Um hagsmuni Suðurlands og frammistöðu þingmanna

Árið 2007 tókst okkur sem þá vorum þingmenn Suðurkjördæmis að afstýra því að ráðist yrði í byggingu fangelsis á Hólmsheiði. Það var mikilvægur áfangasigur en um leið var ljóst að þingmenn og ráðamenn í héraði yrðu að fylgja þeirri ákvörðun eftir með málefnalegum hætti.

Það tókst ekki og er mjög miður. Nú er hafin uppbygging á stóru Hólmsheiðarfangelsi sem setur myndarlega stofnun á Litla Hrauni í mjög erfiða og tvísýna stöðu. Fyrir nokkrum misserum var Réttargeðdeildinni á Sogni stolið af okkur og færð til Reykjavíkur. Málið allt vekur okkur til umhugsunar um það hversu vel sé haldið á kjördæmishagsmunum Suðurlands. ...

Sjá nánar http://bjarnihardar.blog.is/blog/bjarnihardar/entry/1292707


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Félagi Bjarni !

"Tókst afstýra byggingu fangelsis á Hólmsheiði " - -

"Réttargeðdeildinni STOLIÐ frá okkur ".

Ertu virkilega svo lítill karl að setja hagsmuni héraðsins ofar brýnum þjóðarhagsmunum ?

Í meira en 30 ár hefur staðið til bygging fangelsis. Ástand þar skelfilegt. Yfir 300 bíða þess að verða " settir inn".Og sjá: Árið 2007 " tókst okkur að afstýra byggingu fangelsis".

Og lengi getur vont versnað - og það vægast sagt, hrikalega !

"Réttargeðdeildinni " STOLIÐ" frá okkur".

Félagi -hefurðu mælt þig ?? !

Þó frænkur Kalla skipi bæði 3ja sæti og það 19 hjá Regnbogalistanum í Kraganum, þá hyggur Kalli að þær báðar dauðskammist sín fyrir þetta óskiljanlega, skelfilega blogg þitt . Í þínum sporum tæki ég þetta af skjánum.

Ef ekki, þá liggur ljóst fyrir að fylgi Regnbogans fer úr 0,6% í O,O % !! Eða sem Rómverjar sögðu.: " Actum est de republica" - þ.e. " Við búnir að vera" !!

Kalli Sveinss. (IP-tala skráð) 12.4.2013 kl. 00:32

2 Smámynd: Bjarni Harðarson

Fyrir 25 árum síðan var vistun geðsjúkra afbrotamanna og ósakhæfra í almennum fangelsum mjög almenn og þótti hin mesta hneisa fyrir samfélagið enda afleiðingarnar oft hryllilegar. Þetta vandamál hvarf með tilkomu Sogns en er nú aftur á dagskrá fjölmiðla. Hvað veldur?

Sjá nánar umræðu um þessa færslu á fésbókarvegg, http://www.facebook.com/sigbogi/posts/145595372279233?notif_t=mention

Bjarni Harðarson, 12.4.2013 kl. 08:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband