Er Icesave save?

Nýjustu yfirlýsingar Birgittu Jónsdóttur og Péturs Blöndal benda mjög í þá átt að Icesave renni nú í gegnum þingið með smávægilegum lagfæringum. Það er dapurlegt en í nokkru samræmi við það sem búast mátti við. Núverandi stjórnvöld með Steingrím J. í fararbroddi gera allt til að styggja ekki hin gömlu nýlenduveldi í aðdraganda samninga um ESB. Dýrir eru ráðherrastólar langsoltinna manna. 

Það má ekkert gleyma sök gömlu stjórnarinnar í þessu máli sem tók afar linlega á þegar Bretar beittu okkur hryðjuverkalögum og gerðu í raun og veru árás á íslenskt efnahagslíf. Og það hlýtur að vera til umhugsunar hvort þeir menn sem stóðu að því að leyfa Icesave reikningana á sínum tíma, hvort þeim sé endalaust sætt í valdastólum. 

Næsti kúrs þessarar baráttu snýr svo að því að fá Icesave samningana tekna upp og málið tekið fyrir hjá dómstólum. Ef fréttir af fyrirvörum Alþingis ganga eftir er ekki útilokað að enn megi láta á málið reyna þó Alþingi illu heilli samþykki samninginn á næstu dögum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Því miður er þetta rétt hjá þér Bjarni ég á ekki tilorð til að lýsa þessari vitleysu, ég bloggaði um þetta í morgun SJÁ HÉR.

Jóhann Elíasson, 6.8.2009 kl. 13:23

2 identicon

Sæll Bjarni!

Í raun og veru hafa Íslensk stjórnvöld tekið mjög mjúum höndum þá sem rændu íslensku bankana. Eftir að ég las lista kaupþings um útrán er ég farinn að hallast að því að bretarnir hafi nokkuð til síns máls. Er búinn að finna Baldur. Skemmti mér betur. Þorgeir

Þorgeir (IP-tala skráð) 6.8.2009 kl. 13:39

3 Smámynd: Haraldur Hansson

Þessar drápsklyfjar fyrir okkur eru smáaurar fyrir Breta, sem skipta þá því sem næst engu máli. Ef ríkisábyrgð er samþykkt gleymist málið á einum mánuði í Bretlandi. Hér sætum við uppi með afleiðingarnar í nokkra áratugi. Það hlýtur að vera hægt að koma einhverri skynsemi að.

Ef settir eru afgerandi fyrirvarar, sem hald er í, jafngildir það höfnun. Það getur verið diplómatískasti kosturinn í stöðunni ef vel er á málum haldið. Það er allt betra en já.


Bendi á mjög athyglisverða samantekt Marinós G Njálssonar í þessari færslu yfir erlendar skuldir og greiðslubyrði. Ljót lesning en ég óttast að hún sé sannari en það sem ráðmenn gefa í skyn.

Haraldur Hansson, 6.8.2009 kl. 14:17

4 Smámynd: Bjarni Kjartansson

S´ll nafni.

Ég segi að það er einbeittur brotavilji í Krötum um , að koma okkur í ánauð Nýlenduríkja í ESB svo sem Breta og Hollendinga.

Duslimenni og þjóðníðingar allir sem einn.

Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 6.8.2009 kl. 18:15

5 identicon

Margrét Tryggvadóttir Borgaraflokksþingmaður og fulltrúi flokksins í fjármálanefnd, var að lýsa því í útvarpsviðtali að því meira sem hún kynnir sér IceSave samninginn því verra lítur hann út, sem og því meira kæmi í ljós hversu gróflega samtengdur hann er EBS inngöngunni og beinum afskiptum AGS sem augljóslega er notaður af Bretum og Hollendingum sem innheimtustofnun þeirra.

Jafnframt að formaður fjármálanefndarinnar, Guðbjartur Hannesson Samfylkingarmaður, fari með staðlausa stafi þegar hann fullyrti um helgina í fjölmiðlum að Bretar og Hollendingar geti ekki gengið að auðlindum þjóðarinnar og ríkiseignum ef að ekki tekst að standa við gerðan samning.  Það eina sem hægt væri að túlka í þá áttina sagði hún er að mögulega geti þeir ekki gengið að eignum ríkisins sem væru ekki lífsnauðsynlegar þjóðinni til að þjóðfélagið gæti starfað áfram.

Hún sagðist vera sannfærð um að samningurinn hafi verið tilbúinn fyrir kosningar, enda hefur allur farsinn í kringum hann þess eðlis og að hann hafi verið gerður á 2 dögum svo með eindæmum, að hálfa væri nóg.  Allt bendir til að hann hafi verið gerður einhliða af Bretum og íslenska samninganefndin (sem hafði ekki neina reynslu af alþjóðasamningsgerð ef mér skjátlast ekki?) samþykkt hann í algeri undirgefni, enda með ordrur um að þeim væri ekki heimilt að hafna honum.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 6.8.2009 kl. 18:36

6 Smámynd: Elle_

Vil bara minna á hörkuna í AGS handrukkurunum sem ráða ríkjum í landinu núna og leggja á okkur skatta og skuldir að vild, líka Icesave:   

� After watching the IMF at work during the 1997 East Asian economic crisis, Joseph E. Stiglitz, 2001 winner of Nobel Prize in economics, wrote in April 2000:
�I was chief economist at the World Bank from 1996 until last November, during the gravest global economic crisis in a half-century. I saw how the IMF, in tandem with the U.S. Treasury Department, responded. And I was appalled.�
�The IMF may not have become the bill collector of the G-7, but it clearly worked hard (though not always successfully) to make sure that the G-7 lenders got repaid.�

Elle_, 6.8.2009 kl. 22:42

7 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Æsseif er orðið "profitable save" fyrir breska sparifjáreigendur og gæti hugsanlega orðið "safe" fyrir íslenska skattgreiðendur með nógu mörgum og ítarlegum fyirvörum en það er langt í land.

Sigurður Þórðarson, 7.8.2009 kl. 10:31

8 identicon

Sjálfstæðismenn og Framsóknarmenn bera ábyrgð á ICESAVE ástandinu og eru þess vegna þjóðníðingar.  Mest þó  Davíð og Halldór sem eru landráðamenn.

Steingrímur og kratarnir eru að reyna að bjarga því sem bjarga má.

Rúnar (IP-tala skráð) 7.8.2009 kl. 11:08

9 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Mikil er trú þín Rúnar( ip-tala skráð)

Þetta lið er að leggja okkur undir erlent vald og þeim liggur íléttu rúmi, hver aðgöngmiðinn kostar.  Bara að fá kommissara störf úti og hér í sambandi við ESB.

Davíð hefur verið að koma flottari og flottari út eftir því sem málin skýrast.

Eva Joly hefur meira að segja tekið undir flest sem hann sagði í hruni , fyrir og eftir.

Svo eru Jóhanna Steingrímur og Árni spegill, ða setja HÖFUNDA PENINGAMÁLASTEFNU ÞEIRRA SEM ÞEIR HAFA EIGNAÐ DAVÍÐ SEM SEÐLABANKASTJÓRA OG VIÐURKENNA BAARA SÍSVONA, AÐ ÞEIR SÉU HÖFUNDAR VERÐBÓLGUMARKMIÐABLA BLA IÐ.

Mibbó

Bjarni Kjartansson, 7.8.2009 kl. 12:40

10 identicon

Rúnar. 

Hver er ábyrgð stjórnarandstöðu á hverjum tíma, og launum almennings, til að gæta hagsmuni þeirra á þingi og eiga sína fulltrúa í þingnefndunum?

Á hún að sjá ekkert, heyra ekkert og segja ekkert?

Hver er ábyrgð Samfylkingarinnar, sem þú skautar framhjá, sem bæði stóð vaktina og kom í stjórn með hendur fullar fjárs glæpagengis auðsvínanna og varði þá langt fram í hrunið í ræðu og riti?

 Hefur reiknað út hversu auðsvínin fjárfestu miklu í hvert þingsæti þeirra vs. Sjálfstæðismann vs. Framsókn og vs. Frjálslynda.  Segist hugar að það væri athyglisverð útkoma, en því miður hefur enginn töluglöggur fjölmiðill lagt í að leysa það dæmi.

Hver var ábyrgð spillingarflokks sem erfirt og skrifast beint á Samfylkinguna, nefnilega Alþýðuflokksins?

 Hvað með ábyrgð Vinstri grænna á spillingarverkum Alþýðubandalagsins?

Það væri athyglisvert fyrir ópólitíska sagnfræðinga og blaðamenn að fara vel í gegnum söguna, okkur til glöggvunar hvernig kaupin hafa gerst á eyrinni, og er viss um að nafnarnir bóksalinn og Mibbó geta gert gagn í þeim efnum.

Það væri gaman að þú leggðir í að svara þessum spurningum og rökstyddir hvers vegna þú kýst að kenna 2 flokkum um?

Steingrímur sýnir þann "manndóm" að kenna bara einum.

Sjálfur er ég meira á því að í engum tilfellum eru það flokkar sem fremja afbrot eða vafasöm verk.  Heldur menn.  Pólitíkusar.  Íslendingar.  Evrópumenn. Os.frv.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 7.8.2009 kl. 14:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband