Bloggfærslur mánaðarins, desember 2011

Kanill útnefndur til Fjöruverðlauna

Ljóðabókin Kanill eftir Sigríði Jónsdóttur bónda í Arnarholti var nú dag tilnefnd til Fjöruverðlaunanna við hátíðlega athöfn í Borgarbókasafninu í Reykjavík. sigga_jons.jpg

Kanill sem er gefinn út af bókaútgáfunni Sæmundi á Selfossi er önnur bók höfundar en 2005 kom út ljóðabókin Einnar báru vatn. Undirtitill Kanils er Örfá ljóð og ævintýri um kynlíf. Það er bókaútgáfa okkar hjá Sunnlenska bókakaffinu, Sæmundur, sem gefur Siggu út, nú sem fyrr og þetta er okkur mikill heiður. kanill_copy.jpg

Fjöruverðlaunin voru fyrst veitt 2007 en að þeim standa Rithöfundasambandið og Hagþenkir. Veitt eru þrenn verðlaun, fyrir fagurbókmenntir, fræðirit og barnabækur. Í fyrri umferð eru tilnefnd þrjú verk í hverjum flokki til verðlauna eða alls 9 en á nýju ári verða svo  þrjú þeirra valin til að hljóta sjálf verðlaunin.

Í umsögn dómnefndar um Kanil segir:

Hreinskiptin og tilgerðarlaus bók, nýstárleg að formi og innihaldi, með sjö ljóðum og einu ævintýri. Bókina einkennir erótík með femíniskum undirtóni auk leiftrandi myndmáls og vísana úr alvöru íslenskri sveitarómantík.


Lobbi ber lof á Kanil

gudm_ol.jpgGuðmundur Ólafsson hagfræðingur og Sigurður G. Tómasson útvarpsmaður dæma bækur þættinum Bubbi og Lobbi á ÍNN.

Þar barst nú í tal bókin Kanill og um hana sagði Guðmundur, þ.e. að segja Lobbi m.a.:kanilll.jpg

Þetta er bók eftir eftir Sigríði Jónsdóttur en hún er bóndi í Arnarholti í Biskupstungum ...  Bókin heitir Kanill og er ákaflega nærfærin og opinská lýsing Sigríðar á ástalífi, alveg óvenjulega  hreinskiptin. Ég verð að segja að þessi bók kom mér verulega á óvart. Ég hvet nú alla til að kynna sér þessa bók.

Betri dóm er eiginlega ekki hægt að fara fram á.

Þáttinn í heild er hægt að hlusta á hér en Kanill er eiginlega akkúrat í miðjum þætti. 


Falskur Þorlákur eða falskur Reykás

Spegillinn birti í gærkvöldi ágætt viðtal við Súsönnu Margréti Gestsdóttusagnfræðing um tilhneigingu manna til að falsa söguna og sveigja að sínum skoðunum og tíðaranda. Súsanna hafði margt ágætt fram að færa og var málefnaleg í tali framan af en skipti svo um þegar þegar hún fór að tala um Þorláksbúð. Orðrétt:

Já eigum við að tala aðeins um þetta kúnstuga mál um Þorláksbúðina sem allar heimildir segja að hafi verið skemma og reist snemma á 16. öld, - og það 350 árum eftir dauða Þorláks helga,  sem skemman hefur verið tengd við og látið í veðri vaka að skemman svona tengist honum og hafi jafnvel verið notuð sem dómkirkja frekar heldur geymsla.

Þetta er hlægileg uppákoma en svo hættir hún að vera hlægileg þegar maður sér að menn rjúka af stað og byrja að hlaða bygginguna upp að nýju með mikilli ánægju án þess einu sinni að vera búnir að fá til þess leyfi vegna þess að hún sé svo merkileg.

En afhverju getur góð skemma ekki verið merkileg eins og hvað sem er annað, afhverju þarf vera að kalla hana dómkirkju en þarna er verið að fara mjög frjálslega með söguna...

Ræða Súsönnu Margrétar líkist helst góðri klippu af Ragnari Reykás þar sem hún endar á að tala um að skemma geti nú verið merkileg eins og hvað annað.

Í fyrsta lagi hefur verið rætt um það að Þorláksbúð hafi einmitt verið skemma, t.d. hér og hér. Það er aftur á móti rangt hjá Súsönnu að húsið hafi aldrei verið notað sem dómkirkja, fyrir því eru heimildir þó enginn haldi að það hafi verið byggt til þeirra nota.

Og það er vafasamt að fullyrða mikið um það hvenær hús þetta var fyrst reist og eiginlega fráleit sögufölsun að efast um að bygging þessi tengist Þorláki helga þó vitaskuld hafi hann ekki verið sjálfur hér að verki.

Eða hvaða annar Þorlákur kemur til greina?


Ánægjulegt og tímabært

Það er ánægjulegt að malarnám á jafnsléttu keppi nú við Þórustaðanámuna. Þó svo að unnin hafi verið mikil spjöll á Ingólfsfjalli með malarnámi þá á sárið eftir að verða enn ljótara á næstu árum. Það er ekki of seint að hætta villimannlegri árás á fjallið okkar.
mbl.is Efnistaka á ræktuðu landi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband