Þakkir til Þráins Berthelssonar!

Þráinn Berthelson er ótrúlegur maður og hefur nú ratað í ótrúlegar raunir sem hann telur auðvitað öllum öðrum að kenna. Fyrir viku lýsti hann því yfir að fyrr frysi í helvíti en að hann gengi úr sínum flokki en nú er hann genginn úr honum. Mér vitanlega er engin veðurathugunarstöð í helvíti og kannski er kalt þar núna, hver veit.

En það drama sem þingmaðurinn og rithöfundurinn Þráinn hefur byggt upp í kringum frekar klaufalegan og mér liggur við að segja kjánalegan tölvupóst Margrétar Tryggvadóttur er honum síst til framdráttar.

Þetta mál kæmi mér auðvitað ekki við nema vegna þess að Þráinn kýs það sjálfur að draga mitt nafn inn í þessa umræðu og það er honum ekki til neins sóma. Orðrétt segir Þráinn í vægast sagt histerísku bréfi sínu til Borgarahreyfingarinnar:

Með yfirhilmingu eruð þið samsek rógberanum, Margréti Tryggvadóttur sem hugðist senda róginn varaþingmanni mínum Katrínu Snæhólm Baldursdóttur en slysaðist "a la Bjarni Harðarson" til að senda einnig á alla stjórn Borgarahreyfingarinnar. Bjarni Harðarson bjargaði þó leifunum af mannorði sínu með því að segja af sér þingmennsku um leið og það rann upp fyrir honum að hann hafði afhjúpað sjálfan sig.

Þráinn er hér á einnættum ís þegar hann annars vegar sakar félaga sína um mannorðsmorð og hinu orðinu leyfir sér að halda því fram að ég hafi ekki átt eftir annað en leifar af mínu mannorði. 

Það rétta í því máli er að ég kalsaði við aðstoðarmann minn að réttast væri að senda til fjölmiðla bréf sem nokkrir Skagfirðingar höfðu þá þann sama dag gert opinbert. Það var ekki sent mér í neinum trúnaði en bréf þetta var vissulega ekki neinn lofsöngur um Valgerði Sverrisdóttur. Enda brást Valgerður við með hrópum og samblæstri um að ég ætti að segja af mér. Mér var einfaldlega ljúft að verða við því eins og ástandið var á þeim tíma orðið innan Framsóknarflokksins og hef aldrei séð eftir þeirri ákvörðun.

Allt tal um að ég hafi gert eitthvað sem rústaði mínu mannorði er fáránlegt en ég opinberaði djúpstæðan og hreinlega óþolandi ástand innan Framsóknarflokksins sem var þá og er enn í gíslingu ESB-sinna. Í þessu sambandi er rétt að hafa í huga að viku síðar sagði formaður flokksins af sér vegna nákvæmlega sama ástands. 

Við Guðni Ágústsson vorum það vandir að virðingu okkar að við töldum ekki valkost að skrifa okkur út úr Framsóknarflokki en sitja áfram á þingi þar sem við vorum kosnir inn á þing fyrir þann flokk. Því eftirlétum við þingmannsstóla okkar fólki sem treysti sér til að vinna innan flokksins. 

Sé Þráni Berthelsyni svo annt um mannorð sitt sem hann vill vera láta þá er lágmarkskrafa nú að hann segi af sér þingmennsku jafnhliða því að hann gengur úr flokknum - og kemur sér þá vel að hann er bæði á þingmanns- og listamannslaunum og getur haldið öðrum sér til framfærslu.

PS.: Ef Þráinn vill líkja Margréti Tryggvadóttur við mína persónu þá hlýtur hann sjálfur að vera Valgerður Sverrisdóttir og svo er þetta á endanum allt spurning um smekk!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Ég vildi bara kvitta fyrir lesturinn og þakka þér fyrir pistilinn sem mér sýnist vera sanngjarn.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 14.8.2009 kl. 18:37

2 Smámynd: Ragnar L Benediktsson

Ekki slæmur pistill vonandi fer hann hæfilega í taugarnar á borgurunum.

Kannski á Þráinn heima í tréinu illdragsil

Ragnar L Benediktsson, 14.8.2009 kl. 18:57

3 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Sum okkar muna hvernig þín mistök voru tilkomin, Bjarni, sem snerist reyndar um framsendingu á flokksbræðrabréfi en ekki þinni eigin rógsherferð.  En það var þá. 

Nú eru uppákomur hjá Borgarahreyfingunni að færast úr gerjun í uppgjör, sem hefur legið í loftinu vikum saman.  Hin misheppnaða póstsending Margrétar hjálpar eflaust engum en flýtir hugsanlega fyrir.  Þau um það! 

Kolbrún Hilmars, 14.8.2009 kl. 19:01

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Nokkuð góður pistill Bjarni, á síðu Birgittu sé ég í einu kommenti að hún telur fjórflokkana standa á bak við það sem gerst hefur hjá þeim, ekki er fólkið að axla ábyrgð eigin gjörða, þau ættu öll að hætta STRAX

Ásdís Sigurðardóttir, 14.8.2009 kl. 19:02

5 Smámynd: ThoR-E

Viðbrögð Þráins við þessu bréfi eru stórfurðuleg.

Eins og hann tryllist við þetta og heiftin er slík að .. hann bara ætlar í mál við Margréti .. og er hættur í hreifingunni og ... allt að gerast.

Í staðin fyrir að setjast niður og leysa málin og halda áfram að vinna að málefnum kjósenda sinna.

Þvílík viðbrögð og drama sem hann býr til úr þessu... spurning hvort hann hafi ekki bara viljað hætta í hreyfingunni .. og notað þetta tækifæri til þess.

Hálf grátbroslegt eitthvað ... skjótt skipast veður í víti ..

ThoR-E, 14.8.2009 kl. 19:05

6 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Nú dugar ekkert nema íslenskur lopi.

Ragnhildur Kolka, 14.8.2009 kl. 19:13

7 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ég er staðráðin í að mæta, þegar Þráinn verður búinn að skrifa bók um þessa atburði og les úr henni fyrir jólin í bókabúðinni ;)

Hrönn Sigurðardóttir, 14.8.2009 kl. 19:49

8 identicon

,,Þráinn Berthelson er ótrúlegur maður og hefur nú ratað í ótrúlegar raunir sem hann telur auðvitað öllum öðrum að kenna."

Bjarni !

Ef þú heldur við stefnu flokksins og breytir eftir kosningaloforðum, eru það ,,raunir" ?

Þú ert enn að reyna að ausa skít út um persónu  !!!

Nú, veit ég hvers vegna Bjarni Harðarsson gat ekki starfað í pólitík og gat ekki staðið við L-listan !

Bjarni Harðarson vill alls ekki að staðið sé við það sem lofað er !

Bjarni !

Hvernig ertu í daglegu lífi , er ekkert að marka þig ?

Alveg sama hvað má segja um persónu Þráins Bertelssonar, þá vill hann reyna að vera heiðarlegur í sinni pólitík !

Getur verið að þess vegna flosnaði hann upp úr þínu vinnuumhverfi og vinahóp, framsóknarflokknum ?

JR (IP-tala skráð) 14.8.2009 kl. 19:53

9 Smámynd:

Það getur verið næðingssamt á toppnum og þá vissara að vera ekki mjög kulvís

, 14.8.2009 kl. 20:16

10 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Takk fyrir ágætan pistil Bjarni. Þessi uppákoma ber vott um slægan félagsþroska allra viðkomandi. Varla hægt að taka afstöðu í málinu en vona að þau haldi áfram að berjast gegn Icesave.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 14.8.2009 kl. 20:21

11 identicon

Persónulega finnst mér æsingur Þráins ekki hæfa tilefninu.

Með þessum pistli hlýtur þú að áliti Þráins a.m.k. að hafa slafrað í þig síðustu dreggjunum af mannorði þínu.

Verði þér að góðu!

marco (IP-tala skráð) 14.8.2009 kl. 20:25

12 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæll Bjarni. Já þetta er meira dramað alltaf í þessari pólitík. Ég gat ekki annað en hlegið þegar ég las skýringar Birgittu á aðgerðum Margrétar sem var víst bara að fá lánaða dómgreind og ráð( til hvers veit ég ekki sennilega að umgangast manninn.

"Geturðu lánað mér reynslu og ráð,

raunsæi kannski líka?

Svo vantar mig bæði djörfung og dáð

og dómgreind ef áttu slíka.

kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 14.8.2009 kl. 20:36

13 identicon

Þannig að það er sem sagt allt í lagi að segja að maðurinn sé haldinn geðsjúkdómi og Alzheimer og hann á að taka þvi þegjandi og hljóðalaust. Þegar pólitíkin hér er komin á þetta stig, þá verður manni hreinlega flökurt.

Og svo á þetta allt saman að vera í nafni þessarar hreyfingar, eða þremenninga sem að telja sig vera yfir sig hafna að tala við grasrótina.

Þórkatla Snæbjörnsdóttir (IP-tala skráð) 14.8.2009 kl. 20:51

14 Smámynd: Sævar Einarsson

Brrrrrrrr hér er fjandi kalt !

Sævar Einarsson, 14.8.2009 kl. 21:05

15 identicon

Það er alveg lámark að þú farir rétt með en það var haft eftir honum á visir.is eftirfarandi: Þráinn Bertelsson þingmaður Borgarahreyfingarinnar segir að fyrr frjósi í Víti heldur en að hann yfirgefi flokkinn og gangi til liðs við Samfylkinguna.

Haraldur Svavarsson (IP-tala skráð) 14.8.2009 kl. 21:43

16 identicon

Bjarni þú verður að krefjast þess að við fáum að vita hver sálfræðingurinn er. Við verðum að fá að vita hver þessi einstaki snillingur er. Allur heimurinn býður eftir greiningaaðferð sem gefur svo miklar upplýsingar af svo litlu á svo stuttum tíma.

Í Evrópulöndum líða jafnan 12 – 48 mánuðir og allt upp í 64 mánuðir frá því að sjúklingur leitar til læknis þar til greining á Alzheimers liggur fyrir. Margrét getur því ekki haldið þessu leyndu frá heiminum og okkur hver sálfræðingurinn er því þetta er helsta markmið og kappsmál áhugafólks um hag Alzheimerssjúklinga að greining geti fengist fljótt og fyrr en er með núverandi greiningatækjum og aðferðum.

Reyndar hafa heilarit Mentis Cura sem er íslenskt sprotafyrirtæki gefið nýja von um einmitt það, en jafnvel þær aðferðir byggja á dýrri tækni en snillingur Margrétar virðist ekki þurfa neitt slíkt.

Eitt helsta vandamálið við snemmgreiningu Alzheimers er að öll greinanleg einkenni á því stigi eru algeng einkenni margra annarra hluta, bæði sjúkdóma og ástands, andlegs og líkamlegs, og svo bara þreytu, álags og ójafnvægis í næringu og hvíld. Bara skortur á B vítamíni, hvort sem er vegna meltingartruflanna og skertar upptöku í meltingarvegi eða ef það vantar í fæði, gefur sömu einkenni og Alzheimers á byrjunarstigi, og jafnvel ríflega það eða stundum alvarleg minnisglöp sem svo hverfa um leið og B-vítamín er gefið með réttum hætti.

Sálfræðingur Margrétar er því augljós lygi og tilbúningur.

ÞAÐ ER ÞESS VEGNA ÚTILOKAÐ AÐ SÉRFRÆÐINGUR SLÁI SLÍKU FRAM UM NEINN.

Gunnar (IP-tala skráð) 14.8.2009 kl. 21:54

17 Smámynd: Guðbjörn Jónsson

Sæll Bjarni. Stöðugt færist ég fjær því að skilja hvers vegna Þráinn er með þessi læti. Samkv. stjórnarskrá skal hver þingmaður greiða atkvæði samkvæmt sannfæringu sinni, í hverju málefni fyrir sig, en ekki eftir stefnuskrá þess flokks sem hann bauð sig fram fyrir. Þingmaðurinn er ekki síður valinn vegna málflutnings síns á framboðsfundum, og þar er iðulega rætt margt annað en er í stefnuskrá flokka.

Þráinn ætti nú ekki að þurfa að hoppa hátt þó talað sé um þunglyndi hans, því um það hefur hann sjálfur talað opinberlega og ekki af neinum tepruskap.

Margir hafa nú verið taldir kandídatar fyrir Alzheimer, bara fyrir það að sýna stirðnun í samskiptahæfileikum. Þeir yngri og yfirspenntu, eru þá að jafnaði nefndir með léttzheimer, þegar heilabú þeirra er að frjósa.

Það þarf greinilega talsverða hæfileika til að jafna slíku við mannorðsmorð, en Þráinn hefur nú viðurkenningu fyrir að vera góður sagnasmiður.

Ég vona samt að þessi uppákoma skemmi ekki varanlega fyrir skynsama hópnum í Borgarahreyfingunni, og að á þeim sannist máltækið að: FALL SÉ FARAR HEILL.

Á sjónum í den. þótti það ávísun á góða vertíð ef allt gekk á afturfótunum í fyrsta túrnum.  Oft urðu efndir í samræmi við það. 

Guðbjörn Jónsson, 14.8.2009 kl. 21:56

18 identicon

Sæll Bjarni Harðarson.
Sú var tíð að mér þótti ýmislegt gott sem fá þér kom. En orðræða þín einkennist nú í vaxandi mæli af ósmekklegu grjótkasti glerhúsmanna, digurbarkaleg og pínlega smá. Vona þetta sé pólitískt giktarkast og gangi yfir sem fyrst.
Heilsist þér.
Kær kveðja, Haraldur G. Blöndal

Haraldur G. Blöndal (IP-tala skráð) 14.8.2009 kl. 22:01

19 identicon

Félagi Bjarni !

 Þráinn - " segi af sér þingmennsku" - - " bæði á þingmanns og listamannalaunum"

 Félagi!

 Hefurðu nokkurntíma vitað róttæka vinstri menn afneita silfurpeningum Mammons ?? !!

 Brostu!

 Þessi farsi farinn að minna á Hriflu-Jónas og Helga Tóm., á Kleppi.

Munurinn sá einn, samkvæmt geðsjúkdómagreiningunni - að Hriflu-Jónas átti að vera " paranoid" ( ofsóknaræði) Freystinn Gunnarsson skólastjóri þýddi það orð " stórgikksæði".

 Þráinn hinsvegar sagður með " depression" ( mania-depression ?) - sem sé, geðhvarfasýki.

 Skáldið Jónas hefði líklega sagt.:

 "Munurinn raunar enginn er,

 því allt um lífið vitni ber" !!

 Gamli Þjóðviljaritstjórinn Þráinn Bertelsen, hefur hinsvegar aldrei verið maður hógværðar - hvorki í orðum né skrifum - ekki það sem Rómverjar sögðu.: " Multum demissus homo" - þ.e. Maður hæverskur" !!

Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 14.8.2009 kl. 22:06

20 Smámynd: Valur Kristinsson

Hr. Bjarni Harðarson, þú átt sennilega erfitt með að fara með rétt mál.

Þráinn Bertelsson sagði sig úr þingflokki Borgarahreyfingarinnar, ekki úr flokknum sjálfum. Það er ekki furða að þú reynir að níðast á Þráni því hann tók það fram að handvömm Margrétar hefði verið "a la Bjarna Harðarsonar". Fyrir mér ertu lítill karl í alltof stórum umbúðum, það bera pistlarnir þínir með sér.

Valur Kristinsson, 14.8.2009 kl. 22:17

21 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Gunnar. Kannski hefur Þráinn verið með opna buxnaklauf. Ég heyrði einhvertíma að það væri fyrsta merki um Alzheimer þegar menn gleymdu að loka eftir að hafa kastað af sér vatni. Það er svo á síðari stigum sem menn gleyma að opna áður en hleypt er af .  Þetta er auðvitað brandari eins og allt þetta mál. kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 14.8.2009 kl. 22:24

22 Smámynd: Haraldur Baldursson

Bjarni mannorð þitt er vel og kyrfilega hafið yfir nokkurn vafa....

Haraldur Baldursson, 14.8.2009 kl. 22:31

23 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Þetta er sorglegt dæmi um einstakling sem hefur hertekið heilan flokk og er ekki tilbúinn til sátta heldur sest á fýlustólinn og vill ekki standa upp. Mér hefur fundist "þremenningarnir" málefnalegir mjög og ítrekað reynt að sleikja upp fýluna í Þráni án árangurs. Nú ærast allir sem segja þremenningana hafa "svikið" Borgarahreyfinguna v/ afsgtöðuna í ESB umræðunni. Þeir hinir sömu geta gengið í Samfylkinguna sem er flokkur fyrir þá sem vilja selja land og þjóð til Evrópu og setja þjóðina í ánauð um aldir alda í leiðinni.

Guðmundur St Ragnarsson, 14.8.2009 kl. 22:32

24 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ja hérna, Bjarni.  Það kostar greinilega sitt að kasta heim til föðurhúsanna því sem Þráinn sendir þér.  Þetta endar með því að þér verður kennt um allt það sem misfarist hefur innanhreyfingar hjá borgurum.  En þá getur nú líka komið sér vel að vera í allt of stórum umbúðum...

Kolbrún Hilmars, 14.8.2009 kl. 22:37

25 Smámynd: Rúnar Sveinbjörnsson

Sæll frændi.

Hin pólitíska sýn mín á þessu máli er sá, að meiri hluti þingflokks Borgarahreyfingarinnar mat málið rétt. Tenging ESB og Icesave er í raun augljós og hin ákafa andstaða Samfylkingarinnar við fyrirvara er beintengd EBS aðild.

Greinilegt er að Þráinn er ákafur stuðningsmaður EBS og þannig tengist þú málinu, sem EBS andstæðingur. Ekki veit ég hvað þessi tegund pólitíkur kallast en hún gerist ekki lágkúrulegri. Reynt er að gera lítið úr þér sem persónu og þar með er málflutningur þinn  ekki  svara verður.

Rúnar Sveinbjörnsson, 14.8.2009 kl. 22:39

26 Smámynd: Ísleifur Gíslason

Ég var að skoða stefnuskrá xo.is og gat ekki séð að þar væri stefnt á Evrópubandalagið frekar öðrum bandalögum:

"2. Leitað verði leiða út úr myntvanda Íslands með myntbandalagi við aðrar þjóðir eða, ef þess þarf, einhliða upptöku annars gjaldmiðils."

Með öðrum orðum þá var ÞB ekki að fylgja stefnu Borgarahreyfingarinnar þegar hann gerðist sá kvislingur að segja já við ESB.

þau Þór, Birgitta og Margrét gerðu hinsvegar rétt með að segja nei við ESB og að berjast á móti Icesave samningunum óbreyttum, sem eru jú aðgöngumiði Samfylkingarinnar að ESB.

"6. Strax verði hafist handa við að meta heildarskuldir þjóðarbúsins og að því loknu gert upp við lánardrottna eftir bestu getu. ICESAVE-reikningar Landsbankans og aðrar skuldir bankanna erlendis verði ekki greiddar fyrr en álit óháðra sérfræðinga liggur fyrir um skyldur Íslands, m.t.t. þess að sennilega hafi verið um svikamyllu að ræða en ekki eðlilega bankastarfsemi. Rannsakað verði hvað varð um allar færslur á reikningum bankanna erlendis sem og lánveitingar þeirra til tengdra aðila, fjármunirnir sóttir og þeim skilað til eigenda. Stjórnendur og eigendur bankanna verði gerðir ábyrgir fyrir því sem upp á vantar. Samið verður við grannþjóðirnar um það sem út af stendur m.t.t. neyðarástands efnahagsmála á Íslandi og reynt að fá þær skuldir niðurfelldar.  Samhliða því verði gefið loforð um að 2% af VLF Íslands renni til þróunaraðstoðar á ári í tíu ár til að sýna góðan vilja Íslendinga til að verða ábyrg þjóð meðal þjóða."

Ég get ekki séð annað en að þremenningarnir sem eftir standa í þingflokki Borgarahreyfingarinnar séu einmitt trú stefnu flokksins en að kvislingurinn ÞB sé það hins vegar ekki.

Ég veit ekkert um hvort ÞB er veikur eða ekki en hef kynnst því að Alzheimersjúklingar fá oft óskiljanleg bræðiköst ásamt því að muna hvorki stað né stund.

ÁFRAM ÍSLAND
NEI við ESB  -  NEI við Icesave

Styðjum Samtök Fullveldissinna
http://www.fullvalda.is

http://l-listinn.blog.is/blog/l-listinn/

Ísleifur Gíslason, 14.8.2009 kl. 22:58

27 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Góður pistill Bjarni.

Held samt að Borgararhreyfingin hafi ekki enn yfirtoppað Frjálslynda flokkinn í þessu efni.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 15.8.2009 kl. 01:15

28 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Fínn pistill Bjarni. Þrátt fyrir að margir hafi gagnrýnt þig fyrir skeytið forðum daga, þá veit ég að margir töldu þig líka mann að meiri fyrir að halda á lofti verðskuldaðri gagnrýni á Valgerði, sem á mínum heimabæ hefur í hálfkæringi gjarnan verið kölluð "álnornin".

Þetta mál hjá Borgarahreyfingunni er hinsvegar allt með hinum mestu ólíkindum. Ég vorkenni þeim að lenda í þessum líka rosalega skítastormi í fjölmiðlunum, fyrir það eitt að ein úr þeirra röðum hafi haft áhyggjur af velferð samflokksmanns. Og aumingja Þráinn að vera á milli tannana á fólki með þessum hætti, heilsufar fólks er viðkvæmt einkamál og að fjölmiðlar séu að smjatta á slíku getur verið mjög særandi. Ég hef ekki orðið þess var að Þráinn hafi gert neitt til að verðskulda slíka meðferð.

Bestu kveðjur.

Guðmundur Ásgeirsson, 15.8.2009 kl. 01:30

29 identicon

Ísleifur, varla er það í stefnuskrá Borgarahreyfingarinnar að ástunda svæsið einelti og taka upp öll verstu og persónulegustu trixin sem ástunduð hafa verið í íslenskri pólitík.

Kolbrún, ekki er vitað til að Þráinn hafi sýnt nein einkenni „minnissjúkdóma“ eða heilabilunar þó hin þrjú hafi fljótt gleymt yfirlýsingum sínum. Margar auð-viðráðanlegar orsakir geta valdið tilfallandi minnisglöpum. T.d. þegar við eldumst dregur úr upptöku B-vítamína í meltingarfærum okkar og skortur á því er algeng og auðviðráðanleg orsök tilvika eins og þú nefnir og annarra minnisglapa. Létt þunglyndi er svo algengasta einstaka orsök minnistruflana.

- Langalgegnsta ástæða tilfallandi minnisglapa er samt bara þreyta og álag og léleg næring. Breyttur og ómeðhöndlaður blóðþrýstingur getur líka orsakað gleymsku ásamt fjölmörgum öðrum vel viðráðalegum orsökum.

Af þeim ástæðum myndi enginn sérfræðingur, hvorki sálfræðingur eða læknir, viðra það um tilgreindan einstakling án undangenginna ýtarlegra rannsókna að hann hefði Alzheimers þó öll einkennin virtust vera skýrt til staðar á ytra borðinu.

Svo ótalmargt annað og flest auðveldlega meðhöndlanlegt getur valdið sömu einkennum. Fleiri alvarlegir sjúkdómar orsaka svo heilabilun en bara Alzheimers með öllum sömu einkennunum á ytra borðinu. Engir eru eins meðvitaðir um það og sérfræðingar og um leið eru heldur engir eins ólíklegir til að viðra slíka sleggjudóma sem í bréfi Margrétar felst.

Gunnar (IP-tala skráð) 15.8.2009 kl. 01:42

30 identicon

Þ.e. augljóslega er þessi sálfræðingur Margrétar hugarburður hennar einn.

Trúi því hver sem vill að í miðjum þeim hatrömmu átökum sem hafa verið milli þeirra þriggja og Þráins sendi Margrét þennan póst um meint veikindi Þráins af einskærri umhyggju fyrir honum. Ef málið snérist um það myndi Margrét leita með áhyggjur sínar til nánustu aðstandenda Þráins ef ekki til hans sjálfs.

Það að halda því fram að þetta sé sprottið af umhyggju og ítreka það svo í yfirlýsingu Birgittu og Þórs gerir málið allt enn ljótara og lygina enn svívirðilegri.

Gunnar (IP-tala skráð) 15.8.2009 kl. 01:51

31 Smámynd: brahim

Fínn pistill Bjarni...en eins og þú veist sjálfur sem pólitíkus að þá þarft þú sem aðrir að glíma við og meðtaka skítkast af hálfu þeirra sem ekki fylgja þér að málum í pólitík...það er víst einu sinni þannig og mun altaf verða.

anars setti ég nokkur orð um þetta Þráins fár á bloggið mitt...fyrir þá sem hafa áhuga...http://brahim.blog.is/admin/blog/?entry_id=931153

brahim, 15.8.2009 kl. 05:00

33 identicon

Sæll Bjarni!

Góður pistill hjá þér. Mér þykir skelfilegt að verða vitni að fordómum fólks gagnvart geðsjúkdómum. Ef Margrét hefði minnst á að Þráinn kenndi sér meins í blöðruhálskirtli eða væri hugsanlega með svínaflensuna, hefði engum þótt það tiltökumál. Af hverju má ekki tala um geðsjúkdóma? Aukin heldur hefur Þráin sjálfur ekki legið á því, að hann sé haldinn geðhvörfum, eins og NB margir aðrir mætir menn.  Geðsjúkdómar hafa kannski meiri áhrif á þá, sem eiga samstarf við viðkomandi en líkamlegir sjúkdómar. Því á fólk að hafa fullt leyfi til að ræða um slíkt í þröngum hópi, þótt aldrei sé viðkunnanlegt að fjölmiðlar fjalli of mikið um heilsufar nafngreindra einstaklinga. Ég varð ekki var við að nokkur hneykslaðist á að minnst væri á krabbann hjá Halldóri Ásgríms, Davíð Oddssyni, ISG eða GHH. Greinilegt að sumt fólk vil meina, að það sé tabú að tala um geðsjúkdóma. Velkomin aftur til miðalda!

Sigvaldi Ásgeirsson (IP-tala skráð) 15.8.2009 kl. 10:33

34 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Góður punktur Sigvaldi! varðandi fordómana gagnvart geðsjúkdómum. Kannski lýsir hávaðinn í þeim sem hafa hæst út af innihaldi bréfsins hennar Margrétar aðallega þeirra eigin fordómum í garð geðsjúkdóma og þeirra sem þjást þeirra vegna.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 15.8.2009 kl. 13:19

35 identicon

Það er augljóst að Margrét fór ekki að tala um þessa geðsjúkdóma af því að hún hafði svo miklar áhyggjur af ÞB. Hún setur þetta fram til að reyna gera hann tortyggilegan. Hún ætlaði þannig að nýta sér fordóma fólks gagnvart geðsjúkum, sér til framdráttar í valdatafli sínu innan borgarahreifingarinnar og á Þingi.

Ef ÞB hefði verið með svínaflensuna þá Margrét aldrei minnst á það af því að hún hefði ekki getað notað svínaflensuna gegn ÞB eins og hún getur gert með geðsjúkdóma.

Ótrúlegt að fólk fatti það ekki, held að maður þurfi að vera ótrúlega heimskur til að sjá það ekki!

bjöggi (IP-tala skráð) 15.8.2009 kl. 18:08

36 Smámynd: ThoR-E

Skilurðu þetta ekki bjöggi?

Þetta bréf átti aldrei að koma fyrir augu almennings. Þetta var einkabréf milli tveggja vinkvenna þar sem önnur ræðir áhyggjur af samstarfsmanni.

Athyglisvert að þú kallar aðra hér heimska .. á meðan þú ert ekki einusinni með allar staðreyndir málsins.

Spurning um að kynna þér málið áður en þú lætur svona út úr þér.

ThoR-E, 15.8.2009 kl. 19:11

37 identicon

Acer, ég skil þetta fullkomelga og hef kynnt mér allar staðreynir málsins. Geri mér fullkomnlega grein fyrir því að þetta voru óheppileg mistök (aðalega fyrir Margréti) að senda þetta bréf á allt þetta fólk, það breytir samt ekki staðreyndum málsins að þetta bréf ber vott um fordóma og valdagræðgi Margrétar.

Ég get ekki séð að það skipti neinu máli að bréfið hafi lent í vitlausum pósthólfum. Bréfið frá Margréti til "vinkonu" sinnar er alveg jafnslæmt, eitt og sér.

Ástæðan fyrir því að Margrét sendi "vinkonu" sinni þetta bréf, burt séð hver átti að fá bréfið og hver ekki, er að hún var að reyna koma höggi á ÞB með því að gera hann tortryggilegan. Fólki sem skilur ekki að í því felast fordómar er mjög heimskt og fólk sem skilur ekki að svona bréf, þótt þau fari bara á eina manneskju, eru gerð til að koma höggi á menn, fólk sem skilur þetta ekki er virkilega virkilega HEIMSKT!!! Þú ert greinilega í þeim hóp AceR

Bjöggi (IP-tala skráð) 15.8.2009 kl. 19:49

38 identicon

Einar Hansson:

Hver er munurinn á persónulegum tölvupósti og persónulegu bréfi í umslagi með frímerki? Í raun er eini munurinn sá að tölvupósturinn berst á andartaki en umslagið með frímerkinu á 1-2 dögum. Ef fjölskyldan á Hverfisgötu 200 fær fyrir mistök inn um lúguna persónulegt bréf sem Gunna á Hverfisgötu 202 átti að fá, er þá sjálfsagt mál að rífa bréfið upp, lesa það og fara með innihald þess í fjölmiðla?

Mörg fyrirtæki hafa sjálfkrafa í öllum tölvupóstum pistil sem oft hljómar eitthvað á þessa leið:

"Ef þú ert ekki sá aðili sem tölvupósturinn er ætlaður er þér óheimilt að upplýsa um hann, afrita hann, dreifa honum eða framkvæma einhverjar aðgerðir eða láta vera að framkvæma einhverjar aðgerðir á grundvelli hans og slíkt kann að vera ólöglegt. "

Þessir pistlar eru oft með tilvísun í lög nr 81/2003 en hluti 47.greinar þeirra laga hljómar svo:

"Sá sem fyrir tilviljun, mistök eða án sérstakrar heimildar tekur við símskeytum, myndum eða öðrum fjarskiptamerkjum og táknum eða hlustar á símtöl má ekki skrá neitt slíkt hjá sér eða notfæra sér það á nokkurn hátt. Jafnframt ber honum að tilkynna sendanda að upplýsingar hafi ranglega borist sér. Skylt er að gæta fyllsta trúnaðar í slíkum tilfellum."

Kjósandi Borgarahreyfingarinnar (IP-tala skráð) 15.8.2009 kl. 19:50

39 identicon

Kjósandi Smáborgarahreyfingarinnar. Það er öllum sama þótt pósturinn hafi fyrir slysni lent í pósthólfum allrar stjórnarinnar. Fólk er sjokkerað yfir því hvernig Margrét hefur verið að plotta gegn ÞB og hversu lákúruleg hún er í rógburði sínum. Lög um e-mail sendingar eiga ekki að skipta neinu máli þar. Fólk sem heldur það er heimskt!!!

Bjöggi (IP-tala skráð) 15.8.2009 kl. 19:55

40 identicon

Þarna notar Þráins armur Borgarahreyfingarinnar þessi mistök við bréfasendingu sem vopn gegn Margréti.

Skemtilegt að minnast á að varamaður Margrétar er einmitt í þessum Þráinsarmi, hvort það tengist málinu eða ekki.

Hvort vopnin snérust í höndunum á þeim það er annað mál.

Margir eru á því að Þráinn hafi móðgast svo hrottalega þegar hinir þingmenn BH gagnrýndu það að Þráinn ætlaði að halda heiðurslaununum ásamt þingfararkaupi, að hann ætlaði sér að nota fyrsta tækifæri til að hætta í flokknum. Enda hefur hann verið ómögulegur síðan.

Eftir ESB kosninguna talaði hann ekki við þau í mánuð. 

Þegar stærsta mál íslandssögunnar var í vinnslu á alþingi er Þráinn bara í fýlu og talar ekki við fólkið sem hann á að vera að vinna með. Hverskonar vinnubrögð eru það.

Og fólk er að verja þennan hrokafulla og yfirlætisfulla mann. Hvort það sé persónudýrkun afþví að hann er smá þekktur, gæti verið en ég mun aldrei skilja þetta.

Það besta sem gat gerst fyrir Borgarahreyfinguna var að Þráinn mundi hætta.

Gallinn er bara að hann tekur með sér þingsætið og þar með 25% af þingstyrk hreyfingarinnar.

Er það sanngjarnt gagnvart kjósendum?

Auðvitað á maðurinn að kalla inn varamann og taka sér frí, ef hann getur ekki unnið í hópi. Hann hefur engan rétt á því að fara í einkastríð þegar hann á að vera að vinna fyrir kjósendur sína og fólkið í landinu.

Mér um mig frá mér til mín ?

Kjósandi Borgarahreyfingarinnar (IP-tala skráð) 15.8.2009 kl. 19:58

41 identicon

Hvernig dettur fólki í hug að halda því fram að þetta hafi verið í lagi sem Margrét skrifaði, af því að þetta var einkapóstur? Hvar er heilinn í því fólki má ég spyrja?

Bjöggi (IP-tala skráð) 15.8.2009 kl. 19:58

42 identicon

bjöggi:

þú ert kjáni.

Kjósandi Borgarahreyfingarinnar (IP-tala skráð) 15.8.2009 kl. 19:58

43 identicon

Mér líkar ekki vel við ÞB og kaus ekki Smáborgarahreifinguna í síðustu kosningum af því að Þráin var efstur á lista í mínu kjördæmi.

Persóna ÞB á ekki að breyta því að það sem Margrét gerði er rangt!! Þetta er léleg röksemdarfræði hjá þér Kjósandi kær.

Þú vilt semsagt meina að þetta hafi verið í lagi út af því hernig persóna ÞB er?

Bjöggi (IP-tala skráð) 15.8.2009 kl. 20:00

44 identicon

Kjósandi kær, þú virðist samsvara þér vel mið "vitringunum" þremur í smáborgarahreyfingunni. Heimskur, fordómafullur, siðlaus og rökþrota.

Bjöggi (IP-tala skráð) 15.8.2009 kl. 20:06

45 Smámynd: halkatla

það er ekkert sameiginlegt með þessum bréfum eða þessum málum, samt flottur pistill ;)

halkatla, 15.8.2009 kl. 20:21

46 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Innlitskvitt

Jón Aðalsteinn Jónsson, 15.8.2009 kl. 22:50

47 identicon

Sæll Bjarni

Takk fyrir .ahugaverða pistla.

Gaman væri ef pú gætir tekið saman hápúnkta Þráins sem listamanns.

Sem almennur borgari þekki ég lítið til hanns verka, fyrir utan kvikmyndirnar, sem mér þótti lítið til koma. 

 Ég hélt að einstaklingur á listamannalaunum ætti að sinna listinni,

ekkki að mæta öðru hvoru niður á Alþingi, og þiggja full laun á báðum

stöþum. 

Guðrun Jónsdóttir (IP-tala skráð) 16.8.2009 kl. 02:28

48 identicon

þetta eru að því er mér sýnist konur í meirihluta sem svara þér. kem í kaffi í dag. þþ

þþ (IP-tala skráð) 16.8.2009 kl. 07:32

49 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Það er alltaf heitt í hinu heitasta helvíti.

En hvað pistil þinn varðar ... þá get ég ekki tekið undir hann... Ef það gengur bréf um þráinn að hann sé með alsæmir og þunglindi.. afhverju á hann að segja þá af sér ?

Mér finnst eins og þegar þú lýsir háttan mála þá ertu að lýsa nákvæmlega því sem þráinn meindi sjálfur. Og JÚ BJARNI ... þá vartu maður meiri með að segja af þér þingmennsku á sínum tíma því að ekki þótti mörgum þetta bréf þitt sérlega smekklegt og fæ ég ekki betur séð en að Þráinn bregðist við með nákvæmlega sama móti og þingflokssystir þín... 

Brynjar Jóhannsson, 16.8.2009 kl. 10:18

50 Smámynd: ThoR-E

Þráinn talaði ekki við samþingmenn sína í mánuð eftir að ESB kosningin var afgreidd á þingi.

Þrátt fyrir ítrekaðar sáttaumleitanir þremenningana að þá vildi Þráin ekkert við þau tala. Hann tjáði sig í fjölmiðlum þar sem hann gagnrýndi þau.

Hann hefur ekkert verið að vinna í Icesave eins og hinir þrír þingmennirnir.

Bara setið í fýlu.

Þurfum við á svona fólki  að halda á alþingi .. þegar svona mikið liggur við hjá þjóðinni.

ThoR-E, 16.8.2009 kl. 10:39

51 identicon

Já þetta er leiðinda mál. En það eru ýmsar hliðar á því. Ein er t.d. svona:

Hver er munurinn á persónulegum tölvupósti og persónulegu bréfi í umslagi með frímerki? Í raun er eini munurinn sá að tölvupósturinn berst á andartaki en umslagið með frímerkinu á 1-2 dögum. Ef fjölskyldan á Hverfisgötu 200 fær fyrir mistök inn um lúguna persónulegt bréf sem Gunna á Hverfisgötu 202 átti að fá, er þá sjálfsagt mál að rífa bréfið upp, lesa það og fara með innihald þess í fjölmiðla?

Mörg fyrirtæki hafa sjálfkrafa í öllum tölvupóstum pistil sem oft hljómar eitthvað á þessa leið:

"Ef þú ert ekki sá aðili sem tölvupósturinn er ætlaður er þér óheimilt að upplýsa um hann, afrita hann, dreifa honum eða framkvæma einhverjar aðgerðir eða láta vera að framkvæma einhverjar aðgerðir á grundvelli hans og slíkt kann að vera ólöglegt. "

Þessir pistlar eru oft með tilvísun í lög nr 81/2003 en hluti 47.greinar þeirra laga hljómar svo:

"Sá sem fyrir tilviljun, mistök eða án sérstakrar heimildar tekur við símskeytum, myndum eða öðrum fjarskiptamerkjum og táknum eða hlustar á símtöl má ekki skrá neitt slíkt hjá sér eða notfæra sér það á nokkurn hátt. Jafnframt ber honum að tilkynna sendanda að upplýsingar hafi ranglega borist sér. Skylt er að gæta fyllsta trúnaðar í slíkum tilfellum."

Tinni (IP-tala skráð) 16.8.2009 kl. 12:01

52 Smámynd: Billi bilaði

Guðrún Jónsdóttir, listamenn á listamannalaunum eiga jú að sinna list sinni, til þess eru þau.

Heiðurslaun listamann eru hins vegar heiður fyrir æfistarf, líkari nóbelsverðlaunum, ef ég skil þau rétt. Það hefðu kannski einhverjir heimtað að Laxness hefði skilað nóbelspeningunum ef hann hefði stest á þing?

Þráinn er ágætlega að sínum heiðurslaunum kominn, að mínu leiti t.d. fyrir gæðaverk eins og "Magnús" og "Sigla himin fley". Hann á hins vegar erfitt með að sjá bjálka í sínum augum varðandi samskiptavanda í þingflokki Borgarahreyfingarinnar og ákveður að túlka allt á versta veg, eftir því sem mér sýnist. Einnig finnst honum sæmandi að segja Bjarna Harðarson svo til mannorðslausan í sama mund og hann kvartar yfir að vegið sé að mannorði hans sjálfs. (Sjálfur sé ég ekki að neinn blettur sé komann á hans mannorð. Ekki frekar en á mannorð Terry Pratchett, eins mest selda rithöfunds Englands sem nú berst við alzheimer. Mannorð fer ekki með veikindum. Það fer með illum verkum.)

Persóna Þráins sýnist mér því orðin stærri en hrun Íslands, og það líkar mér illa.

Billi bilaði, 16.8.2009 kl. 12:20

53 identicon

Ja hérna hér, þetta er ljóta málið allt saman og hér sannast hið fornkveðna að margur heldur mig sig.

Ekki ætla ég að dæma um það hvort Þráinn er haldin þunglyndi eða einhverjum öðrum sjúkdómum, og sé heldur ekkert athugavert við það hjá Margréti að spyrja vinkonu sína um það í EINKAtölvupósti hvort hún hafi sömu tilfinnignu og hún, um að eitthvað ami af  kallinum, sé ekki þessa rógsherferð úr hennar bréfi eins og sumir vilja láta vera.

Hitt veit ég að ef einhver er á þingi með þennan sjúkdóm þ.e minnisglöp er hann varla hæfur til að vera þar frekar en synir mínir að stjórna rútu fullri af farþegum þar sem þeir eru lögblindir, og tel ég það hreint ekki neina fordóma í þeirra garð, svona eru þeir bara og ekkert við því að gera.

Og mér finnst Margrét sæta hörðu og ljótu aðkasti þar sem alsendis er ósannað að hún hafi ætlað þetta  sem einhverja rógsherferð gegn Þránni. Skil vel að henni hafi ekki fundist tímabært að ræða þetta við hann eða hans nánsustu ef hún var sú eina sem hafði þetta á tilfinningunni því bréfið er jú spurning um hvað vinkonunni finnst um þetta mál. Hér er mikið af grjóti kastað úr glerhúsi.

Með kveðju að austan.

(IP-tala skráð) 16.8.2009 kl. 12:57

54 identicon

Af hverju ætti það að vera mannorðsmorð um að einhver velti fyrir sér hvort einhver sé með alzheimer eða þunglyndi.  Það lýsir bara fordómum gagnvart þessum sjúkdómum.

Annars ættu þingmenn og konur að læra á tölvupóstinn sinn.  Ef ekki, þá taka bara upp símann,  Senda SMS eða eitthvað.

jonas (IP-tala skráð) 16.8.2009 kl. 22:00

55 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Persónulega fannst mér viðbrögð þín við tölvupóstmálinu vera alveg viðunandi. Það er ekki yfir strikið að segja 'a-la Bjarni Harðar´ því þetta var náttúrulega kostulegt :)

Hinsvegar var "leifarnar af mannorðinu" yfir strikið eins og þú bendir á. Menn í pólitískri stöðu sem taka pokann sinn eftir að hafa orðið siðferðilega á eiga skilin góð eftirmæli.

Rúnar Þór Þórarinsson, 17.8.2009 kl. 13:27

56 Smámynd: Haraldur Haraldsson

þakka fyrir mig Bjarni bloggvinur,!!!!var að lesa þetta,þú stendur vaktina vel/*Kveðja Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 17.8.2009 kl. 18:16

57 identicon

Nú er bara að fylgjast með úr ræðustól Alþingis hvort þB sé búinn að pissa á sig eða er búinn að gleima að hneppa upp um sig

Viktor (IP-tala skráð) 17.8.2009 kl. 20:48

58 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

 Ný og skemmtileg greiningaraðferð ekki satt Viktor? og ágæt leið til að reyna að hafa gaman að þessu leikriti þarna niður við Austurvöllu. Annars held ég að þessum þætti sé lokið eftir síðastu senu í dag. Kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 17.8.2009 kl. 22:46

59 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Vonum að þessum dramakafla sé lokið

Ævar Rafn Kjartansson, 18.8.2009 kl. 16:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband