Kreppuland án kreppukrónu

Það eru ótrúlega útbreidd trúarbrögð á Íslandi að krónan sé allt að drepa. Í kvöld var ágætur pistill á RÚV frá Kristni R. Ólafssyni á Spáni. Þar í landi er kreppan líka mjög erfið enda flugu þeir hátt í góðærinu eins og við Íslendingar. Þar eins og hér var mikil fasteignabóla og líklega verri en nokkursstaðar ef frá eru talin Eystrasaltslöndin.

Nú er kreppa og ofan á allt annað hrynur ferðaþjónustan á Spáni. Á Íslandi blómstrar hún vegna þess að við erum hér með gjaldmiðil sem hæfir ástandinu, kreppu-krónuna. Vegna hennar blómstrar nú öll gjaldeyrisöflun. Á Spáni er evra sem heldur sínu háa gengi þannig að ofan á alla aðra óáran hrynja útflutningsatvinnuvegirnir.

En hvernig var með loforð kratanna um að krónan ætti að styrkjast í gengi um leið og Ísland skilaði inn umsókn um ESB-aðild?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Frábær þessi króna. 

Nú eru peningarnir okkar tvöfalt verðminni en peningar Spánverja voru fyrir hrun.  Nú koma Spánverjar til Íslands í frí og lifa eins og greifar.  Þeir Íslendingar sem þó fara til Spánar eiga varla efni á BigMac.

Vilji fólk flýja ástandið þá er sparifé þess verðlítið og það er raunverulegur möguleiki að það verði alveg verðlaust.

Eignaupptaka og fátækt er gott hagstjórnartæki.  Sérstaklega ef maður hugsar í stórum línum eins og siður er Maóista.

marco (IP-tala skráð) 19.8.2009 kl. 20:16

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Nú koma Spánverjar til Íslands í frí og lifa eins og greifar. Þeir Íslendingar sem þó fara til Spánar eiga varla efni á BigMac

Já þetta er einmitt það góða við krónuna: hún hindar eyðslu þína erlendis þegar landið er í áfalli eftir hamfarir og hvetur þig til eyðslu innanlands og laðar þá að til landsins sem ennþá eiga peninga og sem eru ekki ennþá orðnir atvinnulausir í 20% atvinnuleysinu á Spáni núna - og sem fá mikið fyrir peninginn sinn á Íslandi núna. Þetta er kallað góð kaupmennska og er aðeins hægt að læra af reynslunni. Debet & kredit.

Hefðir þú frekar viljað að Spánverjar færu eitthvert annað ? Eignaupptakan á Spáni virkar dálítið örðuvísi en á Íslandi en hún virkar þó ansi vel en þó í miklu lengri tíma:

Twenty Percent of Spanish Mortgages Now Considered To Be High Risk

Farþegar um Keflavíkurflugvöll eftir ríkisfangi og mánuðum 2002-2008
 Farþegar allsSpánn
AllsAlls
2002....
2003600.3695.126
2004693.8835.613
2005747.5346.379
2006830.1587.999
2007927.6899.449
2008879.12210.438

Gunnar Rögnvaldsson, 19.8.2009 kl. 21:41

3 identicon

Þetta er svo vitlaust.  Gjaldeyriskreppan hér og risavaxin eignaupptakan er sem sagt frábær fyrir Íslendinga.

Svo er þetta með fasteignirnar.  Þær standa svo vel eftir íslensku bóluna.  Hér rýrnar fasteignaverðið og ef þú getur selt þá hefur krónan allt að því halverast í verði gagnvart evrunni.

marco (IP-tala skráð) 19.8.2009 kl. 21:44

4 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Ef maður verður einhverntíma þeyttur á viðskiptavinum sínum þá er oft ágætis lækning að prófa að vera alveg án þeirra í dálítinn tíma. Það læknar yfirleitt leiða flesta mjög hratt

Gunnar Rögnvaldsson, 19.8.2009 kl. 21:48

5 identicon

Hvað á þetta nú að þýða?

marco (IP-tala skráð) 19.8.2009 kl. 21:50

6 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Lastu nokkuð greinina um spánska fasteignamarkaðinn, Macro? Um fallandi laun og fasteignaverð og hækkandi afborgunarbyrði í verðhjöðnun. Eignaleysi sem myndast þegar verðin falla um 30-60% á nokkrum árum. 80% húseigenda á Norður Sjálandi í Danmörku eru orðnir eignalausir á aðeins 12 mánuðum. Verð fellur, laun hrynja og vextir hækka og alveg sérstaklega vaxtamunur sprungur í því bankar eru á hausnum. Skuldabréfamarkaður versnar og versnar á næstu mörgum árum og verðið mun halda áfram að hrynja sökum fólksfækkunar í unga enda skalans

Gunnar Rögnvaldsson, 19.8.2009 kl. 21:58

7 identicon

Er eitthvað bjartara yfir íslenska markaðnum?

Er Evra notuð í Danmörku?

Þetta er bara svo yfirmáta kjánalegt hjá ykkur. 

Eignaskerðing og helmings launalækkun bætist ofan hrunið hér.  Hækkandi matarverð, olíuverð, lyfjaverð allt út af snilldarkrónunni.

Frábært.

marco (IP-tala skráð) 19.8.2009 kl. 22:07

8 Smámynd: Theódór Norðkvist

Gunnar Rögnvaldsson úthúðar ESB á hverjum degi, en býr í ESB-landi.

Gunnar, líf þitt talar hærra en upphrópanir, töflur og línurit á blogginu.

Theódór Norðkvist, 20.8.2009 kl. 00:31

9 Smámynd: Kristinn Snævar Jónsson

Það er greinilegt á spurningunum hér að ofan að ekki hefur verið útskýrt með skiljanlegum hætti fyrir almenningi hver hin þjóðhagslega þýðing er af því fyrir land að vera með eigin mynt samanborið að vera með sameiginlega fjölþjóðlega mynt eins og evru.
Það er mjög miður, en að sjálfsögðu þeim aðilum í hag sem tala með rakalausum og/eða villandi hætti fyrir upptöku evru á Íslandi nú í aðlögunarferlinu vegna ofur-skuldsetningar þjóðarinnar gagnvart öðrum löndum eftir langt árabil viðskiptahalla þar sem verðmæti innflutnings hefur verið langt umfram útflutningsverðmæti á framleiðslu þjóðarinnar.
Vil ég því stikla á stóru um skýringar á þessu fyrirbæri, almennt séð.

Nú er verið að bregðast við umfram-skuldsetningu landsins undanfarin ár með því að draga úr innflutningi og auka útflutningstekjur. Eitt hraðvirkasta tækið við það er gengisfelling á gjaldmiðli landsins, eins og raunin varð á á síðasta ári. Hún var snögg og mikil, eins og sjá má á því að Bandaríkjadalur hefur hækkað úr rúmlega 60 krónuí um 130 krónur nú. Það er meira en 50% gengisfelling! - Í því sambandi má benda á svona í framhjáhlaupi að mér virðist sem Íslendingar bregðist ekki sem skyldi við hægu gengissigi á tiltölulega löngum tíma, en þeir skilja helst miklar og snöggar gengisfellingar. Þá draga þeir nánast umsvifalaust úr neyslu sinni: Almenningur frestar strax stórinnkaupum eins og kaupum á bílum, húsgögnum, tækjum og ekki síst fasteignum. Þetta hefur verið að gerast frá því í fyrra með hraðri veikingu krónunnar mánuð eftir mánuð og snögg þáttaskil voru svo enn eftir bankahrunið s.l. haust er gengið tók snögga dýfu. (Hliðstæð dýfa var t.d. haustið 1967 er gengið var fellt um "aðeins" rúmlega 30%).
Þetta er hagfræðilega séð "eðlileg" hegðun fólks, en Íslendingar hafa sem sé löngum verið nokkuð tregir til að fylgja almennum hagfræðilíkönum; þeir hafa til dæmis gjarnan tekið lán ótilneyddir á mjög háum vöxtum ef þau hafa fengist á annað borð. Það virðist vera fyrst og fremst magntakmarkanir sem Íslendingar skilja til eftirbreytni.

En áfram með söguna um hina góðu krónu, einkamynt Íslands.
Ef Ísland hefði verið með fjölþjóðlega mynt, t.d. evru, í þessu ástandi sem ríkir núna (þá er reyndar ekki víst að við hefðum yfirhöfuð orðið eins illa úti og raunin varð, en það er önnur saga, og skaðinn er skeður), þá hefði landið ekki haft þetta tæki til að bregðast strax við hinum óhagstæða viðskiptajöfnuði, sem ekki var seinna vænna að bregðast við; þjóðin var hreinlega tilneydd sjálfs sín vegna að gera það. Annars hefði innflutningur að óbreyttu verið áfram jafn "ódýr" og fyrir hrun og útflutningstekjur áfram jafn "lágar" að óbreyttu að því er verð snertir.
Þess vegna hefði ekki verið hvati fyrir almenning að spara kaup á innfluttum varningi, utanlandsferðum o.þ.h. og verð á vörum útflutningsatvinnugreina hefði verið jafn "hátt" á erlendum mörkuðum í evrum (að öðru óbreyttu). Þar með hefði ástandið verið hliðstætt að því leyti eins og Gunnar R. er að benda á hér ofar að það sé á Spáni. Þar í landi er ekki hægt að bregðast við ástandinu eins og á Íslandi með því að fella gengi myntar landsins og gera þar með innflutning dýrari og útflutningstekjur hærri og innlendan varning girnilegri í augum ferðamanna, með einu pennastriki. Til þess að örva útflutning sinn getur Spánn og lönd í hliðstæðri stöðu ekki gert annað en að reyna að lækka framleiðslukostnað í landinu til að geta með því lækkað söluverð varnings innanlands, sem óhjákvæmilega þýðir lækkun launa samhliða vaxandi atvinnuleysi o.s.frv.

Gengisfelling hefur slæmar afleiðingar til skamms tíma litið séð frá sjónarhóli einstaklingsins vegna hærra innflutningsverðs og hækkandi verðbólgu, en á móti kemur að varningur og þjónusta innlendra aðila verður ódýrari í augum útlendinga mælt í gjaldmiðli þeirra.
Þjóðhagslega séð eru afleiðingarnar því góðar vegna batnandi viðskiptajöfnuðar við útlönd og verður almenningur var við þann ávinning er frá líður.

Á þann hátt er hin sjálfstæða mynt landsins, hin virðulega íslenska króna, að vinna að því dag og nótt að vinda ofan af ofurskuldsetningu þjóðarinnar vegna eyðslu um efni fram undanfarin ár og áratugi;  einmitt með því að veikjast.

Kristinn Snævar Jónsson, 20.8.2009 kl. 00:48

10 Smámynd: Erla Einarsdóttir

Gott blogg hjá þér Bjarni.

 Vandamálið er, held ég, gróðafíkn Íslendinga. Það að íslenskar vörur hafi hækkað nánast jafn mikið í verslunum og innfluttar finnst mér ekki sniðugt.

Ég bíð annars spennt eftir að sjá jólabókaflóðið. Skyldu íslenskar bækur, prentaðar í íslenskum prentsmiðjum (ætti að borga sig núna!) kosta minna, svipað eða meira en erlendar bækur? Ástandið býður upp á að menn skipti við fyrirtæki hér heima, sem er ein af góðum afleiðingum lækkunar á gengi krónunnar.

Fátt er svo með öllu illt...

Erla Einarsdóttir, 20.8.2009 kl. 00:51

11 identicon

Ég veit ekkert um hvort gott er að taka upp evru við þessar aðstæður sem nú eru uppi.  Aðstæður sem að miklu leyti er hægt að skrifa á krónuna.

Upptaka evru hefði þurft að gerast miklu fyrr.

marco (IP-tala skráð) 20.8.2009 kl. 01:23

12 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Enda er AGS staðráðinn í að eyðaleggja þessa "sterku" stöðu krónunnar með okurvöxtum og ofurlánum sem á að geyma í banka í Bandaríkjunum.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 20.8.2009 kl. 01:31

13 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Ef ég man rétt þá var ein af aðal röksemdafærslunum í þeim áróðri sem rekinn var hér í ESB fyrir stofnun myntbandalags Brusselelítunnar og sem var rekinn með offorsi allar 24stundir/alla 7 daga vikunnar/365 daga ársins hér í ESB í stanslaust 10 ár á sínum tíma - (og svo seinna hér í Danmörku sem átti að verða instant gjaldþrota og fyrirtæki gerð landflótta ef þessi evrupeningur yrði ekki tekin upp og það alveg strax) - já ég man ekki betur en að aðal röksemdafærslan væri sú að verðlag í löndum myntbandalagsins yrði "gegnsætt" og samkeppni myndi því aukast. Hmmm hafið þið heyrt þetta áður? Já heyrt það kannski 1000 sinnum? 

En málið er bara það að það þarf ekkert myntbandalag til þess að verðlag verði "gegnsætt". Það eina sem þarf til er vasa-reiknivél. Það er nefnilega þessvegna sem ferðamenn koma til Íslands núna og ekki til Spánar. Þeir nota vasa-reiknivélar sínar. Þessutan, hvað hjálpar það konu í Róm að vita hvað brauð kostar í Helsinki? Ekki neitt, ekki neitt, zero, núll, ekkert! 

Við hönnun myntbandalags Evrópusambandsins gleymdist því að gera ráð fyrir að fólk myndi kunna á vasa-reiknivél árið 2009 og að það yrði heldur ekki sjálf Brussel elítan sem myndi finna upp internetið, því þá væri það í svart/hvítu núna og engu hleypt þar í gegn nema góðum “EuroNews” sem er fréttastöð sem er rekin af heilaþvottar fjölmiðlaveldi Evrópusambandsins í Brussel, og það er ekki einusinni lygi.

En auðvitað varð að pakka þessu myntbandalagi inn í pakka sem almenningur myndi gleypa við sem einhverju "óvenjulegu og nýstárlegu" því það er bara alls ekki hægt að selja almenningi hér í Evrópusambandinu eitt stykki “Political Union”. Þá segja þeir nefnilega nei. Þá yrði að kjósa aftur

og aftur 

og aftur  

og aftur  

og aftur  

og endalaust

- eða bara banna kosningar um þetta mál, eins og reyndar var gert hér í ESB. Bannað að kjósa um þetta

Já, reiknivélar. Það gleymdist að gera ráð fyrir að fólk væri ekki heimskt. Gleymdist alveg að fólk er ekki fífl. Þeir hormónar sem knýja hugmyndafræðina í líkama ESB-krata heitir nefnilega "fíflahormón". ESB-kratar halda nefnilega alltaf að allt fólk sé fífl og að aðeins ESB-kratar geti hugsað fyrir fólkið

Gunnar Rögnvaldsson, 20.8.2009 kl. 06:31

14 identicon

Menn þurfa ekki, allavega flestir, vasareikni til að halvera tölur.  Nú eða margfalda verð með tveimur.

marco (IP-tala skráð) 20.8.2009 kl. 11:55

15 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Það er alveg hárrétt Macro. Krafan um reiknivél er sett fram því formaður Alþýðuflokksins, herra Jón Baldvin Hannibalsson, sagði í gein í Morgunblaðinu um daginn að gengið væri fallið um 100%. En það þýðir að það sé núll núna. Gratís. Ekkert getur nefnilega fallið um 100% án þess að verða núll, nema náttúrlega kannski Jón Baldvin sjálfur. En hlutir geta hinsvegar stækkað endalaust. Alveg eins og Jón Baldvin hefur gert svo glæsilega. Reyndar hafa fleiri svo kallaðir stjórn-mála-menn og bloggarar sagt það 100% sama undanfarið 100% ár

Undarlegt að svo fáir kvörtuðu á Íslandi þegar evran féll hér um 30% gangvart dollar 2000-2002 en hækkaði svo um heil 100% gagnvart dollar frá 2003-2008 (já þarna koma þessi 100% aftur, . . . ég segi það barasta . . .  hvar endar þetta?)

Gunnar Rögnvaldsson, 20.8.2009 kl. 16:55

16 identicon

Hártogaðu orð Jóns Baldvins við hann en ekki mig.

Hver hefði átt að kvarta yfir gengissveiflum evru gagnvart dollar á þessum tíma?

Hvers vegna í fjandanum?  Þetta kom okkur ekkert við.

Ef við værum með evru þá keyptum við evrópskt þegar evran er veik og amerískt þegar evran er sterk. 

Ekki bara sunnlenskt eins Bjarni Harðar vill.  Agúrkur og leim draugahús.

marco (IP-tala skráð) 20.8.2009 kl. 21:25

17 Smámynd: Bjarni Harðarson

"Hártogaðu orð Jóns Baldvins við hann en ekki mig"

Marco nafnlausi - ég ætla ekkert að reka þig út af þessari síðu en þú átt hana ekki kæri vinur!

Bjarni Harðarson, 20.8.2009 kl. 21:31

18 identicon

Rétt er það Bjarni.  Þessu var þó beint til mín sýnist mér.

marco (IP-tala skráð) 20.8.2009 kl. 22:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband