Dýrmætur skandall

Sjálfstæðismenn leika undarlegan leik í Icesavemálinu og ekki trúverðugan þar sem ríkisstjórnin hefur þó náð fram samningi miklu mun betri en þeim sem Geir og Árni lögðu drög að fyrir ári síðan. Að ekki sé talað um að frumorsök Icesave eru afglöp Sjálfstæðisflokksins.

Það var þessvegna dýrmætt fyrir Birgi Ármannsson að' geta  baulað á Steingrím fyrir að hann skuli missa út úr sér ósmekklega pillu um vaxtarlag Tryggva Þór Herbertsson.

Illugi Gunnarsson var í fréttaviðtali á RÚV núna áðan og á honum að skilja að flokkur gæti þurft þennan vetur allan til að súrmúlera yfir nýja Icesave frumvarpinu. Það fer að gilda ágætlega um Sjálfstæðismenn það sem gömlu kreppukommarnir  sögðu:

Hvað varðar mig um þjóðarhag!


mbl.is Sagði framkomu Steingríms hneyksli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þráinn Jökull Elísson

Orð í tíma töluð Bjarni. Takk fyrir góða pistla allar götur frá því ég uppgötvaði síðuna þína. Kveðja.

Þráinn Jökull Elísson, 19.10.2009 kl. 19:45

2 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

rétt hjá þér Bjarni, en framsóknarmenn hafa ekki verið skömminni skárri. á fullu í að reyna að fella pólitískar keilur. án árangurs. í stað þess að leggjast á sveifina og reyna að leysa vandann.

Brjánn Guðjónsson, 19.10.2009 kl. 21:38

3 identicon

Endemis vitleysa, enda margoft búinn að segja þér það.

Darling og Bos eru stjórnmálamenn - Bos að meira að segja á uppleið, en Darling sennilega á útleið. Hvor um sig hugsar aðeins um það hvernig kjósendur þeirra túlka hlutina. Enda voru þeir fljótir að bjóðast til að eyða skattpeningum þegna/borgara landanna sinna í það að bæta viðskiptavinum bankans tapið, meira segja langt umfram hluta tryggingasjóðsins, 20887 Evrur. Það sló á óánægjuraddir, sem og yfirlýsingar um að samkomulag yrði um að leysa sk. IceSave deilu, sem orsakaðist fyrst og fremst af hræðslu manna um kerfishrun. Leikurinn í Lundúnum, að taka alla peninga af breska bankanum Singer Friedlander og ferja til ING var til að hræða aðra - skapa fordæmi. Þetta á allt eftir að koma í ljós. Sannleikurinn er ekkert sérstakur spretthlaupari, en fjandanum betri í langhlaupunum. 

 - IceSave samningurinn varð ekki vandamál fyrr en búið var að skrifa undir hann. Og nú er búið að skrifa undir hann aftur. Var ekki einu sinni nóg?

Allt til að friða ESB sinna.

Essasú?

-sigm (IP-tala skráð) 19.10.2009 kl. 21:55

4 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Nú þykja mer gömlu ihöldin ver farin að tröllríða hvor öðrum  Bjarni !!!!/Kveðja Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 19.10.2009 kl. 22:01

5 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

"Leikurinn í Lundúnum, að taka alla peninga af breska bankanum Singer Friedlander og ferja til ING var til að hræða aðra - skapa fordæmi. Þetta á allt eftir að koma í ljós"

sigm, bretar hafa gefið út, minnir mig, að ástæða þess að þeir gripu til umræddra aðgerða gegn KSF hafi verið að bankinn hafi ekki verið fær um að sinna innstæðueigendum og hafi beisiklí verið kominn í þrot  (man ekki nákvæmega hvernig það var orðað)

Sjáðu til, það er ekkert langsótt að ýminda sér að þegar tveir íslenskir bankar voru fallnir - þá hafi skapast hálfgert rönn á íslenskt tengda banka td. í Bretlandi.  Það þarf ekkert mikið hugmynaflug til að ýminda sér eitthvað slíkt.

Og það leiðir þá hugann að aðgerðum stjórnvalda í fyrra að upphaflega var eins og þeir héldu að inngripin í Glitni gætu bara staðið ein og sér og hefðu ekki keðjuverkandi áhrif - og þegar LB var farinn þá héldu þeir það sama o.s.frv.

Eftir á að hugsa (og já það er auðvelt að vera vitur eftir á) þá náttúrulega voru talsverðar líkur, vegna samtengingar íslensku bankanna og fleiri þátta sem spyrti þáí rauninni saman, að þegar eitt spil væri búið að gefa sig  þá myndi náttúrulega borgin hrynja.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 19.10.2009 kl. 22:16

6 Smámynd: Eiður Svanberg Guðnason

 Bjarni, ég þekki fjölmarga Sjálfstæðismenn  um og yfir miðjan  aldur sem  gjörsamlega ofbýður lýðskrum og tvískinnungur  forystunnar. Það sama  gildir um marga liðsmenn þíns  gamla  flokks, Framsóknar, varðandi strákana sem nú stýra Framsókn.

Rétt er að  athugasemd  Steingríms í dag var óviðeigandi. En tilefni hennar  framígjamm Tryggva Þórs  var eiginlega verra. Það er nýr  siður á  Alþingi ,vondur siður, þegar andstæðingar  ræðumanns reyna að kæfa orð hans  með  framíköllum.  Stundum sl. sumar var þetta verra  en málfundir í  gaggó í gamla daga.

PS Hver heimsókn í Bókakaffið þýðir fimm bækur hið minnsta !

Eiður Svanberg Guðnason, 19.10.2009 kl. 22:46

7 identicon

Hvað þarf að selja margar bækur fyrir einn vaxtadag af Icesafe?

Spyr sá sem ekki veit.

Aðstæður eru allt aðrar en fyrir ári síðan.  Það vita flestir.  Auk þess hefur samningurinn lengst mikið og allt á verri veg.

Og þar að auki enn klárara en áður að þessi samningsgerð er ekki eftir lögum og reglum gömlu Evrópu. 

Þessi samningur er siðlaus.  Alveg eins og Steingrímur. 

Jón á skeri (IP-tala skráð) 19.10.2009 kl. 23:25

8 Smámynd: Ísleifur Gíslason

Hvaða gagn er að því að karpa um hver byrjaði þegar ríkisóstjórn Jóku og Steinskalla vinna hörðum höndum við að hlekkja börn okkar og barnabörn í skuldafangelsi Icesave og AGS.

Það sem hefði verið vit er að setja áDebt Moratorium = frystingu skulda. Þannig borgum við þær skuldir sem við teljum okkur skylt að borga, þegar og ef við getum.

NEI við ESB  -  NEI við Icesave - NEI við AGS

Styðjum Samtök Fullveldissinna
http://www.fullvalda.is

http://fullvalda.blog.is/blog/fullvalda/

Ísleifur Gíslason, 19.10.2009 kl. 23:50

9 Smámynd: Björn Finnbogason

Voru Finnur Ingólfsson, Gunnlaugur Sigmundsson, Ólafur Ólafsson, Halldór Ásgrímsson, bankaráðsbjáninn í Landsbankanum, svona til að nefna einhverja!, þá samferða þér í skóla?

Að jafna einhverjum hugmyndum í október fyrir ári síðan, við sápuóperuna sem búin er að vera í gangi er too much -meira segja úr þínu höfði!

Kaupin á Búnaðarbankanum er nú ein mesta bullaðgerð sem sést hefur og er þá allt meðtalið!  Líka útrásin!  Peningarnir sem útrásarvíkingarnir voru að leika sér með voru þó til!!! Meira en hægt er að segja um þýska bankann sem fundinn var upp til að kaupa Búnaðarbankann á sínum tíma.  Hvernig fór með Vís, Esso, Samskip og sambandsfyrirtækin?  Var þessu ekki úthlutað til gamalla framsóknarmanna af gamla skólanum?

Björn Finnbogason, 20.10.2009 kl. 00:16

10 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Sjálfstæðismenn væla um að ekki megi horfa til baka, heldur verði að horfa fram á veginn..... sem er hin mesta fásinna hjá þjóð sem verður að læra af mistökum fortíðar.  En þeir eru náttúrulega hræddir og málflutningur þeirra hjáróma, sér í lagi á blogginu þar sem önnur hver athugasemd þeirra inniheldur kjánaleg uppnefni á Jóhönnu og Steingrím. 

Anna Einarsdóttir, 20.10.2009 kl. 08:53

11 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Það er mjög gott að afturvirkar ríkisstjórnir hafi svona mikil völd á Íslandi. Það eykur nefnilega framboðið. 

Má ég þá ekki velja úr lista yfir fyrrverandi ríkisstjórnir hvaða ríkisstjórn ég vil hafa við völd núna? Einhver með góðar uppástungur? Hvað með t.d. eina ríkisstjórn Ólaf Thors? Er það samþykkt?

Sem sagt: Ef við kjósum strax aftur núna í dag þá náum við kannski að fá núverandi ríkisstjórn Steinhönnu Evrópusambandsdóttur til valda í dag (ekki til Valda heldur til valda). En það verður greinilega að gerast leiftursnöggt og sennilega í skjóli einhverar Skjaldborgar áður en þessi mögueliki hverfur af matseðlinum. Nema að menn hafi kannski átt við Skjald Kirtil. Maður veit sko aldrei. 

Ekki það að ég beri mikið traust til dagskammta stefnu (kvantamekanik) Sjálfstæðisflokksins. En skófla er nú samt skófla og það er hún sem vinnur verkin, sama hver gróf holuna. Ýtustjórinn er með skófluna. 

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 20.10.2009 kl. 08:59

12 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Það eru ósannindi,- ekki þér sæmandi, -að segja viljayfirlýsingu um skoðun Tryggingasjóðs bankana jafngilda samningi eða einhverju sem bundið gæti stjórnvöld.

Ekki einu sinni Bretar halda því fram þó svo ljúgfróðir Kratar og Kommar sífri á þessu.

Mjög er mér órótt yfir því, að stjórnvöld, sem ættu að sækja rétt okkar en ekki útlendra kúgara, sem forresten hafa viðurkennt í yfirlýsingu, að þeir ætli að HÆTTA að nota AGS sem handrukkara skv yfirlýsingu Breta og Hollendinga í gær)

Þó svo, að mér hafi þótt Geir linur og um of auðsveipur erlendu valdi, hvarflar ekki að mér að ´jafna honum við þau skötuhjú sem nú fara fyrir Stjórnarráðinu.

Allt  er falt að því er virðist fyrir aðgöngumiða að ESB.

Börnin mín og barnabörn verða að greiða þessi ósköp og mér eru búin all miklu verri kjör, það sem eftir er minni dvöl hérna  megin grafar, allt vegna hugleysis og undirlægjuháttar manna sem vildu okkur undir erlendar Nýlenduþjóðir.  Því trúa mátt þú því, að ekkert verður örendið gegn fjöldanum þegar við erum loks komnir sem ör hreppur í Evrópu.

Vonandi snýst þér hugur, því að ósekju jafnar þú millileikum við samninga undirritaðir af undirmálum og falsi.

Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 20.10.2009 kl. 10:53

13 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Nú finnst mer rithöfundurinn og skáldið búin  að taka völdin hjá þér Bjarni,snúist bara eins og Steingrímur 180'/Kveðja Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 20.10.2009 kl. 20:36

14 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Sæll Bjarni

hefði ekki verið réttara að tala um vaxtarlag Tryggva Þórs Herbertssonar?

Sigurður Hreiðar, 21.10.2009 kl. 16:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband