Ríkissjónvarpið í lið með gangsterum

"Samkvæmt heimildum fréttastofu kosta algengar fartölvur nú um eitt hundrað þúsund krónur í verslunum en rétt er að benda á að samskonar gripi má fá á svörtum markaði fyrir innan við helming þess verðs."

Ofanritað er ekki tilvitnun í Fréttastofu Ríkisútvarpsins né neina aðra þekkta fréttastofu enda hefði tæpast farið framhjá almenningi ef fréttamenn leyfðu sér með slíkum hætti að beina viðskiptum til ómerkilegra smákrimma sem versla í skúmaskotum með þýfi.

Á Íslandi gildir að vera stórtækur og þessvegna birtist í liðinni viku frétt í Ríkissjónvarpinu þar sem íslenskum bókaunnendum var sérstaklega bent á að kaupa jólabækurnar í Bónus en sniðganga bókaverslanir.

Verslanakeðjur eins og Bónus og Eymundsson hafa nú þegar orðið uppvísar að því að skila ekki svo sem skila ber andvirði þess sem þær selja. Fyrir vikið eru  móðurfélög beggja í skiptameðferð.

Nú bendir ekkert til að þjóðin fylgi þessum endemis boðskap RÚV enda veit almenningur sem er að í stórmörkuðum eru aðeins örfáir auglýstir titlar settir niður í verði en aðrir jafnvel seldir á yfirverði. Á sama tíma bjóða margar af bókabúðum landsins staðgreiðsluafslætti og sérkjör sem jafnast í heild á við gyllboð Bónusmanna. Þegar við bætist vönduð ráðgjöf og þjónusta sérverslana má fullyrða að takmörkuðum jólagjafapeningum sé víðast betur varið en á svokölluðum kjarapöllum stórmarkaða.

Heiðarleg samkeppni verslana byggir á skilvísi. Eymundsson og Bónus eru fyrirtæki sem hafa gengið á undan í rándýru auglýsingaskrumi nú fyrir jólin þar sem fyrirtækin reyna að halda því að neytendum að þrátt fyrir gjaldþrot séu þau ennþá að bjóða bestu kjör. Ekkert er fjær sanni og þegar við bætist að skattgreiðendur munu borga milljarða á milljarða ofan í meðgjöf með þessum fyrirtækjum má með sanni segja að bókabrask þessara aðila sé þjóðinni dýrkeypt.

(Áður birt í Mbl.)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Bjarni þetta góð grein og kannski sanneikur i henni mikill,auðviðað setstaklega með bækur þarf að hafa men þarna sem kunna sitt fag,eins og t.d Bóksala sem allt vita um bækur,sjálfur verslar maður ekki við aðra um þær,þarf  leiðsögn og hana færðu ekki i stórmörkuðum,en með matvöru gyldir annað að mínu mati,þar er kúnninn alltaf eða oftast betri að vita hvað hann vill/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 6.12.2009 kl. 16:25

2 identicon

Alveg samála þér hef ekki komið inn í Bónus síðan Krónan opnaði hér á Selfossi. við eigum ekki að styðja glæpamenn

Viðar Magnússon (IP-tala skráð) 6.12.2009 kl. 16:56

3 Smámynd: Haraldur Haraldsson

enn og aftur er komið að þessu með kúk og skít og þann mun,er Helgi i Bíkó eitthvað betri en Jóhannes i Bónus,og svo framvegis/svona áróður er ekki neinum til framdráttar af hverju verslar fólkið þarna þá???Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 6.12.2009 kl. 17:23

4 Smámynd: Gísli Sigurðsson

Bjarni þú skrifar: ,,enda veit almenningur sem er að í stórmörkuðum eru aðeins örfáir auglýstir titlar settir niður í verði en aðrir jafnvel seldir á yfirverði".

Þetta á ekki við um allar verslanakeðjur, ég veit fyrir víst að það er sama afsláttarprósenta á öllum bókum sem seldar eru hjá verslunum Samkaupa hf. Nú veit ég svo sem ekki hvort Samkaup úrval á Selfossi er að selja bækur en ef svo er væri hægur vandi fyrir þig að kynna þér hvort þetta er rétt eða rangt hjá mér.

Gísli Sigurðsson, 6.12.2009 kl. 21:15

5 Smámynd: Þráinn Jökull Elísson

Frábær grein!

Þráinn Jökull Elísson, 7.12.2009 kl. 06:16

6 identicon

heimildum fréttastofu kosta algengar fartölvur nú um eitt hundrað
þúsund krónur í verslunum en rétt er að benda á að samskonar gripi má
fá á svörtum markaði fyrir innan við helming þess verðs."

platform beds (IP-tala skráð) 8.3.2010 kl. 11:57

7 identicon

Nú bendir ekkert
til að þjóðin fylgi þessum endemis boðskap RÚV enda veit almenningur
sem er að í stórmörkuðum eru aðeins örfáir auglýstir titlar settir
niður í verði en aðrir jafnvel seldir á yfirverði. Á sama tíma bjóða
margar af bókabúðum landsins staðgreiðsluafslætti og sérkjör sem
jafnast í heild á við gyllboð Bónusmanna. Þegar við bætist vönduð
ráðgjöf og þjónusta sérverslana má fullyrða að takmörkuðum
jólagjafapeningum sé víðast betur varið en á svokölluðum kjarapöllum
stórmarkaða.

dog bed (IP-tala skráð) 8.3.2010 kl. 11:58

8 identicon

ÉG eins og þessi staður er mjög áhugaverð og ég eins og að bjóða einhverjum öðrum vinum mínum til að sjá það.

bed in a bag (IP-tala skráð) 8.3.2010 kl. 11:59

9 identicon

Vefsvæðið þitt er mjög gott sérstaklega þessa grein er mjög upplýsandi. Allar greinar eru mjög upplýsandi og auka þekkingu mína mikið. Nú gegnir þessari síðu mjög mikilvægu hlutverki í að bæta við nýja kynslóð okkar Good starf .... viðurværi það upp

bed frames (IP-tala skráð) 8.3.2010 kl. 12:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband