Áskrift að blaði sem á það skilið

Það er heldur fátt við að vera í veikindum en þá kem ég því loks í verk að kaupa áskrift að DV.

Ég hef á liðnum árum ekki verið nein loftunga þess blaðs - en undanfarið ár eða svo hef ég oftar en einu sinni staðið mig að því að vilja taka hatt minn ofan fyrir þessu blaði. (Þá er vont að eiga ekki hatt.)

Þetta á við í dag og marga aðra daga þó auðvitað beri þar líka á stundum á miður vönduðum fréttaskrifum. 

Sá svipur mannorðsmeiðinga sem einkenndi blaðið fyrir nokkrum árum er aftur á móti mikið minna áberandi og DV sýnir okkur nú góða takta í baráttunni sem er við spillingu, sérgæsku og vitleysu. Þar þurfa margir að koma að.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég sagði upp áskrift að Morgunblaðinu,dagin eftir að Davíð tók við,eftir rúml, 30 ára áskrift,og gerðist áskrifandi að DV í staðin.Undanfarið finnst mér DV vera að breytast í einhverskonar unglingablað,sífelldar fréttir á fleirri en einni blaðsíðum af snobb og montliði landsins og einhverjum Hollýwood fríkum.En  DV líkt og Útvarp Saga eru nauðsynleg þessi misserin.

Númi (IP-tala skráð) 6.1.2011 kl. 20:21

2 identicon

Sæll Bjarni minn.

Mér finnst DV nú hálf gerður snepill. En það er sjálfsagt nauðsynlegt að eiga svona blað hér á landi í dag. Þetta er  mest einhvert kjaftæði í þessu blaði. En það er kannski mest lesið.

Dv leggur almenning og venjulegt fólk í einelti og gerir miklu meira úr orðum þess en það sagði eða segir. Það er þekkt með þetta blað.

Gangi þér vel Bjarni minn.

Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 6.1.2011 kl. 22:48

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ég hef enga þörf fyrir að lesa DV og sleppi því alfarið. Sé ekki mikinn mun á DO og Reyni Trausta.

Hrönn Sigurðardóttir, 7.1.2011 kl. 19:14

4 Smámynd: Gústaf Níelsson

Sagt er að svangur maður leggi sér ýmislegt misjafnt til munns, en er þetta ekki of langt gegnið í hungrinu Bjarni?

Kær kveðja og megi þér batna.

Gústaf Níelsson, 8.1.2011 kl. 01:17

5 identicon

Þú getur þá fræðst um Jón stóra og minna má nú gagn gera!

Guðmundur Brynjólfsson (IP-tala skráð) 10.1.2011 kl. 11:54

6 identicon

Þér er ekkert að batna, Bjarni?

Glúmur (IP-tala skráð) 10.1.2011 kl. 12:35

7 Smámynd: Bjarni Harðarson

Gaman að þessu. Staðreyndin er að DV hefur átt spretti undanfarið í þá veru að fletta ofan af allskonar skúrkum. En vitaskuld ekki gallalaust blað, onei.

Bjarni Harðarson, 13.1.2011 kl. 21:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband