Skýr skilaboð kjósenda

Skilaboð kjósenda eru skýr. Almenningur hafnar ESB flokkunum þremur og hann hafnar útrásarvíkingum Sjálfstæðisflokks.

Forysta Sjálfstæðisflokksins veðjar svo sannarlega á rangan hest þegar hún dregur nú í land í ESB andstöðunni og býðst til að svíkja landsfundarsamþykktir.

Framsókn má líka vara sig á að þegja þunnu hljóði um öll mál. Þar á bæ óttast menn mest að hafa einhverja þá skoðun sem geti styggt einhvern hluta af fylgisaukningunni.

Könnunin sem hér er sagt frá mælir fylgið frá 14. mars síðastliðnum og það segir sína sögu að nýtt framboð eins og Regnbogans - sem hafði þá ekki einu sinni tilkynnt um framboð - skuli samt ná mælingu.

Þegar framboðsfrestur rennur út eftir vikutíma taka við nýir tímar og nýjar tölur!


mbl.is Fylgi Sjálfstæðisflokks dalar enn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Félagi Bjarni !

 "Svo uppskera menn sem þeir sá".

 Sjálfstæðisflokkurinn í verstu stöðu í áttatíu og fjögurra ár sögu sinni.

 Af 16 þingmönnum flokksins greiddu 11 þeirra atkvæði með greiðslu á Icesave !

 Með öðrum orðum, ellefu þingmenn flokksins samþykktu ásamt  vinstri-grænum og Samfylkingunni, að börnin okkar og barnabörn skyldu greiða á komandi árum,- , - sem spá algöru hruni flokksins -- hundrað milljarða skuldir vegna óráðsíu EINKA-banka ( Landsbankinn gamli.)

 Við næsta götuhorn  bíður landsmanna ný vinstri stjórn. Verði þjóðinni að góðu !

 Hitt er hinsvegar heiðskýrt. Formaður Sjálfstæðisflokksins, Bjarni Benediktsson á engra annarra kosta völ, en að segja  af sér - strax í þessari viku. Of margar skoðanakannanir  síðustu vikna gera það að verkum.

 Stjórnmál eru á stundum grimm lífsreynsla fyrir einstaklinginn. ( Það þekkir BH af eigin reynslu !)

 Tími Bjarna Ben., á enda, eða sem Rómverjar sögðu.: " Nemo dat quod non habet" - þ.e. " Þú nærð ekki blóði úr steini" !!

Kalli Sveinss. (IP-tala skráð) 2.4.2013 kl. 22:20

2 identicon

Er ekki rétt að kjósa áður en farið er að túlka vilja kjósenda?

Georg H. Tryggvason (IP-tala skráð) 3.4.2013 kl. 10:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband