Land sem lyktar af reiði og ódámum

Landið lyktar af þeirri reiði sem útrásarvíkingarnir valda okkur og stjórnvöld keppast við að slá um þá skjaldborg. Í því efni er samt stjórnarandstaðan stjórninni verri.

Nú fara Björgólfsfeðgar fram á afslátt af kaupverði Landsbankans,- þeir voru ekki einu sinni búnir að borga bankann og gátu samt verið útausandi á fé eins og þeir ættu allan heiminn.

Um daginn þegar viðskiptaráðherra sagði réttilega að íslenska fjármálahneykslið líktist Enron-hneykslinu hljóp stjórnarandstaðan á fætur og varði kappana sem komið hafa landinu á kaldan klaka.

Ennþá berast okkur fréttir af umsvifum þessara manna sem skulda samt trilljónir og skrilljónir sem við þurfum að borga. Og það er ekkert gert.

Húsleitirnar eru eins og glæta í því myrkviði spillar og fýlu sem liggur yfir landinu en fráleitt nema aumleg viðleitni. Í öðrum siðuðum löndum væru tugir þessara manna í stofufangelsi ef ekki gæsluvarðhaldi. Hér rífa þeir kjaft í blöðum sem þeir eiga líka sjálfir!

Ég er farinn á fjöll og verð næstu daga á röltinu á Kjalvegi hinum forna. Þar ku enginn mannaþefur...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingimundur Bergmann

Líklega er eins gott að fara út að ganga þegar svona liggur á manni: ,,Landið lyktar af þeirri reiði sem útrásarvíkingarnir valda okkur og stjórnvöld keppast við að slá um þá skjaldborg". Er ekki eitthvað ofsagt í þessu, mér sýnist allir vera á fullu að reyna að koma höndum yfir vinina. Gleymum ekki að þeim voru búin starfskilyrði til að fara sýnu fram og ég man ekki betur en að þeir hafi verið lofaðir í bak og fyrir af hreint öllum, frá þeim efsta til hins neðsta fyrir ekki svo löngu síðan. En hafðu það gott á Kili!

Ingimundur Bergmann, 7.7.2009 kl. 19:06

2 identicon

Já Bjarni minn gakktu á vit fjallana og íslensku óbyggðanna og ég bið að heylsa fjallkonunni við Bláfellsháls áður en ESB- föðurlandssvikararnir krossfesta hana alveg í nafni ICESAVE og ESB- landráðanna ! 

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 7.7.2009 kl. 21:36

3 identicon

á kili eru margir draugar  -- og þar eru líka bergþór og frú á sveimi.

þg (IP-tala skráð) 8.7.2009 kl. 00:11

4 identicon

Það voru náttúrulega mistök að selja þessum mönnum Landsbankann.Það blasir við núna eins og þeir eru búnir að haga sér. Ef þeim og öðrum slíkum ævintýramönnum verða gefnar eftir skuldir er augljóst að allir aðrir sem skulda fara fram á sömu kjör varðandi sín lán.

Olgeir Engilbertsson (IP-tala skráð) 8.7.2009 kl. 12:32

5 Smámynd: Árni Gunnarsson

Hann Egill Helgason frá Tungu (Skollatungu) í Gönguskörðum var náttúrubarn, refaskytta og snjall hagyrðingur. Ein af hans mörgu ágætu ferkeytlum er ort í þeim anda sem hann lifði oh hrærðist í.

Þegar varla bærist blað

og birta um hjalla streymir. 

upp til fjalla finn ég það

sem flesta, eða alla dreymir.

Óbyggðirnar eru og verða athvarf okkar þegar heimska samfélagsins er að drepa okkur. Þessi heimska sem við tölum oft svo skáldlega um en tökum svo flest okkar fullan þátt í. Það er ekki á okkur logið.

Vona að þú eigir góða daga á fjöllum og sjáir þar hvað okkur ber fyrst og fremst að varðveita fyrir næstu kynslóðir.

Góða ferð!

Árni Gunnarsson, 8.7.2009 kl. 13:58

6 identicon

Félagi Bjarni !

 " .. hljóp stjórnarandstaðan á fætur og varði kappana"

 Ósatt félagi - þú veist betur.

 Vissulega lyktar landið af reiði yfir útrásar-ÚLFUNUM.

 Enn - meðan dansinn kring um gullkálfinn stóð sem hæst, hverjir dönsuðu með - og það í miklum fögnuði og himnaríkissælu ??

 Einmitt - langstærsti hluti þjóðarinnar !

 Þar til í upphafi þessa árs, fór 68% þjóðarinnar í sumarfrí til útlanda !

 Miðað við höfðatölu, voru - og eru - fleiri bílar á hvern Íslending en í sjálfu " Guðs eigin landi U.S.A. !

 Sumarbústöðum fjölgaði úr fjórtán þúsundum í þrjátíu og tvö þúsund - á 9 árum !

 Hverjir stjórnuðu landinu liðin 18 ár ?Jú, fyrst, Alþýðuflokkur og Sjálfstæðisflokkur

 Síðan, Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur

 Loks, Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkur.

 Hvaða flokkur hefur EINN verið krossfestur fyrir Hrunadansinn ?

 Jú, Sjálfstæðisflokkur !

 Í dag eru Íslendingar, hnípin þjóð í vanda. Gleymdu orðum Meistarans, þá hann sagði.: " Auðveldara er fyrir úlfalda að komast í gegnum nálarauga, en auðmann að komast inn í himnaríki" !

 Líklega bara rétt - eftir allt sem á undan er gengið, sem Davíð orti ( ekki Oddsson!) "Sælt að vera FÁTÆKUR elsku Dísa mín" !!

 P.S. Rómverjar í fríi - skruppu til Angliu !!

Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 8.7.2009 kl. 14:03

7 Smámynd: HP Foss

ekki ætlarðu vagandi?

HP Foss, 8.7.2009 kl. 23:49

8 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ég hvet alla, til að lesa, nýjustu hagspá Framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins:

http://ec.europa.eu/economy_finance/publications/publication15487_en.pdf

Spá Framkvæmdastjórnarinnar, er að:

  • kreppan, skapi varanlegt efnahagslegt tjón fyrir hagkerfi Evrópu. Það tjón, vinnist aldrei til baka. Þegar ég las þetta, úr þeirra eigin skýrlsu, takið eftir. 
  • tjónið, er einnig mjög alvarlegt, vegna fólksfjölda-þróunar, innan aðildarlandanna, þ.s. fækkun vinnandi handa, er við það að fara af stað. Áhrif þeirrar þróunar, draga einnig úr langtíma-hagvexti.
  • vek athygli á bls. 47, þ.s. borið er saman 'rebound', 'lost decate' og 'permanent shock'. Ég bendi á, að miðspáin, er 'lost decate'.
  • ef þetta er ekki nóg, mun kreppan auka, 'structural unemployment'. Spáin, er að það muni taka 'ár' að vinna úr því, tjóni, einu sér.
  • til viðbóta við allt, þett: mjög alvarleg skuldaaukning, ríkissjóða landanna.

Ég þarf ekki, að segja meira. Lesið þetta sjálf.

Hvað þýðir þetta fyrir Íslands? Augljóslega, gerir þetta það minna 'attractive' að ganga í ESB. Einnig, þ.s. ESB kaupir mest af því sem við flytjum út, þarf að reikna niður væntingar, um efnahagsþróun hérlendis.

Núgildandi spár, eru greinilega allt og bjartsýnar; sem gera ráð fyrir að hagvöxtur fari af stað af krafti, þegar á næsta ári. 

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 10.7.2009 kl. 14:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband