Myntbandalag sem eyðileggur heila kynslóð

Atvinnuleysið í Suður Evrópu verður fyrst og síðast skrifað á reikning evrunnar. Hér á landi tókst okkur að ná okkur fljótt út úr atvinnuleysi hrunsins með sjálfstæðum gjaldmiðli en í þessum löndum versnar ástandið jafnt og þétt og mun gera þar til myntbandalagið brotnar upp.

Atvinnuleysið bitnar verst á  ungu fólki og eyðileggur heila kynslóð. Það að fá ekki með nokkru móti atvinnu þegar starfsþrekið er mest og væntingar til lífsins í hámarki er miklu meira en alvarlegt. Það hefur eyðileggjandi áhrif á þann sem fyrir því verður. Sá sem ekki fær vinnu fyrir starfsfúsar hendur finnur fyrir höfnun samfélagsins og kraftur viðkomandi, sjálfstraust og vilji til að láta til sín taka bíður hnekki.

Heimsvaldastefna Evrópusambandsins eyðileggur heilar kynslóðir í evrulöndunum. 


mbl.is Metatvinnuleysi í sögu evrusvæðis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég kom til Grikklands fyrir hálfri öld. Fátæktin var slík að manni leið ílla. Gott veður og sól Hómers átti sinn þátt í því að fólkið sætti sig við bág kjör.

Þetta snarbreyttist við upptöku Evru, en peningastjórn valdhafa var tómt rugl, ekkert skárri en hér á klakanum. Einnig mikil og rótgróinn spilling, miklu verra en hér.

Grikkir vilja ekki aftur drökmuna og leftuna, munu því varla leggja eyrun við barnalegt hjal Selfyssings.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 2.4.2013 kl. 13:31

2 Smámynd: Sigurjón Jónsson

Skrítið, ég kom líka til Grikklands fyrir hálfri öld. Fátæktin var álíka og á klakanum góða og fólkið var ánægt, ég kynntist nokkrum grikkjum og átti góðar stundir með þeim.

Núna eru nokkrir fjármála spekúlantar og pólitúsar búnir að notfæra sér möguleikana sem Evran færði þeim á silfurfati til að skuldsetja komandi kynslóðir. í mynt sem þeir hafa enga stjórn á.

Þeir sem ætla að gagnrýna skoðanir annara á peningamálum verða að gera sér grein fyrir því hvað peningar eru.

Peningar eru einskis virði, nema einhver sé tilbúinn að vinna gegn því að fá þá afhenta í samræmi við vinnuframlag sitt.

Mér líkar ágætlega við hjal Selfyssings, þó ekki sé ég endilega sammála honum í stjórnmálum.

Sigurjón Jónsson, 2.4.2013 kl. 15:45

3 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Svona til gamans þá er hægt að benda á að atvinnuleysi á Spáni fyrir upptöku Evru var jafnmikið nærri því og það er í dag. Og atvinnuleysi meðal ungs fólks hefur alltaf verið þar mikið.  Nú vorum við ekki með Evru en samt dundi hér á áfall sem á eftir að herja á næstu kynslóðir þar sem menn vilja velta skuldum yfir á Íbúðalánasjoð og Lífeyrissjóði.. Nú voru Bretar ekki í evrusamstarfi en samt eru þar gríðalegur niðurskurður og atvinnuleysi. Þýskaland er með Evru og sendur bara nokkuð vel. Sem og Austurríki. Allar þjðóðir sem standa verst eru þjoðir sem fóru óvarlega hvort sem þær voru með evru eða ekki.  Spánverjar í húnæðisbólu. Grikkir með því að halda upp 2x stærrra opinberukerfi en þeir þurftu og taka svo ótakmarkað af lánum. Kýpur þar sem þeir reyndu að verða fjármálamiðstöðu en inneignir í bönkum voru svo miklar að þeir fóru að fjárfesta óvarlega í Grískum skuldabréfum sem Grikkir geta ekki borgað.

Finnst svona greinar ekki trausverðugar hjá stjórnmálamanni sem ætlar að fara á þing með nýjan flokk og bjarga öllu. 

Magnús Helgi Björgvinsson, 2.4.2013 kl. 16:20

4 identicon

Sigurjón, þetta hefur lítið með myntina að gera. Fremur hið mikla innstreymi af peningum þegar vextir voru lágir og auðvelt að fá lán á alþjóðlegum markaði. Nákvæmlega eins og hér á skerinu. Bankar voru fullir af peningum og grátbáðu menn að taka lán. Please! Jafnvel kúlulán og kaupa síðan erlendan gjaldmiðil, alvöru gjaldmiðil. Ekkert mál að koma honum á reikning í Lux til dæmis og bíða eftir falli krónunnar. Fá sér bara sæti og drekka rauðvín. Og biðin var stutt og ekki þurfti nema 50% af láninu til að greiða skuldina til baka, ef hún var þá ekki afskrifuð.

Hvað gerir maður ekki fyrir góðan vin?

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 2.4.2013 kl. 16:48

5 Smámynd: Rafn Guðmundsson

þetta er bull Bjarni - evran er ekki sökudólgurinn

Rafn Guðmundsson, 2.4.2013 kl. 17:39

6 identicon

Á hvern á þá að skrifa atvinnuleysið í Suður Evrópu fyrir upptöku evrunnar? Þrátt fyrir kreppu og hrun þá er ekki ennþá neitt metatvinnuleysi í Suður Evrópu. Þar hafa engin met verið slegin undanfarið þó ekki sé horft nema innan við hálfan mannsaldur aftur.

Og það er ekki að ástæðulausu að almenningur í þessum löndum Suður Evrópu er yfir 80% fylgjandi evrunni og vill ekki taka upp gömlu gjaldmiðlana. 

Hér á landi tókst okkur sennilega að minnka eitthvað atvinnuleysi hrunsins með sjálfstæðum gjaldmiðli sem helmingaði laun almennings. Almenningur gaf eftir dags laun fyrir hverja klukkustund af björguðu atvinnuleysi. Og margir misstu heimili sín. Samt eru til evruríki með minna atvinnuleysi en hér er. Fórnin var margfaldur ávinningurinn.

Og þrátt fyrir atvinnuleysið í Suður Evrópu þá eru þær evru þjóðir að færast hraðar upp í vísitölu lífsgæða en við, auk þess að fall þeirra var ekki eins mikið og hér.

Einangrunarstefna nei sinna stefnir á að hrekja burt heilar kynslóðir Íslendinga fyrir rómantíska fortíðarhyggju, bjagaða minningu um eitthvað sem aldrei var og framtíð sem aldrei getur orðið.

Grettir (IP-tala skráð) 3.4.2013 kl. 01:05

7 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Það er svo mikil skammsýni að taka slíka þverhnýpta afstöðu gegn samvinnu Evrópuríkja og sameiginlegum gjaldmiðli ef því er að skipta.

Vegna þess einfaldlega, að samvinna Evrópuríkja er bara í takt við tímanna.

Með stórbættum samgöngum og samskiptatækni - þá var óhjákvæmilegt að til kæmi samstarf álíka og ESB snýst um. Þróun.

Það er mér sífelld ráðgáta hvernig hægt er að gera slíkt atriði að einhverju bottomlæni. Þ.e.a.s. að menn skuli alltaf sjá orsök alls ills í samstarfi og samvinnu Evrópuríkja. þetta er svo mikil skammsýni og jafnframt sem slík afstaða er hamlandi og hugsanastoppandi.

Með atvinnuleysi per se, er í raun að mörgu að hyggja. Td. er hefð fyrir lágum atvinnuleysistölum á Íslandi miðað við margar Evrópuþjóðir og td. S-Evrópuþjóðir. það væri miklu frekar að spekúlera í, afhverju það er svo.

Jafnframt er atvinnuleysi ungmenna, og þá er miðað við yngri en 25 ára, ekkert ný tilkomið víða í Evrópu. þetta er löng þróun sem má alveg velta fyrir sér afhverju er til komin.

Hitt er svo annað að ESB er með sérstakt prógram og starfsáætlun til að takast á við atvinnuleysi ungmenna í Evrópu. Langtímaprógram og spekúlasjónir.

Eg held það væri skynsamlegt fyrir Íslandað taka þátt í því samstarfi Evrópuríkja. því án efa kemur þessi þróun hingað eins og allt. Allt sem er í Evrópu - það kemur hingað fyrir rest með einum eða öðrum hætti. Hefur gert frá því að Íslandland byggðist frá Evrópu.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 3.4.2013 kl. 01:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband