Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Skrípagangur til útflutnings
27.8.2010 | 09:19
Einn færasti gamanleikari þjóðarinnar Jón Gnarr náði ótrúlegum árangri í kosningum á liðnu vori og hefur síðan farnast frekar vel í embætti. Gamanleikinn hefur hann nú til punts en svarar spurningum af og til af skynsemi. En gamlir og lúnir stjórnmálamenn hafa þolað fordæmi Jóns misvel.
Þannig hefur þjóðin í sumar mátt horfa á sitjandi utanríkisráðherra haga sér eins og skrípakall bæði hér heima og erlendis. Við hlið embættismanna ESB talar hann um aðildarviðræður Íslands af slíku þekkingarleysi og fagurgala að jafnvel stækkunarstjórinn ESB verður að sussa á skrípaleikinn og minna á að auðvitað fái Íslendingar engar undanþágur.
Næst þegar sami ráðherra kemst í fjölmiðla lætur hann eins og ekkert sé að marka embættismenn ESB og talar í óráði um að samningar verði bara betri og betri eftir því sem ljósara liggur fyrir að Íslendingar ná engum frávikum frá almennum reglum Rómaréttarins.
Á sama tíma og andstaða meðal þings og þjóðar fer sívaxandi talar utanríkisráðherra um að fylgi við ESB aðild sé að aukast. Þannig eru öfugmælin orðin að reglu. Það er full ástæða til að óttast að meðal viðsemjenda okkar lýsi Össur Skarphéðinsson því næst yfir að helsta áhugamál íslensku þjóðarinnar sé að erlendar þjóðir yfirtaki bæði landhelgina, orkuauðlindir þjóðarinnar og alla stjórn innanlandsmála.
Ef hæstvirtur ráðherra væri fyndinn eða hagmæltur gæti sagan skipað honum á bekk með Jóni Gnarr eða Bjarna borgfirðingaskáldi sem orti svo fagurlega:
Í eld er best að ausa snjó,
eykst hans log við þetta.
Gott er að hafa gler í skó
þá gengið er í kletta.
(Birt í Morgunblaðinu 25. ágúst sl.)
Stóra smyrilsmálið sem sundraði meirihlutanum í Árborg...
25.8.2010 | 17:12
Eins og sagt er frá á fréttavef Sunnlenska riðluðust meirihlutafylkingar í Veitustjórn Árborgar í gærmorgun þegar Vinstri grænn smyrill kom óvænt á fundinn, tældur þar inn af músarindli af óvissum pólitískum uppruna.
Sem kunnugt er hefur Sjálfstæðisflokkur þrjá fulltrúa í nefndinni, við Eggert Samfylkingarmaður sitjum í henni fyrir minnihlutann og Framsóknarflokkurinn á engan fulltrúa þó svo að bæði sá sem hér bloggar og formaður nefndarinnar Elfa Þórðardóttir séu með yfirlýst framsóknarhjarta.
Þetta allt varð síðan einhvernveginn svo augljóst á fundinum í morgun þegar smyrillinn bættist í hópinn og allt í einu var kominn vinstri meirihluti með fjórum atkvæðum á móti tveimur íhaldsdrengjum...
Skrýtið.
Peningar hafa engin áhrif...
25.8.2010 | 14:54
Þetta hefur auðvitað engin áhrif á skoðanamyndun í landinu að stór hluti rannsóknarstyrkja verða merktir ESB í bak og fyrir.
ESB setur 110 milljónir í rannsóknir hér | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Er Össur Bjarnfreðarson?
25.8.2010 | 09:09
Össur Skarphéðinsson minnti helst á Bjarnfreðarson þegar hann í gær mætti rauðþrútinn í sjónvarpið og stagaðist á orðinu misskilningur! Greinilegt var að utanríkisráðherra réði sér varla yfir því að landbúnaðarráðherra hefði sjálfstæða skoðun. Jóhanna hótaði sama ráðherra brottrekstri fyrir að fara ekki eftir ályktun Alþingis. Það eina sem Jón hefur gert er að benda á það augljósa að ESB-aðlögunin er komin langt út fyrir það sem Alþingi samþykkti. Það gæti verið rétt hjá Jóhönnu að ráðherra sem fer ekki eftir samþykktum Alþingis þurfi að hugsa sinn gang.
Þar sem allir misskilja alla
24.8.2010 | 15:46
Farsinn sem talsmenn aðlögunarviðræðna hafa sett upp í tengslum við ummæli Jóns Bjarnasonar í Morgunblaðinu er með miklum ólíkindum.
Árni Þór Sigurðsson sem þekkir málið best allra segir, þetta er bara skoðun Jóns en ég hefi aðra.
Jóhanna segir, Jón misskilur þetta.
Steingrímur J. segir skv. frétt hér á vefnum:
Ef þetta er hins vegar rétt hjá Jóni að um aðlögunarferli sé að ræða þá segist Steingrímur ekki vera sáttur við slíkt.
Þetta eru mjög stór orð hjá Steingrími.
Telur að um misskilning sé að ræða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eru torleiði sveitalífsins verðmæti
22.8.2010 | 23:01
Getur verið að það hafi verið byggðamynstur sem skapaði hina sískrifandi íslensku menningarþjóð? Að það að hér vantaði þorp hafi gert okkur að öðru vísi Skandinövum en í Noregi, Svíþjóð og Danmörku. Að það að bændafjölskyldurnar bjuggu einangraðar hver á sinni jörð sé lykillinn að jafnt Njálu og Guðrúnu frá Lundi.
Og að þetta sama sé lykillinn að því að við sem vorum lengi fátæk urðum skjótt rík. Ég fjallaði aðeins um þessar spurningar í fyrirlestri sem ég hélt norður í Fljótum fyrr í mánuðinum á frábærri ráðstefnu um Guðrúnu skáldkonu frá Lundi. Yfir 360 manns mættu á þessa menningarsamkomu en á myndinni hér að neðan má sjá aðal skipuleggjanda hennar og driffjöður Guðjón Ragnar Jónasson rithöfund í púlti. Honum á vinstri hönd erum svo nokkrir af fyrirlesurunum, ég, Guðrún Marín Hrafnsdóttir afkomandi Guðrúnar og Ármann Jakobsson bókmenntafræðingur.
Sjá nánar fyrirlestur minn sem ber heitið Tómasi Sæmundssyni leiðist - hér er hann eins og hann var á blaði, einhverju breytti ég svo um leið og ég flutti án þess að halda utan um þær breytingar.
Fundur í Öskju klukkan fimm
20.8.2010 | 14:09
Krónan eða evran?" - fundur í Öskju á Háskólalóðinni (stofu N132) núna klukkan fimm í dag. Fyrirlesari er svíinn Stefan de Vylder hagfræðingur. Fundarboðendur eru Heimssýn og Ísafold. Mætum.
Svo Ísland fari ekki norsku leiðina...
20.8.2010 | 10:45
Hjá ESB hefur her skrifræðisins legið yfir því hvernig koma megi í veg fyrir að norska tilfellið endurtaki sig. Þegar heimsveldi er að leggja undir sig smáþjóðir er óþolandi að bíða ósigur. Aðferðin er enn í mótun en lykilatriði er að ljúka aðlögunarferli áður en þjóðin er spurð.
Það er mikill munur á því að kjósa um eitthvað sem ekki er orðið eða að kjósa um að afnema eitthvað sem er þegar komið.
Krafa þjóðarinnar verður því að vera sú að þetta innlimunarferli sem á varla stuðning þriðjungs þjóðarinnar sé stöðvað þegar í stað.
Ný staða í ESB-málinu með „aðlögun“ í stað umsóknar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kötturinn sem heitir Ása og Signý
19.8.2010 | 12:24
Heimiliseinstaklingum hefur fjölgað um einn til tvo, eftir því hvernig er talið.
Gunnlaugur sótti nýverið kvenkött ungan yfir á heimili Sigmundar ritstjóra.Læðan hlaut nafn til heiðurs ömmu sinni, móður Elvis heitins, en hún hét Tsjesjenía til heiðurs fólki sem Pútin var í það skiptið að níðast á.
Læðan unga heitir því Asjerbædsjan en er til styttingar dags daglega kölluð Ása og Signý sem gefur henni þær hugmyndir að hún sé ekki mjög ein katta heldur séu tvær systur samankomnar í henni. Sem stendur er Ása og Signý feimin en mynd birtist síðar.
Góðir dagar glæpona
18.8.2010 | 16:43
Sigurður Einarsson kominn til landsins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |