Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Fjögurra stjörnu dómur
28.10.2009 | 20:03
Stjórnmál og samfélag | Breytt 29.10.2009 kl. 00:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Sandkassaleikur
27.10.2009 | 19:41
Ef Vinnuveitendasambandið segir upp kjarasamningum sínum við ASÍ hlýtur það að vera vegna þess að atvinnurekendur í landinu treysta sér ekki til að greiða laun samkvæmt kjarasamningum.
Hvaða vinnuveitendur ætli það séu? Varla útgerðin og enn síður ferðaþjónustan en kannski að útrásarvíkingar sem enn reka verslun, tryggingafélög og margskonar aðra starfssemi séu í einhverjum blankheitum en ég held að þeir verði það nú jafnt hvernig sem taxtarnir verða eða hvernig sem þeim tekst að ráðskast með lýðræðislega kjörin stjórnvöld.
(PS: Auðvitað veit ég að samtökin hans Villa heita Samtök atvinnulífsins en það er frekar villandi heiti, sömu samtök hétu Vinnuveitendasamtök áður og það lýsir mun betur því hversu fáránleg þessi kröfugerð er ef við höfum það heiti í huga. Samtök atvinnulífsins hljómar eins og þetta séu samtök beggja megin borðs sem þau kannski eru með Gylfa karlinn Arnbjörnsson með sér.)
Risaeðlur sem ganga aftur, aftur og aftur!
26.10.2009 | 22:20
Í íslensku viðskiptalífi eru aftur á móti risaeðlur sem eru löngu dauðar en ganga aftur aftur og aftur. Heilbrigt viðskiptalíf í kapítalískum samfélögum grundvallast á ákveðinni baráttu sem er í raun og veru háð upp á líf og dauða. ...
Veldi skuldakóngsins Jóns Ásgeirs í Bónus og 365-miðlum er það dæmi sem mest stingur í augu í þessum efnum en fráleitt það eina. Morgunblaðið er algerlega sambærilegt dæmi þó að þar hafi að nafninu til komið nýir eigendur, rekstrarlega var þetta blað fyrir löngu orðið að steingervingi. Og enn fráleitari eru þau dæmi þar sem hið opinbera hefur yfirtekið risaeðlurnar og heldur þeim á beit í görðum landsmanna í þeirri trú að ríkisbankarnir geti fitað skepnur þessar, Eymundson, Húsasmiðjuna og nokkrar smærri. Heyr á endemi.
Sjá nánar á AMX, http://www.amx.is/pistlar/10836/
Dýrir og umboðslausir kerfiskallar
25.10.2009 | 16:49
Aðilar vinnumarkaðarins linna nú ekki látum vegna hins bága efnahagsástands og ganga dag eftir dag með hótunum á fund ríkisstjórnarinnar. Ég velti fyrir mér hvort tíma ráðherra sé vel varið í að sitja þá fundi.
Allir vita að það eru erfiðleikar í íslensku efnahagslífi og það er mikilvægt að ríkisstjórnin taki sér vinnufrið til að leysa aðkallandi mál. Það gerir hún ekki með fundastauti með Gylfa Arnbjörnssyni og vinum hans. Í reynd hafa hinir svokölluðu aðilar vinnumarkaðarins minna umboð launþega og atvinnurekenda en meðal þingmaður og má í því samhengi minna á að bæði Vilhjálmur Egilsson og Gylfi Arnbjörnsson hafa reynt að fá hjá þjóðinni umboð til þingsetu en þar hefur verið minni eftirspurn en framboð.
Það að hóta vinnudeilum nú nema ríkisstjórnin setji forgang í álvæðingu eða gefi þessum drengjum fyrirheit um meiri ESB-áherslur er vitaskuld svo fyrir neðan allar hellur að það á hvergi heima nema í Spaugstofunni á góðum degi!
Leggja fram drög að framhaldi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hvað má syngja!
23.10.2009 | 17:16
Jafnvel söngur verður umdeildur á þeim hitatímum sem nú ríkja. Nú hefur Davíð skrifað snjalla Staksteina í Morgunblaðinu þar sem hann gagnrýnir verkalýðsforystu, ráðherra og forseta Íslands fyrir að syngja Internationalinn á BSRB þingi. Um margt réttmæt gagnrýni því meðan voðaverk kommúnismans blasa við okkur í fréttum og sögubókum eru margir á vinstri kantinum sem hampa því að vera hallir undir harðstjóra eins og Castro og Maó heitinn.
Hinu má ekki gleyma að í umræddum söng er boðuð barátta fyrir bættum kjörum en ekki harðstjórn og með sömu rökum ætti enginn að fara með orð úr heilagri ritningu því hún var um aldir notuð af harðstjórum og rannsóknardómurum sem tunguskáru menn og brenndu þá lifandi. Er jafnvel enn í löndum eins og Uganda. Versnar Biblían við það?
Í raun og veru er pistill Davíðs bara snjallt innlegg og þörf ádrepa á menn að geri upp við hinn myrka kommúnisma en við skulum ekki taka þessu svo alvarlega að við hættum að syngja Nallann. Til þess er boðskapur hans alltof fallegur.
Sendimaður til ættgöfugra Afríkumanna
21.10.2009 | 12:30
Ég er eiginlega hálfslæptur ennþá eftir stundum helst til tíðindamikla daga. Í gær var mikið teiti út af bókinni minni og í nótt keyrði ég svo ungan mann til Afríku, eða eins langt og fara má í slíku ferðalagi á litlum fjölskyldubíl.
Egill minn er semsagt grínlaust lagður upp í enn eina heimsreisuna, nú með fyrstu viðkomu í Addis Abeba í Eþíópíu. Þaðan munu svo leiðir liggja eitthvert enn lengra út í buskann og jafnvel að hann leiti að Livinstone. Það verður vonandi hægt að fylgjast með á bloggsíðu stráksins sem hér sést veifa okkur að vísu ekki af þakinu hér heima en samt af heimili sínu frá í sumar í í New York. Yngri drengurinn sem er nær á myndinni er Gunnlaugur. Hann er sem betur fer heimakærari þannig að enn tekur því að sjóða kartöflur hér á Sólbakkanum.
(Eþíópía er fornt menningarland sem sést meðal annars af því að þeir skuli eins og almennilegt fólk hafa stafinn þorn í nafni lands síns, sem er nú meira en hægt er að segja um útlendinga yfirleitt. Sannast hér hið fornkveðna að útlendingar eru misjafnir eins og annað fólk og best gæti ég trúað að þeir þarna úti séu ættfróðir og tali hrafl í íslensku.)
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Útgáfuhátíð í MM á Laugaveginum.
20.10.2009 | 11:13
Þetta boðskort er reyndar skrifað í gær en það eru semsagt allir velkomnir í MM í dag kl. 17 á formlega útgáfuhátíð sem bókaútgáfan Veröld heldur í tilefni af útgáfu bókarinnar Svo skal dansa.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Dýrmætur skandall
19.10.2009 | 18:55
Sjálfstæðismenn leika undarlegan leik í Icesavemálinu og ekki trúverðugan þar sem ríkisstjórnin hefur þó náð fram samningi miklu mun betri en þeim sem Geir og Árni lögðu drög að fyrir ári síðan. Að ekki sé talað um að frumorsök Icesave eru afglöp Sjálfstæðisflokksins.
Það var þessvegna dýrmætt fyrir Birgi Ármannsson að' geta baulað á Steingrím fyrir að hann skuli missa út úr sér ósmekklega pillu um vaxtarlag Tryggva Þór Herbertsson.
Illugi Gunnarsson var í fréttaviðtali á RÚV núna áðan og á honum að skilja að flokkur gæti þurft þennan vetur allan til að súrmúlera yfir nýja Icesave frumvarpinu. Það fer að gilda ágætlega um Sjálfstæðismenn það sem gömlu kreppukommarnir sögðu:
Hvað varðar mig um þjóðarhag!
Sagði framkomu Steingríms hneyksli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Icesave er reikningur fyrir vonda pólitík
18.10.2009 | 09:54
Nú í hádeginu fundar ríkisstjórnin um enn eina Icesave lausnina, heldur verri en þá sem Alþingi samþykkti í sumar. Eina góða lausnin á þessu máli væri að vísa greiðsluskyldu Íslands alfarið á bug en sá valkostur er ekki fyrir hendi lengur eftir ítrekuð fyrirheit íslenskra ríkisstjórna um að greiða. Ég fjallaði lítillega um þetta í Morgunblaðsgrein í vikunni, sem lesa má hér.
Hvað sem segja má um Svavar Gestsson, Alþjóða gjaldeyrissjóðinn og ESB-rörsýn íslenskra krata þá stendur samt upp úr að Icesave er fyrst og síðast reikningur fyrir þá vondu pólitík fyrri ára að gefa íslensku bankana vinum og kunningjum.
Hneisa á tímum vinstristjórnar
16.10.2009 | 12:38
Hroki Íslendinga gagnvart landflótta útlendingum er hefur lengi verið til skammar og ástandið hefur síst breyst til hins betra í tíð vinstri stjórnar.
Björn Bjarnason má eiga það að hafa tekið mark á mótmælum almennings og leyft Ramses Keníamanni að koma aftur. Spurningin er hvort núverandi dómsmálaráðherra er í þeim fílabeinsturni að þurfa ekki að hlusta á raddir almennings. Hún þarf allavega ekki að hugsa um atkvæði til eða frá!
Mótmæla brottvísun flóttamanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |