Í klaustri á Jótlandi

"Nordisk Folkecenter for Vedvarende Energier" er eiginlega nútíma klaustur þar sem rekin er fræðslumiðstöð um orkunotkun, vindmyllur, sólarrafhlöður, vetni og lífdísel. Það eru kálfar á beit utan við gluggann hjá mér og litlir froskar hoppandi innan um risasnigla við veginn sem ég geng til mála.Ekki til betri staður til að slaka á og ekki einu sinni sjoppa í grenndinni. Í einhverra kílómetra fjarlægð er reyndar þorpið Hyrup sem minnir helst á Hvammstanga. Aðeins norðar er svo smábærinn Thisted sem söguáhugamenn þekkja af bæklingi Árna Magnússonar um galdramál þar en allt tilheyrir þetta 56 þúsund manna sveitarfélaginu Thy sem nær yfir vesturkryppuna á norðanverðu Jótlandi og langleiðina að Álaborg.

Og hér var semsagt haldinn hinn norræni Fólksríkisdagur sem er nokkurra daga ráðstefna um sjálfstæði og stjórnmál Norðurlandanna. Ráðstefnu þessari lauk í dag og ég var hér fulltrúi Heimssýnar á Íslandi. Fer heim á morgun. Einkar skemmtileg og fróðleg samkoma og þar utan frábært tækifæri til að slípa kunnáttuna í hinum skandinavísku mállýskum.

Reyndar stálumst við Antti Pesonen til þess að tala ensku í kaffitímunum en hann er álíka vondur í sænsku eins og ég í dönsku. Antti þessi er félagi í Finnska Sjálfstæðisflokknum sem berst gegn ESB aðild Finna og jafnframt bóndi. Fyrir utan að vera sjálfstæðissinni þá eigum við það sameiginlegt að vera báðir laglausir. Já og fleira sameiginlegt því Kirsí kona Antti sem var líka á ráðstefnunni er kennari og tónlistarmaður eins og mín kona. Þegar við vorum öll komin á trúnaðarstigið í gærkvöldi játaði hún að allskonar kynni hennar af tónlistarmönnum væru slík að hún hefði talið það traustara að eiga laglausan mann!!!

Ég veit ekki hvort það var eitthvað svipað sem réði hjá Elínu minni.

En að öðru. Ég lofaði að skrifa eitthvað um verðlagsmál í Danaveldi og birti pistil þar um á AMX sem er reyndar að stofni til útvarpserindi sem ég flutti símleiðis á FM-Selfoss. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Takk fyrir þetta Bjarni

Moin moin

PS: orðabók Suður Jótlands er hér til aðstoðar. Hlaða niður synnejysk oebøche her

Det var dog fandeme osse dejligt at hele verden ikke kun er lavet af vatpikke alene  

Gunnar Rögnvaldsson, 2.8.2009 kl. 23:40

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Dæmi úr suður-jósku orðabókinni:

fissemand = fyr med svag karakter el. fugleskræmsel

Þýðing og merking: manneskja með veikan persónuleika eða fuglahræða.

Gæti til dæmis vel átt við forsætisráðherra og/eða utanríkisráðherra Íslands núna

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 2.8.2009 kl. 23:52

3 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Fleiri dæmi

Á ríkisdönskuÁ suður-jósku
Goddag/farvelmoin
Dagligstuedørns
Christian XKedde Kryds
Skynd dig!strev!
Middagsmadunnen
Morgenmaddawe
Slikbom
HavenÆ kalgå

Jamm 

Gunnar Rögnvaldsson, 3.8.2009 kl. 00:07

4 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Nánari upplýsingar er einnig hægt að fá í sendiráði Suður Jótlands í Kaupmannahöfn: Sønderjysk Ambassade

Menn ættu kannski ekki beinlínis að spyrja eftir Kredde Kryds ef spyrja þarf til vegar.   

Moin moin

Gunnar Rögnvaldsson, 3.8.2009 kl. 00:14

5 Smámynd:

Takk fyrir þetta - Held að við ættum að senda stjórnina í smá veruleikabreefing á þennan stað

, 3.8.2009 kl. 07:03

6 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Þakka góðan pistil Bjarni/eg sem veit að Steingrímur dáði Norðurlöndin Vini ??Okkar,en það fær maður út að Islendingar eru okrarar!!!!  og flottræflar ///Kveðja og góða heimkomu/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 3.8.2009 kl. 10:25

7 Smámynd: Ásgeir Rúnar Helgason

Lifi fjalldrapinn!

Ásgeir Rúnar Helgason, 5.8.2009 kl. 20:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband