Samherjar en samt ólíkt mat

Berjumst saman Bjarni heitir grein sem Arndís Soffía Sigurðardóttir skrifar á Smugunni fyrir skemmstu, hér og tilefnið er grein sem ég skrifaði um grein sem hún skrifaði. Ágreiningur okkar Arndísar var einkanlega um það hvort afgreiðsla Alþingis á ESB-tillögunni hefði verið vitnisburður um flokksræði eða sjálfræði þingmanna. Um það verðum við ekki sammála og kannski ekki um það hversu langt flokkar eigi að ganga í að drottna yfir þingmönnum.

En hitt er alveg áreiðanlegt að við Arndís erum samherjar í pólitíkinni og verðum samherjar í baráttunni gegn ESB-aðild Íslands og það skiptir meira máli en túlkun á liðinni atkvæðagreiðslu. Semsagt, þakkir frænka fyrir greinagóð svör og fyrirgefðu seinlæti við að svara.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll; Bjarni - ávallt !

Er þér ekki sjálfrátt; bóka frömuður góður ?

Á þessi undirlægja; Steingríms J. Sigfússonar, þjóðarníðings að Norðan, að njóta einhverrar velvildar þinnar, sökum frændsemi ?

Veit ekki betur; en ég hafi sent Helga Hjörvar, systursyni mínum, þungar ákúrur, á vordögum leið, fyrir mútuþægni hans (''styrkþágu'') og ódöngun, þá hann þáði 900.000. - kr., um árið (2006; misminni mig ekki, en upp komst, í vor).

Eigum við; að vera svo smáir Bjarni minn, að láta ættmenni njóta einhverrar sérstakrar velvildar - þó; á kafi séu, í einhverjum skít - sem aðrir óskyldari; eða þá, fjarskyldari ?

Oftlega; skammast ég mín, fyrir smásálarskap landsþekktan, hér á Suðurlandi - en; þekka jafnframt, minn Vestlenzka uppruna, að hálfu, í sama mund, Bjarni minn.

Með ágætum kveðjum samt; austur yfir fljót /

Óskar Helgi Helgason

p.s. Get ekki; beðið þig afsökunar, á hreinskilni minni, þó þú kunnir að reiðast þessum orðum mínum, Bjarni minn. Ég er einfaldlega; svona úr garði gerður, bókmennta Jöfur sæll. 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 16.8.2009 kl. 16:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband