Tilræðismenn nást á mynd

 


 

 hopur_a_ingolfsfjalli_883692.jpg

Í gærblogginu sagði ég frá aðför að mínu kyrrsetulífi, almennri nautnastefnu og leti. Nú hefur mér borist mynd af tilræðismönnum, öllum nema Jóni Inga Gíslasyni sem tók myndina og var eiginlega sá eini af þessum glæpalýð sem ég kunni fyrirfram almennileg skil á. Það má reyndar taka það fram að í hópnum hér er samt frænka mín ein önnur frá vinstri, Kristbjörg dóttir Sesselju sem er dóttir Kristbjargar sem var dóttir Sesselju langömmu minnar og myndarlegi drengurinn sem situr þriðji frá vinstri er sonur Ingunnar Sæmundsdóttur sem átti Ingunni Sæmundsdóttur að ömmu en sú var afasystir mín þannig að hér gerist sem oft vill verða að frændur eru ekki frændum endilega bestir nema það hafi svo verið komið í ættum mínum að kyrrsetur hafi mínar og hóglífi hafi talist áhyggjuefni...

Einhverjir hafa verið að spyrja mig  hvað ég eigi við með að kalla Jón Inga Deðrek í fyrra bloggi og er því til að svara að svo kallast menn sem komnir eru af Diðriki Stefánssyni bónda í Laugarási á fyrri hluta 19.aldar en um Deðreka þessa var sagt að þeir væru allir bæði ríkir og rasssíðir hvernig sem það nú passar við menn sem hlaupa fjöll eins og geitur. Út með Hlíðum í sömu sveit er sama orð svo haft um vinnudrengi sem hafa verið í Úthlíð og ég er Úthlíðardeðrekur en Jón Ingi er af Diðrikakyninu sem er merkileg ætt og fjölmenn...

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband