Bloggfćrslur mánađarins, apríl 2012

Menning í samfélagi viđ vöfflujárn

ketill_og_bjarniTeljarinn á vöfflujárninu er kominn í 7384 vöfflur og ţađ kólnađi aldrei í dag og ekki heldur á laugardaginn.

Stemningin í Sunnlenska bókakaffinu var óborganleg ţessa opnunardaga núna um páskana. 

Menning, vöfflur, svolítiđ meiri rjómi, ögn af Jóni Kalmann, mikiđ af Kanil eftir Siggu, sögur af fjólubláum hrossćtum, ljósmyndir Gunnars Marel, djöflaterta, gamlir reifarar á ensku, ćvisaga Páls Ólafssonar, árituđ Petrísk orđabók, kakó međ rjóma, innbundinn Náttúrufrćđingur upp í hillu, soja latté, Melodramer eftir Drachmann, Oscar Clausen, nokkur Burdablöđ og svo margt og svo margt... 

Ađ síđustu kom Ketill Larsen í heimsókn og einn gestanna smellti ţessari skemmtilegu mynd af okkur af ţví ađ viđ erum svo kynţokkafullir. 

(Ljósm.Jóh.Kr.Kristjánss.)


Krossfesting á Arnarhóli

Viđ hjónakornin fórum í Hallgrímskirkju ţar sem í dag voru lesnir Passíusálmar og í sálm-forleik á undan tíunda sálmi var frumflutt verk eftir Elínu, afar fallegt.

krossfesting_arnarholi

Í heimleiđinni ókum viđ svo hjá Arnarhóli ţar sem var veriđ ađ krossfesta mann.

Ţar vantađi ađ vísu alla farísea og Pílatus var einnig fjarri góđu gamni en hinn krossfesti sem sagđist heita Elli frekar einmana. Ađspurđur kvađst hann hafa veriđ á krossi ţessum frá hádegi og gera ţetta í trúarlegum tilgangi. Jú, hann đspurđur sagđist sá krossfesti eiginlega vera kaţólskur. 

Korteri seinna var okkur litiđ á hólinn aftur en ţá var kappinn farinn og sjónvarpsmenn sem mćttu á stađinn virtust grípa í tómt! 

(Ljósm.: Elín Gunnlaugsdóttir.) 


Góđ ţjóđháttamynd

Konan mín fann upp á ţví eftir 25 ára hjúskap ađ nú vćri komiđ ađ ţví ađ fara í kvikmyndahús. Ţađ er ágćtt svona í páskinum. Sáum Svartur á leik sem fyrirtaks vel leikin og grípandi ţó ađ ţađ vanti eiginlega alveg ađ í henni sé einhver saga. Viđ vorum bara ađ ţvćlast um frekar skuggalegt skemmtanalíf. Á leiđinni út hitti ég stráka sem eru algengir hér í húsinu í félagsskap sona minna og spurđi ţá hvort ţetta vćri svona hjá ţeim. Já, sögđu ţeir og voru greinilega ađ skrökva - enda allir ódauđir enn. 

Ef myndin vćri látin gerast í Ameríku er ég ekki viss um ađ ég hefđi nennt ađ horfa á hana í sjónvarpinu. Og ţó, persónurnar voru skrambi sterkar og skemmtilegar.

Ţađ besta viđ myndina er ađ ţetta er ţjóđháttamynd í fyrsta klassa, kannski engin betri veriđ gerđ síđan doktor Haraldur talađi inn á hina stórkostlegu heimildamynd Í dagsins önn. Hér kynnist ţjóđin öllu undirheimahyskinu og til ţess ađ ljá ţessu trúverđugan blć er skellt inn í frćgum afbrotamálum ţannig ađ ţađ litla sem gerist er ţá líklega allt satt í ofanálag. 

Semsagt, fyrirtaks kvöldskemmtun, sérstaklega fyrir ţjóđfrćđinga! 


Ţegar bitiđ er í skjaldarrendur

Fylgishrun ríkisstjórnarflokkanna kemur ekki ađ öllu leyti á óvart en gríđarlegt fylgi Sjálfstćđisflokksins er áhyggjuefni í landi sem varla er risiđ úr ţeirri öskustó sem sá mćti flokkur bjó ţjóđ sinni. Hinir svokölluđu vinstri flokkar hafa unniđ ađ endurreisn landsins međ verklagi auđhyggjunnar og ţađ er varla ađ ţađ örli á umrćđu um hiđ augljósa í hinum vestrćna heimi ađ kapítalisminn er dauđur.

Nú ćtlar Árni Ţór ađ bíta í skjaldarrendur en gleymir ađ ţeir sem ţađ gerđu í hinum gömlu sögum voru nćr undantekningalaust drepnir. Ţetta gerđu illa innrćttir berserkir međan uppskafningslegar hetjur á viđ Kjartan og Gunnar brostu eins og ţeir vćru súkkulađigćjar úr Vesturbćnum. 

Verđur ţetta ekki bara eins núna... 


mbl.is Verđa ađ bíta í skjaldarrendur
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Fyrri síđa

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband