Hver má upp á dekk og hver má það ekki!

Krataelítur landsins taka andköf yfir að Kjartan Gunnarsson skuli tjá sig um Icesave og sama heyrðist þegar Davíð mætti á mótmælafund Indefence. -Hva, er maðurinn að mótmæla sjálfum sér sagði einn hinna hneykslunargjörnu og svipaða hneykslun mátti heyra á Hólaræðu Steingríms Joð þegar hann talaði um Kjartan.

Það nöturlega við þessa umræðu er að það skiptir höfuðmáli í hvaða liði menn eru. Þannig hefur Ólafur Arnarson sem vann fram að kreppu við spennandi verkefni hjá Landic property Jóns Ásgeirs verið talinn manna marktækastur á meðan skósveinar Björgólfanna eru brennimerktir.

Kannski er þetta vegna þess að Björgólfur gamli hefur lagt niður vopn og lýst sig gjaldþrota en Jón Ásgeir lætur duga að henda nokkur hundruð milljarða skuldum í andlit þjóðarinnar en heldur samt áfram að reka stórfyrirtæki og blóðmjólkar sömu þjóð, nú ári eftir hrunið.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakob Þór Haraldsson

Toxit Jón kemur ekkert illa út úr þessu hruni, hann verður á launum næstu 5 árin hjá skilanefndum til að gera "verðmæti út úr þessum tuskubúðum sínum" og svo fær hann sand að seðlum sem ráðgjafi þarna út í UK og Mr. Green tekur hann örugglega undir sinn verndarvæng..!  Svo skilst manni á faðir hans að nú eigi Jóhann & fjölskylda Bónus veldið hérna heima, þetta eru meiriháttar húmoristar.  Heimsmeistarar í "blekkja út fé í verkefni sýn", sorglegt hversu illa Jón hefur spilað úr sínum sóknarfærum...!  Hann skilur alstaðar eftir sig sviðna jörð, "bæði hérlendis & erlendis" og svo finnst fólk sem verslar ennþá við þá feðga...lol...!  Þangað leitar klárinn þar sem hann er kvalinn..!

kv. Heilbrigð skynsemi (fun.blog.is)

Jakob Þór Haraldsson, 25.8.2009 kl. 21:33

2 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

Davíð var örugglega að mótmæla sjálfum sér. Hefði verið fínt að sjá einhverja framsóknarmenn mótmæla sér. Þótt ekki væri nema ruglinu í selsskinnsgaurnum. Skil samt ekki að menn mæti í jakkafötum, með bindi, á svona samkomu. Davíð hefði átt að klæðast Álafossúlpu með trefil fyrir vitum sér.

En þú ert víst laus af þeim krók, en hékkst þar meðan selskinnsgaurinn lék lausum hala og fór í stríð. Þú varst reyndar ekki á staðnum þegar selskinnsgaurinn græjaði kvóta sér til handa, en tókst þátt í blessuninni.

Kær kveðja
Brjánn

Brjánn Guðjónsson, 25.8.2009 kl. 21:38

3 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Þér finnst þetta sum sagt vel við hæfi?

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 25.8.2009 kl. 22:32

4 identicon

Bjarni.

Þú veist þá ekkert um siðferði, eða er þér sama um það ?

Annars vil ég bara að Kjartan sjái sóma sinn í því og borgi sínar skuldir með IVESAVE liðinu, en láti ekki okkur og börnin okkar borga !!!

Þú vilt ef til vill bara borga skuldir Kjartans og ICESAVE liðsins ?

JR (IP-tala skráð) 25.8.2009 kl. 22:48

5 identicon

Munurinn er sá, Bjarni að KG fer líklegast í tugthús eins og sumir þingmenn suðurlands hafa þurft að þola.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 25.8.2009 kl. 23:23

6 Smámynd: Fannar frá Rifi

JR er það ekki vinir þínir í stjórnarráðinu sem vilja borga Icesave. 500 til 1000 milljarða á þessu átta ára tímabili eftir 2016. bara hundruð milljarðar fara bara í vexti og vaxtavexti.

en ég má víst kannski ekki tala um þetta. ég er víst sjálfstæðismaður og á víst bara að halda kjafti. ég hef víst ekki rétt til þess að mynda mér lýðræðislega skoðun á öllum málum því ég er ekki með rétt flokksskýrteini upp á vasan. 

jafnréttið og lýðræði er aldrei minna heldur en undir hæl þeirra sem tala mest og hæst um það. 

Fannar frá Rifi, 25.8.2009 kl. 23:26

7 Smámynd: Fannar frá Rifi

Gísli spurning er hvort að 1. þingmaður suðurlands verði þar til að taka á móti honum.

Fannar frá Rifi, 25.8.2009 kl. 23:27

8 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Málfrelsi og tjáningarfrelsi,berjum við fyrir ,hver sem á í hlut,allavega finnst manni það,það er að segja innann vissra marka/Halli gamli styður það /Kveðja

Haraldur Haraldsson, 25.8.2009 kl. 23:29

9 Smámynd: Baldur Már Róbertsson

þið eruð kvennalistasleikjur, Bjarni er bara að benda á að í okkar félagslega jafn réttláta kerfi eru sumir jafnari en aðrir. Jafn rétthæstu borgarar Íslands eru þeir karlmenn sem míga sitjandi og konur sem vilja míga standandi og eru oft kend við kvennalistan og svo þeir sem tengjast Baugsveldinu. Ef þú tengist báðum þá ertu í góðum málum. Bjarni blogg er ekki að verja Icesave eða Kjartan, hann er bara að benda á mismunandi meðhöndlun á glæpamönnum.

Baldur Már Róbertsson, 25.8.2009 kl. 23:30

10 identicon

Fannar.

Vertu auðmjúkur yfir því að vera einn af þeim sem berð ábyrgð á ICESAVE !

Já, sem sjálfstæðismaður og komið þessum aulum til valda !

Auðvitað hlakkar í öllum andstæðingum sjálfstæðisflokksins vegna eigin aumingjaskapar með þetta ICESAVE mál ! 

Vil bara segja þér að það er engin opinber starfsmaður eða embættismaður á mínum vinalista !  Lít á flesta sem spillta handónýta meðreiðarsveina sjálfstæðisflokks og framsóknarflokks til áratuga ! Þess vegna mega þeir missa sig !  Þess vegna varð ,,kerfið"  svona sjúkt !

JR (IP-tala skráð) 25.8.2009 kl. 23:33

11 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þessi tilvitnun í Hólaræðu Steingríms vekur mér vonir um að karlinn þurfi nú ekki nema nokkra daga í heilbrigðu umhverfi til að átta sig.

Árni Gunnarsson, 25.8.2009 kl. 23:54

12 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Kæri Bjarni

Ég skil þig nú ekki að vera að fara í vörn þó sussað sé á oflátunga sem hafa umgengist land, þjóð og völd eins og sína einkaeign, leiguliða og réttindi.

                                  Mbk,  G

Gunnlaugur B Ólafsson, 25.8.2009 kl. 23:59

13 identicon

Bjarni minn, það er nú ekkert nýtt hér á landi að ekki sé sama Jón og séra Jón, og hvergi hef ég kynnst því eins vel og hjá Framsóknarflokki,                  (sem ég gekk einu sinni í,  en var fljót út aftur)   og  þú blessunnarlega yfirgafst og átt hrós skilið fyrir. 

Hugsjón  þess flokks hér í denn var jú að mörguleiti góðra gjalda verð en hafði þann galla að auðvelt var að misnota hana og það var gert. Og annan eins klíkuskap hef ég ekki upplifað í mínu félagsstarfi.  Að upplifa ættarskoðun  og vera dæmd vegna þess að pabbi minn skipti ekki við KS og meira segja neitað um vinnu vegna þess að hálfu framsóknarforkólfs segir allt sem segja þarf um það að ekki eru allir jafnir,  né heldur metnir af eigin verðleikum heldur ættum, svo það kemur ekkert á óvart að slíkt þrífist víðar.

(IP-tala skráð) 26.8.2009 kl. 00:04

14 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Nú líður að 1. nóvember og því ekki seinna vænna fyrir aftökusveitir Samfylkingarinnar að taka til hendinni. Með bankamálin á sinni könnu og opnun Icesave í Hollandi korteri fyrir hrun er lífsspursmál að beina athyglinni annað.

Hver á að bjarga Samfylkingunni núna? Jón Ásgeir? Nei, tæpast. Hann er jafn staurblankur og þjóðin sem treysti Steingrími Joð til að standa vörð um sjálfstæði sitt, en fékk í staðinn umsóknareyðublað í ESB og skuldahala til að tryggja aðildina.

Og svo krefjast þessir staular að annað fólk biðjist afsökunar. 

Ragnhildur Kolka, 26.8.2009 kl. 00:11

15 identicon

Maður hlustar nú ekki á Óla (beib) Arnarsson elítuflugmann, aldrei verið neitt vit í honum, í alvöru að tala. Hann blekkir kannski þá sem eru að sjá honum bregða fyrir fyrst núna en þeir sem hafa fylgst með honum, neiii.

Ég segi eins og Ragnhildur Kolka, líður að 1. Nóvember og hausar munu fjúka, margir óvænt.

bkv

sandkassi (IP-tala skráð) 26.8.2009 kl. 01:14

16 identicon

annars talandi um krata þá fengum við nú aldeilis kratasýningu í boði Árna Johnsen-:)

hehe.

sandkassi (IP-tala skráð) 26.8.2009 kl. 01:32

17 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Góð greining Bjarni, eins og talað út úr mínum huga.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 26.8.2009 kl. 01:45

18 Smámynd: Sigurður Gunnarsson

Sæll Bjarni

Frægur heimspekingur, sem ég man ekki nafnið á, sagðist fyrirlíta skoðanir andstæðings síns, en væri tilbúin að berjast og deyja fyrir rétt hans til að halda þeim fram. Þetta heitir málfrelsi og er ein af grundvallarstoðum lýðræðis. Ég skil því ekki alveg þá skoðun margra að ekki megi leyfa mönnum með andstæðar skoðanir að að tjá sig, því það sé "siðferðilega rangt".

Sigurður Gunnarsson, 26.8.2009 kl. 08:40

19 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Það var Voltaire.

Axel Þór Kolbeinsson, 26.8.2009 kl. 11:09

20 identicon

Hannesarjafni hefði átt að fá sömu meðferð og hann beitti Falun Gong um árið þegar þeir reyndu að mótmæla.

Auðvitað blöskrar fólki þegar menn sem komu þjóðinni á hausinn með illum vilja og aulahætti tjá sig með ósvífni og dónaskap.

Ekki skrítið að sumir sem hér skrifa taki málstað þessara kóna.  Þeir tilheyra ýmist framsóknarfjósinu eða íhaldskamrinum.

Bjarni.  Þú hefur á þinni ævi verið ötull stuðningsmaður tveggja ógæfumanna, Maós og Halldórs kvóta Ásgrímssonar.  Farðu nú ekki að bæta Hannesarjafna í þetta ömurlega safn.

marco (IP-tala skráð) 26.8.2009 kl. 11:37

21 Smámynd: Sigurður Ingi Jónsson

Það er alþekkt að brennuvargar mæta til að horfa á bál sem þeir kveikja, morðingjar mæta í jarðaför fórnarlamba sinna og Davíð mætti á Austurvöll.

Sigurður Ingi Jónsson, 26.8.2009 kl. 11:40

22 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Allir afturhaldsseggirnir sem nú hatast við það frjálsræði sem Davíð kom hér á höfðu ekkert á móti því að njóta ávaxtanna meðan þeir gáfust. Þeir voru ekki tilbúnir að hefta athafnir "ofurmennanna" sem ætluðu að leggja undir sig heiminn. Í dag ætti afturhaldið að íhuga hagsmuni unga fólksins sem ekki mun sætta sig við það afdalasamfélag sem núverandi ríkisstjórn er að koma hér á. Ungt fólk einfaldlega yfirgefur landið þegar það áttar sig á að framtíð þess býr í fortíðarþrá Sigurðar Inga, JR og marco.

Það er hins vegar skiljanlegt að mönnum sárni að hafa haft rangt fyrir sér í baráttunni gegn Davíð Oddssyni, nú þegar "retrospectin" sýnir að hann einn hafi haft rétt fyrir sér. Menn verða bara að kyngja því.

Davíð er einfaldlega flottastur.

Ragnhildur Kolka, 26.8.2009 kl. 17:42

23 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ragnhildur: Hver var það sem fullvissaði Breta og Hollendinga um að ótti þeirra við að gefa Icesave starfsleyfi væri ástæðulaus?

Mér er tjáð að Davíð Oddsson einhver hafi fullyrt það við breskan fréttamann að Landsbankinn væri traustur. 

Árni Gunnarsson, 26.8.2009 kl. 19:08

24 identicon

Já, já.  Hannesarjafni hefur alltaf rétt fyrir sér.  Hann svitnar svitalyktareyði og prumpar lavanderilmi.  Hann andar frá sér eðallofttegundum og kúkar kanilsnúðum.

marco (IP-tala skráð) 26.8.2009 kl. 20:04

25 Smámynd: Einar Karl

Æ, Ragnhildur, ég gæti ælt. Kannski át ég yfir mig af gerjuðum ávöxtum Davíðs?

Hvenær hafði hann annars rétt fyrir sér? Þegar hann seldi Bjórdólgsfeðgum Landsbankann? Þegar hann lagði niður Þjóðhagsstofnun? Þegar hann tilnefndi sjálfan sig Seðlabankastjóra?Þegar han einblíndi og hataðist í Baugsfeðga en sá ekkert athugavert við aðra mafíósa?

Lestu svo grein Jón Baldvins hér um bullið í Kjartani sem mætti halda sig áfram til hlés.

Einar Karl, 26.8.2009 kl. 20:42

26 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Hverslags staðhæfing er þetta eiginlega Árni; að einhver tjái þér eitthvað um samtöl Davíðs við fréttamenn? Hvernig hefði þér þótt það að seðlabankastjóri væri að tjá sig út og suður um að hér væri allt á kúpunni? Heldur þú virkilega að þannig hegði ábyrgir menn sér?

Mér er ekki sérlega hlýtt til Ingibjargar Sólrúnar en ég geri mér grein fyrir því að hvorki hún, Geir, Davíð eða nokkur annar í ábyrgðastöðu gat sagt neitt sem ruggað gat bátnum þarna á útmánuðum í fyrra. Nákvæmlega hver mistök þeirra voru mun eflaust koma í ljós í skýrslu rannsóknarnefndar.

En það eru ótrúlega margir sem ekki þora að bíða eftir skýrslunni af ótta við að hún innihaldi eitthvað sem kemur þeim og íllgirni þeirra illa.

Einar, það eru ekki ávextir Davíðs sem eru að valda þér kveisu. Þér er bumbult af því að þú ást yfir þig af gerjuðum berjum Jóns Ásgeirs og Samfylkingarinnar. Og enn ertu að belgja þig út af þessum mjöð.

Jón Baldvin! Síðan hvenær varð hann það autoritet að hægt væri að vitna í hann? Þegar hann seldi tölvu/fjarskiptastofu varnarliðsins um árið var það gert í nafni dreifðrar eignaraðildar. Hvað stóð sú dreifða eignaraðild lengi? Á fyrsta sólarhringnum var hún komin í 30% eign eins aðila sem síðan nýtti næstu mánuði til að leggja afganginn undir sig. Hver var afstaða Samfylkingarinnar til dreifðrar eignaraðildar þegar fjölmiðlalögin voru til umfjöllunar? En þótt seint sé þá hefur ÖSE nú gert athugasemd um þetta fáránlega eignarhald sem Samfylkingin varði á sínum tíma með kjafti og klóm.  

Og hver skyldi nú afstaða Jóhönnu Sigurðardóttur til dreifðrar eignaraðildar  hafa verið þegar bankarnir voru seldir?

Og fyrst þú minnist á seðlabankastjóra, hvernig stendur á því að krónan hefur hríðfallið síðan Davíð var hrakinn úr Seðlabankanum? Ætli það geti verið að eftir að aftökusveitin tók hér öll völd hafi umheimurinn endanlega tapað trúnni á endurreisn landsins.

Ragnhildur Kolka, 26.8.2009 kl. 22:06

27 Smámynd: Einar Karl

Ragnhildur, ég forðast að versla í búllum Baugs og er alls enginn stuðningsmaður Samfylkingar eða Jóns Baldvins. (Einkenni ykkar í Ó'Davíðssöfnuðinum, að allt skal vera svarthvítt, sá sem hallmælir Davíð er sjálfkrafa Baugs-Samfó-sinni! Kommagrýlutaktik.)

En grein Jóns Baldvins er mjög góð, enda forðast þú að ræða hana. 

Og Davíð var blindur á spillingu og sukk annarra víkinga en Baugsmafíu, því getur þú heldur ekki neitað.

Einar Karl, 26.8.2009 kl. 22:18

28 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Jón Baldvin er mælskusnillingur, en sá sem vitnar í Jón Baldvin máli sínu til stuðnings er einfeldningur.

Ragnhildur Kolka, 26.8.2009 kl. 22:46

29 identicon

Þá hlýtur Hannesarjafni að vera einfeldningur.  Hann studdi sig nú heldur betur við JBH um árið.  Svo sá kallinn að Dóri Kvótaglæpur var betri spillingarmakker en Jón.

Krónan fellur með eða án Davíðs.  Einfalt dæmi um framboð og eftirspurn.  Heldurðu kannski að Hannesarjafni geti einn og óstuddur haldið uppi gjaldmiðli einnar þjóðar?  Þú heldur kannski líka að sólin komi upp af því að Hannesarjafni segir henni að gera það.

Svo talar þú um að aðrir séu einfeldningar.

marco (IP-tala skráð) 27.8.2009 kl. 01:03

30 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ragnhildur: Eftir yfirlýsingu Davíðs sem ég vitnaði til þá róuðust Bretar. Bátnum var ekki "ruggað." Og íslenskir þjófar mokuðu peningum til Íslands og þar hurfu þeir sporlaust. En nú rugga margir bátar og margir bátar eru sokknir vegna þess að ekki mátti rugga móðurskipinu.- Myndhverfing:--

Ef ég kem að manni sem er að kveikja í fjölbýlishúsi þá læt ég sem ég sjái það ekki. Ég vil ekki gera fólkið hrætt,- ég vil ekki rugga bátnum.

Árni Gunnarsson, 27.8.2009 kl. 09:55

31 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Árni, breska heimsveldið tekur ekki við skilaboðum í gegnum fjölmiðla.

Ragnhildur Kolka, 27.8.2009 kl. 17:20

32 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ragnhildur: Að sjálfsögðu ekki. En auðvitað er ég að vitna í þetta fréttaviðtal til að gera náhirð Davíðs, svonefndri erfiðara fyrir við að hamra á því að hann hafi verið eini maðurinn sem alltaf varaði við þessu. Íslensk stjórnvöld spöruðu ekki að hughreysta viðskiptavini Icesave og stappa í þá stálinu.

Haltu bara áfram við að vera stolt af þessu snjalla útspili íslenska forsætisráðherrans, ísl. fjármálaráðherrans og að ógleymdum Seðlabankastjóranum Davíð Oddssyni sem er talinn með í hópi 25 helstu gerenda í hruninu s.l. haust.

Ég hef ekki gleymt þætti Samfylkingarinnar. Tekur ekki að nafngreina neinn þar. Svoleiðis fólk er hægt að velja með bundið fyrir augun.

Árni Gunnarsson, 28.8.2009 kl. 18:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband