Mörður er mannkostamaður

Mörður Árnason alþingismaður á hrós skilið fyrir að segja satt um ESB ferlið.

Það hafa mjög fáir ESB-sinnar gert fram að þessu. Í stuttu viðtali við Moggavefinn segir Mörður sem satt er að við inngöngu í ESB gildi alfarið lög ESB og ekki sé til neins að ræða um undanþágur frá því.

Fyrir alla þá sem vilja "kíkja í pakkann" er þessvegna fljótlegast að skreppa til Evrópu. Eða þá að lesa Lissabonsáttmálann. Að því loknu geta þeir gengið til liðs við okkur hin um að leggja umsóknina til hliðar. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Bjarni. Það er rétt hjá þér að sannleikurinn hjá Merði er sagna bestur, eins og hjá öllum öðrum. Hann á heiður skilið fyrir að segja þetta svona hreint og beint út. Ég held að Mörður sé réttlátur maður.

Það dugar því miður ekki öðrum, sem ekki vita hvað þeir hafa að missa við þokukennda og óljósa ESB-umsóknina, sem kannski einhvertíma skapar lands-liðinu eitthvert lifibrauð með/án þrælavinnu fyrir aðgöngumiðanum, sem þarf að endurnýja hvert ár.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 11.1.2012 kl. 21:43

2 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Sturlungar nútimans treysta Merði.En stundum kemur fyrir að menn segja sannleikann óvart.

Sigurgeir Jónsson, 11.1.2012 kl. 21:52

3 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Mikið sammála Sigurgeir hér á undan hefði ekki sagt þetta betur/Kveðja

Haraldur Haraldsson, 12.1.2012 kl. 00:15

4 Smámynd: Sólbjörg

Jólin eru búin - það var engin pakki. Viðurkenning Marðar er mjög

óvænt!

Sólbjörg, 12.1.2012 kl. 00:37

5 Smámynd: Valdimar Samúelsson

bara góður.  Burt með ESB pakkan . vona að það takist sem fyrst.

Valdimar Samúelsson, 12.1.2012 kl. 20:17

6 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Ég fann ekki þetta viðtal við Mörð getur einhver vísað á það. með þökk. V

Valdimar Samúelsson, 12.1.2012 kl. 20:25

7 Smámynd: Sólbjörg

Valdimar þú finnur á mbl. fréttina "ESB er ekki að ganga í Ísland" 11.1. kl. 18.50.

http://mbl.is/frettir/innlent/2012/01/11/esb_ekki_ad_saekja_um_a_islandi/

Held að Mörur sé mjög ósáttur við að framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar neitar að halda auka landsfund í vor. Sama dag hog frávísunin var tilkynnt kemur þessi yfirlýsing Marðar.

Sólbjörg, 13.1.2012 kl. 09:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband