Margra ára viðræður þar sem samið er um ekkert

Svar míns gamla skólafélaga Stefáns Hauks Jóhannessonar aðal"samninga"manns Íslands við ESB staðfestir það sem við ESB andstæðingar höfum alltaf haldið fram - það eru engar samningaviðræður þvi ESB semur ekki - það innlimar.  
 
Á heimasíðu stækkunardeildar ESB segir líka að það sé tómur misskilningur að kalla þetta samningaviðræður - þetta sé aðlögunarferli og ekkert annað.
 
En jú - Stefán Haukur hefur fengið ESB til að fallast á óbreytt fyrirkomulag á verslun með áfengi og tóbak!! Það er þá allt sem sést í pakkanum eftir þriggja ára puð. Og hvað græðum við á því að einhver annar en við hafi skoðun á því hvar við seljum eða seljum ekki okkar bús? 

mbl.is Óverulegar undanþágur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Félagi Bjarni !

 Las fyrir nokkru að kosnaður skattborgara vegna þessarra " viðræðna" færi að nálgast milljarð !

 Stefáni Hauki er fullkunnugt að ekki aðeins einn - hinsvegar þrír framkvæmdastjórar ESB., hafa komið hingað til lands. Allir hafa þeir kveðið það sama: Í sjávarútvegsmálum er ekki um neitt að semja.Framkvæmdastjórn ESB., ræður þar alfarið !

 Íslenskir sjómenn láta ALDREI útlenda kommissera úti í Brussel, ákveða hvað Íslendingar mega veiða innan sinnar 200 mílna fiskveiðilögsögu . ALDREI !

 En í gærkveldi upplýstist í viðræðum sjónvarps við formenn flokkanna, að Samfylkingin búin að fá eldheitan stuðningsmann varðandi ESB !

 Hver ?

 Jú, sonur hans pabba síns og barnabarn hans afa síns, Guðmundur Steingrímsson !

 Ekkert getur bjargað krónunni nema Evran og ESB !

 Þeim má aldrei verða að þessari skelfilegu ósk. ALDREI. Eða sem Rómverjar sögðu óskup einfaldlega.: " Add kalendas graecas" - þ.e.: " ALDREI" !!

Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 17.4.2013 kl. 13:53

2 Smámynd: Rafn Guðmundsson

er ekki bara að koma í ljós að við þurfum litlar undanþágur

Rafn Guðmundsson, 17.4.2013 kl. 16:01

3 Smámynd: Pétur Harðarson

Við þurftum ekki miklar undanþágur þar sem þessir 11 kaflar voru léttavigtar kaflar. Þeir snéru að lögum sem við vorum annað hvort búin að innleiða í gegnum EES eða voru voru mjög nálægt reglum ESB. Þrjú ár hafa sem sagt farið í að semja um formsatriði á köflum sem var í raun bara formsatriði að klára. Hvað langar okkur að halda þessu gæluverkefni Samfó gangandi lengi?

Pétur Harðarson, 17.4.2013 kl. 17:01

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Góðir allir hér nema Rabbi karlinn, sem veit ekki, í hvorn krummafótinn hann á að stíga.

Jón Valur Jensson, 18.4.2013 kl. 00:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband