Sendimaður til ættgöfugra Afríkumanna

img_5260.jpgÉg er eiginlega hálfslæptur ennþá eftir stundum helst til tíðindamikla daga. Í gær var mikið teiti út af bókinni minni og í nótt keyrði ég svo ungan mann til Afríku, eða eins langt og fara má í slíku ferðalagi á litlum fjölskyldubíl. 

Egill minn er semsagt grínlaust lagður upp í enn eina heimsreisuna, nú með fyrstu viðkomu í Addis Abeba í Eþíópíu. Þaðan munu svo leiðir liggja eitthvert enn lengra út í buskann og jafnvel að hann leiti að Livinstone. Það verður vonandi hægt að fylgjast með á bloggsíðu stráksins sem hér sést veifa okkur að vísu ekki af þakinu hér heima en samt af heimili sínu frá í sumar í í New York. Yngri drengurinn sem er nær á myndinni er Gunnlaugur. Hann er sem betur fer heimakærari þannig að enn tekur því að sjóða kartöflur hér á Sólbakkanum.

(Eþíópía er fornt menningarland sem sést meðal annars af því að þeir skuli eins og almennilegt fólk hafa stafinn þorn í nafni lands síns, sem er nú meira en hægt er að segja um útlendinga yfirleitt. Sannast hér hið fornkveðna að útlendingar eru misjafnir eins og annað fólk og best gæti ég trúað að þeir þarna úti séu ættfróðir og tali hrafl í íslensku.)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hlakka til að fylgjast með ferðum hans, skemmtilegur penni.

ASE (IP-tala skráð) 21.10.2009 kl. 16:49

2 identicon

Félagi Bjarni !

 "út  vil ek" - sagði annar Egill !

 Ef strákur líkist karli föður sínum, gæti hann orðið nýr Stanley ! ( I presume !)

 Hinsvegar ætti hann að dvelja " daglangt" í Eþíópíu.

 Já, jafnvel gerast kristniboði meðal landa hans sem þar starfa við boðun Orðsins.

 Gæti orðið snjall prédikari - hlýtur að hafa erft eitthvað, t.d. málsnilli " pabba gamla" ??!

 Hann er þó það sem Rómverjar sögðu forðum.: " Una et eadem persona" - þ.e. " Eru af sama holdi" !

Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 21.10.2009 kl. 17:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband