Besta og mesta sköpunarverk heimskringlunnar!

Eitt það skemmtilegasta við bloggið er kommentakerfið. Þannig skrifar góður vinur minn og skólabróðir frá Menntaskólaárum inn á bloggið mitt í gær afar dýrmæta færslu sem vitnar um þá nálgun sem er á ESB-umræðu og trúarbrögðum:

En í raun er allt breytingum háð og Evrópusambandi sem þér finnst nú vera afsprengi djöfulsins gæti orðið eitt af hinum bestu og mestu sköpunarverkum heimskringlunnar.

Í raun ekki hægt að fastsetja það til eilífðar að gallar sem að einhverjum finnast á sambandinu í dag verði þar til frambúðar. Þvert á móti má gera ráð fyrir að það slípist til og að það séu líka hagsmunir annarra landa að sníða af því helstu agnúana.

(Gunnlaugur B. Ólafsson frá Stafafelli í Lóni, Samfylkingarmaður og göngugarpur með meiru.)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

En í raun er allt breytingum háð og Evrópusambandi sem þér finnst nú vera afsprengi djöfulsins gæti orðið eitt af hinum bestu og mestu sköpunarverkum heimskringlunnar.

Er þá ekki bara málið að skella sér í sambandi þegar sá tími rennur upp?

Er ekki líka möguleiki á því að það fari versnandi?

Halldór Björgvin Jóhannsson, 27.9.2009 kl. 12:33

2 identicon

Verkfæri djöfullsins já, það er ekki svo vitlaust. Þar sem bakhjarlar þeirra hafa nú verið staðnir að Satanisma þá hljóta þeir að sýna sitt rétta andlit þegar ætlunarverkinu er náð. Þá geta sauðirnir jarmað fyrir daufum eyrum nýja heimskipulagsins. Nýja alheimsreglan er ekki á leiðinni heldur er hún lögð af stað, vakniði.

Fyrir mínar sakir þá vil ég ekki lifa með það á samvisku minni að kjósa þjóð mína inn í þetta batterí og afskrifa frelsi(Lissabon) okkar á einu bretti en þeir sem það gera þurfa að lifa með því.

R (IP-tala skráð) 27.9.2009 kl. 13:24

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Sammála Dodda. Það er þá best að bíða og sjá á hvorn veginn fer.

Jón Steinar Ragnarsson, 27.9.2009 kl. 14:52

4 identicon

Hugsa að sauðurinn í sláturhúsinu væri ekki sammála því.

R (IP-tala skráð) 27.9.2009 kl. 14:58

5 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Bíðum bíðum bíðum fram í rauðan dauðann.. skoðum þá möguleikana sem við misstum af... snillingar allir saman

að hika er sama og að tapa.. 

Óskar Þorkelsson, 27.9.2009 kl. 15:15

6 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Bíðum bíðum bíðum fram í rauðan dauðann.. skoðum þá möguleikana sem við misstum af

Hvernig færðu það út að við missum af einhverjum möguleikum nú ef ESB fer batnandi seinna meir? er ekki akkúrat öfugt farið?

að hika er sama og að tapa

Var það ekki svona hugsunargangur sem felldi fjármálakerfið?

Halldór Björgvin Jóhannsson, 27.9.2009 kl. 15:24

7 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hverju myndum við missa af Óskar, ef við myndum ákveða að fara seinna inn?

Er máltækið "Að hika er sama og að tapa." einhver algildur sannleikur fyrir þér?  Hefurðu heyrt um feigðarflan? Eða: "Í upphafi skýldi endinn skoða."?

Jón Steinar Ragnarsson, 27.9.2009 kl. 15:27

8 Smámynd: Óskar Þorkelsson

það er búið að skoða þetta í gegn.. mörgum sinnum í nær 20 ár. Nún er það eina sem eftir er, er að sjá hvað samningar við ESB gefa okkur .. þá getið þið afturhaldsseggirnir sagt já eða nei..

Jín Steinar.. Feigðarflan !! hallo við erum í EES ekki satt ? nú þegar komin með meghluta regluverks esb í brúk.. 

Óskar Þorkelsson, 27.9.2009 kl. 15:33

9 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

það er búið að skoða þetta í gegn.. mörgum sinnum í nær 20 ár.

Já og er ekki niðurstaðan sú að við höfum ekkert með ESB að gera!

Nún er það eina sem eftir er, er að sjá hvað samningar við ESB gefa okkur

Sagði ekki Olli Rhen sjálfur að ESB gefur ekkert eftir, fyrir utan einhver einstaka tilvik sem eru lífsnauðsynleg fyrir þá þjóð?

 þá getið þið afturhaldsseggirnir sagt já eða nei..

Ef það kallast að vera afturhaldsseggur að vilja halda sjálfsæði síns lands þá ber ég þann titil stoltur, vonandi fæ ég þann möguleika að segja nei við ESB þegar að því kemur.

Halldór Björgvin Jóhannsson, 27.9.2009 kl. 15:49

10 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Doddi.. NEI. það er enginn niðurstaða kominn enn..

Óskar Þorkelsson, 27.9.2009 kl. 15:53

11 Smámynd: Óskar Þorkelsson

ps til dodda.. ísland er EKKI sjálfstætt land og alls ekki sjálfbært heldur.. opnaðu augun

Óskar Þorkelsson, 27.9.2009 kl. 15:54

12 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Vandamálið við ESB er að við getum ekki "prófað" að ganga í sambandið.

Gunnar Th. Gunnarsson, 27.9.2009 kl. 16:28

13 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Við erum ekkert á leiðinni inn í þetta bandalag Óskar minn. Andaðu rólega.

Jón Steinar Ragnarsson, 27.9.2009 kl. 17:03

14 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Doddi.. NEI. það er enginn niðurstaða kominn enn..

Fer það ekki svolítið eftir því hvern þú spyrð.

ísland er EKKI sjálfstætt land og alls ekki sjálfbært heldur

Hugsanlega hefur sjálfstæðinu dalað með viðkomu AGS, en það er tilkomið vegna undirlægju ESB stjórnarinnar, en fyrir utan það þá erum við bara ágætlega sjálfstæð, allavegana meira svo en við værum í ESB.

Við erum vel sjálfbært land, við flytjum meira út en við flytjum inn, við búum til okkar eigin orku, veitum okkar eigin vatni og búum til okkar eigin mat, er það ekki fín skilgreining á að vera sjálfbær?.

Halldór Björgvin Jóhannsson, 27.9.2009 kl. 17:05

15 Smámynd: Offari

Veist það getur vel verið að Esb verði einhvertíman besta sköpunarverk mannana. En meðan svo er ekki hef ékki áhuga.

Offari, 27.9.2009 kl. 17:22

16 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Doddi. þjóð er ekki sjálfbær fyrr en hún er orðin óháð innflutningi.. Ísland flytur inn allt..til að framleiða rafmagn þarf að flytja inn bókstaflega allt til þeirrar framleiðslu.. sama má segja um hitaveitu og vatnsveitu.. fiskiðnað og landbúnað..kjötvinnslu og vegagerð... Þú lifir í einhverri skáldsögu Doddi minn

Óskar Þorkelsson, 27.9.2009 kl. 18:04

17 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

 þjóð er ekki sjálfbær fyrr en hún er orðin óháð innflutningi..

Má vera, en mikið af þessum innflutningi er óþarfur eða vel vinnanlegur hér heima ef út í það færi.

En við vitum það báðir að það eru litlar líkur á því að þess þurfi, þessi tól og tæki eru flutt inn vegna þess að þau auðvelda þessa vinnu, auka framleiðni og eru ódýrari úr fjöldaframleiðslunni.

Halldór Björgvin Jóhannsson, 27.9.2009 kl. 18:24

18 Smámynd: Bjarni Harðarson

ævintýralegar skilgreinar á sjálfbærni og henta vel í skáldsögu sem við doddi skrifum þegar við verðum komnir á astralplan evrópusambandsins þar sem engir gallar fyrirfinnast lengur...

Bjarni Harðarson, 27.9.2009 kl. 18:46

19 Smámynd: Óskar Þorkelsson

það væri gaman að fá framsóknarútgáfuna af sjálfbærni Bjarni !!

Óskar Þorkelsson, 27.9.2009 kl. 18:52

20 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Málið er að það eru öngvir  gallar á ESB í dag.  ESB er fremstir þjóða í öllum efnum sem máli skipta.  Enda nánast allt sem ESB hefur gert verið tekið upp á Íslandi.  Til ESB hefur verið litið sem fyrirmynd.

Þetta er nú bara staðreynd.

Auðvtað er ekkert fullkomið.  Meir að segja sköpunarverk Guðs, heimurinn, hann er ekki fullkomin.

Alltaf má bæta og breyta etc.

En það sem sumir eru að tala um, að ESB þróist svona og svon einhverntíman í framtíðinni, eftir 1000 1eða 10.000 ár o.s.frv - og þessvegna sé óskaplegt alveg að gerast aðili að sambandi fullvalda lýðræðisríkja Evrópu - það er eins og að maður nokkur segði að einn morgun: Tja, ef eg fer á fætur, nú þá gæti eg dottið og handleggsbrotið mig eða eg lennt í einhverju veseni - og svipað gæti gerst í framtíðinni.  Svo best er að liggja bara í rúminu  framvegis !

Þ.e. samkv. þessari andsinna lógík - þá væri aldrei nokkur skapaður hlutur gerður á Íslandi.    Menn leggðust bara í kör.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 27.9.2009 kl. 20:20

21 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

 Málið er að það eru öngvir  gallar á ESB í dag. 

Þessi fullyrðing þín stenst ekki, nema kannski í áliti þínu, og er þér velkomið að hafa það.

ESB er fremstir þjóða í öllum efnum sem máli skipta.

Já, fremstir í spillingu, áróðri, háu atvinnuleysi og svo framvegis... Aftur þitt álit.

 aðili að sambandi fullvalda lýðræðisríkja Evrópu

Harla samband fullvalda lýðræðisríkja, meira samband miðstýrðra lýðræðisríkja.

Tja, ef eg fer á fætur, nú þá gæti eg dottið og handleggsbrotið mig eða eg lennt í einhverju veseni 

Viðkomandi myndi eflaust hugsa sig betur um ef að hans rúm væri hangandi í t.d. 10 metra hæð, vitandi þetta þá er það nokkuð víst að viðkomandi brýtur einhver bein er hann fer fram úr ekki satt?

Hví þá að drífa sig fram úr strax ef hægt væri að fá stiga seinna meir.

Þessi seinasta lógík þín gengur ekki upp.

Halldór Björgvin Jóhannsson, 27.9.2009 kl. 21:06

22 identicon

ESB besta sköpunarverk Heimskringlunnar? Ja há? Þá má mikið breytast. Því eftir því sem ég skoða þetta ESB mál betur hallast ég æ meir að því að við ættum ekkert að vera að þvælast þarna inn.

Okkur finnst við vera að upplifa hér skelfilega tíma með miklu atvinnuleysi. En... það er bara svipað og varanlegt atvinnuleysi er í löndum ESB!Að meðaltali er atvinnuleysi í ESB löndum 9-10% en mun meira í öðrum löndum eins og t.d. á Spáni þar sem atvinnuleysið er 16-18% þrátt fyrir að vera í ESB og með Evru! Hvergi á jarðarkringlunni vex atvinnuleysi hraðar en í löndum ESB.

En það sem mér líst verst á er valdaafsal okkar sem þjóðar. Við hefðum ekkert um okkar mál að segja en hlýddum boðum og bönnum frá Brussel. Það hljómar ekki vel. Mér hefur nú ekki sýnst að ESB sé stjórnað með svo lýðræðislegum hætti að almenningur eða örþjóð eins og við hafi nokkur áhrif á stefnu ESB eða og löggjöf.

Haldið að það sé líklegt að jafnvel þó við höfum 50 Samfylkingarmenn þarna úti í Brussel að að lobbýismast fyrir Ísland að þetta apparat, Evrópusambandið, láti íbúa eyju úti í miðju Atlantshafi ráða einhverju þegar hagsmunir stórþjóða eru í húfi? Nei! Við fengjum aðeins 3 atkvæði af 345! Við höfum nú þegar fengið smjörþefinn af þeirri "vinaþjóða"- samvinnu í gegnum Icesave og AGS.

Ég held að mun affarasælla sé fyrir okkur að geta sett okkar eigin lög hér á Alþingi en að þurfa að taka við gáfulegum lögum frá Brussel. T.d. eins og þessum með að ekki megi selja bognar gúrkur í löndum ESB!

Eins og staðan er í dag finnst mér ekkert innan ESB benda til þess að þar sé eitthvað sæluríki framundan. Heldur tel ég að það sé bæli spillingar og stöðnunar og sú viðleitni sem er innbyggð í kerfið að viðhalda sjálfu sér sem mest á öllum sviðum er beinlínis hættulegt öllum sjálfstæðum þjóðum.

Afsakið langlokuna.

SÓ (IP-tala skráð) 27.9.2009 kl. 21:19

23 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

"Ég held að mun affarasælla sé fyrir okkur að geta sett okkar eigin lög hér á Alþingi en að þurfa að taka við gáfulegum lögum frá Brussel."

Sjáðu til, ertu þá að tala um að ísland eigi að fara úr EES ?

Því þannig er staðan nákvæmlega núna.  Við tökum við Rammalögum frá ESB og verðum að innleiða þau.  Höfum ekkert um þau að segja.

En við aðild þá getum við komið að ákvörðunarferlunu og aukið þannig fullveldi okkar.  Eða ertu kannski á móti fullveldi ?  ESB aðild eykur og útvíkkar fullveldi íslands.  Er bara þannig.

Staðreyndin er að engin málefnaleg rök eru gegn aðild að sambandi fullvalda lýðræðisríkja Evrópu. Engin.

Það sést best á því að andsinnar hafa ekkert fram að færa nema flökku, trölla og ævintýrasögur um umrætt samband - sem allar hafa verið hraktar allt að 100 þúsund sinnu hver og ein.  100 þ.X.   Þeir hafa ekkert málefnalegt.

Svo halda þeir að með því að endurtaka sömu flökku og ævintýrasögurnar aftur og aftur og aftur og stinga fingrunum í eyrun og segja: Lalalala þegar útskýrt er fyrir þeim að um flökku og ævintýrasögur sé að ræða - þá verði þær smá saman að einhverjum sannleik.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 27.9.2009 kl. 22:10

24 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Var það ekki einhver sem skrifaði mikið og tók það svo upp hjá sér að vera með reglulega tilburði til að "lyfta umræðunni á hærra plan". Ég var í þannig gír í gær. Vildi að allir væru vinir í skóginum.

Það ríkir almenn tortryggni út í allt og alla í samfélaginu. Við skiptum okkur upp í hina og þessa hópa sem að eru síðan merkimiðar hvort viðkomandi sé á vetur setjandi.´

Þetta bölvaða blogg er búið að koma okkur Bjarna inn í hið mesta og versta sundurlyndi. Nú er ég búin að sjá að við eigum ekkert sameiginlegt nema nokkur ár á Laugarvatni og að vera sveitamenn.

Við reyndum að sannfæra hvorn annan um það í fyrra að við værum sammála um allt nema Evrópusambandið, en við lestur bloggsins hjá Bjarna er ég búin að sjá að málið er miklu alvarlegra.

Óvildin er farin að krauma innra með mér til skólabróður míns og með því er erfitt að lifa. Hef tekið eftir því að hann er hlynntur Davíð en ég á móti, hann er hlynntur LÍÚ en ég andsnúinn, hann er á móti heilsurækt en ég er hlynntur eflingu á heilbrigðum lífsstíl.

Þetta er bara byrjunin. Það er allt meira og minna á þessum nótum. Hvað get ég gert? Auðvitað verð ég að safna liði sem að allt sameinast um að berja á þessum skoðunum Bjarna og bregða fyrir hann fæti svo að hann nái ekki að afla þessum skoðunum fylgi.

Annar hvor okkar verður að standa eftir sem sigurvegari þegar orustunni líkur!

                                                                                               

Gunnlaugur B Ólafsson, 27.9.2009 kl. 22:20

25 Smámynd: Sveinbjörn Ragnar Árnason

Útaf hverju vilja fjórflokkarnir semja um Icesave, sama hvað það kostar Íslendinga? Þá komast þeir hjá því að hingað streymi inn eftirlitsaðilar og rannsóknateymi frá Bretum og Niðurlendingum. Fjórflokkurinn að X-V undandskildum, þolir þá skoðun og rannsókn ekki.

Banka eigendur og vissir útrásarvíkingar væru þá fljótlega benslaðir fyrir aftan bak og leiddirfyrir dómara og dæmdir. Fjórflokkurinn vill það ekki. Þá er hættan við því að fjórflokksmúrinn hrynji.

Íslenska bankakerfið var notað af peningaelítiunni Evrópu, síðan voru íslensku bankarnir hent út af sporinu á miðri leið. Bankarnir voru komnir í skortstöðu, þess vegna fara menn og bankar í ólögleg viðskipti, því enginn trúði því að þeir gætu fallið. Margir íslenskir bankamenn hafa þó stórefnast á falli þeirra, en leika sig illa farna fyrir framan íslenska þjóð. En þjóðin situr uppi með skuldir þessara óreiðumanna. Þeir sömu óreiðumenn hafa tangarhald á fjórflokknum og þess vegna er rannsóknin vonlaus og bitlaus og án allra markmiða, sem ættu að vera,  þeir sem frömdu glæpi, fara á bakvið lás og slá og peningum sem undan hafa verið komið, skulum við ná í.

Því þarf að fá hér erlent rannsóknarteymi, sem koma að eigin verðleikum að rannsaka svindlið og leita þeirra peninga sem búið er að stinga undan og fangelsa gerendur.

Ekki greiða Icesave, fáum rannsakendur frá Evrópu til að velta við hverjum steini, þá fyrst verður hægt að segja og standa við, You aint seen nothing yet.

Sveinbjörn Ragnar Árnason, 27.9.2009 kl. 22:28

26 identicon

Eigum við að fara úr EES? Sjáðu til Ómar, EES-samningurinn næar ekki til samtarfs ESB á sviði landbúnaðar, sjávarútvegs, utanríkisviðskipta og Efnahags - og myntbandalagsins.  Við byggjum á reglum ESB á þeim sviðum sem samstarfið nær til. Sem betur fer ekki öðru.

só (IP-tala skráð) 27.9.2009 kl. 22:44

27 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Því þannig er staðan nákvæmlega núna.  Við tökum við Rammalögum frá ESB og verðum að innleiða þau.  Höfum ekkert um þau að segja.

Þarna ferðu ekki með rétt mál, því þarna höfum við fullann rétt á að segja nei ef okkur lystir, það gæti kostað eitt stykki EES samning en við höfum allavegana valið, þetta er munurinn á EES og ESB.

En við aðild þá getum við komið að ákvörðunarferlunu og aukið þannig fullveldi okkar.  Eða ertu kannski á móti fullveldi ?  ESB aðild eykur og útvíkkar fullveldi íslands.  Er bara þannig.

Þarna ferðu aftur með rangt mál, ESB aðild hvorki eykur né útvíkkar fullveldi Íslands, í staðin fyrir að hafa 63/63 vitleysingja sem eiga að hafa hag Íslands í fyrsta sæti, þá ertu kominn með 3/330ish vitleysingja sem hafa hag okkar landsmanna á meðan restinni þessum 327ish er skítsama um hag okkar.

Staðreyndin er að engin málefnaleg rök eru gegn aðild að sambandi fullvalda lýðræðisríkja Evrópu. Engin.

Það er hellingur af málefnalegum rökum gegn aðild af sambandinu, þú bara villt ekki sjá þau eða samþykkja.

Það sést best á því að andsinnar hafa ekkert fram að færa nema flökku, trölla og ævintýrasögur um umrætt samband - sem allar hafa verið hraktar allt að 100 þúsund sinnu hver og ein.  100 þ.X.   Þeir hafa ekkert málefnalegt.

Við andsinnarnir gætum sagt nákvæmlega það sama um þig og ykkur sinnana.

Svo halda þeir að með því að endurtaka sömu flökku og ævintýrasögurnar aftur og aftur og aftur og stinga fingrunum í eyrun og segja: Lalalala þegar útskýrt er fyrir þeim að um flökku og ævintýrasögur sé að ræða - þá verði þær smá saman að einhverjum sannleik.

Er þetta ekki akkúrat leiðin sem sf er að nota til að troða okkur í þetta ríkjasamband?

Halldór Björgvin Jóhannsson, 27.9.2009 kl. 23:33

28 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Dddi, allt rétt sem eg hef sagt og þinn málflutningur bara útúrsnúningur, merkingarleysa og hringlandaháttur. 

Þú viðurkennir td. að við höfum ekkert um rammalög frá esb að segja.  Við höfum innleitt þau hérna árum saman.

Nú, með því að við komum að ákvörðunarferlinu við aðild - það segir þú að sé verra !  Það sé sem sagt betra að fá lögin bara send frá esb og stimpla þau þarna niður á austurvelli.  Þvílíkir snillar þið þessir andsinnar.  Viljið sem minnst fullveldi.

Það sem skiptir þarna mestu máli er að við komum að málum á forstigi.  Komum að smíðinni og höfum áhrif á endanlega útfærslu.

Að sjálfsögu mun land eins og ísland einbeita sér að sérstökum málum er snertir ísland mest.  Að sjálfsögðu.

Það er staðreynd að smáríki geta haft mikil áhrif á mál er þau varða sérstaklega.  Það segir reynslan af samstarfi fullvalda lýðræðsríkja evrópu.  Það er aldrei gengið gegn grundvallarhagsmunum ríkja innan esb.

Ríki geta alveg farið úr esb ef þau vilja.  Ekkert sem bannar það.  segi eins og JBH segir stundum: Hvaða tal er þetta !

Ómar Bjarki Kristjánsson, 28.9.2009 kl. 00:00

29 Smámynd: Óskar Þorkelsson

er þessi Doddi kannski hrunamaður ?

Óskar Þorkelsson, 28.9.2009 kl. 00:07

30 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Dddi, allt rétt sem eg hef sagt og þinn málflutningur bara útúrsnúningur, merkingarleysa og hringlandaháttur.

Ég sýndi þér fram á með einföldum rökum hvernig sjálfstæði okkar verður að engu við aðild að ESB og þú kallar það útúrsnúning, þú hefur ekki sýnt vott af rökum til að styðja þinn málstað, þú ættir kannski að líta þér nær.

Þú viðurkennir td. að við höfum ekkert um rammalög frá esb að segja.  Við höfum innleitt þau hérna árum saman.

Við höfum allt sem við viljum um þau segja núna, innan ESB höfum við lítið sem ekkert um þau að segja, þá fyrst förum við að fá þau send frá ESB og þá þarf ekki einu sinni að stimpla þau.

Það sem skiptir þarna mestu máli er að við komum að málum á forstigi.  Komum að smíðinni og höfum áhrif á endanlega útfærslu.

Ég held þú áttir þig ekki á því hversu lítið vægi við Íslendingar höfum þarna, innan við 1%.

Er ekki betra að vera með 100% vægi er lög eru samin frekar en 1% innan esb?

Það er staðreynd að smáríki geta haft mikil áhrif á mál er þau varða sérstaklega.  Það segir reynslan af samstarfi fullvalda lýðræðsríkja evrópu.  Það er aldrei gengið gegn grundvallarhagsmunum ríkja innan esb.

Það er einnig staðreynd að það gerist einungis í tilvikum þar sem það hentar ESB, þessum litlu smáríkjum er leyft að halda að þau höfuð einhver áhrif.

Ríki geta alveg farið úr esb ef þau vilja.  Ekkert sem bannar það

Vissulega, og hélt ég aldrei öðru fram.

er þessi Doddi kannski hrunamaður ?

Það fer allt eftir því í hverju það felst að vera hrunamaður. Ef þá átt við starf eða fjárfestingar í bönkunum eða eitthvað slíkt, þá nei ég er ekki hrunamaður.

Halldór Björgvin Jóhannsson, 28.9.2009 kl. 00:53

31 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

"Ég sýndi þér fram á með einföldum rökum hvernig sjálfstæði okkar verður að engu við aðild að ESB"

Og hvar eru þau "rök"  Eru þau kannsi í eftirfarandi "snilli" hjá þér:

"því þarna höfum við fullann rétt á að segja nei ef okkur lystir, það gæti kostað eitt stykki EES samning en við höfum allavegana valið, þetta er munurinn á EES og ESB"

Þarna segirðu að sé munurin.  "Fullveldið" þitt felst í því að geta sagt sig úr EES.

Nú síðan segirðu við ábendingu minni um að Ríki geta alveg farið úr esb ef þau vilja.

"Vissulega, og hélt ég aldrei öðru fram"

Og hvað er þá málið ?

Þetta Doddi minn er hringlanda hugsun og málflutningur sem er í raun zero.  Merkingalaus.  Er ekki til neins.  Bara eitthvert gaspur og þó nokkur sjallavaðalsstíll.  Þó nokkur.

Doddi, eins og kall nokkur sagði eitt sinn:  Þegar þú ert komin ofan í holu - hættu þá að bulla !

Ómar Bjarki Kristjánsson, 28.9.2009 kl. 01:26

32 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Strákar í raun sigrar enginn svona kapprökfræðisamanburðarevrópustjórnmálameting. Það er hægt að tína til fullgild rök bæði með og á móti aðild okkar að ESB.

Á endanum snýst þetta fyrst og fremst um uppgjör við spurninguna hvaða heimshluta við tilheyrum. Ég hef valið astral leiðina að samvinna lýðræðisríkja í Evrópu verði okkur til góðs en aðrir hafa valið tortryggnilínuna að þjóðir Evrópu vilji sitja um auðlindir landsins.

Gunnlaugur B Ólafsson, 28.9.2009 kl. 10:13

33 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Heyrði því fleygt að fátt væri vísara til að egna til hatrammra deilna en að skrifa um trúmál og evrópumál.

Ég held að þetta sé vanhugsað. Hvort tveggja fellur undir trúmál.

Jón Steinar Ragnarsson, 28.9.2009 kl. 12:51

34 Smámynd: Óskar Þorkelsson

hvoru megin trúarinnar ert þú Jón Steinar ;)

Óskar Þorkelsson, 28.9.2009 kl. 13:33

35 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Ég sýndi þér fram á með einföldum rökum hvernig sjálfstæði okkar verður að engu við aðild að ESB"

Og hvar eru þau "rök"  Eru þau kannsi í eftirfarandi "snilli" hjá þér:

"því þarna höfum við fullann rétt á að segja nei ef okkur lystir, það gæti kostað eitt stykki EES samning en við höfum allavegana valið, þetta er munurinn á EES og ESB"

Þarna segirðu að sé munurin.  "Fullveldið" þitt felst í því að geta sagt sig úr EES.

Nú síðan segirðu við ábendingu minni um að Ríki geta alveg farið úr esb ef þau vilja.

Ég veit ekki hvernig í ósköpunum þér tókst að fá þessa ályktun, vona það að þú fáir ekki allar þínar ályktanir svona.

Ef þú hefðir skoðað þetta aðeins nánar þá ættir þú að geta séð, frekar auðveldlega að eftirfarandi text...

"því þarna höfum við fullann rétt á að segja nei ef okkur lystir, það gæti kostað eitt stykki EES samning en við höfum allavegana valið, þetta er munurinn á EES og ESB"

er tengdur þessum texta frá þér..

Því þannig er staðan nákvæmlega núna.  Við tökum við Rammalögum frá ESB og verðum að innleiða þau.  Höfum ekkert um þau að segja.

Í þessum texta erum við báðir að tala um lög send frá ESB, ekki hvort að hægt er að segja sig úr ESB eður ei.

Halldór Björgvin Jóhannsson, 28.9.2009 kl. 15:06

36 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Vantaði upp á fyrri texta..

Hér er ég að benda þér á með einföldum rökum hvers vegna ESB gefur ríki ekki aukið fullveldi.

En við aðild þá getum við komið að ákvörðunarferlunu og aukið þannig fullveldi okkar.  Eða ertu kannski á móti fullveldi ?  ESB aðild eykur og útvíkkar fullveldi íslands.  Er bara þannig.

Þarna ferðu aftur með rangt mál, ESB aðild hvorki eykur né útvíkkar fullveldi Íslands, í staðin fyrir að hafa 63/63 vitleysingja sem eiga að hafa hag Íslands í fyrsta sæti, þá ertu kominn með 3/330ish vitleysingja sem hafa hag okkar landsmanna á meðan restinni þessum 327ish er skítsama um hag okkar.

Þú virðist halda því fram að ESB sé með vald til að setja þau lög sem þá langar hér á landinu út frá texta..

Því þannig er staðan nákvæmlega núna.  Við tökum við Rammalögum frá ESB og verðum að innleiða þau.  Höfum ekkert um þau að segja.

Það setur enginn lög á þessu landi nema alþingi, ekki ESB, þetta breytist innan ESB þar sem við erum skylduð til að taka upp lög ESB innan þess, það er auðvelt að álykta út frá þessu, þ.e. að ESB verður með löggjafarvaldið fyrir Ísland ef það er innan ESB að Ísland er ekki fullvalda þar.

Hér ertu komin með vott af rökum, þú ert mjög duglegur að kalla allt sem þér líkar ekki gaspur en fylgir því ekki eftir með neinum rökum.

Halldór Björgvin Jóhannsson, 28.9.2009 kl. 15:23

37 Smámynd: Þórður Bragason

Það ætti nú bara að selja aðgöngumiða inn á þetta blogg.  Sammála Jóni Steinari, trúmál og evrópumál eru e.t.v sami hluturinn.

Þórður Bragason, 1.10.2009 kl. 20:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband