OSB-stjórnin eðlilegur valkostur

RÚV og kratarnir hampa því nú mjög að ESB hafi unnið sigur í kosningunum og það væri þá eðlilegast að ESB-flokkarnir taki völdin. Jóhanna getur kallað það vinstri stjórn ef hún vill! VG og Sjálfstæðisflokkur færu þá saman í að leiða andstöðuna við ESB-aðild og yrðu firna sterkir í þeirri baráttu.

Ég er allavega ánægður með minn þingmann, Atla Gíslason, að hann skuli í hreinskilni benda Jóhönnu á að tala við aðra en VG um ESB-stjórn.

Hitt er svo annað mál að þessi túlkun á niðurstöðu kosninganna er auðvitað ekkert einhlít. Að minnsta kosti 5 af 9 þingmönnum Framsóknarflokksins fengu sig kosna á Alþingi út á það að þeir væru gallharðir ESB andstæðingar. Þetta eru þau Vigdís Hauksdóttir, Gunnar Bragi Sveinsson, Höskuldur Þór Þórhallsson, Sigurður Ingi Jóhannsson og formaðurinn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (sem talaði reyndar í báðar áttir.) Birkir Jón, Eygló og Guðmundur Steingrímsson eru einhversstaðar á óvissu róli í málinu en líklega má telja Siv sem eina örugga ESB-sinna flokksins.

Fjölmargir ESB-andstæðingar kusu líka Borgarahreyfinguna og liðlega eitt þingsæti féll milli skips og bryggju með atkvæðum Frjálslyndra. Þannig að þegar RÚV, ASÍ, VSÍ, SI og fleiri elítustofnanir tönglast nú á því að meirihluti kjósenda hafi með atkvæði sínu verið að segja, við viljum í ESB, þá er það beinlínis rangt.

Hitt er rétt að meirihluti kjósenda gáði ekki að sér á kjördag og kaus óvart yfir okkur flokka sem eru ótraustir í að verja fullveldið.


mbl.is „Ætti að leita annað miðað við áherslu á ESB-umsókn"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Segdu mér Bjarni bóksali. Hvad er ad thví ad hefja adildarvidraedur og leyfa sídan thjódinni ad kjósa um nidurstödur slíkra vidraedna?

Hverju höfum vid ad tapa? Óttast thú kannski ad thad sé meirihluti já-hóps fyrir slíkri adild og vilt thví hafa vit fyrir thjódinnin?

Thví mér er gjörsamlega frámunad ad skilja hvers vegna ekki meigi raunverulega sjá kosti og galla slíks samningns. Veit ekki til thess ad Danir eda Svíar séu ekki lengur fullvalda ríki. Bý sjálfur í Svíthjód og veit ekki til annars en ad saenska grobbid lifi gódu lífi thrátt fyrir innlimun í ESB. Nordmenn hafa thó tvisvar fengid ad segja álit sitt á slíkum nidurstödum adildarvidraedna.

Skil ekki svona forraedishyggju og vari thví gaman ef thú gaetir gert grein fyrir henni? Ég er ekki ad bidja thig um ad útskýra kosti thjódaratkvaedagreidslu um HVORT eigi ad fara í adildarvidreadur. Slíkt er bara einstakt rugl og á hvergi sér hlidsaedu.

Tharft reyndar ekkert ad útskýra thetta frekar en thú vilt. Snýst vaentanlega um afturhaldssemi og gamaldags forraedishyggju.

Já og svona vel á minnst. Ef midad er vid Landfundarályktanir og stefnur flokkana fyrir kosningar er einfaldur thingmeirihluti fyrir ESB adildarvidraedum. Thad er stadreynd. hin eina lýdraedisleg stadreyndin í thessu máli.

En thú veist vaentanlega betur, ad ályktanir og stefnur eru eitt sem nota má til atkvaedaveida. Sídan greinilega inn á thingi er thetta út og sudur. Vedurfraedingar túlka thetta thá bara eins og their vilja.

Vonandi hefur Samfylkingin bein í nefinu til ad breyta thessum modreik og ad thjódin fái hér alvöru taekifaeri til ad sjá svart á hvítu, kosti og galla af nidurstödum slíkra vidraedna. Rétt eins og allar adrar thjódir nálaegt okkur hafa fengid taekifaeri til.

Freyr (IP-tala skráð) 27.4.2009 kl. 10:14

2 identicon

Atli er flottur, er ekkert að láta ráðherrastól koma í veg fyrir mikilvægt hagsmunamál þjóðarinnar.  Það virðist vera rétt að landinu verði ekki stjórnað af neinu viti nema með aðkomu Sjallana. Óskastaðn í dag væri X-D og VG. (Væri ekki Framsókn til í að verja slika stjórn? ef t.d 20% hugmyndin næði fram að ganga og eitt og annað úr hugsmiðju Sigmundar?)

Palli (IP-tala skráð) 27.4.2009 kl. 10:28

3 Smámynd: Björn Halldór Björnsson

Palli það færi ENGIN flokkur í samstarf við Sjálfstæðisflokk þetta kjörtímabil, það myndi kalla yfir gífurlega reiði meirihluta þjóðarinnar og hugsanlega alvöru byltingu.

Björn Halldór Björnsson, 27.4.2009 kl. 10:34

4 identicon

Sæll Bjarni

Bendi þér á að samþykktir Flokksþings Framsóknar eru alveg skýrar.  Grasrótin samþykkti þær sl. vetur.  Þér er etv. ekki kunnugt um skipulag Framsóknarflokksins, þingmenn eru bundnir af þessum samþykktum telji þeir sig fulltrúa flokksins. 

Ágúst J. (IP-tala skráð) 27.4.2009 kl. 10:47

5 identicon

Sæll Bjarni

Ef ekki má sækja um aðild að ESB.

Hvernig á þá að leysa gjaldmiðilsvandamál þjóðarinnar að þínu mati?

Einföld spurning sem hvorki þú né nokkur annar ESB andstæðingur hefur svarað án þess að grípa til útúrsnúninga og pólitískra undanbragða.

Kveðja úr Reykjanesbæ

Eysteinn Jónsson

Eysteinn Jónsson (IP-tala skráð) 27.4.2009 kl. 10:49

6 identicon

Gráttu ekki Bjarni bóndi !

 Gleymdu ekki að Gallup hefur sýnt, að um 70% þjóðarinnar NEITAR að gefa eftir auðlindir landsins.

 Ekki einn, ekki tveir, heldur í það minnsta þrír framkvæmdastjórar ESB , sem hingað hafa komið, segja allir sama rómi.: " Þið Ísalendingar semjið ekki um neitt varðandi FISKVEIÐISTEFNU SAMBANDSIS - ÞAÐ GERIR  ESB !

 Gleymdu heldur ekki, ef Steingrímur reynir svo mikið sem snertiflöt í þessari umræðu, gera Hjölli Gutrtormss., og Raggi Arnalds, bókstaflega blóðuga byltingu - og það ekki með pottasleikjum !

 Treystu íhaldinu!

 Það  játaði syndir sínar og tók afleiðingunum !

 Mottoið er.: Full og óskorðuð yfirráð yfir öllum auðlindum Íslands !

 Þetta er ekki aðeins óskhyggja, heldur blátær raunveruleikinn!

 Eða sem Rómverjar sögðu.: " A posse ad esse" - þ.e. " Ekki aðeins möguleiki - hreinn raunveruleiki" !!

Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 27.4.2009 kl. 10:57

7 identicon

Eftirfarandi segir Ágúst J

 "Bendi þér á að samþykktir Flokksþings Framsóknar eru alveg skýrar.  Grasrótin samþykkti þær sl. vetur.  Þér er etv. ekki kunnugt um skipulag Framsóknarflokksins, þingmenn eru bundnir af þessum samþykktum telji þeir sig fulltrúa flokksins." Tilvitnun lýkur

Er framsóknarflokkurinn sem sagt varin að stunda það að hvetja sína menn til  þess að brjóta sjórnarskrá  Íslands???

En í 48 grein segir

48. grein

Alþingismenn eru eingöngu bundnir við sannfæringu sína og eigi við neinar reglur frá kjósendum sínum.

(IP-tala skráð) 27.4.2009 kl. 11:11

8 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Þarna gleymir Bjarni því að það er langt frá því að vera eining meðal þingmanna Sjálfstæðislfokksins um að vera á móti ESB aðild. Ég skal ekki fullyrða hvernig þetta er meðal þingmanna VG.

Sigurður M Grétarsson, 27.4.2009 kl. 17:08

9 identicon

Ég er með lausn á vandanum bjóðum ESB að gerast hluti af Íslandi.

Kristján Birnir Ívansson (IP-tala skráð) 27.4.2009 kl. 17:23

10 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Vona að SOB stjórnin verði ekki að veruleika og hef enn ekki séð annað en mitt fólk (VG) sé ágætlega staðfast.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 27.4.2009 kl. 17:43

11 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Það eru helstu tíðindin að það hefur myndast þingmeirihluti fyrir því að hefja aðildarviðræður. AÐILDARVIÐRÆÐUR. Það er aumt hlutskipti að berjast gegn því.

Eðlilegt er að Alþingi ákveði að hefja sem fyrst möguleika á samningi á þeim forsendum að tekið verði tillit til auðlinda og sérstöðu. Útkoman fari síðan í þjóðaratkvæði. Þannig er lýðræðið að verki.

Ég þekki fjölda fólks sem kaus VG og er hlynnt ESB, en verður fljótt afhuga flokknum ef að hann gengur fram á ólýðræðislegan hátt eða hreinlega stundar skemmdarstarfsemi í samstarfi þjóðanna. Mbk, G

Gunnlaugur B Ólafsson, 27.4.2009 kl. 18:45

12 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Hvað ætli fólk sé hrætt við varðandi það að fara í aðildaviðræður? Er það kannski að út úr því komi samningur, sem meirihluti þjóðarinnar geti sætt sig við?

Sigurður M Grétarsson, 27.4.2009 kl. 20:31

13 Smámynd: Heimir Eyvindarson

Eysteinn: Þér er óhætt að hætta að vakta athugasemdir við þessa færslu.

Heimir Eyvindarson, 28.4.2009 kl. 15:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband