Rasismi eða asnaskapur

Ég veit ekki hvort heldur á að skýra þessa morgunfrétt mbl.is með vísan í rasisma eða bara almennan kjánagang. Það er fátítt að tilgreint sé með þessum hætti hvers lenskar fyllibyttur bæjarins eru - stundum tekið fram í fréttum að um erlenda ferðamenn eða menn af erlendu bergi brotna en þetta er með því klaufalegra og það liggur milli línanna að það sé sérstök frétt að þetta hafi verið grænlendingur:

 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu þurfti að hafa afskipti af grænlenskum karlmanni...


mbl.is Gekk berserksgang
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Rasismi?

"Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu þurfti að hafa afskipti af sænskum karlmanni..." - Væri það rasismi?

En "Belgískum karlmanni..." eða "Frönskum karlmanni..."?

Pétur (IP-tala skráð) 6.8.2009 kl. 09:08

2 identicon

Hér er ég svo hjartanlega sammála þér, og tel ég ekki nauðsynlegt að orðlengja hvers vegna.

Gudmundur Þorsteinsson (IP-tala skráð) 6.8.2009 kl. 09:10

3 identicon

Sæll Bjarni. Að sjálfsögðu ætlaði ég að segja að ég væri hjartanlega sammála þér hér í þessu máli, og tel enn ekki nauðsynlegt að útskýra af hverju. Segir sig sjálft 

Guðmundur Þorsteinsson (IP-tala skráð) 6.8.2009 kl. 09:14

4 Smámynd: Elle_

Það var akkúrat það fyrsta sem mér datt í hug þegar ég las fréttina: Og þurfti nú endilega að koma fram að hann var grænlenskur?  Óþarfi með öllu.

Elle_, 6.8.2009 kl. 09:19

5 Smámynd: Óskar Þorkelsson

ef fréttinn hefði verið svona : Lögreglan þurfti að hafa afskipti af erlendum karlamanni í nótt vegna skemmdarverka".. hefðuð þið þá ekki hugsað.. enn einn pólverjinn á fylleríi ? ;)

 við erum farin að lifa í fjölmenningarlegu þjóðfélagi og þá breytist fréttaflutninguinn á þessa vegu..

Óskar Þorkelsson, 6.8.2009 kl. 09:30

6 identicon

Er þetta ekki bara upplýsandi frétt hjá mbl? Felst þá ekki líka ákveðin karlfyrirlitning í þessu að taka fram að þarna var auðvitað "karlmaður" á ferð. Er það ekki með öllu óþarfi. Að sama skapi er það ekki óþarfi að taka það fram að hann hafi verið við Háteigsveg í Reykjavík. Er verið að gefa í skyn að þetta sé eitthvað skuggahverfi. Mun ekki fasteignaverð lækka við svona fréttir. Þá má varla orðið minnast á þjóðerni lengur öðruvísi en menn verða þá sjálfkrafa stimplaðir sem einhverjir kynþáttahatarar eða uppfullir að þjóðarrembingi. Bjarni þetta er ekki frétt hjá þér þrátt fyrir fyrirsögn í stríðsyfirlýsingarstíl.

Margrét (IP-tala skráð) 6.8.2009 kl. 09:42

7 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Bjarni tek heilshugar undir þetta blogg þitt.

Sigurður Þorsteinsson, 6.8.2009 kl. 09:43

8 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Margrét orðar þetta mjög vel.

Óskar Þorkelsson, 6.8.2009 kl. 09:57

9 Smámynd: Anna Guðný

Ég sé að ég hef ekki nógu mikið hugmyndaflug. Ég hugsaði nú bara: Grey kallinn.

 Ég þekki aðeins til drykkjusiða grænlendinga og þar sem ég þekki fer brennivínið illa í þá, svona almennt. En það er um marga aðra.  Ef ég hugsa svo aðeins lengra þá hefði ég ekki hugsað svona ef tekið hefði verið fram að maðurinn væri frá einhverju öðru landi, sama hvert landi væri.

Skrýtið, kannski líði ég grænlendingum meira en öðrum þjóðum.

Anna Guðný , 6.8.2009 kl. 10:22

10 identicon

Þetta eru mjög gagnlegar upplýsingar fyrir mig til dæmis.

Nú veit ég að ég þarf að hafa með mér túlk þegar ég fer og rukka berserkinn fyrir skemmdirnar á mínum bíl.

Ég hugsaði ekki "grey kallinn" þegar ég kom að honum í morgun. Það væri gaman að vita hvaða hugsanir hefði kallast fram í hausnum á henni Önnu hérna hefði þetta verið hennar bíll.

Nú verð ég bíllaus í nokkra daga með tilheyrandi óþægindum og aukakostnaði.

- grettir (IP-tala skráð) 6.8.2009 kl. 10:30

11 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Já... ég sé það á öllu að bezt hefði verið að sleppa alfarið þessum fréttaflutningi!

Hrönn Sigurðardóttir, 6.8.2009 kl. 10:38

12 Smámynd: Óskar Þorkelsson

lol, Hrönn :D

Óskar Þorkelsson, 6.8.2009 kl. 10:39

13 identicon

Það er ekki hægt að kalla þetta "rasisma" þar sem það er ekki verið að skilgreina kynþátt (race) mannsins. Kynþáttur og þjóðerni er að sjálfsögðu ekki það sama!

Alveg eins og Íslendingur sem talað er um í frétt, hérlendis eða erlendis, þarf ekki endilega að vera hvítur (White/Caucasian).

Hins vegar má deila um það hvort þörf sé á því að tilgreina þjóðerni afbrotamanna! Og mætti þess vegna kalla þetta þjóðernisfordóma eða atriði sem getur með tímanum ýtt undir fordóma gagnvart ákveðnum þjóðernum (sbr. Pólverjaumræðuna að ofan).

Þú gætir hins vegar notað orðið rasismi ef sagt hefði verið "grænlenskur karlmaður, asískur/indverskur/svartur o.s.frv. að uppruna....."

Elva Mjöll Þórsdóttir (IP-tala skráð) 6.8.2009 kl. 10:44

14 Smámynd: Elle_

Það var óþarfi að segja að maðurinn væri grænlenskur.    Svona fréttaflutningur, þar sem tiltekið er þjóðerni fólks, og gerist alltof oft gegn Litháum og Pólverjum í ísl. fjölmiðlum,  ýtir ótvírætt undir fordóma og kannski hatur gegn fólki frá þeim löndum.  

Elle_, 6.8.2009 kl. 11:16

15 Smámynd: Jón Kristófer Arnarson

Algerlega Sammála þér Bjarni. 

Við getum pælt í hvernig aðrar fréttir gætu hljómað.

Drukkinn karlmaður úr Flóanum gengur berserksgang á Akureyri.

Eða.

Maður úr Reykjaættinni var handtekinn við innbrot í Þingholtunum.

Eða:

Flokksbundin Samflykingarmaður kærður fyrir nauðgun.

Jón Kristófer Arnarson, 6.8.2009 kl. 13:11

16 Smámynd: Anna Guðný

Grettir: Þú flýttri þér aðeins of mikið þarna.

Ef þú hefðir lesið í rólegheitum þá hefði þú séð að við vorum að tala um þjóðerni mannsins og hvort ætti að tilgreina það í fréttum.

Vinsamlegast ekki leggja mér orð í munn/skrif

Anna Guðný , 6.8.2009 kl. 13:42

17 identicon

Er ekki Bjarni aðeins að gera grín að rétthugsunar siðapostulum Íslands á 21. öldinni. Ljótt er það ef fréttirnar þurfa að vera svo dulkóðaðar að ekki sé möguleiki á því að skilja innihald hennar.

prófum að flytja þessa frétt svo enginn móðgist eða andvarpi.

Homo sapiens, talinn hafa drukkið óþekktan vökva, breytti skapi, það sýndi veran með því að brjóta gegnsætt efni í málmtækjum sem hjálpa til með ferðalög. Kennitölur, af sömu tegund og upphafsdýr þessarar greinar, höfðu afskipti og sögðu ..svona gera menn ekki...

Óttalegir bjánar eru þið ...


runar (IP-tala skráð) 6.8.2009 kl. 14:07

18 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Bara svona af því að það er verið að tala um bjána...... Betra hefði verið að segja að hann skipti skapi....

Hrönn Sigurðardóttir, 6.8.2009 kl. 14:51

19 identicon

Anna

Ég veit að rætt var um þjóðerni mannsins, enda nefndi ég að það kæmi mér vel þegar velja skyldi túlk. Og þess vegna styð ég að fréttamaðurinn skyldi vera svo elskulegur að taka það fram.

Ég veit ekki hvar ég lagði þér orð í munn. Þú tókst upp hanskann fyrir skemmdarvarginn vegna þess hve áfengi fer illa í landa hans og ég velti því einfaldlega fyrir mér hvort þú hefðir gert það sama hefði hann skemmt þinn bíl.

- grettir (IP-tala skráð) 6.8.2009 kl. 14:54

20 identicon

Er það þá ekki púra rasismi að heimta það að sjávarauðlindin sé í höndum Íslendinga nú eða að landbúnaðarvörur þurfi að vera íslenskar?

marco (IP-tala skráð) 6.8.2009 kl. 18:23

21 identicon

Rétt, Hrönn. Skipti, á betur við í þessu samhengi. Ekki það að sagnorðin,  breyta og skipta, séu ótengdir eða ólíkir hlutir.

Þakka samt fyrir ábendinguna, pistillinn heldur samt bæði innihaldi sínu og  hæðni

Grænlendingar eru flottir að mínu mati !!

runar (IP-tala skráð) 6.8.2009 kl. 20:10

22 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

Nei þetta var ekki "rasismi"

Alexander Kristófer Gústafsson, 6.8.2009 kl. 22:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband