Þín miskunn ó guð

Fyrir okkur sem erum Megasarfan er hvert nýtt lag opinberun. Og það skemmtilega við endurútgáfu diska hjá meistaranum eru aukalögin öll sem hafa verið sett aftan við. Þar leynast gómsætir gullmolar eins og sálmurinn Þín miskunn ó guð aftan við nýja Millilendingu. Sálmur þessi er bæði hjartnæmur og fallegur í anda frelsunarguðfræði.

Seinasta erindið þar er svohljóðandi:

þín miskunn ó guð er svo gengdarlaus feit
mér gengur næst hjarta allt spikið
en sem ég hér eigra um ein grasbitin geit
að mér geltir: hvað finnst þér það mikið...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Ákaflega vel viðeigandi viðbót á þessum tímum VELFERÐARSTJÓRNAR.

Ragnhildur Kolka, 20.9.2009 kl. 21:23

2 identicon

Félagi Bjarni !

 Bóksali og fyrrverandi blaðaútgefandi og alþingismaður, já, og að auki, fornaldardýrkandi, getur vart leyft sér að skrifa enskuslettuna " fan" !

 Feðranna tunga á fallegt orð " aðdáandi" !

 Hyggg að " allt spikið" verði orðið þunnur þrerttándi, þá er líður á komandi vetur.

 " Skjaldborgar" Jóhanna og hennar vinstri grænna lið sjá til þess.

 Helkaldur vetur framundann.

 ESB., leiðin að " gullna hliðinu" !

 Samfylking og VG., sama sauðahúsið, eða sem Rómverjar sögðu.: " Eisusdem farinae" - þ.e. " Af sama sauðahúsi" !!

Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 20.9.2009 kl. 22:03

3 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Lestrar kvittun...

Gunnar Helgi Eysteinsson, 21.9.2009 kl. 10:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband