Í kóngsins...

Ég er í smá orlogi eins og það heitir í guðdómlegum bókmenntun Jochums Eggertssonar - þetta þegar menn lenda í ferðalögum í stað þess að ganga að sinni vinnu. Hefi semsagt frí frá því að vera kaffidama í sjö daga og er í Kóngsins Kaupmannahöfn í embættiserindum fyrir Heimssýn, samtök ESB andstæðinga á Íslandi.

Úti á Jótlandi halda Skandinavískir sjálfstæðissinnar nokkurra daga ráðstefnu og ég er orðinn svo hátt metinn hér með frændum vorum að mér hefur verið falið að flytja opnunarræðu! Það á einhverskonar Skandinavísku. Ég vona að það gangi skandalalaust enda nóg sem Íslendingar hafa á samviskunni hér meðal dana þessa dagana og er nú viðsnúið nokkuð frá millistríðsárunum þegar stoltir Íslendingar gátu skammast í Baunum fyrir þeirra aldalanga yfirgang á sögueyjunni.

En Danmark er dejlig og á morgun fer ég í grillveislu hjá frændum vorum og tek svo lestina eftir það vestur á bóginn. Það er reyndar tvennt sem má finna að Danmörku. Það er alltof heitt hérna í dag og það er allt allt of dýrt hérna. Það er dýrt fyrir Íslendinga en það er líka frekar dýrt fyrir danskinn sjálfan og veltir upp spurningum um hvaða lönd eru dýr og hver ódýr...

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Hafðu það gott og góða skemmtun.

Jóhann Elíasson, 31.7.2009 kl. 15:16

2 identicon

Bjarni sæll..
Segðu hinum hugumstóru Skandinavísku gestgjöfum bara satt.
Sjálfstæði Íslands mistókst.
Forfeðurnir sem börðust fyrir eigin stjórn og mettandi mjöli ólu af sér lýð sem
heimtað allt fyrir ekkert, valdi lygar sem tungumál og á endanum skeit í eigin nit.
Það eina sem við getum æskt af gömlu herraþjóðinni er að hún sendi okkur skip hlaðið öli svo morgundagurinn verði þolanlegri.
Góða skemmtun..  

Jóhann F Kristjánsson (IP-tala skráð) 31.7.2009 kl. 16:16

3 Smámynd: Bjarni Kjartansson

kære nordiske frie venner!

Kjere .......

Kjere venner som ikke kan honorere vad þu har lovet om penge, fordet er ikke godt for deres - venner i England.

 Vinir ha hvað

Miðbæjaríhaldið

forn og þver að vanda

Bjarni Kjartansson, 1.8.2009 kl. 00:03

4 identicon

Gangi þér vel og mundu hvað við skrifuðumst   á um orðsrkúð og tala bara eins og venjulegur maður en ekki margra ára politíkus sem talar og talar en segir ekki neitt.

(IP-tala skráð) 1.8.2009 kl. 11:33

5 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Hafðu það gott Bjarni,en  talaðu okkar maái og Kveðjur og góðar óskir /Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 1.8.2009 kl. 13:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband