Hvenær verður Obama krafinn um skuldir Madoffs?

Eva Joly bendir nú réttilega á að margt sé líkt með íslenska bankahruninu og bandaríska fjársvikaranum Madoff.

Sú spurning sem þá liggur beinast við að spyrja er hvenær Bretar taki sig til að skilgreina Bandarísku þjóðina sem hryðjuverkamenn og geri fjárkröfur á hendur Bandaríkjastjórn fyrir þá milljarða sem breskir lögaðilar sannarlega töpuðu á fjárglæfrum bandaríkjamannsins.

Næsta spurning er svo hvenær íslensk stjórnvöld taki sér tak og fangelsi hina íslensku fjárglæframenn eins og bandarikjamenn voru fljótir að gera við Madoff.

Kannski er samhengi milli þessara spurninga. Meðvirkni íslenskra stjórnvalda með hinum íslensku þrjótum er allavega ekki til að draga úr líkum á að Bretar og Hollendingar telji okkur öll samsek sem er erfiðara í máli Bandaríkjamanna.


mbl.is Bankahrun líkist máli Madoffs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Kannski rétt að benda þér á að Madoffs starfaði ekki sem almennu banki. Enda hafa Bretar heldur ekki rukkað okkur um öll þau þúsundir milljarða sem fjárfestar og bankar hafa tapað hér á landi. Óþarfi að vera að blanda þessu saman. Það voru aðallega fjárfestar sem nýttu sér þjónustu Madoffs við að fjárfesta fyrir sig.

Magnús Helgi Björgvinsson, 13.9.2009 kl. 14:09

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Góðir punktar hjá þér Bjarni. Bandaríkin eru hryðjuverkaríki og það þarf svosem enga skilgreiningu til að átta sig á því, nema sína eigin. Ísland er hinsvegar ekki hryðjuverkaríki, en virðist engu að síður hafa látið óáreitt framferði manna sem einna helst má líkja við efnahagsleg hryðjuverk. Munurinn er kannski helst sá að í BNA eru efnahagsleg hryðjuverk framkvæmd af "banksterum" í þéttu samstarfi við stjórnvöld og þannig útfærð að aldrei er hægt að kenna Washington um ef upp kemst. Á Íslandi þá sitjum við hinsvegar uppi með svo vitlausa stjórnmálamenn að þeir létu einfaldlega plata sig til að taka þátt í sukkinu og töldu sér trú um að þetta væri allt saman í góðu lagi sem verið var að gera. Þessvegna sitjum við í súpunni, vegna þess að stjórnmálamenn okkar höguðu sér eins og heimskir smáglæpamenn sem voru gabbaðir og notaðir sem blórabögglar. Alvöru stórglæpamenn passa það hinsvegar að hafa sín mál á hreinu, þannig að þegar allt fer í skítinn þá er ekkert hægt að sanna á þá og löngu búið að þvo alla illa fengnu peningana.

Ég horfði á mafíósamyndina Goodfellas í síðust viku á Stöð 2 og þar kom einmitt fram ágætis vinkill á þetta, þar sem tveir stórglæpamenn voru að ræða saman um ókosti þess að vera í samstarfi með smáglæpamönnum. Þar var bent á að smákrimmarnir láta alltaf hanka sig á einhverju heimskulegu eins og t.d. að sofna í flóttabílnum eftir vel heppnað rán og vera svo vakinn af lögguni morguninn eftir, og þá er hætta á að þeir kjafti frá öllu saman við yfirheyrslu. Alvöru stórglæpamenn, þeir láta hinsvegar aldrei taka sig þannig í bólinu, heldur passa sig að vera aldrei með neitt saknæmt á sér eða í námunda við sig, og ef einhver spyr þá eru þetta "bara eðlileg viðskipti". Ef löggan eða aðrir eftirlitsaðilar eru farin að þjarma of mikið að þeim, þá kaupa þeir hana bara eða gera meðseka með einhverjum hætti og þá er tryggt að þeir verði látnir í friði með sína starfsemi. Hljómar þetta kunnuglega?

Guðmundur Ásgeirsson, 13.9.2009 kl. 14:33

3 Smámynd:

Góð ábending

, 13.9.2009 kl. 17:46

4 identicon

Sæll Bjarni

Góðar ábendingar og allt það hjá þér Bjarni

Hvað finnst þér um þá hugmynd,  að við eða Íslenska þjóðin krefjum breta um ríkisábyrgð vegna ómældrar skuldar eða um  ríkisábyrgð á skaðabætur vegna beitingu hryðjuvekalaga?

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 14.9.2009 kl. 00:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband