Afmćlisveisla í bókabúđinni

Sunnlenska bókakaffiđ er eins árs í dag, laugardag og ţađ verđur haldiđ upp á ţađ klukkan tvö. Skáldin Matthías Johannesen og Ţórunn Valdimarsdóttir heiđra okkur međ upplestri og söngkonur stíga á stokk.

matti

Verslunin hefur líka tekiđ miklum stakkaskiptum, veriđ stćkkuđ og er um leiđ mun meira kaffihús en áđur var,- semsagt hvorutveggja í einu, kaffihús og verslun. Fornbókadeildin hefur veriđ stćkkuđ talsvert og ţar er nú ađ finna marga dýrgripi. Mest munar um einkasafn Kristjáns heitins frá Djúpalćk, skálds sem í eina tíđ bjó í Hveragerđi. Kristján yngri sonur skáldsins bađ okkur um ađ taka bćkur ţessar í sölu en međal gripa í safninu er margt af merkum árituđum ljóđabókum frá samferđamönnum skáldsins.

Kristján yngri ţekkti ég ekki áđur en til ţessa kom (og ţá ekki ţann eldri sem dó 1994) en ţađ er kunningskapur međ Kristjáni jr og Atla bróđur mínum, enda báđir heimspekingar. Ţađ er bćđi skemmtilegt og magnađ ađ vera međ ţetta safn skáldsins í hillunum, ţar er hver bók annarri merkari. Skondin tilviljun líka fyrir ţađ ađ fyrir hálfum fimmta áratug átti ég í nokkur misseri heimili í húsi Kristjáns frá Djúpalćk í Frumskógunum í Hveragerđi,- reyndar fyrir mitt minni en foreldrar mínir leigđu á ţeim tíma hús skáldsins eftir ađ skáldiđ sjálft flutti norđur á Akureyri. Og ég ekki kominn til máls á ţeim tíma...


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekki ónýtt afmćliteiti. Til lukku.

-sigm. (IP-tala skráđ) 6.10.2007 kl. 12:21

2 identicon

Til hamingju međ afmćliđ. Mér virđist sem margar merkar bćkur séu komnar í fornbókadeildina, og neyđist ég víst til ađ brenna alla leiđ á Selfoss til ađ líta á fornbókadeildina.

En ţú mćttir allveg auglýsa opnunartíma bókabúđarinnar fyrir okkur hin sem ekki búum á Selfossi. 

Sigurđur H. Einarsson (IP-tala skráđ) 6.10.2007 kl. 17:42

3 Smámynd: Bjarni Harđarson

Já nú er afmćlisveislan búin og tókst mjög vel. Búđin er opin alla virka daga frá 10 - 6 og á laugardögum frá 11-4.  Veriđ velkomin.

Bjarni Harđarson, 6.10.2007 kl. 18:14

4 Smámynd: Margrét Annie Guđbergsdóttir

Tl hamingju med afmaelid. Tad hefdi verid gaman ad kikja inn ef eg hefdi ekki verid stodd svona langt i burtu. Bid ad heilsa frunni.

Margrét Annie Guđbergsdóttir, 7.10.2007 kl. 12:00

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband