Stormur í vatnsglasi og aumkunarverð stjórnarandstaða

Uppákomur í Icesave-málinu eru einn stöðugur farsi. Í dag upplýstist að gögn sem enginn raunverulegur trúnaður var á birtist á Wikilekia og Morgunblaðið sló því upp sem stórfrétt.

Reyndin er að í bréfum Indriða og AGS er sárafátt merkilegt og þessi bréf hafa verið aðgengileg þinginu um nokkurn tíma. Af sama tagi er sá æsingur að formenn fjárlaganefndar telja það vitaskuld ákvörðun nefndarinnar en ekki þingflokksformanna hvernig nefndin hagar störfum sínum. Skandalar í þessu máli gerast ómerkilegri og ómerkilegri með hverri vikunni og allt hugsandi fólk er komið með grænar.

Staðreyndin er að frekari tafir þessa máls þjóna ekki íslenskum hagsmunum og málþóf stjórnarandstöðunnar opinberar þann nöturlega sannleika að þingmenn hugsa meira um hag sinna flokka en sinnar þjóðar.

Það er í raun og veru enginn pólitískur ágreiningur um það að Icesave-samnningarnir eru ósanngjarnir og tilkomnir fyrir þvingun og ofbeldi gamalla nýlenduvelda en það er samt engin önnur leið fær í augnablikinu en að loka málinu með þeim fyrirvörum sem náðst hafa í samningum. Það að draga málið getur orðið til að veikja stöðu okkar enn meira og gera skuldafjallið enn illvígara ef afleiðingin verður enn frekari gengisfelling og verra lánshæfismat.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Eyjólfur Jóelsson

Við í vinnunni vorum einmitt að tala um það að alþingi verður að fara að hætta þessum sandkassaleik og fara að afgreiða Icesavemálið á hvorn veg sem það fer svo við getum farið að snúa okkur að því að fara að byggja upp og hreinsa til þar sem það þarf ,það er með öllu ólíðandi þegar heimilin brenna og margur maðurinn hefur vart til hnífs eða skeiðar skuli menn enn vera að ræða mál sem við héldum að væri útrætt,margir eru orðnir reiðir yfir slugsaháttinum á þingmönnum sama hvar þeir standa og ég er það allavega ,Takið ykkur saman í andlitinu og farið að afgreiða þetta mál þannig að hægt sé að fara að snúa sér að öðrum málum ,það er alveg ljóst að ekkert mun gerast hér á landi fyrr en ICESAVE MÁLIÐ ER KLÁRAÐ .Ef við ákveðum að rétta Hollendingum og Bretum fingurinn þá er að taka á því en ég held að það sé óráð ,ég held við sitjum uppi með þennan samning og verðum bara að gera okkar besta á þeim 7 árum sem við höfum til stefnu.

Guðmundur Eyjólfur Jóelsson, 7.12.2009 kl. 20:43

2 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Forsetinn getur ekki með góðri samvisku vikið sér hjá að vísa málinu til þjóðarinnar sem vill ekki kaupa þennan aðgöngumiða að ESB.

Sigurður Þórðarson, 7.12.2009 kl. 21:03

3 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Bjarni.  Þér getur ekki verið alvara?

Axel Þór Kolbeinsson, 7.12.2009 kl. 21:46

4 Smámynd: Jón Ólafur Vilhjálmsson

Af hverju sækja Bretar og Hollendingar ekki þetta sem þeir þykjast eiga hjá okkur eftir hverju eru þeir að bíða?

Jón Ólafur Vilhjálmsson, 7.12.2009 kl. 22:00

5 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sæll félagi Jón Vilhjálmsson og takk fyrir konuna og skemmtilega ræðu.

 Það þýðir ekkert fyrir þa´að sækja málið fyrir dómstólum en þeir eru með hreðjastak á Samfylkingunni  sem langar inn í ESB. Vinstri grænir eru svo meðvirkir að þegar Samfylkingin er klipin í punginn skrækja Vinstri grænir. Meira að segja Bjarni Harðarson er að læra þetta.

Sigurður Þórðarson, 7.12.2009 kl. 22:14

6 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Nú skil ég af hverju Bjarni Harðarson er ekki þingmaður og verður trúlega ekki aftur.

Sigurgeir Jónsson, 7.12.2009 kl. 22:52

7 identicon

Félagi Bjarni !

 Oft hefurðu skotið hnitmiðað í mark -sér í lagi þetta" : Þingmenn hugsa mest um hag sinna flokka" !

 Fyrir vinstri-rauða  eru 4 - segi og skrifa fjórir - fallvaltir ráðherrastólar meira virði en - 700 MILLJARÐA skuldabaggi á börn þeirra og afkomendur.

 Félagi !

 Þér eru fullkunnug orð vesalings Jóhönnu þá er hún sagði á Alþingi að "okkur beri  engin lagaleg skylda að greiða þetta".

 Þrjátíu þúsund landar þínir hafa þegar staðfest þessi orð hennar með undirskriftum.

 Kjarninn er, að það hafa nær " engir fyrirvarar nást" !

 Snjalla mótorhjólafrík !

 Vaknaðu !

 Vertu með í þeim skara þinna landsmanna sem neita að afhenda landið okkar góða - í greipar gamalla nýlendu-þjóða !

 Haldirðu þessum skoðunum til streitu, átti lengi óuppgerð sálarsár, eða sem Rómverjar sögðu .: "" Tacitum vivit sub pector vulnas" - þ.e. " Óuppgerð sálarsorg valda varanlegum skaða " !!e

Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 7.12.2009 kl. 22:52

8 identicon

Takk Bjarni fyrir málefnaleg skrif. Óþolandi þessi upphrópunarumræða samt á umræðuþræðinum á eftir pilstlinum.

Ég, eins og þú, er gallharður andstæðingur ESB en þoli ekki þetta lýðskrum og pólitíska bull í fólki sem er að tvinna þessum tveimur óskildu hlutum saman ESB og IceSlave.

Munurinn er nefnilega sá að við sitjum uppi með IceSlave vegna þess að lýðræðislega kjörinn meirihluti á þingi leyfið þessum reikningum að verða til í skjóli íslenska ríkisins (Sjálfstæðisflokks og Framsóknar fyrst og svo Sjáflstæðisflokks og Samfylkingar). Nú þurfum við að sjá til þess að lýðræðislega kjörinn meirihluti komi okkur ekki inn í ESB án þjóðaratvæðagreiðslu (sem ég er 100% viss um að fellir hvaða samning sem er) og satt best að segja þá treysti ég VG betur til að standa þar vörðinn en Sjálfstæðisflokkinn eða Framsókn!

En, enn á ný, takk fyrir að vera einn af örfáum bloggurm á þessum sorglega vef sem ennþá heldur sig við málefnalega umræðu þó þú sitjir uppi með athugasemdir frá kjánum á borð við þá sem tjá sig hér að ofan.

T.J. (IP-tala skráð) 7.12.2009 kl. 22:57

9 identicon

Þessi skrif þín Bjarni minn þykir mér leitt að sjá, eiginlega bara sorgleg.

(IP-tala skráð) 7.12.2009 kl. 23:47

10 identicon

Það er ekki oft sem ég er sammála þér, Bjarni, en nú bregður svo við að pistill þinn er eins og talaður út úr mínu hjarta.

Gísli (IP-tala skráð) 8.12.2009 kl. 00:34

11 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Helt Bjarni minn að þú værir hættur að nenna að opinbera þitt and-þjóðlega
komúnniska EÐLI svona sí og æ. En í ljósi þess að þú ert Vinstri grænn í húð og hár, (kaust þá í vor) verður maður að skoða þessa and-þjóðlegu
bloggfærslu þína í því ljósi............

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 8.12.2009 kl. 01:05

12 Smámynd: Jón Valur Jensson

Sigurður orðaði þetta hressilega!

En ræðum nú efnið aftur upp á nýtt.

Merkilegt er það, Bjarni vinur vor allra, að þú segir, að þarna hafi verið um að ræða "gögn sem enginn raunverulegur trúnaður var á" og: "Reyndin er að í bréfum Indriða og AGS er sárafátt merkilegt." –

Af hverju var þá ríkisstjórnin að leyna almenning þessu? Hefði bráðabirgðastjórnin t.d. viljað birta þetta fyrir kosningarnar?

Reyndu ekki að segja okkur, að þetta séu bara venjuleg gögn, sem hafi verið laus við leynd, af því að þingmenn fengu (síðar meir) að sjá þau. Þingmenn voru og eru enn krafnir um þagnarskyldu um þessi plögg, og þeir máttu ekki taka afrit af þeim, aðeins fletta í möppunni í leyniherberginu á vegum nefndasviðs Alþingis.

Hér var því eitthvað, sem átti að leyna. Var það ekki einmitt sú staðreynd, að Indriði virðist segja í margumtöluðu bréfi sínu, að ekki megi tala um málin opinberlega fyrir kosningarnar, m.a. vegna hótana (intimidations) Breta?

"I am communicating this information to you in the expectation that you possibly can influence the UK and Netherlands authorities favourably and to inform you that a loan agreement along the previous lines (increased governmental debt) would be politically impossible to accomplish before the election on April 25 and possibly very difficult for a considerable period of time after the elections, in particular because of the aforementioned British report that has revived the discussion (and emotions) on the damaging action of the British government ..." segir hann þar o.fl.

Sbr. einnig þennan vefpistil Sigurjóns Þórðarsonar, fv. alþm. Hann er bróðir Sigurðar hér ofar.

PS. Segðu mér svo ekki, að búið sé að lofa þér þingsæti, eftir að Atli hættir!

Jón Valur Jensson, 8.12.2009 kl. 02:42

13 Smámynd: Þórir Kjartansson

Nákvæmlega sammála þér Bjarni. Ég hitti ekki nokkurn mann, sem kann að meta þennan skrípaleik. Jafnvel gallharðir sjálfstæðismenn eru farnir að efast um  sína menn á Alþingi og er þá mikið sagt.  Sömu sögu er að segja um nýja framsóknarformanninn, hann virðist ekkert hafa til málanna að leggja nema skammir.  Guðmundur Steingrímsson á aftur á móti heiður skilinn fyrir að lýsa frati á þessi vinnubrögð.

Þórir Kjartansson, 8.12.2009 kl. 07:47

14 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Steingrímur Sigfússon er besti ræðumaður þingsins. Ég er samt ekki viss um að það sé endilega klókt hjá þér Bjarni, upp á pólitískan frama, að líma þig á þann arm núna.  Hörðustu fylgismenn Steingríms eru ESB-sinnar og þeir taka þig ekki í sátt nema þú takir skrefið til fulls.

Sigurður Þórðarson, 8.12.2009 kl. 10:28

15 identicon

Mikið hlýtur þú að vera sáttur Bjarni þegar öfgabjálæðingar eins og Jón Valur Jensson og Guðmundur Jónas Kristjánsson lýsa skýlausri andstöðu sinni við skoðanir þínar. Slíkt er merki um mikið heilbrigði hjá heiðarlegum og gegnum þegnum þessa lands.

Hef aldrei þolað að hafa þessa menn (og örfáa af sama meiði) veifandi öfgabullinu í sér í nafndi andstöðu við ESB. Svona menn vinna gegn baráttu okkar fyrir ESB frjálsu Íslandi.

T.J. (IP-tala skráð) 8.12.2009 kl. 19:06

16 Smámynd: Jón Valur Jensson

T.J. þessi synist mér raggeit og EYMingi (aðdáandi EYM, sem eins og allir eiga að vita er Evrópuyfirráðabandalagið), maður sem þorir ekki að tala í eigin nafni; meira þarf ekki um það að segja.

Þórir Kjartansson, ég held þú hljótir að hafa gert betur en þetta í flestum eða öllum þínum innleggjum á netinu hingað til.

Nei, Sigurður, Steingrímur er ekki bezti ræðumaður þingsins. Og þótt hann hafi hæfileika, misnotar hann það sem honum var gefið. Það sem verra er, hann gerist meðvirkur – og í raun ákaflega virkur – í því að leyfa Bretum og Hollendingum að misnota íslenzka þjóð, vaða yfir okkur á skítugum skónum, sækja sér gull í hnefa af afrakstri almennings á næstu áratugum. Sér er nú hver alþýðuforinginn! Hann ætti að fá að ganga í gegnum einhvers konar móttökugöng óbreyttra verkamanna eftir svo sem tíu ár.

Ræðukóngar og ræðudrottningar þingins er það góða fólk sem talaði út frá sönnum hjartans grunni fyrir sannfæringu sinni í fjölmörgum vönduðum barátturæðum fyrir þjóð sína og föðurland.

Jón Valur Jensson, 8.12.2009 kl. 22:20

17 Smámynd: Jón Valur Jensson

Tarna var ég heldur þreyttur. Þetta átti að vera EYB og EYBingi, sem gefur að skilja.

Jón Valur Jensson, 8.12.2009 kl. 22:24

18 identicon

1.000 þakkir fyrir að undirstrika mál mitt öfgabrjálæðingur, Jón Valur Jensson. Fátt hægt að segja annað við fólk eins og þig annað en að skora á þig að leita þér hjálpar á viðeigandi stofnun. Verst þó að þú ert staurblindur á ástand þitt.

T.J. (IP-tala skráð) 9.12.2009 kl. 00:09

19 Smámynd: Jón Valur Jensson

Aumingja T.J. verður að sætta sig við, að enginn tekur mark á kallsi nafnleysingjans, ekki frekar en hvaða götustráks sem öskrar mannorðsníð óséður inn um glugga.

Jón Valur Jensson, 9.12.2009 kl. 10:13

20 identicon

Thanks for sharing nice views here i like the stuff here.

ccna certification training (IP-tala skráð) 10.2.2010 kl. 05:23

21 identicon

I like the site, i was here when i was looking for some good stuff on my exams.

ccna wireless practice test (IP-tala skráð) 10.2.2010 kl. 05:24

22 identicon

Is there any website that provide exact information on ccnp.

ccnp training (IP-tala skráð) 10.2.2010 kl. 05:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband