Eldri færslur
- Maí 2014
- Mars 2014
- Október 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 21
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Framboð án flokks - jöfnuður og fullveldi
10.3.2013 | 16:52
Eru stjórnmálaflokkar nauðsynlegir?
Við höfum nokkur rætt þann möguleika á undanförnum vikum að bjóða fram án þess að stofna stjórnmálaflokk. Regnhlífarsamtökunum Regnboganum er ætlað að vera brú milli frambjóðenda sem eiga sér ákveðinn samnefnara, samhljóm sem dugir til að atkvæði fari frá einu kjördæmi til annars.
Samnefnarinn er jöfnuður, félagshyggja og áhersla á fullveldi Íslands. Við viljum stöðva aðlögun Íslands að ESB, við viljum jafna kjör fólks og bæta úr kynbundnum launamun. Við viljum jafna kjör byggðanna og rétta hlut landsbyggðar. Við byggjum stefnu okkar á sjálfbærri þróun eins og hún birtist okkur í Ríó yfirlýsingunni. Við teljum brýnt að berjast gegn hvers kyns kynbundnu ofbeldi. Við teljum að enn sé mikið óunnið í skuldamálum heimila og rétti lántakenda. Þetta er það helsta en við kynnum stefnuna betur á allra næstu dögum.
Með því að koma fram án flokks teljum við okkur betur fær til að takast á við vankanta íslenskra klíkustjórnmála. Verstu afglöp í stjórnun þessa lands hafa verið ráðin á flokksskrifstofum, EES, einkavæðing banka, ESB umsóknin, þjóðarsáttir sem gerðar voru á kostnað launþega og svo mætti áfram telja. Alþingi hefur svo verið stimpilstofnun fyrir ríkisstjórnir og flokksskrifstofur. Þessu fyrirkomulagi verður ekki breytt nema með því að höggva á alræði flokkakerfisins.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Tenglar
Tenglar
- X-J 2013 Regnboginn.is
- Jón fóstri
- Guðmundur djákni
- Tilveran í ESB
- Netbókabúð bókakaffisins
- Bloggsíða villikatta
- Bókablogg Sunnlenska bókakaffisins
- Heimssýn, - Ísland EKKI í ESB
- Egill Bjarnason ferðalangur
- Atli
- Harpa
- Vinstri vaktin gegn ESB
- AMX hægri fréttir
- Laugarás í Biskupstungum á fésbókinni Hér má finna gamla og nýja íbúa Laugaráss í Biskupstungum
- Smugan vinstri snú!
- Anna Björnsson
Bloggvinir
- Ólafur Björn Ólafsson
- Ágústa
- Ævar Rafn Kjartansson
- Agnar Bragi
- Agnes Ásta
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Alma Lísa Jóhannsdóttir
- Sigrún Jónsdóttir
- Helga R. Einarsdóttir
- Á móti sól
- Andrés Magnússon
- Andrés.si
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Anna Kristinsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Arnar Hólm Ármannsson
- Árni Matthíasson
- Árni Þór Sigurðsson
- Arnljótur Bjarki Bergsson
- Ása Björg
- Ívar Pálsson
- Atli Fannar Bjarkason
- Atli Rúnar Halldórsson
- Auður Eva Auðunsdóttir
- Egill Bjarnason
- Axel Þór Kolbeinsson
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Baldvin Jónsson
- Margrét Annie Guðbergsdóttir
- Benedikt Halldórsson
- Berglind Nanna Ólínudóttir
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Björn Emil Traustason
- Birkir Jón Jónsson
- Hommalega Kvennagullið
- Birna G
- Guðrún Olga Clausen
- Bjargandi Íslandi
- Björn Jóhann Björnsson
- Bleika Eldingin
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Guðmundur Bogason
- Bogi Jónsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Bwahahaha...
- Brjánn Guðjónsson
- Baldur Már Róbertsson
- SVB
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Brynja Hjaltadóttir
- Bergþór Skúlason
- Rögnvaldur Hreiðarsson
- busblog.is
- Charles Robert Onken
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
- Davíð
- Davíð Logi Sigurðsson
- Diesel
- Dofri Hermannsson
- Adolf Dreitill Dropason
- Anna S. Árnadóttir
- Hrannar Baldursson
- Halldór Borgþórsson
- Ágúst Dalkvist
- GK
- Bjarni Kjartansson
- Dunni
- Óskar Ingi Böðvarsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Egill Jóhannsson
- Egill Gomez
- Einar Freyr Magnússon
- Einar Sigurbergur Arason
- Eiður Ragnarsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Einar Kristinn Guðfinnsson
- Kristján Eldjárn Þorgeirsson
- Elín Katrín Rúnarsdóttir.
- Elliði Vignisson
- Ellý Ármannsdóttir
- Zóphonías
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Karl Gauti Hjaltason
- Eysteinn Jónsson
- Eyþór Árnason
- Eyjólfur Kristinn Vilhjálmsson
- Fannar frá Rifi
- Fanný Guðbjörg Jónsdóttir
- Femínistinn
- Stefán Þórsson
- Jakob
- FLÓTTAMAÐURINN
- Gísli Foster Hjartarson
- Ritstjóri
- FreedomFries
- Friðjón R. Friðjónsson
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Friðrik Björgvinsson
- Félag Ungra Frjálslyndra
- FUF í Reykjavík
- Hlynur Sigurðsson
- Dóra litla
- Baldur Fjölnisson
- Svanfríður Guðrún Gísladóttir
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Stefán Örn Viðarsson
- Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
- Gestur Halldórsson
- Gestur Guðjónsson
- Gísli Hjálmar
- Einar Ben Þorsteinsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Skákfélagið Goðinn
- Ingólfur H Þorleifsson
- Stafnhús ehf
- Götusmiðjan
- Grazyna María Okuniewska
- Grétar Ómarsson
- Guðmundur Ragnar Björnsson
- Guðmundur Magnússon
- gudni.is
- Guðrún Fanney Einarsdóttir
- Guðrún
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Gulli litli
- Gunnlaugur Stefánsson
- Guðmundur H. Bragason
- Guðmundur Jón Erlendsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Gunnar Þór Gunnarsson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Gylfi Guðmundsson
- Pjetur Hafstein Lárusson
- halkatla
- Halldór Baldursson
- Hallur Magnússon
- Haukur Már Helgason
- Jóhann Ágúst Hansen
- haraldurhar
- Haraldur Haraldsson
- Héðinn Björnsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Heiðar Reyr Ágústsson
- Heiða Þórðar
- Björn Heiðdal
- Heimssýn
- Heiðar Sigurðsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Helgi Már Bjarnason
- Kaleb Joshua
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Himmalingur
- Kristín Einarsdóttir
- Eiríkur Harðarson
- Heiðar Lind Hansson
- Guðbergur Egill Eyjólfsson
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Helgi Sigurður Haraldsson
- Hlini Melsteð Jóngeirsson
- Hlöðver Ingi Gunnarsson
- Hlynur Hallsson
- Hallgrímur Óli Helgason
- HP Foss
- Krummi
- Hrannar Björn Arnarsson
- hreinsamviska
- Fulltrúi fólksins
- Hrólfur Guðmundsson
- Hrönn Sigurðardóttir
- Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
- Hvíti Riddarinn
- Icelandic fire sale
- íd
- Ingimundur Kjarval
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Ingólfur Birgir Sigurgeirsson
- Sævar Einarsson
- Elísa Arnarsdóttir
- Jón Aðalsteinn Jónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Svanur Jóhannesson
- Einar Vignir Einarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jens Sigurjónsson
- Jens Guð
- Jóhann G. Frímann
- jósep sigurðsson
- Jóhann Steinar Guðmundsson
- Jón Ólafur Vilhjálmsson
- Jóna Á. Gísladóttir
- Jónas Yngvi Ásgrímsson
- Jón Finnbogason
- Jónína Brynjólfsdóttir
- Jón Magnússon
- Jóhann Jóhannsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Þór Ólafsson
- Júlíus Valsson
- Bergur Thorberg
- Karl V. Matthíasson
- Snæþór Sigurbjörn Halldórsson
- Guðjón Helmut Kerchner
- Ketilás
- Killer Joe
- Kjartan Vídó
- Kristján Jónsson
- Guðjón H Finnbogason
- Kolbeinn Karl Kristinsson
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Stjórnmál
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Kristín Helga Guðmundsdóttir
- Kristín Magdalena Ágústsdóttir
- Kristján B. Jónasson
- Kolbrún Hilmars
- Karl Tómasson
- Kolbrún Ólafsdóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Landvernd
- Lára Stefánsdóttir
- Heimir Eyvindarson
- Laufey Ólafsdóttir
- Linda Samsonar Gísladóttir
- Jónas Jónasson
- Pálmi Guðmundsson
- Gylfi Norðdahl
- Loopman
- Guðný Lára
- Guðjón Baldursson
- Edda Jóhannsdóttir
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Magnús Jónsson
- Magnús Vignir Árnason
- Mál 214
- Alfreð Símonarson
- Máni Ragnar Svansson
- Björn Benedikt Guðnason
- Guðmundur Margeir Skúlason
- Steinar Immanúel Sörensson
- Gísli Tryggvason
- Níels Bjarki Finsen
- Jón Svavarsson
- Ólafur Björnsson
- Ólafur fannberg
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Ólöf Nordal
- Hundshausinn
- Guðmundur Örn Jónsson
- Óttar Felix Hauksson
- Páll Geir Bjarnason
- Páll Vilhjálmsson
- Sigfús Sigurþórsson.
- percy B. Stefánsson
- perla voff voff
- Perla
- Ólaf de Fleur Jóhannesson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Jóhann Birgir Þorsteinsson
- Ragnar Bjarnason
- Ragnar L Benediktsson
- Ragnar Geir Brynjólfsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Rúnar Birgisson
- Árni Gunnarsson
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- ragnar bergsson
- Rúnar Haukur Ingimarsson
- Rúnar Sveinbjörnsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Sædís Ósk Harðardóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sæþór Helgi Jensson
- Víðir Benediktsson
- Salmann Tamimi
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Þórhallur V Einarsson
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Sigurður Jón Hreinsson
- Sigurður Hólmar Karlsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigmar Guðmundsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurjón Valgeir Hafsteinsson
- Sigurður Ingi Jónsson
- Gunnar Þór Ólafsson
- Egill Helgason
- Sigurður Jónsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Jóhann Waage
- Auðun Gíslason
- Óskar Þorkelsson
- Karl Hreiðarsson
- Halldór Sigurðsson
- Brynja skordal
- Hreiðar Eiríksson
- Hannes Friðriksson
- hilmar jónsson
- Snorri Hansson
- Sóley Tómasdóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Bogi Sveinsson
- Stefán Þór Helgason
- Stefanía
- Steingerður Steinarsdóttir
- Steingrímur Ólafsson
- Þorsteinn Briem
- Steinn Hafliðason
- Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir
- Samband ungra framsóknarmanna
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Svanur Kári Daníelsson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Sveinbjörn Eyjólfsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Guðný Jóhannesdóttir
- Sigursveinn
- Helgi Guðmundsson
- Þóra Sigurðardóttir
- Þórir Aðalsteinsson
- Þórir Kjartansson
- Þórólfur S. Finnsson
- Tíðarandinn.is
- Gunnar Rögnvaldsson
- Gísli Kristjánsson
- Þorleifur Ágústsson
- TómasHa
- Tómas Þóroddsson
- Reynir Hugason
- Trúnó
- Halldór Egill Guðnason
- Gaukur Úlfarsson
- Unnar Geir Þorsteinsson
- Ferðaþjónustan Úthlíð
- Vilhjálmur Árnason
- P.Valdimar Guðjónsson
- Valdimar Sigurjónsson
- Valgerður Halldórsdóttir
- Valsarinn
- Vefritid
- Vér Morðingjar
- Vestfirðir
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Guðfríður Lilja
- Gylfi Björgvinsson
- Vilhjálmur Árnason
- Sigurlaug B. Gröndal
- Aðalsteinn Bjarnason
- Aðalsteinn Júlíusson
- Andrés Kristjánsson
- Anna Einarsdóttir
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Arnar Guðmundsson
- Arnþór Helgason
- Auðbergur Daníel Gíslason
- Árelíus Örn Þórðarson
- Árni Haraldsson
- Árni Þór Björnsson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Ásta Hafberg S.
- Barði Bárðarson
- Benóný Jónsson Oddaverji
- Bergur Sigurðsson
- Bergþóra Sigurbjörnsdóttir
- Birgir R.
- Birna G. Konráðsdóttir
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Jónsson
- BookIceland
- Braskarinn
- Carl Jóhann Granz
- Eiður Svanberg Guðnason
- Einar Björn Bjarnason
- Einar Guðjónsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Erla Einarsdóttir
- Erla J. Steingrímsdóttir
- ESB og almannahagur
- Eva G. S.
- Eygló Sara
- Eyþór Örn Óskarsson
- Friðrik Kjartansson
- Garún
- Gestur Janus Ragnarsson
- Gissur Þórður Jóhannesson
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Gísli Sigurðsson
- Grétar Einarsson og Óskar Ásgeir Ástþórsson
- Grétar Mar Jónsson
- Guðbjörg Hrafnsdóttir
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðjón Sigþór Jensson
- Guðmundur Ásgeirsson
- Guðmundur Helgi Þorsteinsson
- Guðmundur Pálsson
- Guðrún Markúsdóttir
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnar Gunnarsson
- Gunnar Heiðarsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Gústaf Adolf Skúlason
- Gústaf Níelsson
- Gylfi Gylfason
- Hafþór Baldvinsson
- Halla Rut
- Halldóra Hjaltadóttir
- Halldór Jónsson
- Haraldur Hansson
- Haukur Baukur
- Haukur Nikulásson
- Heimir Ólafsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjalti Tómasson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hulda Haraldsdóttir
- Högni Snær Hauksson
- Hörður B Hjartarson
- Hörður Stefánsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Ingimundur Bergmann
- Ingvi Rúnar Einarsson
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Ísleifur Gíslason
- Jack Daniel's
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Jakob Þór Haraldsson
- Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
- Jóhannes Ólafsson Eyfeld
- Jóhann Pétur
- Jónatan Karlsson
- Jón Á Grétarsson
- Jón Árni Bragason
- Jón Baldur Lorange
- Jón Bjarnason
- Jón Daníelsson
- Jón Gerald Sullenberger
- Jón Lárusson
- Jón Ríkharðsson
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Valur Jensson
- Katrín
- Katrín Mixa
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Kári Harðarson
- Kristbjörg Steinunn Gísladóttir
- Kristinn Arnar Guðjónsson
- Kristinn Snævar Jónsson
- Kristin stjórnmálasamtök
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Leikhópurinn Lotta
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Magnús Jónasson
- Magnús Kristjánsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Már Wolfgang Mixa
- MIS
- Offari
- Ólafur Björnsson
- Ólafur Fr Mixa
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Th Skúlason
- Ómar Bjarki Smárason
- Óskar Steinn Gestsson
- Paul Joseph Frigge
- Páll Helgi Hannesson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Pjetur Stefánsson
- Rafn Gíslason
- Raggi
- Ragnar G
- Ragnar Gunnlaugsson
- Ragnar Stefán Rögnvaldsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Reynir Jóhannesson
- Samstaða þjóðar
- Samtök Fullveldissinna
- Samtök um rannsóknir á ESB ...
- S. Einar Sigurðsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Sigríður Sigurðardóttir
- Sigrún Óskars
- Sigurbjörn Sveinsson
- Sigurborg Kristín Hannesdóttir
- Sigurður Einarsson
- Sigurður Fannar Guðmundsson
- Sigurður Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Sigurjón Norberg Kjærnested
- Skuldlaus
- Soffía Valdimarsdóttir
- Sóldís Fjóla Karlsdóttir
- Sólrún Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Steini Palli
- Svavar Alfreð Jónsson
- Sveinbjörn Eysteinsson
- Sveinbjörn Ragnar Árnason
- Sveinn Björnsson
- Sædís Hafsteinsdóttir
- ThoR-E
- Tinna Jónsdóttir
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Trausti Jónsson
- Trausti Traustason
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Urður bókafélag
- Vaktin
- Valdimar H Jóhannesson
- Valgeir Skagfjörð
- Varmársamtökin
- Vésteinn Valgarðsson
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Vinstrivaktin gegn ESB
- ÞJÓÐARSÁLIN
- Þorri Almennings Forni Loftski
- Þorsteinn Guðnason
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Þórarinn Lárusson
- Þórður Björn Sigurðsson
- Þórður Bragason
- Þórhallur Heimisson
- Þórhallur Heimisson
- Þráinn Jökull Elísson
Athugasemdir
Það er fullkomlega réttmætt að spyrja þeirrar spurningar hvort stjórnmálflokkar séu nauðsynlegir, en líklega verða svörin nokkuð mörg. Ekki auðveldar svarið, að spurningin er óræð og getur varðað fjölmargar ónefndar forsendur. Er spyrjandinn að spyrja hvort stjórnmálaflokkar séu nauðsynlegir fyrir hann sjálfan, fyrir samfélagið eða til að vinna ákveðnum málefnum brautargengi?
Er það svo, að Alþingi sé nauðsynlegt til að vinna málefnum brautarengi? Er Alþingi og höfðingja-ræðið (þingræðið), sem þar á sitt höfuðból, upphaf og endir allrar umræðu, ákvarðana og framkvæmda? Ég leyfi mér að hafna algeru forræði Alþingis, þótt þar séu unnin störf sem þarf að vinna.
Við þurfum ekki að leita lengi, til að finna dæmi um frjálst framtak allmennra borgara. Við þurfum ekki heldur að leita lengi eftir dæmum um átök á milli frjálsra samtaka og stjórnmála-valdsins. Icesave-deilan var þessarar gerðar og almenningur fór með sigur af hólmi. Af þeim átökum dreg ég þá ályktun að stjórnmálaflokkum er ekki treystandi fyrir mikilvægum málum og að þeir sem hafa hugsjónir um betri lausnir í þágu þjóðar, ættu að íhuga hvort frjálst félagastarf er ekki betri vettvangur en stjórnmálaflokkarnir.
Loftur Altice Þorsteinsson.
Samstaða þjóðar, 10.3.2013 kl. 17:34
Sæll Bjarni.Ég hef viðrað þá hugmynd að stofnuð verði regnhlífarsamtök eða stjórnmálasamtök til að halda utan um einstaklingsframboð.Þau myndu auglýsa eftir framboðum.Síðan yrði prófkjör þar sem allir í kjördæminu mættu taka þátt .Kjósendur myndu kjósa sinn mann(eitt atkvæði á einn frambjóðenda.Og frambjóðendum yrði síðan raðað á lista regnhlífasamtakanna og þau myndu síðan bjóða fram í kosningum.Þetta myndi virka þannig að prófkjörið yrði hinar eiginlegu kosningar.Regnhlífarsamtökin væru ekki með neina stefnuskrá heldur myndi hver og einn frambjóðandi vera með sínar áherslur.Ég veit ekki hvort þetta er eitthvað sem þú og aðrir eru að hugsa um en datt í hug að gauka þessu að þér.
Jósef Smári Ásmundsson, 10.3.2013 kl. 20:36
Bjarni ég hef lengi talað um að alvöru lýðræði verði komið á hér á Íslandi. Slíkt kæmist ekki á nema með þátttökulýðræði á svæðisþingum. Þá þyrfti aðal þing miklu færri þingmenn.
Þetta er tvímælaust framtíðin.
Guðni Karl Harðarson, 10.3.2013 kl. 21:43
Það var heimilt 2007 að bjóða fram óraðaða lista og er það sjálfsagt enn.
Lög skilgreina samtök fólks sem "stjórnmálaflokka" ef þau bjóða fram til kosninga en sem "stjórnmálafélög" ef þau gera það ekki.
Engin leið er að komast hjá þessu með því að kalla framboð hreyfingar eða regnhlífarsamtök, enda er og verður það þannig, að fólk með líkar skoðanir binst samtökum, hvernig sem reynt er að koma í veg fyrir það.
Feimnin við orðið "flokkur" er svona álíka eins og þegar fólk var feimið við orðið "vitskertur" og fór að nota orðið "fáviti"sem líka fékk á sig óæskilegan blæ og breyttist í "þroskaheftur" sem aftur eru orðið að skammaryrði, svo að upphaflega orðið "vitskertur" gæti þess vegna orðið skást, því að það þýðir einfaldlega að eitthvað, lítið eða mikið eftir atvikum, skortir á vitið.
Nútíma þjóðfélag er það flókið að engin leið er að fækka þingmönnum þjóðþinga niður fyrir ákveðin mörk nema að færa verkefni þeirra yfir til fólks, sem ekki þarf að svara til ábyrgðar í lýðræðislegum kosningum.
Fjöldi þingmanna fer að mun minna leyti eftir stærð þjóðanna en eftir viðfangsefnunum og fundin hefur verið formúla fyrir heppilegri stærð.
Ef fjöldinn færi eftir stærð þyrfti ekki nema einn þingmann á Íslandi miðað við íbúafjölda Bandaríkjanna.
Formúlan leiðir í ljós að þingmannatala á bilinu 55 til 65 þingmenn er hæfileg á Íslandi og sömuleiðis að tala borgarfulltrúa í Reykjavík er alltof lág.
Enda er það svo að það að flestir varaborgarfulltrúar hafa jafn mikið að gera og aðalfulltrúarnir og sparnaðurinn þar af leiðandi lítill sem enginn og betra að fjölga aðalfulltrúunum svo að bein tengsl þeirra við kjósendur séu meiri og ábyrgðin beinni.
Ómar Ragnarsson, 11.3.2013 kl. 00:12
Ómar ég sé ekki alveg hvernig óraðaður listi á að virka.Á fólk að kjósa listabókstafinn og merkja síðan við frambjóðendann sem yrði þá að vera á kjörseðlinum-30 nöfn.Þetta myndi örugglega leiða til ógildinga vegna slysni.Varðandi einstaklingsframboð þá er munur á þeim og flokkaframboðum að einstaklingarnir eru með sína stefnu,sínar áherslur og sína persónu.Þú sem kjósandi veist alltaf að þú ert að setja atkvæði þitt á þinn fulltrúa sem þú samsamar þig við en ekki eitthvert samkrull ólikra skoðana,áhersla og persóna sem allir/öll lofa öllu upp í ermina á sér og enginn þarf að standa við sitt af því að hinir komu í veg fyrir það.Það er meiri rekjanleiki á efndum.Þú getur borið þetta saman við þegar þú kaupir sauðaketið þitt beint frá bóndanum í stað þess að versla við stórmarkaðinn.
Jósef Smári Ásmundsson, 11.3.2013 kl. 06:59
Þið þurfið ekki að reikna með mér.
Hörður (IP-tala skráð) 11.3.2013 kl. 10:38
Guð minn góður hvað þú ert lokaður Ómar.
>Nútíma þjóðfélag er það flókið að engin leið er að fækka þingmönnum þjóðþinga niður fyrir ákveðin mörk nema að færa verkefni þeirra yfir til fólks, sem ekki þarf að svara til ábyrgðar í lýðræðislegum kosningum.
Fjöldi þingmanna fer að mun minna leyti eftir stærð þjóðanna en eftir viðfangsefnunum og fundin hefur verið formúla fyrir heppilegri stærð. >
Er þetta ekki dálítið alhæfing hjá þér? Þetta sem þú nefnir telst undir það kerfi sem við búum við og formúlan í tengslum við það. Það er alltaf til leið til að breyta. Skipta kerfinu niður. Tildæmis eins og að gefa svæðum landsins meiri tækfæri til sjálfsstjórnar. Staðreyndin er sú að ef þingmönnunum væri skipt niður þá væri í heildina mjög svipuð tala og 55 til 60 þingmenn þó færri væru á aðalþingi.
Varðandi "óraðað á lista" þá er það ekki einfaldlega hægt í þessu stjórnkerfi sem við búum við. Einfaldlega vegna þess til að ná kjöri (eins og kerfið er) þarf peninga að minnsta kosti 2 milljónir. Og svo er það nú þannig að fólk setur einhverjar 1. þekktar persónur 2. persónur sem aðhyllast eitthvað ákveðið málefni eins og tildæmis esb og 3. einhverjar sem eru mikið lærðar. í efstu sætin sem eiga meiri möguleika á að ná kjöri samkvæmt núverandi kerfi.
Borgarahreyfingin ætlaði tildæmis fyrst að koma inn óraðað á lista sem allir mættu bjóða sig fram. Síðan tóku peningarnir þar völdin. Óraðað á lista sem er leið sem í sjálfu sér var og er erfið vegna núverandi kerfis.
Það merki hinsvegar ekki að það sé ekki hægt að breyta þessu. Með meiri lýðræðisþátttöku almennings í alvöru þátttökulýðræði þá lærir fólk á hvernig kerfið virkar. Og framboð þyrftu þannig ekki að vera byggð á vinsældum eða peningum.
Varðandi það sem þú skrifar Ómar um samlíkinguna "flokkur - vitskertur - fávitar" kemur mér fyrir sjónir sem þú hafir verið að gera einhverskonar kaldhæðnislega athugasemd. En í stað þess virkar hún á mig sem dónaskapur og vanvirðing.
Guðni Karl Harðarson, 11.3.2013 kl. 12:24
Mikið er gaman að sjá að ég er ekki einn um að hafa skömm á flokkakerfinu á Íslandi. Í mörg ár hef ég haldið því fram að flest böl Íslenskrar þjóðar sé spilling flokksræðisins þar sem svo gott sem enginn þarf að bera ábyrgð á orðum og gjörðum sínum gagnvart kjósendum, svo framarlega sem þessi orð eða gjörðir hafi verið með vilja "flokksins". Ég hef engan flokk séð sem er undanskilinn þessu meini. Þeir sem einna helst hafa þurft að taka við höggum vegna verka sinna eru þeir sem ekki fylgja flokkslínum dagsins í dag, burtséð frá því hvort hann er að fylgja kosningaloforðum eða stefnuskrá flokks síns... og höggin koma frá flokknum en ekki kjósendum.
Það er ekkert athugavert við að til sé fólk á þingi sem hefur sömu skoðanir á sumum hlutum, en að spyrða það saman í kippur og fjarlægja einstaklingana úr hópnum veldur því að einstaklingarnir þurfa síður að bera ábyrgð gagnvart kjósendum. Mikið einfaldara væri að kjósa einstaklinga á þing sem svo fylgdu sinni eigin sannfæringu. Þannig væri ekkert mál að refsa þeim í næstu kosningum ef viðkomandi stæðu ekki við sína stefnu og loforð.
Ég hef oft fengið þau svör frá fólki að þetta sé ekki hægt sbr. lesninguna hans Ómars hér að ofan, en það þarf fyrst að vera vilji til að breyta þessu og meðan þessar flokksklíkur ráða hér lögum og lofum, þá er ekki líklegt að breytingar í þessa átt verði gerðar.
Og svona að lokum hefur mér fundist það grátbroslegt að sjá fullorðið fólk svo blindað af ást á "flokknum" sínum að það kýs hann alltaf aftur og aftur, alveg sama hvað tautar og raular. Þetta er svona álíka sorglegt og að horfa upp á fólkið sem er svo helsjúkt af ást til tiltekins íþróttaliðs (oftast boltaíþróttaliðs) að það er til í hvað sem er fyrir liðið.
Högni Elfar Gylfason, 12.3.2013 kl. 01:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.