Talað gegn þjóðrembu samtímans
17.6.2012 | 21:35
Það lenti á mér að flytja 17. júníræðuna hér á Selfossi. Ég hef ekki enn verið beðinn um að vera fjallkonan en í því hlutverki var afar væn kona af Fjalli á Skeiðum og ekki hefði ég farið í fötin hennar.
En ég notaði tækifærið og ónotaðist aðeins út í þjóðrembuna sem tröllríður okkar samfélagi seint og snemma. Ræðuna í heild sinni má sjá hér, http://vinstrivaktin.blog.is/blog/vinstrivaktin/entry/1245414/
Á hjóli um allt Ísland
5.6.2012 | 09:15
Ferðalangurinn Egill sem hefur fyrr meir þvælst um þverar og endilangar Asíu og Afríku er nú í kominn vel á veg með hjólareisu um Ísland.
Síðast frétti ég af honum í Oddskarði en hann gerir sér til erindis að taka myndir af öllum sundlaugum landsins. Lauslega áætlað er ferðaáætlunin 3500 kílómetrar sem er samt ekki nema um helmingur þess sem kappinn hjólaði um moldargötur Vestur Afríku.
En þar er ekki rok og sjaldan frost í Afríkutjaldi!
(Myndin er tekin í Skaftafelli um Hvítasunnuna þegar foreldraómyndirnar brugðu undir sig betri fætinum og sóluðu sig með barninu austur þar.)
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
50% afsláttur af gömlum bókum
16.5.2012 | 22:04
Í tilefni af Vor í Árborg er 50% afsláttur af öllum gömlum (notuðum) bókum í Sunnlenska bókakaffinu. Við erum fyrir með mjög lág verð og núna er það hreinlega geggjað. Um að gera að skreppa í kaffi, opið alla daga frá 12-18.
Tilboðið gildir frá því við opnum á hádegi á uppstigningardegi 17. maí til loka bæjarhátíðarinnar klukkan 18 næstkomandi sunnudag sem er 20. maí. (Gildir um allar bækur í hillunum á Austurvegi 22 og aðeins fyrir þá sem mæta á staðinn.)
Á sama tíma efnum við til ljóðasamkeppni þar sem yrkisefnið er bærinn okkar, Selfoss. Ljóðum ber að skila inn undir nafnleynd en í lokuðu umslagi sem fylgir skal koma fram rétt nafn höfundar. Í dómnefnd
ljóðasamkeppninnar eru þau Elín Gunnlaugsdóttir bóksali, Gylfi Þorkelsson og Jón Özur Snorrason sem báðir eru íslenskukennarar við FSu. Ljóðunum verður að skila í verslunina á vorhátíðinni eða í síðasta lagi 21. maí. Þeir sem mæta í verslunina geta fengið blað, skriffæri og umslag til þátttöku á staðnum.
Vegleg bókaverðlaun í boði.
En líkamleg stærðfræði ...
14.5.2012 | 17:25
Þetta er skelfilegt.
Best gæti ég trúað að sumsstaðar væri líka vikist undan að kenna líkamlega stærðfræði og svo fá menn engar einingar fyrir að vera í frímínútum.
Engin bókleg íþróttakennsla í þremur skólum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Aldarfjórðungi síðar
5.5.2012 | 08:40
...og tuttugu og fimm árum síðar erum við stödd í Tallink í Riga eða Ritz í Tallin og nú segist hún ætla að hlaupa en ég fæ þá bara auka expresso á meðan og kaupi mér plastskó af rússneskri alþýðunni.
Best eru húsin hér, ægimikil og forn en forsetahöllin sem sést á myndinni er frekar íburðarlítil. Þar inni geta menn og konur fengið mænuígræðslur en við sleppum því og förum frekar til Jurmala þar sem Elín ætlar að dýfa tánni ofan í Eystra Saltið.
Vonandi samt bara sinni tá en ekki minni en eftir langt hjónaband veit maður samt aldrei og bara hlýðir.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Baráttukveðjur
1.5.2012 | 09:22
Bloggari sendir íslenskum vinstri mönnum og öllum almenningi baráttukveðjur í tilefni dagsins. Aldrei hefur samstaða raunverulegra vinstri manna verið mikilvægari en einmitt nú. Markaðssinnaðir ESB kratar eru á góðri leið með að hrekja þjóðina aftur í fang hægri manna.
Og hvaða tilraunir gera þeir næst á okkar samfélagi ...
Davíðshús - tólf stig
27.4.2012 | 07:47
Ég hef oftast misst af júróvísjón en minnir samt að tólf stig séu þar fullt hús stiga. Davíðshús á Akureyri fær tólf stig. Hér er afar gott að vera, gott að skrifa og bærinn er einstaklega þægilegur. Mátuleg heimsborg fyrir Flóamann, í þessum höfuðstað er allt og samt ekki of af neinu. Eymundsson, fornbókabúðin hjá Olgu og Amtsbókasafnið. Hvað þarf maður meira? Jú, Bautinn ef maður nennir ekki að sjóða hrossaket heima hjá sér.
En allir draumar taka enda og í dag er heimfarardagur. Friðrik Olgeirsson segir frá því í ævisögu Davíðs að hann hafi tekið höfðinglega á móti gestum en hellti samt ekki upp á könnuna enda var það kvenmannsverk og hann konulaus, hvunndags allavega. Þess í stað bauð hann gestum upp á gos, viskí og tóbak.
En heimur versnandi fer. Ég þarf nú að enda mína sæluviku hér í norðrinu á að skúra! Hvað hefði Davíð gert í mínum sporum?
Smá ESB lýðræði ...
26.4.2012 | 09:58
ESB og lýðræðið eru andstæður.
Það að Sarkozy lofi að það verði kosið um ESB sáttmála eru nú talin svik við hinar ESB þjóðirnar. Síðast þegar Frakkar fengu að kjósa um eitthvað tengt ESB þá felldu þeir nýja stjórnarskrá sambandsins. Kosningin var svo ógilt með því að skipta um nafn á plagginu og kalla það Lissabon sáttmála.
Sarkozy lofar þjóðaratkvæði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Skemmtanagildi
25.4.2012 | 12:35
Þegar á það var bent í ársbyrjun að Hreyfingin hefði gengið til liðs við ríkisstjórnina og verði hana nú falli þá þrætti Þór Saari fyrir það og hafði uppi stór orð um þá vondu menn sem héldu slíku fram.
Nú segist Þór aftur á móti ætla að hætta að styðja stjórnina nema gengið verði að nýjum skilyrðum. Það er skrýtið að ætla að hætta að gera eitthvað sem maður hefur aldrei gert.
Það eru menn eins og Þór Saari sem gefa fréttatímunum skemmtanagildi.
Tilbúnir að styðja vantraust | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Við Mensalder ...
24.4.2012 | 11:27
Við Mensalder erum á Akureyri. Það er nautnalega gott að sitja hér í höfuðstað Norðurlands við skriftir. Elín var með mér hérna fyrstu dagana, svona meðan ég var í aðlögun og við gengum á beitarhúsin í Vaglaskógi á afmælisdaginn hennar. Svo flaug hún suður og ég er hér einn eftir, einn með Mensa.
Mensi hét fullu nafni Mensalder Raben Mensaldersson og var bóndi í Húsum í Ásahreppi. Ég er þessa dagana að leggja lokahönd á skáldævisögu um þennan fátæka 20. aldar bónda og konurnar í lífi hans. Þetta er semsagt ástasaga, eldheit ástasaga úr íslenskri sveit af konunum sem bitust um hann, konunni sem hélt í hann og konunni sem beið eftir sínum Mensalder.
Við þessir venjulegu eiginmenn og eitt sinn unnustar getum aldrei látið okkur dreyma um að komast með tærnar í sporin hans Mensa í Húsum.