Kosning um ESB-umsókn er mikilvæg

blank_page

Aðildarviðræður að ESB ganga gegn Stjórnarskrá lýðveldisins sem miðar að verndum fullveldisins.

Þessvegna er mjög eðlilegt að það sé ekki farið í slíka vegferð nema það sé aukinn meirihluti þjóðarinnar sammála því að leggja fullveldið þannig í skjalatösku hjá Össuri Skarphéðinssyni.

Það er von mín að Alþingi samþykki tillögu stjórnarandstöðunnar um atkvæðagreiðslu. Það er ljóst að hún á mikinn stuðning inni á þinginu og margt sem bendir til að Samfylkingin sé að einangrast í þessu máli.

Þegar að þessari kosningu kemur er mikilvægt að við höfum reynsluna af Icesave í huga og gáum að því að það er ekkert víst að við fáum annað tækifæri til að hrinda ásókn stórveldanna eftir landi okkar og miðum.

Íslandi allt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Bjarni.

Ef það fer nú svo að við ESB andstæðingar töpum þessari orrustu og stjórnvöld fái veikt umboð kanski aðeins minnihluta Alþingis til þess að sækja um ESB aðild og fara í aðildarviðræður er þá ekki kominn grundvöllur hjá okkur að stöðva það mál með dómstólaleiðinni þar sem gegnið er freklega gegn stjórnarskránni.

Nú þarf að kalla fram alla þjóðholla lögspekinga og þjóðréttarfræðinga.

Sammála þér að úr því sem komið var þá er tvöföld þjóðaratkvæðagreiðsla illskásti kosturinn og sá lang lýðræðislegasti.

Slá hefði mátt saman kosningum um ESB málið og ICESAVE samningnum,

Við ESB andstæðingar myndum vinna þær atkvæðagreiðslur báðar með miklum mun.

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 12.7.2009 kl. 12:21

2 identicon

Sæll, það sem ég vil benda þér á að esb getur líka hjálpað okkur með lýðræðið og er þar þörf á. nýlegur úrskurður á spáni verndar þá íbúa sem létu glepjast af gylliboðum bankadólganna okkar. þar kemur fram að þessi gylliboð hafa verið bönnuð t.d. í bretlandi síðastliðin 20 ár. hér á landi ganga bankadólgarnir lausir og hamast jafnvel í að gera hinn almenna borgara gjaldþrota. það að þeir gangi lausir eru bein skilaboð til siðaðra þjóða að hér ríki spilling. á því þarf að taka.hvar er lánabók landsbankans? kv. Þþ

ÞÞ (IP-tala skráð) 12.7.2009 kl. 13:37

3 Smámynd: Ingimundur Bergmann

Bankadólgar er gott orð yfir snillingana, mér hefur leiðst að verið sé að skíta út víkingana með því að líkja þeim við bankadólgana. En þá er eitt eftir og það er að finna upp orð yfir stjórnmálamennina sem hlut áttu að máli. Sting upp á stjórnmálanjólar!

Ingimundur Bergmann, 12.7.2009 kl. 14:34

4 identicon

Til að svara "ÞÞ" þá hjálpar ESB ekkert uppá lýðræðið.

Þvert á móti þá er ESB skrifræðið einhver mesta ógn við heiðarlegt vestrænt lýðræði síðan kommúnismin í Sovét og Nasisminn í Þýskalandi liðu undir lok.

ESB kómmizararáðið í Brussel sem öllu ræður er ekki kosið af fólkinu ekki frekar en klerkaráðið í Íran sem öllu ræður í því landi.

ESB tilskipanirnar í gegnum EES samninginn sem voru hriplekar og handónýtar gerðu það að verkum að við urðum að leyfa einkabönkunum Íslensku að opna útibú þar sem þá listi og því situm við nú uppi með ICESAVE klúðrið.

Sérlega lýðræðislegt það, eða hitt þó heldur.

Ráðamenn ESB ásamt helstu ESB elítum stórveldanna sitja svo á svikráðum við okkur til þess að verja hriplekt regluverkið og pýna okkur án lagaréttar til að skrifa undir smánarsamninga sem munu leggja drápsklyfjar á afkomendur okkar næstu áratugina.

Sérlega lýðræðislegt það, eða hitt þó heldur.

Það er ekkert lýðræðislegt við ESB apparatið ekki frekar en það var neitt lýðræðislegt við SOVÉT apparatið sem þó alveg eins og ESB uppvakningurinn ætlaði aðeins að þjóna fólkinu og vera til fyrir fólkið.

Man einhver eftir "Animal Farm" 

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 12.7.2009 kl. 14:45

5 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Það væri gaman að vita hvað þú hefur fyrir þér í þessu:

Þegar að þessari kosningu kemur er mikilvægt að við höfum reynsluna af Icesave í huga og gáum að því að það er ekkert víst að við fáum annað tækifæri til að hrinda ásókn stórveldanna eftir landi okkar og miðum.

Væri gaman að þú nefndir nokkur dæmi um ríki í ESB þar sem einhverjir vondir karlar hafa tekið land, landsgæði eða mið frá einhverju landi? Veit ekki betur en að Bretar hafi enn sín mið þó að þangað hafi Spánverjar komist í veiði í gengum einhverjar holur í löggjöf Breta. Önnur dæmi þekki ég ekki. Væri t.d. gott að þú nefndir dæmi frá þjóðum sem eru nýlega gegnin í ESB t.d. Svíþjóð og Finnland fyrir 15 árum. Hvaða land var tekið af þeim og hvaða auðlyndum stolið?

Magnús Helgi Björgvinsson, 12.7.2009 kl. 15:19

6 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

"auðlindum" átti þetta að vera

Magnús Helgi Björgvinsson, 12.7.2009 kl. 15:20

7 Smámynd: cindy

það hringja allar viðvörunarbjöllur þegar svona vinnubrögð eru viðhöfð. Slíkur er hraðinn og óðagotið á Alþingi. Hvernig stendur á því að það liggur svona óskaplega mikið á þessu ESB máli. Auðvitað sér þjóðin í gegnum svona vinnubrögð. Erum vön svona afgreiðlu til 18 ára. Keyra bara yfir allt og alla. Ekkert nýtt hér á ferðinni. Nýtt Ísland hvað?

cindy, 12.7.2009 kl. 17:38

8 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Jæja Dóra! Eistland eins og önnur Eistrasaltsríki drógu úr eða hættu viðskipum við Rússland það er nú stór hluti af erfiðleikum í landbúnaði þar. Eistland hefur nú verið tiltölulega stutt í ESB þeir gengu í það 2004 þannig að þú skalt nú fara varlega í að bulla svona. Það eru aðrar ástæður fyrir því að þeir veiða ekki neitt núna. Bendi þér á að Sovétríkin voru nú ekki mikið að hugsa um verndun fiskistofna.

Breta settu seint og um síðir reglur sem gera það að verkum að þeir geta stýrt því nokkuð að útgerð sem veiðir á þeirra miðum sé að stórum hluta gerð út frá Bretlandi. Eins bendi ég að ESB hefur viðurkennt að kerfið þeirra er ekki fullkomið. EN veiðirreynsla margra ríkja er á sameiginlegum svæðum þarna við Bretland og Meginland Evrópu og þar hafa veiðimenn frá ólíkum ríkjum veitt á sömu svæðunum legnur en saga ESB. Nú í dag veit ég að Bretar eru með reglur um búsetu þeirra sem veiða þ.e. að þeir verða að hafa búsetu í Bretlandi, Fyrirtæki verða að vera skráð í Bretlandi og greiða því skatta og skyldur í bretlandi.

Magnús Helgi Björgvinsson, 12.7.2009 kl. 17:40

9 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

MJÖG ATHYGLISVERÐ niðurstaða í stjórnmálasögu Íslands að það þurfti
HREINRÆKTAÐA og ALRMÆDA VINSTRISTJÓRN komma og krata til að
sækja um aðild að ESB og gera VERSALASAMINING í tíunda veldi, icesave,
að auki.

Hin ANDÞJÓÐLEGA VINSTRIMENNSKA í hnotskurn!!!!!!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 12.7.2009 kl. 17:48

10 identicon

Sé þessi staðhæfing þín rétt:

"Aðildarviðræður að ESB ganga gegn Stjórnarskrá lýðveldisins sem miðar að verndum fullveldisins.

Þessvegna er mjög eðlilegt að það sé ekki farið í slíka vegferð nema það sé aukinn meirihluti þjóðarinnar sammála því ...."

Þá eru aðildarviðræður stjórnarskrárbrot og enginn "aukinn meirihluti" getur breytt því. Þetta undrar mig að þú setjir á blað, eftir að hafa náð áfanga 103-406 við Austurvöll.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 12.7.2009 kl. 17:53

11 Smámynd: Alexandra Briem

Tvær þjóðaratkvæðagreiðslur er klárlega einni of mikið.

Sérstaklega í ljósi þess að við erum nýbúin með þingkosningar. Þar eru meirihluti þingmanna hlynntir því að fara í aðildarviðræður (þ.e.a.s. þingmenn Samfylkingar, Framsóknar og Borgarahreyfingar)

Ef það yrðu kosningar áður en farið er í viðræður, og svo færi að niðurstaðan yrði neikvæð, þá myndi það kippa fótunum undan núverandi ríkisstjórn, þarsem ESB umsókn er kjarninn í áætlun Samfylkingarinnar um hvernig á að bregðast við kreppunni. Við myndum mögulega lenda í stjórnarkreppu og mögulega þurfa að halda enn einar kosningar ef ekki tækist að mynda stjórn.

 Nú ætla ég ekki að leggja beinlínis mat á ESB aðild, ég hallast að því að vera fylgjandi, þó mér þyki þetta mjög ömurlegar aðstæður til að vera í þegar sótt er um, en staðreyndin er sú að við erum nýbúin með kosningar, þarsem þessi þingmeirihluti, sem vildi gera þetta svona, var raunin.

Ekki það að ég sé á móti virkara lýðræði, síður en svo. En mér finnst samt eins og þetta hafi í raun verið það sem síðustu kosningar snerust um.

Fyrir utan svo það að allt þetta tal um fyrirfram kosningu finnst mér bara vera farið að hljóma eins og örvæntingartal manna sem vilja fyrir enga muni inn í ESB og eru einfaldlega að toga fram allar mögulegar aðferðir við að reyna að stöðva viðræður.

Eina leiðin til að kjósa um þetta, upplýst, er að fá fyrst allar upplýsingarnar og vita nákvæmlega hvað um ræðir. Það meikar ekkert sense að kjósa um eitthvað svona án þess að vita nákvæmlega hvað málið er. Annars er hættan að hagsmunaaðillar hafi algjörlega frjálsar hendur til að keyra upp hræðsluáróður í báðar áttir, eftir sínum einka-hagsmunum, án tillits til staðreyndanna.

Alexandra Briem, 12.7.2009 kl. 19:11

12 identicon

Þegar menn fara að líkja ESB við nasismann og kommúnismann eins og einhver gerði hér að ofan, þá fer ég að hafa alvarlegar áhyggjur af viðkomandi og segi góða nótt.

Hér þarf að leggja saman tölur til að fá athugasemdir birtar, en þó virðast fæstir geta lagt saman tvo og tvo þegar kemur að ESB. Íslandi allt? Ekkert gæti verið fjær sanni Bjarni minn. En endilega skrifaðu sem mest. Gaman að þessu. Kv...

Eiki S. (IP-tala skráð) 12.7.2009 kl. 22:48

13 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Hræddur maður gerir skyssur og ef menn eru ekki í jafnvægi við stjórn þjóðar er voðinn vís.

Jóhanna og Össur hafa komið þeirri firru inn í haus Steingríms, að ef við ekki semjum og göngum síðan Bretum og öðrum kvölurum okkar rakleitt á hönd, verði ekkert hægt að gera og allir verði vondir við okkur, já allir hvar sem er í heimi hér.

Þetta skelfir Steingrím og skelfdir menn eiga ekki að fara fyrir liði, þá er ósigur vís.

Sagt var um smala sem komu viti sínu fjær af skelfingu af fjöllum, að Gýg hefðu ært og sært þá þar til þeir yðruð frávita.  það er einmitt það,--frá - vita.  Smalar þessir bulluðu og töluðu óskýrt og samhenislaust við hiemilisfólk sitt þagar þeir komu niður aftur, eftir að hafa átt að gæta fjár á fjöllum en þoka skall á, þá vill verða svo, að klettar breytast í  gýgj og forynjur, þá hjartað hamast í brjósti smalans líkt og í rjúpu undir val.

Sama staðan er nú uppi hjá Jóhönnu, hún er farin að ergjast mjög eftir að Elli kerling leggst fastar á herðar hennar. 

 Hún sér ekkert annað en loforðaflaum Ingibjargar og Össurar um, að allt verði bettra og öll él létti þegar skjólið stóra og faðmurinn mjúki á ESB uppljúkist fyrir hröktu og vegmóðum Krötum af hjara veraldar úti við Dumbshaf. 

Aðspurð segir hún, ða ekkert annað sé í spilunum og hún og hennar fólk hafi ekkkert annað að bjóðaeða annað undirbúið ef ESB inngangan klikkar.

Karlinn  Steingrímur sér að heldur ekkert annað til fróunar.

Miðbæjaríhaldið

e.s.

kom við í verslun þinni á föstudag og huggði hitta á þig en líkt og í hin skiptin, varst þú fjarri ,,station" þinni. 

Með ljúfum kveðjum

Bjarni Kjartansson, 13.7.2009 kl. 10:02

14 identicon

Skelfing eiga ESB-andskotar bágt. Þeir eru búnir að æsa sig upp í þvílíkan ótta við sambandið að helvíti er farið að líta út sem sæluvist í samanburði við það. ESB sýgur upp fiskistofna þjóða á örskotsstundu (þótt ekki hafi ég séð eina einastu vísbendingu um að þeir fengju að veiða á Íslandsmiðum samkvæmt núverandi reglum) og leggur landbúnað hvarvetna í rúst. Því er ekki að furða þeir leggi mikið á sig til að forða okkur sakleysingjunum frá því að freistast. En hvernig hægt er að lesa stjórnarskrána þannig að aðildarviðræður gangi gegn henni og því verði að hafa þjóðaratkvæði, helst með auknum meirihluta, það skil ég ekki. Ég sé hvergi minnst á þjóðaratkvæði í stjórnarskrá, nema þegar þinginu dettur í hug að reka forsetann, og get ekki séð að viðræður, sem skila ekki bindandi niðurstöðu fyrir þá sem ræðast við, skerði í sjálfu sér nokkuð fullveldi -- og reyndar finnst orðið fullveldi ekki í stjórnarskránni síðast þegar ég leitaði. En ég er reyndar svo bláeygur að líta á ESB sem samband fullvalda ríkja og það sé ein besta vörn lýðræðisþjóða gegn gagn ógn alræðis í álfunni, þannig að það er auðvitað ekkert að marka mig -- gott ef ég sé ekki landráðamaður, júdas, eða eitthvað þaðan af verra. Þannig að ég ætti bara að vona að Bjarni, Palli, Hjörtur og allir hinir bloggararnir sem vita svo miklu betur en ég hafi nú vit fyrir mér og þeir fái að kjósa sem oftast um ESB og þeirra atkvæði gildi miklu meira en mitt. Það yrði örugglega mjög lýðræðislegt og í anda stjórnarskrárinnar láta atkvæði ESB-andskota gilda tvöfalt, ekki satt?

Pétur (IP-tala skráð) 13.7.2009 kl. 10:47

15 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ég held að Pétur hafi, eins og fleiri látið blekkjast af fagurgala ESB sinna sem styðst við flest annað en raunveruleikann.

ESB bírókratar hafa viðurkennt að fiskveiðistefna apparatsins hafi misheppnast.  Breskir, franskir og spænskir sjómenn eru því greinilega sammála miðað við mótmæli þeirra.

Landbúnaðarstefnan virðist líka standa völtum fótum; franskir bændur hafa lengi mótmælt aðbúnaði sínum á markaði og nú hafa belgískir bæst í þann hóp.  Reyndar er ekki alveg á hreinu hvort þeir vilja frekar hækkað afurðaverð eða styrki.  Líklega fá þeir styrkjadúsu.

Ef einhver vill svo halda því fram að ESB aðild tryggi það að tekið verði fyrir spillingu innan aðildarþjóðanna, þá þætti mér fróðlegt að sjá fréttir af hnignun ítölsku mafíunnar.   Nú - eða bara samþykkta reikninga ESB apparatsins sjálfs síðustu 14 árin! 

Kolbrún Hilmars, 13.7.2009 kl. 14:42

16 identicon

Franskir sjómenn eru nú fyrst og fremst að mótmæla takmörkunum á fiskveiðum en ekki fiskveiðum einhverra annarra, svona til að hafa það á hreinu. Íslenskir útgerðarmenn hafa samið við ríkið um að þola nokkurn veginn þegjandi og hljóðalaust niðurskurð á aflaheimildum gegn því að einoka kvótann. Mótmæli bænda eru líka af líkum toga, þ.e. þeir vilja meiri greiðslur frá ríkinu og sjálfsagt meiri kvóta. Ekki hljóma það kerfi neitt ósvipað því sem hér ríkir. Og mér finnst nú koma nokkuð úr harðri átt fyrir Íslendinga að gagnrýna spillingu í ESB -- ég hélt nú ekki að við þyrftum að leita út fyrir landssteinana til að finna hana! Og að síðustu hef ég ekki blekkst af fagurgala eins eða neins, ég hef einfaldlega kynnt mér málið og komist að rökstuddri niðurstöðu. Ég reikna ekki með að allir séu mér sammála og mér dettur ekki í hug að kalla andstæðinga mína hálvita, svikara, landráðamenn, júdasa, eða hvaða ónefni sem ýmsir andstæðingar ESB nota um stuðningsmenn aðildar. Heimurinn er nefnilega flókinn og menn geta komist að andstæðum skoðunum um sama mál. En það sem hryggir mig er skítkast og allskyns brigsl sem einkenna málflutning margra af hörðustu andstæðingum ESB -- og ég held ekki að ég sé svo blindur að ég sjái þar bara flísina í augum andstæðingana.

Pétur (IP-tala skráð) 13.7.2009 kl. 17:01

17 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Pétur, ég þarf sjálf ekki að grípa til "skítkasts" mínu máli til stuðnings, nóg er af rökunum. 

Að mínu mati erum við aðallega að deila um misstórt ský á sjónhimnu okkar gagnvart ESB.  Og segi einfaldlega; Ef eitthvað er of gott til þess að vera satt, þá er það ekki satt!

Kolbrún Hilmars, 13.7.2009 kl. 18:13

18 identicon

g reikna ekki með að allir séu mér sammála og mér dettur ekki í hug að kalla andstæðinga mína hálvita, svikara, landráðamenn, júdasa, eða hvaða ónefni sem ýmsir andstæðingar ESB nota um stuðningsmenn aðildar." segir Pétur

 Nei þú þarf ekki að kalla þá þessum ónöfnum en það sæmir þér að kalla okkur andskota, en það er trúlega eitthvað smekklegra þó ég sjái ekki alveg hvar smekkurinn liggur í því.

En getur þú frætt mig um  hvað það er sem þú hefur lesið og kynnt þér til að komast að því hvað er svo gott við aðild??

Ertu búin að lesa  Lissabonsáttmálann eða jafnvel bara eitthvað að lögum ESB t.d annað en það sem snýr að sjávarútvegi eða landbúnaði.

Hvað er það sem ESB getur fært okkur sem við getum ekki gert sjálf með réttum og kjarkmuklum  stjórnvöldum.

(IP-tala skráð) 13.7.2009 kl. 19:28

19 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

engar áhyggjur. ef Össur selur ömmu sína og þína, í viðræðum, gefst þér tækifæri að hafna sölunni í þjóðaratkvæðagreiðslu.

í dag vitum við ekki hvort ömmusala sé á stefnuskránni. í raun vitum við ekkert, eftir margra ára skotgrafahernað tilfinninga, fullyrðinga og upphrópana. trúirðu að almenningur muni allt í einu vita allt eftir 3 mánuði? varla. að ætla sér að útiloka eitthvað sem enginn veit hvað er, er eins og maðurinn sem ætlaði að fá lánaðan tjakkinn á bóndabænum og var búinn að ákveða, á leið sinni að bænum, að helv... bóndinn myndi ekki tíma að lána tjakkinn.

það eru engar forsendur fyrir að kjósa um eitthvað sem enginn veit hvað er.

fáum málið á hreint og kjósum þá.

Brjánn Guðjónsson, 13.7.2009 kl. 19:38

20 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Brjánn, þessi ömmusamlíking er alls ekki svo slæm      

En ef Össuri dettur í hug að selja ömmu mína þá vil ég hafa eitthvað um það að segja áður en hann stillir gömlu konunni upp á sölupallinn.  Að ekki sé nú talað um að hann mun senda mér reikninginn fyrir að "dolla" þá gömlu upp sem söluvarning alveg burtséð frá því hvernig honum tekst til í sölumennskunni.

Það er hins vegar léleg afsökun að halda því fram að "enginn viti hvað er".  Þeir vita sem vilja!

Kolbrún Hilmars, 13.7.2009 kl. 20:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband