Enn reyna bankarnir að plata fólk...

...og reyna ekki bara. Yfirleitt tekst þeim það og örugglega verða einhverjir sem taka þessu höfðinglega boði Íslandsbanka sem þýðir einfaldlega að bankanum tekst að stela ögn meiru af þeim skuldsettu.

Allir sem taka þessu boði um að breyta erlenda láninu í innlent munu tapa peningum þegar krónan styrkist. Þessi lán eru til fleiri ára og sum áratuga. Krónan mun auðvitað styrkjast um meira en 25% þegar fárinu linnir. Þeir sem skulda í erlendu létu plata sig þegar þeir tóku lánin á tímum hágengis og nú er reynt að plata þá aftur með því að umreikna lánið í krónur á tímum lággengis. Lánin sem fólk umbreytir núna í krónur lækka ekki þegar krónan styrkist.

"Við værum ekki að bjóða upp á þessi lán ef við teldum ekki að þetta hjálpaði okkar viðskiptavinum," segir Birna bankastjóri í samtali við Morgunblaðið. Hvað hét annars glæpakvendið sem Megas söng svo fallega um hér um árið, glæpakvendið var það Birna eða Stella. Skyldi þó ekki vera að hún sé komin í Íslandsbanka. 

Grínlaust þá falla nú mjög þau rök að ríkisbankar séu betri en einkagræðgisbankar.


mbl.is 25% lækkun höfuðstóls lánanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Þeir breyttu forsendum allra lána með beinum aðgerðum, þegar þeir tóku stöðu GEGN gjaldmiðli ríkisins, einhvertíma hefði það þótt óviðurkvæmilegt og þeir sem það gerðu, varla taldir með heiðarlegu fólki.

Lífeyrissjóðirnir sem fengu að lána í erlendri mynt erlendis og kaupa verðbréf í útlöndum, urðu til þess, að krónan féll og svo tóku bankarnir við og felldu gegnið vísvitandi og með reglubundnum hætti eins og kemur fram á línuriti sem birtist bæði á AMX og M5

Mín kynslóð hefur tvívegis misst allt okkar eigið fé úr íbúðunum okkar.  Fyrst vorum við að greiða Skuttogaralánin sem lánuð voru til uppbyggingar skipaiðnaði í útlöndum í formi Skuttogara oftast í það minnsta 100% af kostnaði en oftar mun hærri upphæð.

Svo núna þegar  verið er að greiða halana sem hinir kláru bankamenn, sem fengu há laun, vegna ÁBYRGÐAR OG VEGNA SAMKEPPNI FRÁ ERL BÖNKUM um snilli þeirra. (hef ekki enn séð þessa eftirspurn, né ábyrgðartilfinningu)

Nóg í bili

Miðbæjarihaldið

Bjarni Kjartansson, 28.9.2009 kl. 16:00

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

ÉG skipti aldrei við aðra en Pétur í Sparisjóðnum, þar er maður ekki hlunnfarinn.

Ásdís Sigurðardóttir, 28.9.2009 kl. 16:02

3 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Fyrir tveimur árum stóð japanska jenið í 0.5 og fyrir ári í 0.9 og núna í tæplega 1.4 þannig að 25% afsláttur af þessu hruni krónunnar er lítið annað en lélegur brandari.

Evran var fyrir tveimur árum í 85, fyrir ári 125, núna í rúmum 180.

Krónan hefur stöðugt haldið áfram að hrynja þrátt fyrir sovéska tilburði við verslun með hana enda tekur ekki nokkur einasti heilvita maður lengur minnsta mark á hægri og vinstri kommúnistum fjórskipta einflokksins sem hafa verið hér við völd. Sjálfsagt mun hún hækka aftur þegar botni er náð en höft með gjaldeyrisviðskipti gera aðeins illt verra og hámarka skaðann. Væri þessum kjánalegu höftum aflétt efast ég um að evran færi í meira en 250-300 kr. fyrst í stað en síðan ætti hún fljótlega að stabíliserast í kringum 200. Að vísu er trúverðugleiki fjórskipta einflokksins og seðlabankinn uþb. núll sem gæti þýtt að botninn fyndist ekki fyrr en við 500-1000 kall, sem aftur gæti skýrt aumingjahátt og úrræðaleysi þeirra anga einflokksins sem nú eru við stjórn sem og gervistjórnarandstöðunnar.

Baldur Fjölnisson, 28.9.2009 kl. 17:15

4 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Seðlabankinn reyndi í örvæntingu að halda fjármagnsinnflutnings- og gengissápukúlunni gangandi með stöðugum stýrivaxtahækkunum árum saman en eftir hækkunina í byrjun nóvember 2007 sprakk sú blaðra endanlega og gengi krónunnar byrjaði að hrynja og í kjölfarið hrundu bankarnir og trúverðugleiki stjórnvaldanna.

Raunar sáust hættumerkin þegar á miklu falli krónunnar frá síðla árs 2005 fram á sumar 2006 en raðlygurum í bönkunum, ríkisstjórn og seðlabanka og leppum þessarra afla á ruslveitum tókst þó einhvern veginn að tefja endanlegt hrun (með hámarksskaða fyrir land og þjóð) allt til fyrrahausts.

Baldur Fjölnisson, 28.9.2009 kl. 17:31

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

En Bjarni, hækka lánin (sem breytt hefur þá verið í ísl. krónur), þegar krónan styrkist? Nei, þau hækka þá ekki neitt. Hitt er alveg rétt, að þetta er slóttugt bragð af hálfu Íslandsbanka, hann myndi græða stórlega á því að hafa afsláttinn ekki nema 25% (50% væri eðlilegra). Myntkörfulánin voru ólögleg, eins og nýlega er komið fram, og ekki sízt með hliðsjón af því, að mörg þeirra voru alls ekki greidd út í þeim erlendu gjaldmiðlum, sem þau voru og eru eru skráð í. Þetta er allt eitt allsherjar blöff eins og fleira hjá þessum bönkum, og sannarlega ætti að stinga einhverjum í steininn út af þessu (og ekki taka Grjótið á Skólavörðustíg úr notkun, það passar einmitt vel utan um svikula bankastjóra). – Með kærri kveðju og hananú,

Jón Valur Jensson, 28.9.2009 kl. 18:40

6 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Þessi síðasti er reyndar á fullu við að prómótera stærsta og langseigasta nígeríublöff allra tíma, einhvern ósýnilegan galdrakall uppi í himninum sem enginn - ever - hefur sannanlega orðið var við og kostar þetta hálfvitalega blöff skattgreiðendur milljarða árlega og þarf virkilega að koma þessum fjársvikurum eins og öðrum úr umferð.

Baldur Fjölnisson, 28.9.2009 kl. 19:04

7 Smámynd: Jón Valur Jensson

Gerðu ekki lítið úr sjálfum þér, Baldur.

Jón Valur Jensson, 28.9.2009 kl. 20:48

8 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Baldur, þetta með Nígeríublöffið............ var það sem sagt fundið upp í Jerúsalem?

Er sannfærður um að kallinn hafi verið til sem mikill mælskusnillingur og haft flotta sýn á lífið og tilveruna en því miður verið markaðssettur sem minjagripur af klíku seem hann hefði ekkert viljað eiga saman að sælda við.

Risavöxnu 2000 ára Nígeríusvindli sem gefur af sér þúsundir milljarða á ári og þúsundir misnotaðra barna. Eru ekki yfir 7000 prestar í Bandaríkjunum einum saman sem hafa verið sakaðir um misnotkun barna?  En kirkjan hefur efni á skaðabótum og lögfræðikostnaði. Minna efni á umtali.

Ævar Rafn Kjartansson, 28.9.2009 kl. 21:38

9 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Já, þetta nígeríusvindl hefur kostað mörgum mjög svo raunverulegar þjáningar í jesú nafni. Blindur trúnaður á opinberar lygar er ekki hollur eins og okkar þjóðfélg mun vonandi einhvern tíman átta sig á. Amen og kúmen.

Baldur Fjölnisson, 28.9.2009 kl. 23:21

10 identicon

Er ekki bankinn enn og aftur að plata fólk?

Færa yfir þegar krónan stendur hvað lægst og þannig að leiðrétta gegnisjöfnuð bankans.

Einnig að laga áhættu bankans með því að færa verðtryggð yfir í óverðtryggð.

7,5% vextir til 5 ára ?

siggi (IP-tala skráð) 29.9.2009 kl. 14:42

11 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Að mínu mati hefur Icesave-stjórnin ákveðið að Evran eigi að standa í 180 Krónum. Ef menn líta á Mynd 2, sem ég birti á nýlegu bloggi, þá blasir þetta við:

http://altice.blog.is/blog/altice/entry/955108/

Sjáið hvernig genginu er stýrt með inngripum á gjaldeyrismarkaðnum. Seðlabankinn hefur varið gjaldeyri sem samsvarar 13 milljörðum Króna á síðustu 10 mánuðum til stilla gengið á þennan stað.

Ástæðan fyrir þessu gengismarki er að Seðlabankinn/ríkið verður að eiga afgang af viðskiptum við útlönd, ef hægt á að vera að greiða Icesave og aðra reikninga. Allt tal um hækkandi gengi Krónunnar í framtíðinni er blekking !

Loftur Altice Þorsteinsson, 30.9.2009 kl. 00:44

12 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Erlendir aðilar eiga yfir helming allra útistandandi ríkisbréfa og þrjá fjórðu ríkisvíxla. Það skiptir því í raun engu hvaða hlutar fjórskipta einflokksins eru við stjórn, það verður aðeins leppstjórn erlendra eigenda landsins. Núverandi leppar hafa mest reynt að halda í horfinu og kaupa eigendunum tíma til að losna við hrynjandi krónueignir yfir í aðra gjaldmiðla.

Baldur Fjölnisson, 30.9.2009 kl. 09:15

13 Smámynd: Ísleifur Gíslason

Mætum öll á Austurvöll á morgun kl 13:00 til að mótmæla fjárkúgunartilraunum ríkisstjórnarinnar í þágu Breta, Niðurlendinga og AGS.

ÁFRAM ÍSLAND
NEI við ESB  -  NEI við Icesave - NEI við AGS

Styðjum Samtök Fullveldissinna
http://www.fullvalda.is

http://fullvalda.blog.is/blog/fullvalda/

Ísleifur Gíslason, 30.9.2009 kl. 13:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband