Ég trúi Hreiðari Má!

Takið eftir að ég sagði ekki að ég tryði á Hreiðar Má heldur að ég tryði ákveðnum fullyrðingum hans í viðtali sem Kaupþingsbankastjórinn lét falla í viðtali við Sigmar í Kastljósinu í gærkvöldi. Þar var milljónerinn sem segist vera fátækur í dag að ræða um eignabóluna 2007. Hann talaði eins og að á því herrans ári hafi hann og hans umhverfi verið grunlaust um að bólan það ár hafi verið fölsk. Það er auðvitað með miklum ólíkindum því strax við upphaf ársins 2007 var öllu hugsandi fólki ljóst að það var að fjara undan vitleysunni. Að kreppan var á næsta leyti og þurfti ekki annað en að opna erlend viðskiptablöð. Þau íslensku voru reyndar enn í lofgerðargírnum fram eftir ári.

Og það er mjög margt í atburðum þess árs sem bendir til að þeir sem sátu í einangrun á fjallatindum valda og peninga hafi bara lesið íslensk blöð ef nokkur og verið hér glámskyggnari en aðrir. Það var undir lok þessa árs sem Geir H. Haarde fullyrti að enginn hefði vitað að fasteignaverð myndi falla. Þetta vor grét sitjandi utanríkisráðherra þau örlög að verða að yfirgefa ráðherrastól því nú var einmitt komið að því að ríkið gæti farið að ráðstafa góðærisgróðanum.

Mér er minnisstætt að í byrjun þessa árs 2007 ræddi ég um fasteignakaup við son minn sem er liðlega tvítugur og skilgreindur andlega fatlaður. Án þess að ég minntist á það vissi hann vel að hús kostuðu alltof mikið og að það hlyti að koma að því að verð þeirra lækkaði enda er hann vel tengdur í samfélaginu vinnandi inni á gólfi í Bónus. Kannski hefði Hreiðar Már verið jafn vel að sér ef hann hefði unnið á gólfi í kjörbúð en ekki lent í vondum félagsskap manna sem ekki kunnu svo á reiknivélar...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Hvaða fullyrðingum trúðirðu helst Bjarni?

Að hann hefði tapað... hvað var 1500 milljónum? Voru það ekki bara tölur á pappír sem hann tók fullan þátt í að blása út og upp?  Þeir peningar voru aldrei til!

Hrönn Sigurðardóttir, 20.8.2009 kl. 11:45

2 identicon

Félagi Bjarni !

 Fullyrtu nokkrir - þingmenn eða bankamenn, eignabóluna 2007 falska ??

 Ekki sála!

 Ekki einusinni þáverandi þingmaður Bjarni Harðarson!

 Frammámenn - sem þjóðin í heild, dönsuðu sæl og fagnandi kringum gullkálfinn !

 Heiðar Már benti réttilega á, að Kaupþing hefði haldið velli, ef kratadruslurnar Brown & Darling hefðu ekki beitt hryðjuverkalögum á Íslendinga.

 Þjóðin greiðir ekki krónu vegna gjaldþrots Kaupþings !

 Forðum var sagt.: " Vei yður, þér hræsnarar" !

 Rómverjar sögðu hinsvegar.:"venit summa dies et  ineluctabile tempus" - þ.e. " Hrunið er köld staðreynd, og vandamálin hrannast upp" !!

Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 20.8.2009 kl. 12:10

3 Smámynd: Bjarni Harðarson

Ég var kannski ekki alveg nógu skýr Hrönn en ég trúi að Hreiðar Már hafi lifað í fílabeinsturni og ekki skilið hvað var að gerast. En það er lygi hjá þeim sem hér kallar sig Kalla Sveins að engir hafi varað við þessu og talið þetta á sandi byggt. Fjölmargir bentu á það strax árið 2006 þar á meðal sá sem hér ritar - og nei, ég dansaði aldrei kringum neinn gullkálf enda held ég ekki takti í dansi og forðast því allar fótmenntir. Hitt er svo ekki svaravert rugl að þjóðin tapi ekki á Kaupþingi...

Bjarni Harðarson, 20.8.2009 kl. 13:34

4 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Maður verður að vera sammála þessu Bjarni !!!Heiðar Már var í góðri trú á að þetta væri allt í lagi,og hefur ennþá,viðurkennir samt mistök mörg en ekki að þjóðin beri skaða af,En ekki benda mig þegar Landsbanki kom okkur i þetta meinar hann og hefur rétt fyrir sér þar,Einnig Glitnir og þeir allir hinir!! en Landsbanki mest!!er það ekki punktur/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 20.8.2009 kl. 14:00

5 identicon

Félagi Bjarni !

 Krafa um að menn " haldi takti" brýn !

 Skuldir Kaupþings falla ekki á íslenska skattgreiðendur.

 Ekki nokkur sála sá né heyrði varnarorð B.H. árið 2006 !!

 Orðið " lygi" afleitt.

 Orðið " ósannindi" margfallt fallegra !!

 Bros & kveðjur.

Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 20.8.2009 kl. 14:10

6 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Mér þykir þú brattur, Bjarni, þegar þú afgreiðir meirihluta þjóðarinnar sem „ekki-hugsandi“ fólk -- þar sem ljóst er að fæstum var þetta ljóst árið 2007. Mörgum voru ljósir sumir þættir þess, eins og að íbúðaverð væri orðið fáránlega hátt, en að kerfisbrestur yrði með þeim hætti sem varð þori ég að fullyrða að fæstum var ljóst. Af hverju sem þeir svo grobba nú til dags.

Sigurður Hreiðar, 20.8.2009 kl. 15:05

7 Smámynd: Bjarni Harðarson

Það var fjöldi manna sem talaði um að samdráttur væri á næsta leyti strax árið 2006, ég var enginn einn hrópandi í því en það var næsta almennt að afgreiða okkur sem svartsýnismenn. Það var mikil umræða um erlendar efasemdir um íslensku bóluna og svo framvegis og ég held að það sé einfaldlega rangt að meirihluti þjóðarinnar hafi verið svo glámskyggn að sjá ekki að það var að fjara undan en hitt er alveg rétt, það datt engum í hug, ekki svo ég muni, að hér yrði algert kerfishrun eins og varð. Fyrirgefðu Kalli að ég skyldi nota orðið lygi,- ósannindi er betra!

Bjarni Harðarson, 20.8.2009 kl. 15:31

8 identicon

Bjarni ég held að þú sért of trúgjarn, strákguttinn hann Hreiðar gat ekki einu sinni falið það að hann trúði þessu ekki einu sinni sjálfur. Hér á þessu heimili var oft talað um að þetta mundi einn daginn allt springa í loft upp, hins vegar var kannski ekki svo ljóst hverning sú sprengja yrði.

(IP-tala skráð) 20.8.2009 kl. 16:39

9 identicon

Getur þú fært sönnur á það Bjarni, að þú hafir opinberlega (t.d. í ræðu á Alþingi, sem eru samviskusamlega skráðar) varað á ótvíræðan hátt við hruninu?

Mörður (IP-tala skráð) 20.8.2009 kl. 17:11

10 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Danir sáu þetta allt fyrir - í meginatriðum.  Meginatriðum.

Sáu efnahagslegu hættuna - erlendar skuldir, áhættufjárfestingar, bólur hægri vinstri etc.  Sáu alveg hvað þetta var varasamt í íslensku samhengi.

Það er nefnilega mjög merkilegt - og þó.  Etv. er það rétt er sumir mæla, að Danir eru gleggstir þjóða á íslensk málefni.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 20.8.2009 kl. 17:15

11 Smámynd: Ragnar L Benediktsson

Mig minnir að bankastjóri Danskebank hafi varað við vitleysunni í Íslendingunum um það leyti sem víkingarnir keypti Illum og hótel Anglaterr.

Svarið var að senda Sigurð Einarsson og Ingibjörgu Sólrúnu til Köben til að segja dönum að þeir skildu bara ekkert um viðskipti. Ef eitthvað væri athugavert væri það helst að þeir væru öfundsjúkir aular. Þá fullyrtu þau að allt væri í fínasta lagi með banka og fjármál á Íslandi.

Varðandi þingmennina sem voru á Alþingi þessi ár er bara hægt að segja eins og olíuforstjórinn sagði um okkur kjósendur. Fólk er fífl

Ragnar L Benediktsson, 20.8.2009 kl. 18:01

12 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Hah - þetta minnir mig á söguna sönnu af "framúrskarandi" ungum fjármálamanni sem setti stóra bankakeðju á hausinn í Japan minnir mig. Hann gerði mistök og tapaði miklu fé, gerði síðan heila mistakasúpu og tapaði ógrynni (í nafni bankans) í þeirri von að bæta fyrir fyrstu mistökin. Því fór sem fór. Langt síðan ég las þetta í einhverri viðskiptafræðibókinni. Hreiðar Már hlýtur þó að hafa lesið þetta líka einhverntíma. Merkilegt að hann skildi ekki muna eftir þessu........

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 20.8.2009 kl. 21:57

13 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ég get ekki trúað því að Hreiðar Már hafi, verandi í þessari stöðu, ekki séð fyrir hvað mundi gerast. Alveg sama hvernig ég reyni að setja málið upp - ég get bara ekki trúað því! Hugsanlega héldu þó þessir guttar að þeir gætu haldið loftbólinni á floti og ekki viljað sjá teikn um annað.

Enda kom á daginn að hann var ekki starfi sínu vaxinn.......

Hrönn Sigurðardóttir, 21.8.2009 kl. 09:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband