Þjóðin á rétt á að kjósa

...

Þjóðaratkvæðagreiðslur um stór hagsmunamál eru vitaskuld lykill að farsælli nálgun mála. Við sem barist höfum gegn ESB aðild og hverskyns fullveldisskerðingu höfum margoft farið fram á þjóðaratkvæði um þau mál. Við vildum þjóðaratkvæði um EES, við vildum þjóðaratkvæði um það hvort hefja skyldi viðræður um ESB aðild og það hefur réttilega verið nefnt að Shengen samstarfið verðskuldar að vera sett í þjóðaratkvæði.

Þegar áróður ESB hér innanlands hefur verið stöðvaður með lokun Evrópustofu, slitum á viðræðum og stöðvun siðlausra aðlögunarstyrkja þá er sjálfsagt og eðlilegt að efna til kosninga þar sem allt samstarf okkar við viðskiptaþjóðir okkar í Evrópu og ESB verður lagt undir.

Aðildarsinnar hafa um áratugi hundsað allar okkar tillögur um þjóðaratkvæði og barist gegn þeim með oddi og egg. Látum þá ekki blekkja okkur nú með því að það séu þeir sem standi fyrir lýðræðinu á móti þjóðarmeirihlutanum sem vill svo sannarlega, eins og kannanir hafa margoft sýnt, taka ESB brautarteinana úr sambandi.

Sjá nánar http://bjarnihardar.blog.is/blog/bjarnihardar/entry/1293180 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rafn Guðmundsson

rétt - Þjóðin á rétt á að kjósa og þjóðin kýs í dag. á morgun kemur í ljós hvað margir er fylgjandi ykkar stefnu

Rafn Guðmundsson, 27.4.2013 kl. 12:33

2 identicon

Að sjálfsögðu hefur þjóðin rétt á að kjósa þegar hún veit um hvað er verið að kjósa en þarf ekki að velja um hugmyndir í stíl við fullurðingarnar um herskildu á Íslandi sem reindist argasta bull. Evrópu andstæðingar vilja að þjóðin taki ákvörðun áður en hún veit um hvað málið snýst enda hafa þeuir þa meiri möguleika á að skrumskæla sannleikann um hvað málið snýst

Guðmundur Ingófsson (IP-tala skráð) 27.4.2013 kl. 12:46

3 identicon

Fái Sjálfstæðisflokkur og Framsókn umboð til þess að mynda meirihlutastjórn, og mynda hana, þá er það yfirlýsing kjósenda um að vinda ofan af aðlöguninni að ESB, og afturkalla umsóknina.

En til að gera málið skemmtilegra, þá legg ég til að Jóni Bjarna verði falið það verkefni að klára "samningana".

Það gætu orðið áhugaverðar vikur.

Hilmar (IP-tala skráð) 27.4.2013 kl. 13:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband