Nýlendustefna í nýjum fötum

Fylgjendur ESB aðildar Íslands halda því mjög á lofti að eftir seinni heimsstyrjöldina hafi hafist tímabil yfirþjóðlegra yfirráða og alþjóðastofnana. ESB sé einfaldlega staðfesting og fullkomnun í þeirri þróun. Hér gætir nokkurs misskilnings í túlkun á mannkynssögunni.

Mannkynssagan er saga af yfirgangi og yfirþjóðlegum yfirráðum og af þeim þætti er lítið nýjabrum. Krafan um sjálfsákvörðunarrétt þjóða og þjóðabrota er ung í þeirri sögu en hefur stöðugt vaxið ásmegin á allra síðustu áratugum. Aukið lýðræði og sjálfstæði ganga hér í takt. Samhliða hafa slaknað yfirráð fornra heimsvelda yfir leppríkjum, áhrifasvæðum og nýlendum.

Skýrasta dæmið um þetta er þróun mála í Afríku og Asíu en jafnvel þó misjafnlega hafi tekist til í stjórnarháttum í þessum álfum hafa löndin þar náð meiri árangri í þróun og hagvexti en þau gerðu sem nýlendur hinna evrópsku stjórnarherra. Engin lönd hafa farið eins illa út úr þessari þróun minnkandi yfirþjóðlegra yfirráða eins og gömlu nýlenduveldin sem mynda í dag kjarna Evrópusambandsins.

En heimsvaldastefnan lætur ekki að sér hæða og klæðist á nýjum tímum nýjum fötum. Vel má til sanns vegar færa að þau klæði hafi náð ákveðnu þróunarstigi með hinum afar torskilda og fræðilega búningi sem Evrópufræðingar sveipa stefnu þessa í dag. En undir og bakvið glittir jafnan í sama og sést best á yfirlýstum áhuga ESB forkólfa á áhrifum á Norðurheimsskautssvæðinu. Í þeim landvinningum er ESB aðild Íslands mikilvægur biti.

Aukin alþjóðasamvinna fullvalda ríkja í gegnum stofnanir Sameinuðu þjóðanna og starf eins og það sem Íslendingar taka þátt í með öðrum Norðurlandaþjóðum er jákvæð og helst í hendur við kröfuna um lýðræði og sjálfsákvörðunarrétt. Heimsvaldastefna feyskinna stórvelda er alltaf andstæð almennu lýðræði og frelsi smáþjóða.

(Glósað eftir fyrirlestur hjá Eiríki Bergmann á Bifröst - birt í Mbl. í sl. viku).


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Félagi Bjarni!

 Feyskinn málstaður, fyrrum nýlenduvelda . Rétt !

 Menn sem Eiríkur Bergmann, geta skrifað þúsundir og aftur tugþúsundir greina um ágæti ESB.

 Menn sem Eiríkur Bergmann geta flutt ótlejandi ræður um fullkomnun ESB.

 Menn sem Eiríkur Bergmann og " heilög" Jóhanna geta klökk fullyrt að ESB., fylgi " vinna og velferð" !

 Kjarninn fyrir okkur Íslendinga verður hinsvegar ALLTAF ÓAFMÁANLEGA SKÝR.: Við gefur ALDREI eftir LÍFSAKKERIÐ - SJÁVARAUÐLINDIRNAR !

 Portúgalskir, þýzkir, enskir, spánskir o.s.frv., blýantsnagarar , staðsettir í Brussel, mega ALDREI ákveða hvað íslenskir sjómenn veiða innan okkar 200 mílna fiskveiðilögsögu.

 Þetta er KJARNINN, hreinn og ómengaður !!

 Eða sem Rómverjar sögðu.: " Vere scire est per causaS SCIRE" - Þ.E. " þú verður að komast að KJARNA MÁLSINS" !!

Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 5.7.2009 kl. 12:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband