Sigurður Karlsson 1945-2009

cpalsprov4_siggi_kalla.jpgPláss eiga sér svipi í landi sínu, götum og fjallasýn. En ekki síður í rismiklum karakterum. Nú í þessum skrifuðu orðum er til moldar borinn hér á Selfossi einn af okkar dýrmætustu mönnum, Sigurður Karlsson verktaki, liðlega sextugur.

Siggi Kalla var ljósgeisli í Flóamennskunni, skjól fjölmörgum og mikill hamingjuhrólfur í sínu lífi. Honum tókst enda að geisla þeirri hamingju út til sinna samferðamanna. Stór í andanum, gjöfull og höfðingi í lund. 

Bærinn er fátækari að slíkum manni gengnum en líka ríkari að hafa átt. 

Ingunni, afkomendum og öðrum ástvinum sendi ég mínar dýpstu samúðarkveðjur.

(Myndin er af vef Árborgar af þeim Sigga og Einari Njálssyni fv. bæjarstjóra, tekin 2006)

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband