstbræðrasögu og áttum okkur á grunneindum mannssálarinnar.

Ef hópur menna skilur ekki stunur þjóðar sinnar og sér ekki undir sem á beini standa, BER að fá aðra í starfið.

 Þessir menn sem lofuðu að framfylgja grunnsamþykktum þeim sem þeim væri mögulegar á þingi, snerust líkt og snældur, þegar LÍjúgararnir hóstuðu vegna hugsanlegra breytinga á stöðu þeirra um áður numina sjálftöku.

 Uppeldi mitt leyfir mér ekki, að kjósa þessa menn til þingsetu.

Hitt er, að frómir menn og þjóðhollir eru í miklum meirihluta í mínum sæla Flokki og mun ég ekkert af mér draga þegar kemur að kosningum til Borgarstjórnar.

Með kærri kveðju og von um, að leiðir okkar skerist og við gætum rabbað um djásn þjóðararfsins.

Miðbæjaríhaldið

heldur í það sem hald er í en hendir hinu

Bjarni Kjartansson, 18.4.2009 kl. 12:09

2 Smámynd: ragnar bergsson

:Það er ótrúlegur þessi undirlægjuháttur sjálfstæðismanna gagnvart stórútgerðamafíunni. Ég held því fram að upphafi hrunsins sé að leita í kvótakerfinu það eru sláandi líkindi með bréfarusli útrásarvíkinganna og kvótabraski útgerðarmanna. Ég er þess fullviss að ef til þess bærir sérfræðingar myndu skoða þetta yrði niðurstaða þeirra á svipuðum nótum.

ragnar bergsson, 18.4.2009 kl. 12:30

3 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Miðbæjaríhaldið:

"heldur í það sem hald er í en hendir hinu"

Vel að orði komist. 

Sigurður Þórðarson, 18.4.2009 kl. 13:31

4 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

er íhald áhald?

Brjánn Guðjónsson, 18.4.2009 kl. 13:55

5 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Þarna komið þið gáfumennirnir einmitt innáhlut sem gaman væri að fa´betri greiningu á Íhald,það er svo teigjanlegt hvað það er,V.G. eru að mínu áliti mikið íhald framsóknarflokkur var það allavega/en sjálfstæðisflokkur hvernig fáið þið að út/Halli gamli bara spyr/Kveðja til Miðbæjaríhalds og Bjarna blogggvinar mínns/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 18.4.2009 kl. 14:24

6 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Eflaust finnst einhverjum áhugavert að Miðbæjaríhaldið hafi losað festar, en í hvaða horn ætlar þú, Bjarni að halla þér?

Ragnhildur Kolka, 18.4.2009 kl. 16:58

7 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Og ég sem hélt að það væri Samfylkingin sem væri það sem menn kalla í-hald á Íslandi.

Samfylkingin að eilífu

  • Vildu (þorðu) ekki að Ísland yrði fullvalda árið 1944
  • Vildu (þorðu) ekki færa út landhelgi Íslands
  • Vildu (þorðu) ekki að standa fast á rétti Íslands í Icesave málinu
  • Vilja einangra Ísland frá umheiminum með því að læsa það fast að eilífu inni í yfirríkisvaldi miðevrópskra aristókrata og sósíaldemókrata, þ.e.inni í Evrópusambandinu
  • Evrópusambandið er yfirríkislegur Samfylkingar-félagsskapur über-manna sem vita alltaf allt betur en þú sjálfur og sem alltaf halda að allt fólk sé fætt fífl.
  • Hafa alltaf viljað að ísland væri fátækt og ófrjálst ríki.

Þetta er Samfylkingin í-hald. Hún heldur fast í aumingjaskapinn því hún er íhald

Kveðjur 

Gunnar Rögnvaldsson, 18.4.2009 kl. 19:34

8 Smámynd: Bjarni Harðarson

Sæl Ragnhildur

Ég hef auðvitað verið í miklum sálarháska með mitt atkvæði undanfarna daga en mun tilkynna niðurstöðu í komandi viku.

Og Gunnar, þetta er snilldarúttekt á krötum og stenst á við það sem Þórbergur sagði að kratinn væri lægsta skepna jarðar.

En ég er ekki sammála að orðið "íhald" sé endilega  skammaryrði enda sjálfur talsvert íhaldssamur á allt sem gott er...

Bjarni Harðarson, 18.4.2009 kl. 23:11

9 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Íhald er náttúrulega bara orð yfir það að halda í eitthvað..  Það er hægt að vera íhaldsamur í hinum ýmsu merkingum. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 19.4.2009 kl. 02:50

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þeir sem halda lengi í sér eru íhaldsmenn.

Þorsteinn Briem, 19.4.2009 kl. 10:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband