Klókindi eða kosningasvik?

Páll Vilhjálmsson, Guðrún Guðmundsdóttir, Hans Haraldsson, Bjarni Harðarson og Erla Jóna Steingrímsdóttir skrifa:

Undirrituð sem eiga það sammerkt að hafa við síðustu kosningar kosið Vinstri hreyfinguna grænt framboð gera þá kröfu til þingflokks VG að hann standi heill og óskiptur að baki þeirri stefnu að berjast nú sem fyrr gegn ESB innlimun Íslands.
Fyrir kosningar lýsti formaður VG því yfir í sjónvarpsviðtali að flokkur hans væri í ESB málinu stefnufastur flokkur. Eftir kosningar lýsti sami formaður því yfir að það væri utan þess sem til greina kæmi í samstarfi við Samfylkinguna að lögð yrði fram aðildarumsókn að ESB þegar á yfirstandandi sumri.
Þrátt fyrir þessi loforð er nú komnar fram á Alþingi Íslendinga tvær tillögur sem báðar gera ráð fyrir að Ísland leggi fram umsókn um innlimun í Evrópusambandið. Framkomin tillaga Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks undirstrikar að ESB andstæðingar áttu fáa valkosti í nýafstöðnum kosningum.
Nú er það ekki okkar sem kusum VG án þess að vera þar félagsmenn að ákveða í smáatriðum með hvaða hætti þingmenn þess flokks kjósa að standa við gefin kosningaloforð. Séu það klókindi og hluti af refsskák stjórnmálanna að VG leyfi Össuri Skarphéðinssyni utanríkisráðherra að leggja fram almenna og opna tillögu fyrir Alþingi Íslendinga um samningaviðræður án þess að ætla að tryggja þeirri tillögu brautargengi er það ekki okkar mál. Þingflokkur VG hefur enn tækifæri til að standa við gefin kosningaloforð og möguleg vilyrði VG við samstarfsflokk sinn geta aldrei vegið þyngra á metum en svardagar sem gefnir voru kjósendum.
Nýleg Gallup könnun segir okkur að 76% allra kjósenda telur mikilvægt að efnt sé til þjóðaratkvæðis áður en Ísland leggur inn umsókn um aðild að ESB. Þar af telja 6 af hverjum 10 mjög mikilvægt að orðið sé við þessari kröfu. Undirritaðir sem kusu VG einkanlega vegna meintrar stefnufestu flokksins í Evrópumálum telja það mögulega málamiðlun að VG beiti sér fyrir slíkri kosningu en lengra geti flokkurinn ekki gengið til móts við ESB sinna án þess að hafa fyrirgert öllu trausti kjósenda sinna.

(Birt í Morgunblaðinu 19. júní sl.)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Offari

VG. Fékk mörg atkvæði út á þessa stefnufestu gagnvart Esb aðild. Ég féll sem betur fer ekki í gildruna því VG hefur aldrei passað í minn stóriðjuruglaða haus. Hinsvegar veit ég vel að margir fóruðu sínum stóriðju hugsjónum og kusu VG vegna esb andstöðu þeirra.

Offari, 21.6.2009 kl. 15:35

2 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Ég velti því alvarlega fyrir mér, í vor, hvort ég ætti að kjósa VG, en sem betur fer gerði ég það ekki, X-ið vildi ekki á þann reit sama hvað ég reyndi.

Jóhanna er búin að lýsa því yfir, óbeint, að hún ætlar að hafa vilja þjóðarinnar að engu og fara sínar leiðir, sama hvað hver segir.  Ef hún lætur ekki segjast verður hún "borin út" úr Stjórnarráðinu, eins og einhver lögfræðinemi úr HR orðaði það í vetur, talandi um fyrri stjórn.

Tómas Ibsen Halldórsson, 21.6.2009 kl. 15:47

3 identicon

Þið eruð allveg ótrúlega afturhaldsinnuð af eldgamla skólanum. Ég er enginn sérstakur Evrópusinni, en hvað er að því að sækja um og sjá hvað er í pottunum? Fólk sem er með fyrirfram niðurstöðu úr slíkum  viðræðum er ekki með réttu ráði.

Sækjum um aðild að ESB sjáum hvað það þíðir fyrir okkur og svo verður efnt til þjóðaratkvæða greiðslu um málið. Eðlilegra getur það ekki verið og lýðræðislegra. Þið sem hristið hausin yfir þessari málsmeðferð verðið vonandi ekki í forystu fyrir þessa þjóð.

Sigurdur (IP-tala skráð) 21.6.2009 kl. 16:30

4 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Ég hef rætt við marga sem tala á svipaðann hátt og þú Sigurður, og eitt eeiga þeir einstaklingar sameiginlegt; þeir hafa ekki lesið sér neitt til um sambandið og ekki einu sinni lesið skýrslu Evrópunefndar frá 2007.  Ætlar þetta sama fólk að lesa aðildarsamninga við ESB ásamt sérstöðuviðurkenningum og jafnvel lagabálkinn sjálfann þegar það kemur að því að taka afstöðu, eða ætlar það að mynda sér skoðun á sama hátt og áður?

Axel Þór Kolbeinsson, 21.6.2009 kl. 18:48

5 Smámynd: Guðmundur Helgi Þorsteinsson

Bjarni,

Ég hefði nú kannski haldið að þú reyndur stjórnmálamaðurinn hefði getað sagt sér að lýðræðið í bókabúðinni er annað og meira heldur en það sem á sér stað í pólitíkinni. Í bókabúðinni get ég gengið að þeirri bók sem ég hef lýst á að lesa og keypt en það eru engar tryggingar í boði í pólitíkinni.

Kveðjur bestar

Guðmundur

Guðmundur Helgi Þorsteinsson, 21.6.2009 kl. 19:04

6 Smámynd: Bjarni Harðarson

góður guðmundur - ég vissi þetta alltaf og kannski vissi ég alltaf að ég þyrfti að berjast fyrir esb andstöðu vg en taldi mig hafa betri stöðu í þeirri baráttu verandi einn þeirra kjósenda en að vera þar utan...

Bjarni Harðarson, 21.6.2009 kl. 19:14

7 Smámynd: Guðmundur Helgi Þorsteinsson

Bjarni,

Hérna í Sviss eru menn enn tvístígandi um ESB aðild en hér er hægt að kjósa um allan an... og það heitir víst virkt lýðræði kannski að við ættum að koma því á koppinn. Annars rakst ég á þennan pistil á vefnum og ég held að hann eigi erindi til allra þeirra sem að telja sig svikna: http://stormsker.blog.is/blog/stormsker/entry/870016/

Pistillinn er skemmtilegur og í anda skemmtilegra Tungnamanna.

Kveðjur bestar og gangi þér allt í haginn.

Guðmundur

Guðmundur Helgi Þorsteinsson, 21.6.2009 kl. 19:23

8 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæll Bjarni. Þú segir nokkuð. Ég verð að segja að ég tek ofan fyrir fólki sem lýsir því yfir að það hafi kosið ákveðinn flokk vegna stefnu og loforða og gerir svo kröfu um að það verði staðið við það. Sem sagt ég tek ofan fyrir ykkur sem upp eruð talin hér að ofan. En hvað með alla hina? Þennan ógnar fjölda sem lét svíkja sig til að kjósa VG? Er þeim nóg að Guðfríður Lilja brosi blítt og segi að HÚN sé enn á sömu skoðun og fyrir kosningar? Ég var að blogga um þetta og fékk flott komment frá Helga Helgasyni um Icesave samninginn. Þú ættir að kíkja á það ef þú ert ekki búinn að lesa hann yfir. Svo erum við alltaf á leiðinni í bókabúðina við Helgi. Bestu kveðjur Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 21.6.2009 kl. 23:19

9 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Bjarni.

Lýst vel á þessa yfirlýsingu ykkar sem er gott innlegg í umræðuna um þessi mál.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 22.6.2009 kl. 01:31

10 identicon

Tek undir hvert orð með ykkur sem þessa grein skrifuðuð og fullyrði að það voru þúsundir fólks sem einmitt kusu VG vegna þessarar stefnufestu flokksins gagnvart ESB.

En manni er öllum lokið hvernig forystumenn flokkins virðast algerlega hafa lyppast niður gagnvart Samfylkingunni í þessu máli. Sama má segja um ICESAVE þó svo sannarlega sé staðan þar flókin og erfið þá sé ég ekkert vit í örðu en þingmenn flokksins greiði allir atkvæði gegn þeim gjörningi nema þá kanski Steingrímur J. Það verður þá bara að taka þann slag og afleiðingarnar af því, það er illskárra en vera á hnjánum gagnvart þessum kúgunaröflum, Bretum, Hollendingum, ESB og IMF.

Ef VG ætla ekki að hysja upp um sig í þessum málum eru þeir búnir að vera sem alvöru flokkur með fjöldafylgi og áhrif. Eftir verður fámennur smáflokkur kverúlanta og últra fræðilegum vinstri mönnum í lopapeysum.

                           ÁFRAM ÍSLAND - EKKERT ESB !

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 22.6.2009 kl. 11:32

11 identicon

það voru gríðarlega margir sem bara kusu VG vegna þessa og bara þessa, það fólk er nú ílla svikið.

(IP-tala skráð) 23.6.2009 kl. 09:53

12 Smámynd: Ragnar L Benediktsson

Bjarni og þið hin 

Sjálfstæðisflokkurinn sveik þjóðina. Framsóknarflokkurinn sveik þjóðina , Samfylkingin sveik þjóðina. Ástþór fékk ekki tækifæri til að svíkja þjóðina. Vinstri grænir ætla ekki að standa við sitt og eru því að leggja drögin að því að svíkja þjóðina.

Borgarahreyfingin hefur ekki svikið þjóðina og ekki eru sjáanleg teikn um það. Vegna hvers kusuð þið gömlu svikaflokkana þegar Borgarahreyfingin stóð ykkur til boða ??

Ragnar L Benediktsson, 23.6.2009 kl. 16:29

13 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Ragnar. Mér finnst nú alveg nógu margir hafa kosið Borgarahreyfinguna en hún hafði ekkert fram að færa utan þess að vera ný og vilja breyta. Þarna voru þekkt andlit og fólk féll fyrir því. Ekki finnst mér fara mikið fyrir þeim í þinginu og málflutningurinn byggist helst á því að þau viti ekki þetta og hitt. Sama sögðu þau í kosningabaráttunni, þau vissu ekki hvort þau ætluðu að gera þetta eða hitt. Frjálslyndir voru líka í boði í síðustu kosningum og var alfarið hafnað eins og við vitum. Þeir hafa engan svikið og hafa tíu ára reynslu á þingi. Það var afleitt að Bjarni Harðar og hans framboð skyldi ekki binda trúss sitt við okkur þegar þau drógu annars ágætt framboð til baka. Er Borgarahreyfingin ekki að fara hring í sambandi við ESB eða er það misskilningur í mér. Kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 23.6.2009 kl. 22:19

14 Smámynd: Offari

Kolbrún ég er þér ekki sammála um að alveg hafo nógu margir kosið Borgarahreyfinguna. Ég kaus hinsvegar ekki Borgarahreyfinguna vegna þess að hún sagðist vilja skoða aðildarviðræður. Hinsvegar finnst mér Borgarahreyfingin standa sig vel við að upplýsa almenning hverslags vitleysa gengur á á alþingi og ég tel að þeirra kjósendur hafi fengið mest fyrir sitt atkvæði.

Offari, 24.6.2009 kl. 00:43

15 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæll Offari. Ég er ekki að sjá hvað þeir sem kusu Bh hafa fengið fyrir atkvæðin þar sem þeir fengu engin loforð önnur en þau að "taka til " á Alþingi.  Ég fylgist með þingfundum í sjónvarpi alla daga og þau eru ekki áberandi þar og alls ekki sem einhver uppreisnarflokkur og ekki hef ég heyrt þau flytja breytingartillögur um þinghald eða vinnubrögð í þinginu. Á þessu byggi ég þá skoðun að þau séu nógu mörg og ekki vanti fleiri úr þeirra hópi til að gera ekki neitt. Ég hefði haldið að þau yrðu þá meira afgerandi en þau eru í sjálfu þinginu. Annars ætla ég ekki að fara offari í að dæma fólk. Það er sjálfsagt að gefa þeim tækifæri og vona að  þau taki til kostanna fyrr en seinna. Ekki kaus ég þau og á því ekki neinn rétt á þau en óska þeim bara góðs gengis. Takk fyrir andsvarið og eigðu góðan dag. kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 24.6.2009 kl. 07:50

16 Smámynd: Rafn Gíslason

Komdu sæll Bjarni. Ég var ein af þeim sem vann fyrir VG í síðustu kosningum og er reyndar í stjórn VG í Hveragerði og Ölfusi ásamt konu minni henni Sigurlaugu, bæði tilheyrum við Heimssýn og berjumst gegn ESB aðild á þeim vettvangi. Að þessu sögðu þá hefur VG í Hveragerði og Ölfusi sent frá sér ályktun þar sem þessi sinnaskipti forustunnar eru gagnrýnd, einnig veit ég að það er væntanleg svipuð ályktun frá VG í Árborg einhverja næstu daga. Af þessu má sjá að félagsmenn VG telja sig einnig svikna af forustunni með fram komið frumvarp ríkisstjórnarinnar um ESB aðildar viðræður og að einhverjir þingmenn VG ætli að veita því brautagengi. Það er að okkar mati óásættanlegt. En Bjarni við höldum áfram barátunni og þá á öðrum vettvangi ef með þarf.

Rafn Gíslason, 24.6.2009 kl. 12:22

17 identicon

Þótt megi eg eigi mannsblóð sjá
og margt sé betur lagið
stjarfur mun ekki standa hjá
ef stjórn vill í Bandalagið

Glúmur (IP-tala skráð) 25.6.2009 kl. 15:03

18 Smámynd: Jón Örn Arnarson

ESB eða ekki ESB

Viljum við vera Íslendingar?

Eða er draumurinn að vera  undirlægja Samsullsins sem selur þjóðina fyrir ESB?

En hvernig er það Bjarni minn góður - er ekki hægt að kæfa gott málefni í kjaftæði? 

Jón Örn Arnarson, 25.6.2009 kl. 23:31

19 Smámynd: Sóldís Fjóla Karlsdóttir

Ég stend með ykkur og þakka bloggvináttuna. En ég kaus ekki  VG í síðustu kosningum ( og alls ekki Samfylkinguna.....þá svikamyllu)

Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 26.6.2009 kl. 09:00

20 identicon

Þurfti virkilega fimm höfunda til að framleiða þennan illa stílaða ritsóðaskap?

marco (IP-tala skráð) 28.6.2009 kl. 11:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband