Davíð sem felldi heilt land

davidoddss.jpg

Davíð felldi Ísland, bankarnir voru vel í felstu ágætlega reknir, krosseignatengslin aðallega vandamálvegna viðbragða Davíðs Oddssonar og náhirðar hans. Engu skiptir að útrásarvíkingarnir voru eignalausir og þar af leiðandi ábyrgðarlausir, engar líkur á að stórfelldir fjármagnsflutningar Kaupþings til Íslands hafi skipt neinu máli því Kaupþingsmenn greiddu svo vel úr þeim málum. Við hrunið í haust stóð Jón Ásgeir sig áberandi vel og hefðu aðrir farið að dæmi hans hefði máske farið betur.

Þetta er meðal þess sem Ólafur Arnarson Clausen kemst að í úttekt sinni á hruninu, Sofandi að feigðarósi. Ólafur réðist í bókarskrifin eftir að ekki var fleiri spennandi verkefni að hafa hjá BaugsfyrirtækinuLandic Property. Ég skrifaði pistil um þessa bók Ólafs sem birtist á AMX í dag.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Jóhannsson

Davíð Oddson, maðurinn sem beitti smjörklípuaðferðinni óspart á sínum ferli, er orðinn að smjörklípu sjálfur. Það er að segja að ef menn standa frammi fyrir að þurfa að svara erfiðum spurningum er nóg að segja: Davíð Oddson,  og samstundis er áhugi fréttamanna og annarra orðinn á Davíð og menn sleppa fyrir horn.

Ólafur Jóhannsson, 8.5.2009 kl. 16:46

2 Smámynd: Baldur Már Róbertsson

það er með þessa bók sem vitnað er í, er þetta ekki reiður  burt rekinn sjálfstæðismaður að hefna sín alveg eins og Jón ná sgeir ?? Fjármagnar Baugur bókina ?? ég bara spyr í fáfræði minn, allavega er ég hættur við að kaupa skrudduna. Mér sýnist hún vera reifari en ekki hlutlaust heimildarrit, að segja að bankarnir hafi verið í góðum rekstri : )

Baldur Már Róbertsson, 8.5.2009 kl. 16:54

3 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Maður verður víst að gefa sér tíma til að lesa um þennan brennuvarg íslensku þjóðarinnar. Ólafur AC á eflaust inni heiðurslaun hjá búsáhaldastjórninni sem verið er að berja saman þessa dagana.

Og svo fyndist mér Bjarni, að það væri gustukaverk að hrinda af stað söfnun til styrktar þessum útrásarræflum sem nú verða að taka strætó eins og við hin.

Ragnhildur Kolka, 8.5.2009 kl. 16:59

4 Smámynd: ThoR-E

Ragnhildur: þeir þurfa enga söfnun .. þeir eiga flestir milljónir ef ekki milljarða í skattaskjólum á Tortola eyjum eða í Sviss.

Menn sem hafa verið að sýsla með tugi eða hundruði milljarða .. að þeir hafa sett frá varasjóð til mögru áranna.

Á því er engin vafi. 

Það þarf hinsvegar að ná þeim peningum og er Eva Joly í því ... meðal annars. 

ThoR-E, 8.5.2009 kl. 17:14

5 identicon

Ég hélt þessi bloggfærsla væri kaldhæðni, ef þetta eru virkilega þau orð sem bókarhöfundur hefur um málið að segja þá getur ekki mikið verið varið í þessa bók!

Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 8.5.2009 kl. 17:22

6 Smámynd: Ásgeir Rúnar Helgason

Athyglisverð analýsa hjá þessum Ólafi Erni Clausen að bankarnir hafi verið vel reknir, svona í ljósi síðustu frétta.

Maður er nú farinn að skammast sín fyrir að heita Ásgeir. Það er þó bót í máli að Hringadróttinn hefur það sem annað nafn. En hann hefði nú mátt heita Þormóður Ásgeir eða Arngrímur Ásgeir. Ég meina "Jón" fellur algerlega í skuggann fyrir "Ásgeir". En það hefði geta verið verra t.d. Ásgeir Jón. Svo eitthvað hefur maður allavega að vera þakklátur fyrir.

Lifi fjalldrapinn!

Ásgeir Rúnar Helgason, 8.5.2009 kl. 17:27

7 identicon

AceR, það sem Eva Joly er hér að gera er eingöngu að rannsaka hvað gerðist, hún er ekki fyrir nokkurn mun í því að ná þessum peningum til baka.

Hún finnur hinsvegar gögn sem gætu mögulega hugsanlega og samt sem áður áræðinlega ekki leitt til endurgreiðslu þessara peninga.   Þessi gjörningur þeirra var og er á mjög gráu svæði og gerðu lög ekki ráð fyrir því að slíkt þyrfti að banna.

Því er ekki um mikil lögbrot varðandi þessar færslur þeirra að ræða.  Hinsvegar eru þessir menn brotlegir um margt annað og þá ætti að fangelsa fyrir landráð.  Þeir ættu að fá þyngsta mögulega dóm við því alvarlega broti sem er lífstíðarfangelsi.  Ef þeir myndu síðan ákveða að vera svo góðir að skila þessum peningum aftur til baka til Íslendinga þá mætti skoða að sleppa þeim úr steininum en engu að síður ætti að gera þá útlegða frá landinu.

Þeir gætu þá ef til vill bankað uppá hjá vinum sínum í Bretlandi og athugað hvort einhverjir kæri sig um að hafa þessa glæframenn nálægt sér.

Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 8.5.2009 kl. 17:31

8 Smámynd: ThoR-E

Sammála því Arnar.

Gjörðir þessara manna jaðra vissulega við landráð ... og ég trúi ekki öðru en að þeir verði kærðir fyrir brot sín.

Og það er eflaust bjartsýni hjá mér ... þessir penignar sem þeir stungu undan .. að þeir skila sér varla ... þeir kunna að stela peningum þessir menn .. það er á hreinu.

ThoR-E, 8.5.2009 kl. 17:37

9 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Ja mikið er ég fegin að vera ekki á því þroskastigi sem flokksbræður Davíðs eru á, að hugsa ekki meira með sínum heila en þeir gerðu. Kanski hefðu þeir getað afstýrt þessu öllu ef þeir hefðu fylgst með sjálfir en ekki látið fársjúlkann mann stjórna hér öllu án eðlilegrar gagnrýni. En í dag er gott að geta kennt honum um, en hvers vegna gerðu þeir ekki neitt fyrr? Jæja þegar áföll verða er bara að komast yfir mesta sjokkið og vinna svo af heilindum úr restinni. Mér finnst smánarlegt að ráðast að veiku fólki sama hvað það hefur til saka unnið(hef samt gert það sjálf í lífinu og það oft) en svona erum við! Dæmum og dæmum en kunnum ekki betur sjálf. Í þessu felst lífsreynslan, það er að læra að dæma aðra ekki of hart en reyna að gera gott úr hlutunum. það er hinn eini sanni skóli. Svo eru hinir skólarnir góðir með.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 8.5.2009 kl. 17:53

10 identicon

Ég vil vara fólk við að taka túlkun Bjarna Harðarsonar alvarlega í einu né neinu.  Hann virðist hafa sjálfstæðan og selektífan skilning á öllum málum.

marco (IP-tala skráð) 8.5.2009 kl. 18:08

11 identicon

Bjarni !

Vil óska þér til hamingju að vera komin í rétta félagskapinn, á AMX !

AMX, er eitthvert ómerkilegasta vefrit sem gefið er út, þar birtast bara níðskrif um saklaust fólk !

Til hamingju að vera komin í þennan hóp !

JR (IP-tala skráð) 8.5.2009 kl. 18:47

12 Smámynd: Ásgeir Rúnar Helgason

Eru "Marco" og "JR" dulnefni fyrir Ólaf Arnarson Clausen og Jón "Ónefnu" ?

Maður bara spyr?

Ásgeir Rúnar Helgason, 8.5.2009 kl. 19:08

13 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Þessi bókarnefna hlýtur að vera spennandi lesning, sem ég neita mér þó um að kaupa ef styrkurinn fer til JÁJ og kumpána.

En ef eitthvað er til í máltækinu "It takes a thief to catch a thief" þá skyldi maður ætla að maðurinn sem gat fellt heilt land væri einmitt rétti maðurinn til þess að endurreisa heilt land.

Höfum við efni á því að nýta ekki hæfileika þjóðarskelfisins?

Kolbrún Hilmars, 8.5.2009 kl. 19:20

14 Smámynd: Ásgeir Rúnar Helgason

Kolbrún: Kannski hefðu þjóðverjar átt að fá Hitler til að reisa við Þýskaland ?

Lifi fjalldrapinn!

Ásgeir Rúnar Helgason, 8.5.2009 kl. 19:30

15 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Heill og sæll Bjarni

Inntak þinnar gagnrýni er að sýna fram á tengsl höfundar við Baug og þar með megi afskrifa piltinn. Finnst vanta öll mótrök við þeim efnislegu atriðum sem hann tiltekur um að Davíð hafi verið vandræðagripur og að hrunið sé framhald af stjórnarstefnu hans. Það er t.d. nokkuð sannfærandi frásögn af því að bankarnir töpuðu himinháum upphæðum á þverúð hans í að hindra bankana í að gera upp í evrum.

                                  Mbk,  G

Gunnlaugur B Ólafsson, 8.5.2009 kl. 19:47

16 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ásgeir:  Þar sem þú nefnir það, þá hefði Hitler áreiðanlega tekist að reisa við Þýskaland  AFTUR ef honum hefði þóknast svo - og enst aldur til.

Kolbrún Hilmars, 8.5.2009 kl. 19:49

17 Smámynd: Bjarni Harðarson

Nei Gunnlaugur, það er það ekki. Það vantar alveg inn í bók Ólafs talnalegan rökstuðning fyrir því að þessi yfirfærsla í evrur hefði breytt einhverju. Og það er ekki sannfærandi úttekt þegar þeirri staðreynd er sleppt að auðrisarnir voru allir á brauðfótum - hitt getur svo allt verið rétt að Davið sé skaphundur en ég held bara að skapsmunir eins manns felli ekki heilt hagkerfi.

Bjarni Harðarson, 8.5.2009 kl. 19:51

18 Smámynd: Ásgeir Rúnar Helgason

Kolbrún: ÓóóKEiiii... Eða?

Ásgeir Rúnar Helgason, 8.5.2009 kl. 20:21

19 Smámynd: Ásgeir Rúnar Helgason

Varðandi Evrur: Andið rólega áður en þið dæmið krónuna úr leik. Lágt gengi er hagstætt fyrir útflutning á íslenskum vörum og hráefni, gott fyrir neyslu á íslenskri framleiðslu á Íslandi og ekki neikvætt fyrir ferðamannaiðnaðinn. Krónan á eftir að jafna sig og vel það þegar gengið hefur verið frá skuldamálum útrásarvíkinga. Það mál er í farvegi.

Ásgeir Rúnar Helgason, 8.5.2009 kl. 20:31

20 identicon

Ég hef ekki lagt það í vana minn að blanda mér í umræður á kommentaþráðum um bókina mína. Kjósi ég að gera svo mun það ávallt vera undir nafni því mér geðjast ekki að þeim sem dyljast á bak við dulnefni.

Pistill Bjarna, míns gamla fjanda úr stúdentapólitíkinni, á AMX er hressilegur eins og við var að búast frá honum. Bjarni hefur aldrei læðst með veggjum og ávallt hefur hann verið mikill gleðigjafi. Skemmtanagildið óumdeilt. Heldur finnst mér hann nú leggja mér orð í munn í þessari ádeilu á bókina og margt bendir til þess að hann ætti að taka sér betri tíma til að kynna sér hana. Ádeilan á bókina er helst til grunn hjá þingmanninum fyrrverandi.

Það sem raunverulega gerðist varðandi evruuppgjör bankanna var að þegar komið var í veg fyrir slíkt voru bankarnir neyddir til að verja efnahag sinn fyrir krónunni. Það gerðu þeir svo með sérstöku leyfi Seðlabankans og afleiðingin gat ekki orðið nema ein; hrun krónunnar. Bara Kaupþing var með efnahag sem var á við fimm landsframleiðslur. Þar af voru fjórar í annarri mynt en krónum. Línurit í viðauka bókarinnar sýnir glögglega hvernig fór fyrir krónunni eftir að Kaupþing varð frá evruuppgjöri að hverfa.

Ég þakka Bjarna fyrir hamingjuóskir með góða sölu á bókinni og er mjög stoltur af því að vera á metsölulista í hans ágætu bókabúð.

Kjósi ég að svara ádeilu míns gamla kunningja frekar mun það verða á pressan.is.

Kveðja,

Ólafur Arnarson

Ólafur Arnarson (IP-tala skráð) 8.5.2009 kl. 20:33

21 identicon

Bjarni,

Ég held svei mér þá að við tveir verðum bara að setjast niður með góðan kaffibolla og ræða aðeins um þessa bók. Mig hefur lengi dauðlangað að koma í heimsókn í þessa ágætu bókabúð, sem þú rekur. Verður þú við á morgun ef ég kem í kaffi?

Kær kveðja,

Ólafur Arnarson

Ólafur Arnarson (IP-tala skráð) 8.5.2009 kl. 21:02

22 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Afhverju var fyrrverandi Seðlabankastjóri á móti því að bankarnir gerðu upp í Evrum.

Þ.e hvaða neikvæðu áhrif hefði það framkallað.  (því það hefði verið eitthvað neikvætt við slíkan gjörning fyrir þjóðarbúskapinn býst eg við)

Ómar Bjarki Kristjánsson, 8.5.2009 kl. 21:37

23 Smámynd: P.Valdimar Guðjónsson

Mjög fróðlegur pistill um þessa bók Bjarni.   Fyrst og fremst vegna þess að þú tekur (með dæmum) allt annan vinkil á bók Ólafs en ég hef áður heyrt og séð.   Sigurður G. Tómasson lýsti gríðarlegri hrifningu sinni á gripnum svo dæmi sé tekið.  Ástæðan er líklega einföld.  Afstaða höfundar til Davíðs Oddssonar.  Einnig  var Egill Helgi ógagnrýninn á bók Ólafs.

Játa hinsvegar að ég á eftir að lesa þessa bók.

Fyrst og síðast var náttúrlega glannaskapur í gangi.   Bæði hvað varðar krosseignaruglið og galna útlánastefnu bankanna.      Menn töldu sjálfa sig snillinga í rekstri vegna þess að allsstaðar var hægt að sækja lánsfé til að slá um sig.  Útkomuna  á eftir samasem merkinu þarf engan Einstein til að reikna.  Þetta þýddi auðvitað stigvaxandi skuldir allt góðærið.

P.Valdimar Guðjónsson, 8.5.2009 kl. 21:46

24 Smámynd: Bjarni Harðarson

Sæll Ólafur! Ég verð því miður ekki í búðinni á morgun, verð í leiðsöguferðum fram eftir degi en ég verð hér í næstu viku, sendu mér sms hvenær þú kemur og við finnum tíma, ég er í skránni en þú segir það engum!!!

Bjarni Harðarson, 8.5.2009 kl. 21:54

25 identicon

Ef eitthvað af viti kemur út úr rannsókn Evu Joly.  Tek þennan sérstaka saksóknara ekki með.  Allavegana ekki eftir að hafa lesið bókina hans Ólafs.

Ástæðan er nú einfaldlega sú að Björn Bjarna sem skipaði þann krúttlega er vinur Davíðs Oddssonar , sem er nú sá einstaklingur sem ætti að fá þyngsta dóminn , samkvæmt þessari bók.  

Það eru hreint út sagt óhugnarlegar lýsingar á því hvernig einn maður getur með brjálæði og geðveikislegum og sjúklegum tilburðum látið þjóð falla í svaðið.

En sjúklegra er að engin þeir sem standa  honum nærri þora að mótmæla.  Ekki einu sinni þótt maðurinn sé orðin Seðlabankastjóri.  Og Seðlabankastjóri skal hlýta og hlýða tilmælum stjórnvalda.  En á Íslandi var það víst öfugt farið.  Hvernig í ósköpunum stóð á því?

Sem betur fer er maðurinn farinn frá .  Maðurinn reyndi að krafsa í einhver gömul völd á landsþingi sjálfstæðismanna , en maðurinn er bara úr sér gengin , búinn að vera .  

Davíð Oddsson er dæmi um mann sem virkar vel þegar allt leikur í lyndi og ekkert virðist geta orsakað kreppu í heiminum.  Maðurinn er grínari og stundum gaman að honum. En þegar á reynir  er svona maður eins og Davíð  getulausir stjórnamálamenn.  Hafa ekkert að segja .  Verða bitrir .  Hafa allt á hornum sér.  Hlusta ekki á einn eða neinn.  Loka sig í sínum eigin hugarheimi.  Hafa engar lausnir.  Skapa jafnvel eyðileggingu með hroka og gera sér jafnvel ekki grein fyrir því að þeir hafa völd sem ná út fyrir landsteinana.  

Fer Davíð í steininn? Ef flest er rétt í bók Ólafs , er Davíð Oddsson klárlega landráðamaður og á að fá þungan fangelsisdóm.  Hefur engin þorað að segja það ?

jonas (IP-tala skráð) 9.5.2009 kl. 01:08

26 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Nú hef ég ekki lesið þessa ágætu bók en ég las þetta innlegg höfundar hér no 20.

"Það sem raunverulega gerðist varðandi evruuppgjör bankanna var að þegar komið var í veg fyrir slíkt voru bankarnir neyddir til að verja efnahag sinn fyrir krónunni."

Þarna vantar að segja frá því að seðlabankinn var hluti þess að verja efnahag þessara banka. Það er að segja þegar bankarnir tapa þá tapa þeir í þeim gjaldmiðli sem uppgjörið fer fram í. Þetta skiptir því litlu eða engu máli Þegar á heildina er litið því Seðlabankinn hefði þurft að verja sig fyrir falli ISK í staðin og gjaldreyrsforði hans hefði orðið að vera stærri á móti.

Guðmundur Jónsson, 9.5.2009 kl. 11:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband