Allir í Hótel Selfoss klukkan sex

Núna klukkan sex verður Steingrímur J. á opnum fundi VG í Hóteli Selfoss og við höfum tekið loforð af honum að hann flytji ekki langar ræður heldur verða hann, Kata Jak og við á VG listanum hér til þess að hlusta á fólk og svara spurningum.

Mætum öll.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú ættir að spyrja Steingrím hvað hann hagnaðist á eftirlaunalögunum, sem hann kallaði ólög og þóttist vera á móti. Kendi öðrum um en hagnaðist sjálfur. Er það ekki tvískinnungur, eins og algengur er hjá VG

haukur gunnarsson (IP-tala skráð) 3.5.2010 kl. 19:25

2 Smámynd: Einar Vilhjálmsson

Þar sem góðir eru saman komnir er ljóst að einhver er grænn. Vildi bara minna á stærsta endurreisnarverkefni líðandi stundar sem er í hendi og á erindi við íslenska þjóð til framtíðar einnig - metanvæðinguna í samgöngum. Verkefni sem skapar hraðan og skilvirkan gjaldeyrissparnað með notkun á núverandi bílflota. Án stóraukinnar atvinnusköpunar við að uppfæra bílaflota landsmanna mun núverandi bílafloti gera tilkall til lungans af nettó gjaldeyrisforða  þjóðarinnar í formi innflutnings á umhverfisfjandsamlegu eldsneyti. Nú vill svo til að neyðin er að vísa okkur veginn í orkuskiptum í samgöngum. Veg sem væri reyndar jafngóða þótt neyðin steðjaði ekki að með þeim beinskeytta hærri sem við blasir í þjóðarbúskapnum. Við kunnum til verka við að uppfæra ökutæku en þurfum að stórauka afköstin.

Við kunnum til verka við að stórauka framleiðslu á metani og getum lyft grettistaki um allt land með samtakamætti og stefnumiðaðri stjórnun - með leiðtogum sem veigra sér ekki við að vísa veginn og fara hann sjálfir -  leiða för og toga.

Einar Vilhjálmsson, 4.5.2010 kl. 16:45

3 Smámynd: Bjarni Harðarson

Takk fyrir þetta Einar, það er í þessu eins og öðru sem kreppan vísar okkur veginn og það mun betri en farinn var í allsnægtafylleríinu

Bjarni Harðarson, 4.5.2010 kl. 17:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband