Saari á ættarmóti en byltingin át samt börnin sín...

Þór Saari alþingismaður sagði í Sprengisandi um helgina að það hefði verið eins og á ættarmóti að mæta á mótmælafund um helgina og allt gott um það að segja. Yfirleitt held ég að það hafi verið til góðs að Borgarahreyfingin náði inn á þing þó mikið hafi vantað til að ég kysi hana og þar réði mestu óljós afstaða til fullveldisins.

Um sumt hefur Borgarahreyfingin staðið undir væntingum sem hægt er að gera til fjögurra manna þingflokks sem er að feta sín fyrstu skref. Sjálfum hefur mér þótt hressandi að vita af Birgittu Jónsdóttur í þingsalnum. En um sumt hefur hreyfingin líka fallið á prófi heiðarleika og gagnsæis.

Ég velti fyrir mér hvort Saari hafi á laugardaginn haft fyrir að kynna ættmennum sínum á Austurvelli um þau hrossakaup sem hreyfing hans hefur tekið þátt í þar sem ákveðið var að taka tilboði Össurar Skarphéðinssonar um ríflegar nefndasetur gegn samstöðu um ESB málið. Það má auðvitað spyrja hvað Össur hafi verið að kaupa þar sem að minnsta kosti Þráinn og Þór Saari fóru inn sem gegnheilir ESB sinnar og stuðningsmenn aðildarviðræðna. 

Hér gerðist aftur á móti það ógeðfellda að þeir kumpánar seldu sannfæringu alls hópsins og geirnegldu það að hreyfingin öll myndi taka afstöðu með aðildarviðræðum.

Það sem meira er. Heimildir herma að baktjaldasamningurinn geri ráð fyrir að hreyfing Búsáhaldabyltingarinnar muni leggjast gegn allsherjaratkvæðagreiðslu um það hvort fara eigi í aðildarviðræður og raunar hefur leikstjórinn flokkafimi þegar gefið út slíka yfirlýsingu. Almenningur fái þá fyrst að greiða atkvæði þegar allt er klappað og klárt í krumlu Brusselvaldsins. 

Er nú ekki byltingin svoldið farin að éta börnin sín...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: AK-72

Heill og sæll, Bjarni. Þarna er þetta hálfgert klámhögg finnst mér. Það var frá upphafi og fyrir kosningar alveg ljóst að Borgarahreyfingin taldi að það væri best að fara í aðildarviðræður og kjósa svo um samning. Í samningi sérðu forsendurnar, í samningi sérðu kostina og gallana og þú getur ekki tekið í raun neina afstöðu til eins eða neins byggða á hræðslu-áróðri í báðar áttir eða fabúleringum um "hvað ef". Öllum var það líka ljóst fyrir kosningar að hreyfingin taldi atkvæðagreiðslu um að ákveða hvort það ætti að fara í aðildarviðræður ekkert annað en gjörning til að reyna að þæfa málið út í hið óendanlega með öllum þeim skotgrafahernaði sem því fylgi, og hótunum um afhausanir frá þeim öfgafyllstu.

En hvort innganga yrði samþykkt er svo annað mál og í höndum þjóðarinnar.Sjálfur veit ég ekki hvort ég myndi kjósa með eða á móti, ég get aðeins gert það þegar ég hef eitthvað í höndunum en ekki einhverjar upphrópanir um að ESB sé himnaríki eða helvíti.

AK-72, 24.5.2009 kl. 13:20

2 identicon

Bjarni, þú virðist ekki fatta það að Borgarahreyfingin er lýðræðishreyfing sem vill að þjóðin fái að ákveða hvort við viljum fara í ESb eða ekki. Hreyfingin vill að slík ákvörðun verði tekin á grundvelli samnings, en ekki hræðsluáróðurs. En við hvað ertu hræddur, þú ert búin að marg segja að við munum fá lélegan samning og þá þarft þú ekki að óttasr neitt, þjóðin mun hafna slíkum samning. En það sem ég held að þú sért hræddur um, er að við fáum góðan samning og fólk sjái loksins fram á batnandi kjör og meira réttlæti. Þú og vinir þínir í Þröngsýn, nei ég meina Heimsýn eruð búnir að planta þvílíkum hræðsluáróðri og er það ekkert nema ógeðfeld vinnubrögð, að vinna sínum hugsjónum fylgi með lýgina að vopni.

Valsól (IP-tala skráð) 24.5.2009 kl. 13:31

3 identicon

Veit ekki alveg við hvað menn eru hræddir, ég treysti engum á Íslandi til þess að stjórna núna og allra síst B.H. það er fullt af heiðarlegum mönnum í Brussel sem geta hjálpað okkur, hrokinn gengur yfir allt sé ekki að þeir komi og sæki þessar fáu rollur sem við erum að rækta (á sjálfur 8stykki) matvælaöryggi bla,bla við getum alltaf bjargað okkur, ef að peningarnir eru ódýrari þá eigum við að ganga í ESB hættum öllum hræðsluáróðri og reynum að standa í lappirnar Framsóknarstimpillinn verður alltaf á þér B.H. til vansa.

Kristján (IP-tala skráð) 24.5.2009 kl. 13:55

4 identicon

Ertu nokkuð orðinn vinstri sinnaður Bjarni? Mér finnst allavega fela í sér svakalaus forsjárhyggju í afstöðu þinni til esb. En verst fannst mér að þú hafir látið gabba þig út í að kjósa VG. Þú hlýtur að vera reiður út í þá er það ekki rétt hjá mér?

Jóhann Gunnar (IP-tala skráð) 24.5.2009 kl. 14:07

5 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Það er merkilegt hvað fólk er fljótt að snúa við blaðinu eftir að það kemst á þing.  Í búsáhaldabyltingunni var krafan um að þjóðin fengi að koma meira að málum, en þegar Þór Saari og Þráinn Bertelsson eru komnir á þing, er lýðræðið komið í allt  annað sæti mun neðar á listanum, en þeir og þeirra sjónarmið tróna efst á blaði. 

Ég spyr höfðingjana sem rita hér að ofan, hvað eru ESB-sinnar hræddir við ?  Af hverju má þjóðin ekki koma að málum og ákveða hvort sækja bæri um aðild að ESB eður ei ? hver er ótti ykkar ? getur verið að þjóðin hafi allt aðra sýn á ESB en þið ???  Afstaða ykkar sýnir glöggt hvernig lýðræðið er fótum troðið í ESB, það má helst ekki spyrja almenning því hann gæti haft ranga afstöðu til málanna, eins og kom fram á Írlandi.

Það er með eindæmum að fólk skuli kappkosta að afhenda fullveldi þjóðarinnar í hendur erlendra aðila, aðila sem hafa engan metnað fyrir Íslands hönd.

Tómas Ibsen Halldórsson, 24.5.2009 kl. 14:28

6 identicon

 Alltaf jafn spennandi ad lesa um thetta rugl med ESB og ad afhenda fullveldi okkar thjódar i hendur erlendra adila.

 Thar sannast best ordatiltækid thu serd ekki bjálkann fyrir flísinni, Ísland er Íslensk stjórnvöld eru fyrir löngu sidann buid ad selja sig til erlendra adila. Med adstod Framsóknar, Samfylkingar og f.l. thar á medal B.H.

Baldur Gudnason (IP-tala skráð) 24.5.2009 kl. 14:34

7 Smámynd: Pétur Henry Petersen

Já, það er magnað hvað Borgarahreyfingin fer í taugarnar á fólki sbr. Bjarna og Kolbrúnu í Mogganum í dag. Einhver hræðsla við siðbótina?

Pétur Henry Petersen, 24.5.2009 kl. 16:07

8 identicon

Tómas Ibsen, það er bara fáránlegt að láta þjóðina kjósa um mál sem eru í svo kolröngum farvegi að það halfa væri nóg. Hérna stendur fólk almennt í þeirri meiningu að við missum allar auðlindir okkar ef við göngum í ESB. Það er ekki hægt að kjósa nema samningurinn liggi á borðinu, þá m.a. kæmi það í ljós að við missum engar auðlindir, þá getur fólk tekið upplýsta ákvörðun en ekki farið eftir flokkspólitíksum skítkastaleik og lýgum sem hafa fengið að fara ínn í fjölmiðla óáreitt. Heldur þú t.d. að allar þær þjóðir sem hafa farið í ESb á undan okkur hafi gert það til þess að missa auðlindir sínar? Á hverju hefðu þessar þjóðir þá átt að lifa á? Heldur þú að Bretar hafi afsalað sér kolavinnslu á Bretlandseyjum og olíuvinnslu í Norðursjó? Þetta er bara heimskuleg umræða, en því miður er fullt af fólki sem trúir þessum áróðri og myndi kjósa samkvæmt því. Þess vegna er betra og lýðræðislegra að fólk kjósi bara um samning sem liggur á borðinu svo fólk geti dæmt um án þess að logið sé ofan í það.

Valsól (IP-tala skráð) 24.5.2009 kl. 16:11

9 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Kæri Valsól, hvað sem þú annars heitir, þá til að mynda töldu flestir Bretar að þeir væru að ganga inn í viðskipta- og tollabandalag sjálfstæðra þjóða í Evrópu er þeir á sínum tíma gengu í Efnahagsbandalagið, eða hvað það hét nú þá.  Þeir hafa nú vaknað upp við vondan draum og eru alls ekki sáttir við þann yfirgang sem ESB sýnir Bretum sem og öðrum Evrópuþjóðum í sambandinu.  Þetta snýst ekki bara um að missa ekki auðlindir heldur sjálfstæði okkar og lýðræðislegan rétt okkar til að taka ákvarðanir í eigin málum.

Í lýðræðisþjóðfélagi ættu menn ekki að óttast tvennar kosningar, það tilheyrir lýðræðinu að fá að kjósa um hlutina, ég tala ekki um í svo stórt mál sem ESB-málið er.  Ótti ykkar ESB-sinna er ótrúlegur og sýnir svo ekki verði um villst hversu litlir menn þið eruð.  Ef þið hefðuð trú á lýðræðinu og þjóðinni sem byggir landið okkar, þá þætti ykkur ekki mikið mál að viðhafa tvennar kosningar, en það er sjálfsagður og réttur okkar, allt annað er útúrsnúningur.

Tómas Ibsen Halldórsson, 24.5.2009 kl. 17:47

10 identicon

Bjarni geturu útskírt eitt fyrir mér? hversvegna seigiru að við missum fullveldið við inngöngu í esb, nú þegar eru fullt af reglugerðum sem við þurfum að fara eftir og höfum neiðst til að innleiða vegna ES, eru ríki esb ekki fullvalda ríki?

bjöggi (IP-tala skráð) 24.5.2009 kl. 18:11

11 Smámynd: Marteinn Unnar Heiðarsson

Bjöggi þú skilur þetta ekki,við þurfum að fylgja reglum ESB í gegnum EES en ESB getur ekki skikkað okkur til að fara alveg eftir þeim þar sem við erum ekki í ESB.Innan ESB er nú fluttur inn fiskur að 2/3 til ESB vegna þess að þeir eiga ekki fiskimið einsog við,það er vöntun á orku innan ESB og þeir eru mikið háðir Rússum með gas og svo er það olían sem þá vantar líka og hver skildi eiga hana,jú Norðmenn svo er að verða vatnsskortur innan ESB landa og við eigum nóg af vatni.Ef við förum í ESB er næstum öruggt að við missum völdin yfir þessum auðæfum til ESB og á hverju ætlar þú þá að lifa á í framtíðinni??????

Marteinn Unnar Heiðarsson, 24.5.2009 kl. 20:56

13 Smámynd: Bjarni Harðarson

eswb sinnar segja sjálfir að það verði að aðlaga fullveldisákvæði stjórnarskrárinnar að esb-aðild, væntanlega vegna þess þá að algert fullveldi eins og það sem við náðum fram 1918 er andstætt því skipulagi sem ríkir eftir esb-aðild. þetta vita allir sem hafa kynnt sér málið kæri bjöggi...

Bjarni Harðarson, 24.5.2009 kl. 21:30

14 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Þór Saari og Þráinn Bertelsson eru ekki fulltrúar byltingarinnar og vinna ekki í þágu lýðræðis þegar þeir taka afstöðu gegn þjóðinni með því að þröngva henni í aðildarviðræður sem hún hefur ekki samþykkt.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 24.5.2009 kl. 22:05

15 identicon

Allar þær þjóðir sem á undan okkur hafa kosið um það hvort ganga skuli í ESB hafa ekki kosið um það kaflaskipt eins og áróðursmeistarar Heimsýnar og fleiri aðilar vilja. Þetta er heimskuleg tillaga og greinilegat að þið andstæðingar ESB eruð hræddir við að það sem verði í þessum samningum verði á þann veg að auka mannréttindi og félagsleg réttindi alls almennings í landinu. Þið óttist að fólkið muni segja JÁ þegar það sér lífskjarabæturnar sem í boði verða. Þess vegna og aðeins þess vegna viljið þið láta kjósa um það hvort það eigi að fara í aðildarviðræður. Þið viljið með öllum ráðum koma í veg fyrir að fólk fái að sjá sannleikan í þessu máli.

Ég tók 18 miklljón króna lán og þarf að borga það 17 falt til baka, þ.e rúmar 300 miljónir þegar upp verður staðið eftir 40 ár. Þökk sé ruglinu í ykkur andstæðingum ESB. Sagt hefur verið að heimilin og fyrirtækin í landinu munu geta lækkað vexti um 228 miljarða á ári ef við göngum í ESB. Hugsið ykkur hvað við gætum t.d. eytt meiri tíma með börnunum okkar ef við þyrftum ekki að vinna myrkrana á milli til þess að borga þessa 228 miljarða? Það er með ólíkindum að þessir öfgar skuli vera til staðar og sorglegt að sumt fólk skuli taka mark á ykkur. Hér er allt á hausnum og þið viljið ekki einu sinni leyfa fólki að sjá hvað samningur við ESb hefur upp á að bjóða. Þessi þjóðernisfasismi er ömurlegur og þarna mætist þið öfgarnir frá hægri og öfgarnir frá vinstri. Saman í einum félagsskap, Styrmir Gunnarsson, Guðfríður Lilja, Pétur Blöndal, Ragnar Arndals, Hannes Hólmstein, Davíð Oddsson og Hjörleyfur Guttormsson að ónefndum Bjarna Harðarsyni. Og þessu tekur fólk mark á. helmingurinn að gæta einhverra sérhagsmuna og hinn helmingurinn með heimóttarskap og hræðslu við allt sem útlent er.

Valsól (IP-tala skráð) 24.5.2009 kl. 23:04

16 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Valsól ástæðan fyrir því að þú þarf að borga borga lánið þitt 17 falt til baka er óstjórn í efnahagsmálum. Þar hefur samfylkingin verið virkur þátttakandi og leyndi þig og aðra hvað var að gerast í aðdraganda bankahruns. Hefðir þú tekið 18 milljóna kr. lán ef þú hefðir haft upplýsingar sem forysta samfylkingarinnar hafði.

ESB innganga mun ekki leysa vanda þinn því upptaka evru með samþykki valdhafanna í Brussel þýðir 30 ára bið. Á meðan mun lánið þitt vera í fullum blóma.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 24.5.2009 kl. 23:43

17 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Bjarni.

Ekki er það gott ef byltingin hefur verið seld í hrossakaupum um einstök mál, þá var sú hin sama fyrir lítið.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 24.5.2009 kl. 23:52

18 identicon

Jakopína, það hvort ég þarf að borga lánið mitt 17 falt til baka eins og núna eftir hrun eða 13 falt eins og fyrir hrun breytir ekki miklu, en þegar ég gæti ef við værum í ESB, borgað lánið í mesta lagi 1,5 falt til baka þá skiptir það miklu máli. Hvort vilt þú borga af húsinu þínu 13 falt eða 1,5 falt til baka?

Valsól (IP-tala skráð) 25.5.2009 kl. 07:32

19 Smámynd: Pétur Henry Petersen

Það var á stefnu BH að þjóðin ætti að fá að greiða atkvæði um ESB. Hvað sem hver segir er það lýðræði. Og það kallast líka lýðræði þegar að þingmenn í raun og veru geri það sem að fólk kaus þá til að gera (sem er jú ekki alltaf). Bjarni sér ástæðu til að hnýta í þetta, hnýta í það að menn standi við það sem að þeir segi. Það væri nú meirháttar undarlegt ef að BH myndi núna, eftir kosningar, samþykkja engar ESB aðildaviðræður og leggjast gegn stjórnlagaþingi. Nei, stefnan er skilgreind FYRIR kosningar, herra Bjarni.

"Hér gerðist aftur á móti það ógeðfellda að þeir kumpánar seldu sannfæringu alls hópsins og geirnegldu það að hreyfingin öll myndi taka afstöðu með aðildarviðræðum"

 Ástæðan: Að hann er ekki sammála því sem að um ræðir. Og svo í staðinn fyrir að ræða það hvort að BH séu að svíkja málstað SINN og kjósenda SINNA, þá asifbymagic hefst þessi klassíska ESB umræða, sem er náttúrulega sískemmtileg en bara ekki relevant hér

Pétur Henry Petersen, 25.5.2009 kl. 08:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband