Allt er í allrabesta lagi...

Það eru sífellt fleiri að gera sér grein fyrir að íslenska krónan er að gera kraftaverk í íslensku hagkerfi, sjá nú nýjast grein eftir Egil Jóhannsson í Brimborg.

Það eru líka sífellt fleiri að gera sér grein fyrir að eina leiðin út úr fjárhagsvanda heimilanna er að hið opinbera leysi til sín eignir og leigi þær aftur á sanngjörnu verði. Allt annað eru marklaus yfirboð og fals staðreynda. Sá nýjasti til að taka undir þessa leið er Skúli Thoroddsen hjá starfsgreinasambandinu og hafi hann sæll gert.

Svo er mjög gott viðtal við Steingrím J. Sigfússon í Mogganum um helgina og rétt hjá kalli að við þurfum ekkert að örvænta. Það er langlíklegast að kreppan verði á endanum til að styrkja en ekki veikja innviði samfélagsins og kannski er þetta nákvæmlega eins og Altúnga Voiltaries sagði, - þeir sem segja að allt sé í lagi eru fífl, það á að segja að allt sé í allra besta lagi...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sonur minn marco sofnaði burt úr bloggheimum nú fyrir nokkrum dögum.  Mér er sagt að hann hafi verið nokkuð reglulegur gestur hér á þinni síðu og þú hafir alltaf tekið honum vel og kann ég þér þakkir fyrir það.

Mér er nú orðið ljóst að ekki voruð þið nú sammála um allt.

Hér er ljóð sem ég fann í fórum sonar míns sáluga.  Hann virðist hafa séð þennan góða pistil þinn fyrir.

 Krónunnar kraftaverk.

Kraftaverk gerir krónan 

kannski á draugasöfnum.

Evru og dollar vér höfnum

aurum við hendum í rónann.

Sælt er seggjum er skulda

svissneska franka, að borga.

Börnin í bókleysi og kulda

bitur í vonleysi orga.

Kraftaverk gerir krónan

körfulán myntar og drullur.

Kraftaverk gerir krónan

kassinn hans Bjarna er fullur.

faðir marcos (IP-tala skráð) 6.9.2009 kl. 23:22

2 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæll Bjarni. Mér finnst Skúli Th.vera að tala um sama hlut og við Frjálslyndir vorum með fyrir kosningar og kölluðum "forleigurétt" nema að Það snérist ekki um að stofna fleiri sjóði eða fasteignafélög eins og venja er hjá Samfylkingarfólki og Vinstri öfgasinnum heldur að bankarnir sjái sjálfir um þær eignir sem þeir hafa lánað of mikið út á og axli sína ábyrgð. Það gera þeir með því að meti greiðslugetu viðskiptamannsins upp á nýtt út frá launum og nýju verðmati á eigninni. Hann hafi síðan val með hvort hann nýtir rétt til að leigja heimili sitt eða láta bankann leysa það til sín og hirða það. Þetta hefði átt að fara í gang strax í vor vil ég meina. kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 6.9.2009 kl. 23:28

3 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Já, var það ekki bara íslenska krónan að gera kraftaverk? - Er ekki bara allt lagi hjá sumum? - Engin kreppa og enginn AGS með risalán og ráðsmennsku sína hér bara og eingöngu til að bjarga krónunni - engin gjaldeyrishöft - og líklega engin kreppa - þökk sé minnstu mynnt veraldar íslensku krónunni.

Þið sem höfnuðuð ESB og evru völduð AGS og hrunið, þú verður að fara að horfast í augu við það Bjarni Harðarson.

Helgi Jóhann Hauksson, 7.9.2009 kl. 01:56

4 Smámynd: Árni Björn Guðjónsson

krónan hefur valdið gríðarlegum skaða í islensku þjóðfélagi.

En huna skaffar meiri gjladeyri ef hun er lá skráð heldur er hun er sterk þetta eiga allir að vita.En afhverju var hun svona sterk undanfarin ár??Svarið þ´vi?Það var af þ´vi að her var haldið uppi fölskum hagvexti sem var tekinn af láni,eyðslan var í hámarki tekjur rikissins einnig.Her var allt falskt.

Er það svoleiðis þjóðfélag sem við viljum hafa áfram? nei alldeilis ekki .þessi stóðstöðug leiki er buinn að sverða að islenskum þegnum í ára tugi vegna stjórnleysis.Að hafa krónuna sem stjórntæki er arfa vitlaust.Öll framleiðsa á islandi hefur þurft að þola þessa hringavitlaysu árum saman.Eina leiðin er að taka upp annan gjaldeyri.Stöðugleiki í myntinni er það sem atvinnulífinu vantar til ap treysta framtíðina.

Árni Björn Guðjónsson, 7.9.2009 kl. 07:34

5 Smámynd: Árni Björn Guðjónsson

Það er óstöðugleiki sem er buinn að sverfa að æislensku þjóðinni ´ratugum saman það hann sem við þurfum að fá.Villur og aftur villur.

Árni Björn Guðjónsson, 7.9.2009 kl. 07:58

6 Smámynd: Jón Lárusson

Ég hef verið þeirrar skoðunar  alla tíð að krónan sé höfð fyrir rangri sök. Hún hefur verið rökkuð niður af ESB sinnum og þá helst Samfylkingunni, að mínu mati, til þess eins að finna afsökun til að ganga í ESB. Auðvitað réðust fjárfestar á krónuna þegar henni var hent óvarinni og eftirlitslausri í djúpulaug braskmarkaðanna og þegar svo þingmenn og ráðamenn eins og til dæmis Ingibjörg Sólrún rökkuðu hana niður við hvert tækifæri, þá var ekki góðs að vænta. Helgi bara svona til að árétta það, þá hafna ég aðild að ESB og upptöku euro, en ég hafna líka því bulli að ég sé með því að fagna aðkomu IMF og hrunsins. Ég hafna öllu fernu þar sem það er út í hött að halda að maður þurfi að velja annað hvort ESB eða hrun, krónu eða euro, Írar og Spánverjar eru sönnun þess að ESB og hrun geta mjög vel farið saman. Svona fullyrðingar eru bara til að draga umræðuna í sandkassan, aðferðafræði þeirra sem ekki hafa nein rök fyrir máli sínu.

Varðandi hugmyndina um að leysa til sín eignir og leigja fólki aftur, þá er ég algerlega ósammála henni. Er það lausn fyrir fólk að hirða af því eigurnar, sem ranglega hafa verið yfirskuldsettar með kerfisbrellu, en rukka svo fyrir búsetuna þannig að það muni einhverjum þúsundköllum. Ég hafna allri kröfu um slíkan þjófnað frá fólki. Það er hægt að leiðrétta greiðslubyrði fólks með einu pennastriki, aðgerð sem tekur brot úr degi.

Ég ætla ekki að hafa þetta mjög langa athugasemd og mæli með því að fólk lesi bloggið mitt, en þar er að finna nánari skýringar á því sem ég að benda á hérna.

Jón Lárusson, 7.9.2009 kl. 08:35

7 identicon

Hér er annað ljóð sonar míns sáluga um krónuna.

Krónan er góð, krömin er betri,

það klingir í sjóðnum fram eftir vetri.

Bjarni er glaður og býður í nefið

barnanna skóladót allt fékk hann gefið.

marco (IP-tala skráð) 7.9.2009 kl. 09:54

8 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Jón Ég er alveg sammála þér með það sem þú segir um kratana og krónuna. Ég held að enginn gjaldmiðill myndi þola árásir eins og hún hefur orðið fyrir bæði af ráðamönnum sem öðrum. Allavega ekki í svo litlu hagkerfi eins og við búum við. Varðandi forleiguréttinn sem ég talaði um og þú skilur ekki er það að segja að hugsunin var sú að fólk sem lenti og lendir í vandræðum tapi ekki húsnæði sínu heldur geti fengið metið að nýju greiðslugetu sína og hafi síðan eftir nokkur ár t.d. 3 eða 5 ár forkaupsrétt af henni aftur með greiðslumati og verðmætamati sem þá verður í gildi ef það vill. Þá mun bankinn afskrifa það sem útaf stendur ef ástand á fasteignamarkaði er óbreytt þá. Þetta er afar mikilvægt til að börn þurfi ekki að flytjast á milli skóla og hverfa þegar bankarnir leysa til sín húsnæði en það munu þeir auðvitað gera eins og þú veist væntanlega. Þetta er leið sem gengur jafnt yfir alla en er ekki "verðlaun" til skuldara eins og flata afskriftaleiðin sem sumir vilja fara. Það tók ekki marga daga að fá tugi milljóna að láni út á húsnæði eða til kaupa í hlutabréfum, bara svo menn muni það.  kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 7.9.2009 kl. 21:48

9 Smámynd: Jón Lárusson

Ef ég á hús í dag, en á morgun á ég það ekki, þá er ég búinn að tapa húsinu. Það er ekki flóknara en það. Í dag, þó í litlu mæli sé, þá má halda því fram að afborganirnar fari að einhverju leiti í eignamyndun. Með leigu er engu slíku fyrir að fara. Það að halda því fram að þetta verði betra, því fólk geti svo keypt aftur eftir 3 - 5 ár með greiðslumati og verðmætamati sem þá verði, er ekki í lagi. Í dag er hús tekið af einstaklingi og hann situr uppi með ekki neitt, meira að segja verða skuldir eftir í flestum tilfellum. En gefum okkur að hann standi á núlli, þá fer hann að leigja og í dag færi megnið af umframráðstöfunum hans í leiguna og þar af leiðandi væri hann ekki að spara og byggja upp höfuðstól. Eftir þessi 3 - 5 á væri hann ekki með mikinn höfuðstól, þó kannski einhvern. Varðandi verðið á húsnæðinu, þá er hæpið að bankinn bjóði það á lægra verði en er í dag þannig að ekki væri neinn hagur í því.

Þú talar niður til flatrar afskriftarleiðar því þá væri verið að "verðlauna" skuldarana, þá helst þessa sem keyptu hlutabréf út á viðbótarlánin sín. Ég vil nú meina að margir af þessum "skuldaraskussum" sé nú bara venjulegt fólk sem var lokkað í þessar aðgerðir í gegnum fagurgala "ráðgjafa" bankanna og því fórnarlömb kerfisins. Annað við þessa eignarnámsleið er að fólk sem heldur sjó, en stendur kannski tæpt, fær ekki fyrirgreiðslu, þannig að þessi hugmynd er að bíta sig í skottið hvort sem er. Þeir sem missa húsin til bankanna gætu allt eins verið "viðbótalánaskussar" eins og nýjir húseigndur. Þegar þú svo talar um að bankarnir afskrifi eitthvað af þessum lánum, þá ertu farin að nálgast niðurfellingarleiðina, en samt þannig að hún nær ekki jafnt til allra.

Í mínum huga er þetta einfallt. Vísitöluskotin sem hafa verið undanfarið eru óðlilega tilkomin vegna ástandsins og ekki síst aðgerða ríkistjórnarinnar. Hinar gífurlegu hækkanir lána eru tilkomnar vegna bókhaldsbrellu og því eðlilegast að leiðrétta þetta með annari bókhaldsfærslu. Það kostar þjóðfélagið ekki neitt. Þannig lækkar greiðslubyrðin hjá öllum og ALLIR njóta, ekki bara þeir sem eru að fara yfirum. Afhverju alltaf að hjálpa þeim sem hafa orðið fyrir tjóni í staðin fyrir að koma í veg fyrir þau.

Það á að bregðast við með almennum aðgerðum þannig að allir fái jafnt. Það er fullt af fólki sem er á mörkunum en heldur sjó. Þetta fólk á ekki að fá neina aðstoð, en að sama skapi verður það þetta fólk sem erfiðast mun eiga í framtíðinni. Sértækar aðgerðir gera það alltaf að verkum að skussarnir fá sitt, þó aðrir að sjálfsögðu fljóti með líka. Allar þessar sértæku aðgerðir sem eru svo vinsælar, hafa aldrei gert neitt annað en að hjálpa vinum og vandamönnum á kostnað heildarinnar.

Jón Lárusson, 8.9.2009 kl. 08:05

10 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Jamm Bjarni, það eru margir farnir að komast að því að stefnumál okkar sem stóðum að L-listanum voru alls ekki svo vitlaus.

Axel Þór Kolbeinsson, 8.9.2009 kl. 09:27

11 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæll Jón. þú segir " Með leigu er engu slíku fyrir að fara" Ég er ekki sammála þessu. Meðan þú átt leiguréttinn samkvæmt lögum ertu með afnotarétt og átt rétt á nýju verð-og greiðslumati. Ég minni á afnotarétt af fiskveiðikvóta. Það held ég að bankarnir hafi aldeilis metið hann á meira en ekki neitt eins og þú kallar það. Leiga greidd á aðlögunartímanum gengir inn á lánin því það eru báðir aðilar í biðstöðu. Hinu er ég sammála að þetta er auðvitað neyðaraðgerð. Auðvitað kemur að því og hefur alltaf verið þannig að bankarnir afskrifa skuldir. Voru ekki afskrifaðar 900 milljónir af söluverði Landsbankans til Björgólfsfeðganna af því að lánapakkinn var ekki nægilega vel tryggður og gleymdist að gera ráð fyrir því í söluferlinu. Mig minnir það. Þú ert heyrist mér næstum sammála okkur í Frjálslyndum að það átti að vera búið að breyta samsetningu vísitölunnar eða leggja hana af í þeirri mynd sem hún er í dag. Við vildum einmitt eins og þú að viðmið yrði tekið nokkru fyrir fall til að fólk þyrfti ekki að taka á sig þessa sveiflu sem gengið hefur yfir. Það hefði verið sanngjarnast af öllu. Þú getur haft þína skoðun á að fólk hafi verið platað af bankafólki. Fyrir mér er Það nú bara léleg afsökun fyrir fólk sem var til í að taka ótrúlega mikla áhættu.  Kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 8.9.2009 kl. 22:02

12 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Má ég skjóta hér inn samúðarkveðju til föður Marcos og annarra aðstandenda. Ég man að ég var oft hrifin af kommentum hans. kveðja Kolbrún.

Kolbrún Stefánsdóttir, 8.9.2009 kl. 22:09

13 Smámynd: Jón Lárusson

Sæl Kolbrún, leigurétturinn er ekki eignaréttur og verður vart seldur. Auðvitað er ekki hægt að henda þér út svo lengi sem þú borgar leiguna. Munurinn á kvótanum og leigu á húsnæði er að kvótinn er ekki leigður, heldur var honum úthlutað án nokkurrar tímamarka þannig séð. Svo hefur jú ekki verið sátt um það hvort hann sé veðhæfur sem eign, þó bankar og kvótaeigendur hafa skilið það svo. Reyndar getur ríkistjórnin, ef vilji væri til, tekið þennan kvóta af eins og hún setti hann á og þá veltir maður fyrir sér hversu sterkur þessi leiguréttur fyrrverandi húseigenda er þegar maður horfir upp á vald bankanna yfir stjórninni.

Ég er ekki viss um að bankarnir samþykktu það að leiga gengi upp í lánin á leigutímanum, öðruvísi en svo að leigan yrði allt of erfið fyrir leigjandann að standa undir, enda engin biðstaða í gangi. Það er einfaldlega búið að ganga að veði. Varðandi afskriftir skulda, þá veit ég ekki um mörg dæmi þess að einstaklingar hafi fengið afskrifaðar skuldir. Stóru fiskarnir fá þessar afskriftir, en það hefur alltaf verið svoleiðis. Þarna skortir líka viljan hjá ríkistjórninni til að gæta hagsmuna almennings. Þetta væri allt hægt að gera á brot úr degi ef viljinn væri til þess.

Við erum alltof upptekin af afleiðingum og leiðum til að "leiðrétta" þær, nokkuð sem aldrei lagar neitt til langframa. Við eigum að horfa til orsakanna og þá munu afleiðingarnar lagast sjálfkrafa. Þannig og aðeins þannig náum við fram langvarandi lausn á ástandinu. Ég er sannfærður um að fari menn eftir því sem ég hef bent á, þá getum við á 12 mánuðum komið þjóðfélaginu á skrið. Það eru ekki flókin verkefni framundan, en þau þarfnast hugrekkis og þar liggur hundurinn grafinn. Stjórnmálamenn virðast ekki búa yfir því hugrekki sem þarf. Annars mæli ég með því að þú, og aðrir sem lesa þetta, kynni sér það sem ég hef komið á framfæri, það er einfaldara en að ég skrifi það allt hér.

Jón Lárusson, 9.9.2009 kl. 08:54

14 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæll Jón. Ég ætla heldur ekki að yfirtaka síðu Bjarna til að útskýra mínar hugmyndir. Ég vil bara segja þér að ég þekki vel kvótamálin og veðtökur bankanna í þeim. Ég nefndi þetta bara til að sýna fram á að til eru dæmi um leiguréttindi sem hafa verið gríðarlega mikils metin. Það skiptir ekki máli þó þau hafi verið gefin (úthlutað) í upphafi. Það má vera að ég sé of upptekin af að bjarga þeim sem ekkert hafa til saka unnið þ,e, börnunum sem ég vil ekki að upplifi brotin heimili og rask í sinni tilveru. Fjármagnsflæði er auðvitað annar hlutur og ekki það sem við ræðum hér.Ég geng út frá því að bankarnir virði lög nú þegar þeir eru ríkisbankar. Þegar gengið er að eign er stofnaður sérstakur reikningur fyrir þá eign og leigan gengur þar inn á og lækkar skuldina. Það er ekki flókið og sá reikningur vaxtareiknast ekki. =frysting á stöðu lánsins nema innborganir.  Fjöldi fólks hefur lent í afskriftum og er því án fyrirgreiðslu í bönkunum. "Greidd skuld, glatað fé " er gamall hugsunarháttur því miður. ;) kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 9.9.2009 kl. 20:20

15 Smámynd: Jón Lárusson

Auðvitað er mikils vert að börnin verði ekki fyrir of miklu álagi út af þessu, en öll þessi neikvæða umræða er því miður að hræða þau upp úr skónum og þá skiptir búseta engu. Við verðum að fara að laga þetta þjóðfélag til langtíma, en ekki skjóta okkur í fótinn eins og ríkisstjórnin er að gera. Miðað við hörkuna í bönkunum, þá er ég ekki að sjá að þeir samþykki þetta, né aðrar leiðir sem boðið væri uppá almenningi til raunverulegra hagsbóta. Með svo ríkisstjórn sem ekkert gerir nema það sem henni er uppálagt af bankamönnum, þá er ekki góðs að vænta.

Eins og þú segir, þá eru þetta ríkisbankar og því ekkert mál fyrir ríkisstjórnina að segja bara svona gerum við þetta og núna. Það er aðeins eitt sem kemur í veg fyrir það að þessi ríkisstjórn vinni vinnuna sína og það er dugleysi. Hugrekkið til verka vantar alveg.

Annars er ég að hugsa um að taka Bjarna Ármanns mér til fyrirmyndar og mæli til þess að aðrir geri það líka. Ég hætti að borga skuldirnar mínar, því það væri óábyrgt fyrir mig að borga þetta.

Jón Lárusson, 10.9.2009 kl. 15:35

16 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

 Já gott hjá Bjarna... afar óábyrgt að borga sínar skuldir....kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 12.9.2009 kl. 00:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband