Allt fyrir séreignaraðalinn

Í gær skrifaði Auður Jónsdóttir rithöfundur mjög góða ádrepu á fésbókarsíðu sína, sem lesa má hér. 

Sjálfstæðisflokkurinn sendi mér kosningabækling í gær og þar má lesa um það hvernig þeir sem hafa skattskyldar tekjur og eiga húsnæði geta notað skattinn sinn til þess að greiða niður húsnæðislánið. Svoldið súrrealískt eins og kannski við er að búast. En eftir stendur spurningin, hvað með þá sem ekki eiga húsnæði, í hvað fer skatturinn þeirra. Jú, þeir eiga að borga samneysluna!

Og hvað með þá sem eru svo tekjulágir að þeir borga ekki skatta. Hvað fá þeir? Eru það ekki þeir sem fyrst og fremst eiga að njóta góðs af almannafé. Ég hélt í mínu barnshjarta að við hefðum einmitt stofnað skattheimtu og allsherjarríki fyrir ellefu hundruð árum til þess að mæta þörfum þeirra lægstu og skipa þeirra málum með skikki. En slík þúsund ára jafnaðarmennska á ekki við í dag þegar séreignaraðallinn undirbýr að taka völdin að nýju.  

Eða hvað? Það hlýtur nú að vera eitthvert svar við þessu á heimasíðu Sjálfstæðisflokksins hugsaði ég og lenti á síðunni http://2013.xd.is/ þar sem stendur skýrum stöfum: Aðgerðir sem gagnast öllum. Síðan velur maður það heimilisfyrirkomulag sem hentar og viti menn undir takkanum "Ég leigi húsnæði" bendir flokkurinn á að hann muni lækka skatta og allir græði á því. Engin sérúrræði eins og fyrir húsnæðiseigendur. Hvað gengur mönnum til í svona málflutningi!

Ég hef aðeins skrifað um þetta fyrr og held að þessi umræða sem hér veður uppi nú sé alvarlega á villigötum. Bendi á grein sem ég skrifaði um daginn og lesa má hér en lofa líka að koma betur að þessum mikilvæga málaflokki á allra næstu dögum.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

ég hendi nú bara svona pésum :)

Ásdís Sigurðardóttir, 4.4.2013 kl. 11:31

2 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Í raun virkar þetta þannig að þeir sem engin lán eru með borga fyrir lántakendur íbúðarlána.Ég vil orða þetta þannig að þeir séu látnir borga brúsann fyrir þrotabú gömlu bankana.Held líka að við eigum að hætta að tala um niðurfellingu lána eða afskriftir heldur einfaldlega skaðabætur frá hendi þessara banka.Ég tel að ennþá sé möguleiki á að innheimta þessar skaðabætur ef vilji er fyrir hendi.Það þarf einfaldlega að sækja þetta af hörku annaðhvort af þrotabúunum(gera viðbótar kröfur) eða af eigendum þessara fyrrverandi banka.Óvíst um heimtur en það sem heimtast á að nota til leiðréttingar.

Jósef Smári Ásmundsson, 4.4.2013 kl. 13:17

3 identicon

  • Félagi Bjarni !
  •  Vegna fésbókarskrifa dóttur-dóttir höfuðs páfa íslenskra kommúnista á sínum tíma, Laxness, þá er rétt að fram komi að samkvæmt skýrslum Hagstofunar, eiga, sem betur fer, 87,4% landsmanna, sitt eigið húsnæði.
  •  "Séreignaraðallinn" er blessunarlega - stærsti hluti landsmanna !
  •  Sjálfstæðisflokkurinn er EINI stjórnmálaflokkurinn sem lofar að LÆKKA skatta. Athyglisvert ! Hinsvegar ( samkvæmt skoðanakönnunum) virðist meirihluti landsins barna, bara mjög ánægð með sína skatta ! - Frábært !
  •  BH., boðar frékari skrif. Hið besta mál, en þá verður "Framsóknarmaðurinn af gamla skólanum, þjóðfræðineminn, sveitamaður og kjaftaskur" ( sjá kynningu BH., á sjálfum sér )  að skrifa tungu feðranna.
  •   Hvað Kalli er að fara ?
  •  Jú, í Morgunblaðinu  í gær var ágæt grein eftir BH,( sammála í mörgu) en þar gaf að lesa orðaslettur  sem bóksalanum og fyrrverandi alþingismanni eru ekki sæmandi.
  •  samanber orðið" AKSJÓN" !Var þetta í Snorra-Eddu ?? !
  •  "Svona gera menn ekki" var sagt í eina tíð. Stendur enn í dag.
  •  Þú ert í flestu það snjall, já, að mörgu leiti stórkostleg persóna, að slík orð  eiga aldrei að sjást. Hlýtur að geta látið slíkt ógert . Eða sem Rómverjar sögðu.: " "Aegroto dum anima est spea esswe dicitum" -þ.e. " Þar sem er líf í einstaklingi, þar er og von " !!

Kalli Sveinss. (IP-tala skráð) 4.4.2013 kl. 18:40

4 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Kalli.Ef þetta er nú svo að þessi 87.4% landsmanna eru í eigin húsnæði og væntanlega skiptir engu máli þessi 12,6%(Væntanlega bara Vinstri Grænir eins og þeir leggja sig),hvers vegna þá í ósköpunum að vera að þessu.þú hlýtur að sjá það sjálfur að það er einungis verið að fara í hægri vasann og setja í þann vinstri(ætti kannski að vera á hinn veginn).Það er borgað úr ríkiskassanum og væntanlega þurfa sjálfstæðismenn að fara út í trjárækt og rækta meiri peninga ef þeir ætla ekki að sækja þá með samsvarandi hækkun skatta.Það er ekki til peningur til að byggja nýtt sjúkrahús,skuldir ríkissjóðs við útlönd eru í himinhæðum.Svo hvaða töfrabrögðum á að beita?

Jósef Smári Ásmundsson, 4.4.2013 kl. 19:01

5 identicon

Jósef.

 Houdini löngu dauður .

 Töframaðurinn Sigmundur hinsvegar sprell - lifandi og alsæll - enda forsætisráðherra innan nokkra vikna !

 Þrotabú gömlu bankanna og reyndar ofsatekjur þeirra nýju, ættu að standa undir kostnaði. Verður hinsvegar aldrei.

 Framsóknarflokkurinn er sjálfum sér líkur - sem fyrr ! Töfralausnir, og aumur almúginn trúir. ( Það þurfti meira til hjá Tómasi lærisveini forðum!)

 Það er mikið umhugsunarefni, að Sjálfstæðisflokkurinn er EINI  flokkurinn, .sem boðar skattaLÆKKANIR!

 Virðist fá lítinn hljómgrunn á landi feðranna,  samanber skoðanakannanir. Virðist sem betur fer, nóg að bíta og brenna hjá miklum meirihluta landsins barna.

 Ný vinstri stjórn í farvatninu. Fimmfallt húrra !!

Kalli Sveinsss (IP-tala skráð) 4.4.2013 kl. 20:43

6 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Bjarni.

Var að blogga pínulítið um þetta áðan.

kv.Guðrún Maria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 5.4.2013 kl. 01:32

7 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Veit nú af hverju þú svarar mér Kalli með því að tíunda töfrabrögð Framsóknarflokksins.Þessar flokksmaskínur eru ekki í uppáhaldi hjá mér svo ég verð heima á kjördag eins og síðastliðnar kosningar. " Þrotabú gömlu bankanna og reyndar ofsatekjur þeirra nýju, ættu að standa undir kostnaði. Verður hinsvegar aldrei".Ég reyndar efast um það líka Karl enda tók ég það fram.Það hefði átt að gera þetta strax haustið 2008 meðan vandinn var viðráðanlegri.Reyndar á ekki að blanda nýju bönkunum inn í málið,allaveganna ekki þeim sem eru í eigu ríkisins.Það eru OKKAR peningar.En þú svaraðir ekki því hvaða töfralausnir þið(geri ráð fyrir að þú sért sjálfstæðismaður)hafið til að ná í peninga til að efna þetta kosningaloforð.Ætlið þið að sækja í smiðju Framsóknar.

Jósef Smári Ásmundsson, 5.4.2013 kl. 09:35

8 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Kjósendur vilja afnám verðtryggingarinar, en (S) skilur þetta ekki og reinis allt sem þeir geta að þyngja sifurpyngjur auðmanna elítunar.

Svo fer sem fer í kosningunum eftir 21 dag, og (S) flokkurin getur sjáfum sér um kennt að skilja ekki neiðarákall þjóðarinnar.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 6.4.2013 kl. 02:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband