Hvað viljum við á Selfossi?

Við hér í Árborg eigum að velta því fyrir okkur hvort við viljum raunverulega að það gangi eftir sem samþykkt meðan vitleysan stóð sem hæst. Viljum við samt glerhallirnar í miðbænum og viljum við ryðja hinu fallega og mannlega mjólkurbúshverfi niður fyrir aðrar glerhallir. Eða viljum við nýja hugsun.

Sjá nánar í Sunnlenska í dag og hér á blogginu


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd:

Djöf...... vitleysa. Auðvitað á ekki að ráðast í einhverjar rosa byggingar sem menn með græðgisglýju í augum ákváðu að þyrfti til að lyfta bænum á plan græðgisvæðingarinnar. Nei - látum standa það sem er og reynum frekar að nota peningana (sem eru ekki til - by the way) til að hlúa að húsum og mannvirkjum á staðnum og bæta útlit og umgengni Selfosss. Var einmitt að hugsa það þegar ég keyrði Tryggvagötuna í morgun hvað margt í umhverfi okkar er illa hirt og niðurnítt.

, 10.9.2009 kl. 10:21

2 Smámynd: Sigurlaug B. Gröndal

Góður pistill, Bjarni. Græðgisvæðingin blasir við mér hér í borginni daglega, þegar ég er við vinnu mína. Tóm atvinnuhúsnæði, alltof há og alltof stór fyrir svo litla borg. Wall street lookið passar ekki þetta litla samfélag.  Búið er að draga verslun og þjónustu út fyrir borgina nánast og enn er verið að klára fleiri. Sumar standa þó hálfkláraðar og tómar. Hver átti að versla í öllum þessum búðum? Því eru menn hissa að miðbærinn sé hálflamaður vegna flótta fyrirtækja í bænum. Þau hafa farið í úthverfin og verslunarkjarnana. Hvernig í ósköpunum eiga verslanir og þjónusta sem þjóna 3-4 milljónum manna að reka sig af 317 þúsund manna þjóðfélagi? Ég bara spyr. Mest sótta og vinsælasta gatan í Reykjavík og líklega sú fallegasta er Skólavörðustígurinn. En bíðið við. Þar eru engar glerhallir, engir útrúfríkaðar uppasjoppur, heldur gata með fallega uppgerðum gömlum húsum frá því fyrir aldamótin 1900, handverksverslanir, verslanir með íslenska hönnun á fatnaði og skartgripum, þar er sagan meðal annars. 

Árborg á ekki að elta þessa vitleysu. Það á að einblína á söguna, hið íslenska handverk, sveitina, vera miðstöð á sölu á hreinum landbúnaðarafurðum frá bændum í uppsveitunum. 

Hví sækja svo margir að skoða Eyrarbakka eða Stokkseyri? Hugsið út í það. Fólk vill sjá gömlu byggðina, litlu húsin, sérstöðuna. Glerhallir eru ljótar, kaldar og er ekki til þessa að draga að sér fólk eða ferðamenn. 

EKKI FALLA Í ÞESSA GRYFJU! SKOÐIÐ SÉRSTÖÐU BÆJARINS OG ÞESS UMHVERFIS SEM ÞAR ER. 

 Fórnið ekki sögunni fyrir glerhallir. Búið er að eyðileggja alltof marga fallega staði vegna þessa. 

Haltu þessu á lofti áfram, Bjarni. 

Sigurlaug B. Gröndal, 10.9.2009 kl. 10:37

3 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Sammála þér Bjarni og einnig hinum sem komaneta,þetta eru góð koment/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 10.9.2009 kl. 11:37

4 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Góður pistill félagi og ég er fyrir mestan part sammála þér.

Axel Þór Kolbeinsson, 10.9.2009 kl. 17:33

5 Smámynd: Jón Ólafur Vilhjálmsson

Bjarni ég hef verið þerra skoðunar lengi að miðbærinn verður aldrei byggður öðruvísi en markaðurinn er tilbúin að nýta hann og það er búið að skipuleggja hann oftar en einu    sinni og síðasta skipulag var þannig að Höfn var eina húsið sem var hálfbyggt eftir því og síðan rifið  vegna þess að það var ekki markaður á þeim tíma fyrir húsnæðið sem átti að byggja .

Núverandi skipulag er þannig að það verður enginn kaupandi að því húsnæði næstu 20 ár eða meira og þá verður önuglega komið annað skipulag og aðrir menn.

Í mjólkurbúshverfinu getur hugsanlega orðið til sú uppbygging í áföngum vegna brýnna þarfa fyrir aukna þjónustu við aldraða en þar gæti þróast heilsu þorp sem tengdi saman Heilsustofnun sjúkraþjálfun og meðferðar úrræði við lífstílssjúkdómum og þjónusta við aldraða

Jón Ólafur Vilhjálmsson, 10.9.2009 kl. 20:48

6 Smámynd: Bjarni Harðarson

Ég er sammála því Jón að markaðurinn á að ráða en ég er hættur að trúa þeim mönnum sem telja sig geta sagt fyrir hvernig hann muni haga sér... þetta undarlega og kratíska sambland af markaðs- og skipulagshyggju hefur runnið sitt skeið! Þakka góðar umræður.

Bjarni Harðarson, 10.9.2009 kl. 22:24

7 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

í mjólkurbúshverfinu eru einhver krúttlegustu hús á Selfossi. Það væri synd ef þau hyrfu vegna löngu látinnar græðgisvæðingar.

Hrönn Sigurðardóttir, 10.9.2009 kl. 23:26

8 Smámynd: Ragnar Kristján Gestsson

Þakka þér Bjarni ágæta og tímabæra hugsun - auðvitað kalla nýir tímar á nýjar úrlausnir - á ekki síst við um miðbæinn á Selfossi.  Þér Jón þetta hugtak með að markaðurinn eigi að ráða vísar oftar en ekki til þeirrar hugsunar að þeir kaupsýslumenn sem eiga sem mest pólitísk ítök í ráðandi flokkum og sem auðsóttasta lánafyrirgreiðslu geti komið vilja sínum í framkvæmd hvað sem tautar og raular.  Hinsvegar nefnirðu annað skipulag og mun organískara í mjólkurbúshverfinu þar sem vöntun og uppfylling hennar stýrir leiðinni.  Húsin þar myndu ekki náttúrulega hverfa þaðan vegna "löngu látinnar" græðgisvæðingar heldur þeirrar sem spriklar sprelllifandi og alsæl enn.

Ragnar Kristján Gestsson, 13.9.2009 kl. 08:59

9 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Sem fyrrverandi íbúi í Árborg myndi ég vilja sjá þjóðveginn færðan suður fyrir Selfoss og skipulagningu svæðisins á Sandvíkursvæðinu sem e.k. þekkingarþorp.

Axel Þór Kolbeinsson, 13.9.2009 kl. 14:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband