Sálarháski trúleysingjans

Það er smá skrýtið að vera dögum saman túristi á fullu kaupi í Reykjavík. Þessa dagana er ég að lóðsa hér franska sjónvarpsmenn og við erum tvær síðustu næturnar í gömlu Moggahöllinni í Aðalstræti.
 
Í dag duttum við inn í Kolaportið þar sem séra Adda Steina og Þorvaldur á sjó héldu messu. Yfirleitt leiðast mér messur og má gæta mín að þær kveiki ekki upp í mér byltingaróð með innihaldsleysi sínu, fíneríi og prjáli. En þessi virkaði öfugt á mig. Ekki bara hvað presturinn var fallegur heldur var einhver goðumlíkur hátíðleiki yfir ásjónum gamalla atvinnumanna úr strætinu, mannaþef og kaffidrukk. Óforvarendis var ég staddur inni í óskrifaðri sögu eftir Elías Mar nema það hafi verið Laxnes.
 
Þegar mín gamla vinkona hóf að fara með faðirvorið gerðum við það líka úti í sal og svifum eitt andartak með almættinu. Ég flýtti mér svo að kyssa Öddu Steinu og skundaði yfir til fornbókasalanna áður en ég óvart yrði frelsaður til trúar á löngu látinn Palestínuaraba.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú hefðir alveg mátt stoppa aðeins lengur og kannski hefðir þú frelsast

Þú hefur vonandi fundið einhverjar góðar guðsorðabækur hjá Þorvaldi enda á hann það sameiginlegt með Jésús Kr. Jósefssyni að báðir eru þeir fæddir af Maríu, en faðernið skipti minna máli 

Anna K. Kristjánsdóttir (IP-tala skráð) 27.8.2012 kl. 10:09

2 Smámynd: Torfi Kristján Stefánsson

Nú, ertu dáldið skotinn í Öddu Steinu?

Annars var Joshua frá Nazaret gyðingur en ekki palistínuarabi - ef ég man rétt.

Torfi Kristján Stefánsson, 27.8.2012 kl. 11:56

3 Smámynd: Bjarni Harðarson

Getur nokkuð gott komið frá Nasaret? söogðu hinir kynhreinu Júdeubúar þegar sveitamaður þessi hóf að predika. Filiste-i, Palestínumaður, Galíleumaður, - jú í afar vafasamri föðurætt var hann víst af húsi og kynþætti Davíðs.

Bjarni Harðarson, 27.8.2012 kl. 12:40

4 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Var hann ekki kristinnar trúar?  Allavega var lýðurinn (Gyðingar) sammála fræðimönnum og fariseum sem vildu hann feigan.  Gott ef rammheiðnir rómverskir og góðviljaðir vættatrúarmenn í líkingu við síðueiganda komu honum við illan leik undan í kalkgröf sem þeir gættu fyrir gyðingum.

Sigurður Þórðarson, 27.8.2012 kl. 16:45

5 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

Tollheimtumaðurinn var sá eini sem trúði á Guð.........

Vilhjálmur Stefánsson, 27.8.2012 kl. 16:53

6 identicon

Hver veit, kannski Bjarni sjái næst ljósið á leið til Selfoss og boði þaðan af fagnaðarerindi Evrópusambandsaðildar....

halldór björnsson (IP-tala skráð) 28.8.2012 kl. 00:13

7 identicon

Takk fyrir komuna í kolaportsmessu. Ég hef verið með í að halda þessar guðsþjónustur í yfir 10 ár. Ég tel að þetta sé eitt af því sem kirkjan gerir án þessa að það fari hátt. En gestir Kaffi Port kunna að meta þessa þjónustu og þau sömu koma skipti eftir skipti. Ýmsir hafa tilkynnt okkur að þeir trúi ekki á Guð - en ekki erum við að spyrja. Næsta Kolaportsmessa er 30. sept.

Ragnheiður Sverrisdóttir (IP-tala skráð) 28.8.2012 kl. 10:48

8 identicon

Ég er einn af fyrrverandi fyllibyttunum sem voru þarna. Ég var með Sigga Þórðar Ásatrúarmanni á sjó í gamla daga. Þú ert greinilega vel lesinn í fræðunum Bjarni. Þetta var nú frekar bragðdauf messa miðað við sumar eldmessur sem ég hef verið á þar sem Heilagur andi fær að starfa óhindrað í lífum fólks. Segi þetta samt með fullri virðingu fyrir messufólkinu. Það er frekar erfitt að halda messur þar sem galdramenn labba um. Ég tek vel eftir fordómum í mönnum sem þykjast vera eitthvað heilagir og kalla aðra gamla atvinnumenn úr strætinu. Reyndar koma þeir sem þú kallar svo alltaf saman í Kolaportinu um helgar til að skemmta hvorum öðrum. Svo koma öðru hvoru einhverjir fyrrverandi atvinnu stjórnamála galdramenn og líta niður til þeirra höfugir á svip. Æl.

Jón bóndi (IP-tala skráð) 29.8.2012 kl. 06:44

9 identicon

Æ lovit átti ég við!

Jón bóndi (IP-tala skráð) 29.8.2012 kl. 06:52

10 identicon

Þú ert ekki með sál Bjarni, ekkert okkar hefur sál.. að auki var þetta ekki guðsþjónusta, guð er ekki til :)

DoctorE (IP-tala skráð) 29.8.2012 kl. 12:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband