Fundaherferð að baki og hanaslagur framundan!

Í gærkvöldi var ég heima hjá mér á virkum degi,- eina svoleiðis kvöldið í langan tíma og við feðgar horfðum á þátt um byltingarleiðtogann mikla Maó Tsetung. Hann var snemma fantur og illmenni.

Lokið er frábærri fundaherferð þar sem komið hefur verið víða við. Síðast í þeirri röð var að halda ostafund hér á Sólbakkanum sem var sunnudagskvöldið og tókst afar vel. Minnistæðustu fundurnir úr þessari herferð eru útifundurinn á Urriðafossi og svo sá í Þorlákshöfn enda urðu þar snörp og skemmtileg átök.

En í kvöld byrjar svo hin sameiginlega fundaherferð, hanaslagur eða ræðukeppni undir skeiðklukku. Þetta er hin formlega kosningabarátta kjörstjórnarinnar og hún stendur í 10 daga. Fundaröðin er svona og byrjar í Hreppum á Efra Seli sem er skammt frá Flúðum.

 

Þriðjudagur 9. janúar kl. 20:30 Hrun. – Efra Sel, Golfskálinn

Miðvikudagur 10. janúar kl. 20:30 Reykholt – Aratunga

Fimmtudagur 11. janúar kl. 20:00 Reykjanesbær – Framsóknarhúsið

Föstudagur 12. janúar kl. 20:00 Grindavík – Framsóknarhúsið

Laugardagur 13. janúar kl. 14:00 Höfn – Nýheimum

Laugardagur 13. janúar kl. 20:30 Kirkjubæjarklaustur – Hótelið

Sunnudagur 14. janúar kl. 16:00 Vík – Ströndin

Sunnudagur 14. janúar kl. 20:30 Hvolsvöllur – Hvoll

Mánudagur 15. janúar kl. 20:00 Árborg – Hótel Selfoss

Þriðjudagur 16. janúar kl. 20:00 Vestmannaeyjar - Akóges salurinn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Góður staður að byrja á, en ég er hrædd um að þar sé ekkert sem getur orðið þér að falli. Reyndu bara að reka tána í þröskuldinn á golfskálanum og falla svo fram yfir þig inn á gólfið. Mér finnst skipta svo miklu máli að svona gerist í upphafi, af því að "fall er fararheill".

Reyndu bara að vera ekki á mikilli ferð svo þú meiðir þig ekki. kv.H.R.E.

Helga R. Einarsdóttir, 9.1.2007 kl. 14:51

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Bjarni.

Það var frábært að lesa frásögn þina af fundi í Ölfusinu um Suðurstrandarveginn og enn frábærara að sjá þína afstöðu í því efni því nákvæmlega er það nú það sem hreinsa þarf út af borðinu í islenskri pólítik að menn lofi þessu og hinu fram og til baka , upp í ermina á sér og fólk sér eðlilega í gegn um ár eftir ár.

gangi þér vel.

 kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 10.1.2007 kl. 02:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband