Reiðin er mikil meðal Framsóknarmanna

Svandís Svavarsdóttir VG segist í viðtali við Mbl. að hún finni fyrir mikil reiði meðal almennings vegna viðskiptanna sem átt hafa sér stað með þekkingu og auðlind Orkuveitu Reykjavíkur. Þessa reiði finna fleiri en vinstri grænir. Ég get bara tekið undir með Svandísi og sjálfur hefi ég orðið var við þessa reiði og það held ég að allir í okkar góða þingflokki Framsóknar hafi orðið. Bæði meðal Framsóknarmanna í Reykjavík og líka utan Reykjavíkur. Vegna afskipta okkar manna verða nógir til að kenna flokknum í heild um og það er mjög miður og ég get fullyrt að aðferðafræði eins og sú sem þarna á sér stað er mjög fjarlæg venjulegu framsóknarfólki að ekki sé dýpra tekið í árina.

abggbs

Ég hef reyndar ekki rætt þetta persónulega við hlutaðeigandi trúnaðarmenn Framsóknarflokksins í borginni en á undanförnum dögum hafa fjölmargir hringt, framsóknarmenn hvarvetna og það eru sömu viðbrögðin allsstaðar. Við erum reið og okkur sárnar sú framganga sem hér á sér stað. Það er sárt að sjá verðmæti sem eiga að vera í sameign margra vera með þessum hætti mulin undir gróðaöflin. Ég er alls ekki að tala um það að við megum vel í útrás, ég er að tala um kaupréttarsamninga, milljónagróða upp úr vösum almennings o.s.frv.

Það er líka sárt fyrir alla þá sem unnið hafa að endurreisn og orðstý  Framsóknarflokksins undanfarnar vikur og mánuði heyra af þessum atburðum og þarf svosem ekki fleiri orð um það að hafa. En ég fullyrði líka að ekkert af þessu var rætt á vettvangi flokksins á landsvísu og er öðrum en tilteknum fulltrúum okkar í borgarstjórnargeiranum óviðkomandi.

En þetta verður rætt á vettvangi flokksstarfsins,- svo mikið er víst! Ég hef eiginlega sjálfur verið of bit til að blogga um þetta fyrr en núna.


mbl.is Finnur fyrir mikilli reiði í samfélaginu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eruð þið báðir reiðir?

Björgvin Valur (IP-tala skráð) 6.10.2007 kl. 14:01

2 Smámynd: Magnús Þór Hafsteinsson

Bjarni - blessaður vertu ekki með þessa hræsni maður. Þú reitir mann til enn meiri reiði með þessu bulli þínu. Þið frammarar eruð með alla fingur á kafi í þessari nammidollu sérhagsmunapots og spillingar með eignir almennings. Ætlar þú að segja að þið hafið engan kontról á því sem Björn Ingi er að gera? Ykkar maður í borgarstjórn og jafnframt í stjórn Orkuveitunnar. Af hverju er hann búinn að bora sig inn þar? Þú veist það vel. Hafir þú ekki vitað það, þá ættir þú að sjá það núna.

Og kemur þú af fjöllum vitandi hver er innsti koppur í búri í orkufjárfestingabralli Glitnis? Árni Magnússon fyrrverandi félagsmálaráðherra. Svo er bróðir hans gerður stjórnarformaður Landsvirkjunar nokkrum mánuðum síðar og það með bolabrögðum - um svipað leyti og Björn Ingi sest í stjórn OR. Mér varð beinlínis óglatt þegar ég sá að Valgerður varaformaður þinn hreykti sér af því í sjónvarpinu að þetta með REI hefði nú eiginlega allt henni að þakka - hefði hafist vegna þess að hún hafði verið í Kína á fundum með einhverjum vafasömum pappírum austur þar í því mikla "lýðræðis" og "mannréttindaríki".

Talar þú aldrei við formann þinn og sveitunga á Selfossi - Guðna Ágústsson? Hvað segir hann um þessa hluti? Hann þegir út á við, en hefur hann líka þagað um þessi mál við þig?

Magnús Þór Hafsteinsson, 6.10.2007 kl. 14:29

3 identicon

Mér varð óglatt af því að lesa þessa færslu Bjarna Harðarsonar.

Guðmudur Guðmundsson (IP-tala skráð) 6.10.2007 kl. 14:46

4 Smámynd: Þórir Kjartansson

Í þessu máli er bara að sjóða svolítið uppúr í græðgisvæðingarpottinum. Allt undir fölsku flaggi og hátíðlegu tali um blessaða útrásina. En að baki liggur að mínu mati þaulhugsað plan þeirra sem eiga orðið allt á Íslandi nema orkufyrirtækin.  Þegar þeim sem framkvæma verkið er svo heitið tugmilljóna gróða í kaupréttarsamningum og bitlingum, vantar ekki starfslið.  Kæmi mér ekki á óvart að allur þessi málatilbúnaður eigi sér það djúpar rætur, að aumingja gamla góða Villa sé um megn að skilja alla fléttuna.

Þórir Kjartansson, 6.10.2007 kl. 14:51

5 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Hef enga ástæðu til að efast um að þú meinir það sem þú ert að segja í ljósi kynna okkar, þú hefur fram til þessa verið sjálfum þe´r samkvæmur. Vona að það séu fleiri hugsandi innan raða flokksins þíns og að þess sjái merki.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 6.10.2007 kl. 15:14

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hef enga ástæðu, fremur en Anna, að ætla að höfundur þessarar síðu skrifi hér af fullri einlægni.  Svo er alveg með ólíkindum hvað fólk leyfir sér í dónaskap hér í bloggheimum.  Er ekki hægt að segja skoðun sína, á aðeins huggulegri máta.

Takk fyrir færslu Bjarni.

Jenný Anna Baldursdóttir, 6.10.2007 kl. 15:29

7 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Híhí, þarna varð mér á í messunni.  Hér á auðvitað að standa að ég hafi enga ástlæðu, fremur en Anna, að ætla að höfundur þessarar síðu skrifi EKKI hér af fullri einlægni

Jenný Anna Baldursdóttir, 6.10.2007 kl. 15:31

8 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Sæll Bjarni. Varð ofsareiður og lét það í ljós á bloggi mínu í
gærkvöldi. Takk fyrir þitt innlegg........

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 6.10.2007 kl. 16:03

9 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Takk fyrir þetta blogg Bjarni. Ég held að það sé síst orðum aukið að þessi vinnubrögð ofbjóða Framsóknarmönnum. Við verðum að fá fram einhverja umræðua um þetta mál. Ég hef skrifað bæði Birni Inga og hafið umræðu um þetta á póstlista Framsóknarmanna.

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 6.10.2007 kl. 17:06

10 identicon

Þakka þér kærlega fyrir þessi orð Bjarni minn!  Ég var farin að halda þingmenn okkar ætluðu ekkert að tjá sig um þetta mál.

kv. Sigrún

Sigrún Jónsdóttir (IP-tala skráð) 6.10.2007 kl. 17:15

11 identicon

Ég held að vinnubrögð Björns Inga séu ósköp venjuleg framsóknavinnubrögð. Ég er nú samt svo vitlaus að ég trúi því sem þú skrifar en það kemur þá í ljós seinna hvort ég hafi rangt fyrir mér. Held að þú sért nokkuð samkvæmur sjálfum þér þó þú sért framsóknamaður. Núna bíð ég bara eftir því að formaðurinn þinn láti ljós sitt skína. Ef formaðurinn fordæmir vinnubrögð Björns Inga merkir það að það eru að verða breytingar á Framsóknarflokknum, ef ekki þá er þetta sami gamli spillingar og afturhaldsflokkurinn. Og þegar eitt heilt epli er innanum fullt af skemdum eplum skemmist það fljótt.

Sigurður H. Einarsson (IP-tala skráð) 6.10.2007 kl. 17:53

12 identicon

 Hverjir hafa verið að vinn að "endurreisn og orðstý" flokksins þíns undanfarna daga? Eru það mennirnir sem slógu af Álverið í Helguvík? Ekki held ég að þessir fáu framsóknarmenn sem eftir eru á suðurnesjum geti tekið undir það? Er það endurreisn á orðstí að gefa fyrrverandi kosningatjóra framsóknarí reykjavík tugi milljóna á silfurfati eins og gert var þegar REI varð til? Skrýtin endurreisn það. Held að nær væri að segja að þið væruð að halda þeim spillingarkyndli sem Alfreð Þorsteinsson risarækja framsóknar hélt svo hátt og svo skært á lofti um árabil í Reykjavík.

Því miður fyrir framsókn held ég að fólk sjái enga betrun í spilunum hjá ykkur, þrátt fyrir að vera komnir í stjórnarandstöðu á þingi. Flokkurinn lyktar illilega af spillingarstækju undanfarina stjónarára, bæði í landsmálum og borginni. Held að þá lykt verði erfitt að hreinsa. Alveg sama hvaða spillingarmál koma upp, verður alltaf hægt að segja "þetta var nú ekkert, munið þið ekki hvað Alfreð gerði!", eða "þetta var nú ekkert, munið þið ekki hvar þessi framsóknarmaðurinn eða hinn endaði í stjórnkerfinu eða borgarapparatinu". Því miður fyrir þig Bjarni minn ertu háseti á skútu sem er illa mönnuð með  skaddað stýri og laskaða vél. Bátsferðir á slíkum skútum eru yfirleitt ekki til fjár.

Jóhann (IP-tala skráð) 6.10.2007 kl. 18:28

13 Smámynd: Sveinn Hjörtur

Sæll Bjarni. Það er naumast. Samkvæmt nokkrum frjálslyndum skoðunum hér á blogginu, þ.e. þeir sem eru að setja inn athugasemdir, virðist aftakann gegn Framsókn vera enn í gangi.

En burt séð frá því. Þakka þér fyrir að koma fram og segja þína skoðun. Held að "við öll" hér sem erum að svara Bjarna, getum verið sammála með það að það sé gott að þingmaður flokksins komi fram og segi sína skoðun.

Bjarni. Ég vil benda á bloggfærslu mína um þessi Orkuveitumál... Kannski einhverjum bregði? Sjáum til....

Kveðja,

Sveinn Hjörtur , 6.10.2007 kl. 20:27

14 identicon

Heill og sæll, Bjarni !

Eins; og ég gat um, fyrir stundu, á spjallsíðu þess ágæta og hrekklausa drengs; vinar okkar, Guðmundar Jónasar, fyrir stundu; þá eigið þið; að REKA Valgerði Sverrisdóttur og þennan skelmi, Björn Inga Hrafnsson, úr flokki ykkar, eigi ykkur að hlotnast einhver trúverðugleiki, að nýju; meðal þjóðar okkar.

Svo einfalt er það ! Betri ráð; getum við, fylgismenn þungavigtarsveitar Frjálslynda flokksins ekki gefið ykkur, um stund.

Mbk. / Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 6.10.2007 kl. 21:20

15 Smámynd: Einar Vignir Einarsson

Sæll Bjarni.

Það fækkaði um einn í flokknum við þessa aðgerð.  Þetta er ekki hægt að svona skuli viðgangast.

Einar Vignir Einarsson, 6.10.2007 kl. 21:45

16 identicon

".....Það er líka sárt fyrir alla þá sem unnið hafa að endurreisn og orðstý  Framsóknarflokksins undanfarnar vikur og mánuði heyra af þessum atburðum". Ekki sýnist manni nú aðgerðin vera að heppnast vel Bjarni, þessi sem setti inn færsluna hér að framan er í það minnsta hættur og farinn frá ykkur. Held að framsóknarflokkurinn ætti bara að taka annan fund niður á hverfisgötu og athuga hvað sé hægt að gera. Ef einhver árangur ætti svo að nást væri vænlegast til árangurs að senda Valgerði í lagningu eða annað metnaðarfullt verkefni á meðan á fundi stendur og sjá hvort þið náið ekki að koma með betri aðgerðaráætlun en unnið er eftir þessa dagana, hún er hræðileg og skilar ykkur engu öðru en fylgi undir 5% á næstu vikum og mánuðum, ef fylgið nær því þá.

Johann (IP-tala skráð) 6.10.2007 kl. 22:08

17 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Góð færsla Bjarni. Nauðsynlegt að halda uppi umræðu um þetta mál

Marta B Helgadóttir, 6.10.2007 kl. 22:13

18 Smámynd: HP Foss

Það eru ekki allir Framsóknarmenn sem eru í Framsóknarflokknum, frekar en rottur verða ekki hestar þótt í hesthús komi.

Það á við Björn Inga, Finn Ingólfsson, Halldór Ásgrímsson, bræðurna Árna og hinn þarna, og fleiri.

Þetta eru ekki alvöru Framsóknarmenn sem standa vörð um landsbyggðina.  Þeir ættu að vera í Sjálfstæðisflokknum.

HP Foss, 6.10.2007 kl. 22:41

19 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Bjarni....það er því miður rétt sem sagt er að áhrifamenn í Framsóknarflokknum hafa ítrekað misnotað aðstöðu sína í einkavæðingu ýmissa stofnana ríkis undanfarin ár. Heldur þú að Finnur Ingólfsson td hafi unnið alla þessa milljarða í lottó. Ef þú hefur trúað því þá er þér vafalaust fyrirgefinn barnaskapurinn

Jón Ingi Cæsarsson, 6.10.2007 kl. 23:45

20 Smámynd: Guðmundur Geir Sigurðsson

Voðalega bull er þetta hja ykkur flestum.  Það eru væntalega fullgild rök fyrir þessu og hvað segið þið svo eftir ca 4ár þegar Or. selur sinn hlut fyri kanski 40-60 milljar? Hvar er spillingin, ég er viss um að þið  sem búið í Reykjavík sláið ekki hendinni á móti þeim peningum þegar þeir koma en það ættu þið að gera annað er hræsni. Það er mikið talað um spillingu hér hjá framsóknarmönnum en framsóknarmanna verður minnst seina meir sem sá flokkur sem mest barðist fyrir atvinnusköpun og fjölgun starfa síðan 1995.

Guðmundur Geir Sigurðsson, 6.10.2007 kl. 23:56

21 identicon

Sælir

Oddviti flokksins þarf að sitja fyrir svörum varðandi þetta mál. Það er alveg á hreinu. Fyrir hverju stendur hann? Maður spyr sig...sennilega bara fyrir sjálfan sig og engan annan.

mbk.

Ólafur Sveinn Haraldsson (IP-tala skráð) 7.10.2007 kl. 00:19

22 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Hér liggur " fiskur undir steini " pólítiskur fiskur.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 7.10.2007 kl. 01:20

23 identicon

Nú er mál að anda í gegnum nefið, fóstri.

-sigm. (IP-tala skráð) 7.10.2007 kl. 05:36

24 identicon

"ég get fullyrt að aðferðafræði eins og sú sem þarna á sér stað er mjög fjarlæg venjulegu framsóknarfólki að ekki sé dýpra tekið í árina."

Már Högnason (IP-tala skráð) 7.10.2007 kl. 06:59

25 Smámynd: Júlíus Valsson

Heimurinn væri betri, ef allir Framsóknarmenn væru eins og þú Bjarni! Góður!

Júlíus Valsson, 7.10.2007 kl. 09:21

26 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Fyrr má nú aldeilis fyrrvera. Engin smá viðbrögð.

En hvers vegna sögðu Framsóknarmenn ekkert þegar fyrri skunkar flokksins voru að störfum og rökuðu til sín fjármunum með svipuðum  hætti og gerst hefur í þessu REI-OR máli? 

Sigurður Sigurðsson, 7.10.2007 kl. 12:25

27 identicon

Sæll

Mér finnst nauðsynlegt að forysta Framsóknarflokksins tjái sig um málið en reyni ekki að þagga vandræðaleg mál eins og Halldór og Davíð gerðu. Þessi grein þín og síðan viðbrögð formannsins eru alveg hárétt. 

Góðar kveðjur að norðan, Alex Björn. 

Alex Björn (IP-tala skráð) 7.10.2007 kl. 17:09

28 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Vel mælt Bjarni - af okkar fyrri kynnum trúi ég því að þú meinir þetta.

Gangi þér vel á þínum vettvangi

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 7.10.2007 kl. 21:07

29 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Vér mótmælum allir!!!!/Halli Gamli

Haraldur Haraldsson, 7.10.2007 kl. 21:48

30 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Nú er svo, að ég er allsenginn Framsóknarmaður, heldur þjóðernissinnaður Sjálfstæðismaður, sem sagt íhald af hinni þjóðlegu gerð, sem nokkuð þekktust hér í eina tíð.

Þú ritar þetta innlegg þitt af ástríðu og vonandi hjartahreinleika sveitapiltsins.

Enn er svo, að ég er eldri en tvævetur í þjóðmálum og hef fylgst vel með í um það bil hálfa öld.  Fékk brá'ungur mikinn áhuga á pólitíkk, enda móðir mín afar pólitísk og réttsýn kona, svona af hinu fallega Miðbæjaríhaldsfólki, með sterkum tengslum Vestur á firði.  Pabbi einnig mjög hreinskiptinn íhaldsmaður, líkt og flestir í mínu núnefndu ,,nærumhverfi".

AUðvitað veit ég, að það hafa verið ær og kýr mjög margara Framsóknarmanna, að brúka hið opinbera, til að ná fram óskum sínum og auka sinn persónulega hga.

ÞEtta hefur kristaliserast hin síðari ár, svosem, þegar Finnur og Ólafur véluðu út Kaupþing og Búnaðarbankann með afskaplega hæpnum aðferðum og að margra manna yfirsýn, -lygi, -um grundvallarspurningar í þeim efnum, svo sem aðkomu ,,kjölfestufjárfesta" útlendra.

Nafni okkar lét af störfum við Glitni banka, hvar hann var dyggur þjonn eigenda þess banka.  Síðar varð hann formaður stjórnar í REI og hélt þar áfram, að þjóna sínum fyrri herrum.  FL grúppueienda, Glitniseigendum, svo sem Baugsfeðgum.

Vitað er, að Finnur Ingólfs og fleirri athafnamenn, hafa verið að gera  hosur sínar grænar fyrir orkufyrirtækjunum og svo mjög var þeim framá um það, að fundi var komið á við Gulla, hvar reynt var með fagurgala og þrýstingi, að komast með táfestu inn í OR.  Það tókst ekki en Bingi og þeir bræður synir Magnúsar Bjarnfreðs, hafa nú verið bertri en öngvir í aðstoð við þessa menn.

EF skoðuð eru spor sumra framámanna ukkar Framsóknarmanna í meðferð á Samvinnufélögunum og sjóðum þar, er í það minnsta virkilega mikil ástæða til, að fara varlega í viðskiptum við þuma þeirra.

Vonandi eru viðbrögð þín, naffni minn og þíns skelegga formanns, vísbending um, að eitthvað fari nú að sjást til sólar innan Framsóknarflokksins og aftur komist menn þar að, sem í raun og sannleika, bera fyrir brjósti, hag almennings og að Samvinnuhugsjónin sé eitthvað annað en fyrirsláttur í öflun auðs í eigin garð.

Með hjartqahreinni ósk um alger umskipti í framgangi forystumanna þess gamla Bændaflokks, hvar þjóðhollir menn eittsinn áttu sæti.

Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 7.10.2007 kl. 22:19

31 identicon

Gæti það verið að skálkurinn Björn Ingi Hrafnsson,flýi yfir í sjálfstæðisflokkinn fljótlega,þangað hafa sumir skálkar flúið.

Er sammála því sem að var ritað hér í pistli að  Framsóknarflokkurinn er ekki í pólítík,hann er flokkur gangstera .

Jensen (IP-tala skráð) 7.10.2007 kl. 23:12

32 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Bara vísa til bloggsíðu minnar í kvöld til stuðnings þér félagi Bjarni......

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 8.10.2007 kl. 00:40

33 identicon

...fundu þeir helli í hömrum nokkurum og þar mann dauðan og stóð hjá honum munnlaug full af blóði...

Stefán Steinsson (IP-tala skráð) 8.10.2007 kl. 08:36

34 identicon

Og hvað ætla bloggverjar að gera í þessu óréttlæti?Bara að blogga um það og ræða þessi mál yfir öllara í vina hópi?Hvernig væri að við Íslendingar færum að láta hendur standa fram úr ermum og efna til almennilega mótmæla.Við erum að verða langþreytt á,að búa við,okur,græðgi,misrétti og áhugaleysi stjórnvalda á að taka á málum.Er þetta ekki fólkið sem kosið er af fólkinu,treyst til að breyta rétt og af sinni bestu sannfæringu,sem er að bregðast hlutverki sínu.Burtu með þetta lið því þetta er ekkert annað en lið. Það er líka eftirtektarvert að meirihlutinn í borgarstjórn steinheldur kj...i.Voru þau öll send í kjálkavírbindingu eða hvað?Er ánægð með þig Bjarni að tjá þig þó um þetta mál.

Ragnabi (IP-tala skráð) 8.10.2007 kl. 09:30

35 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Á nú ekki til orð, Hvaða dónaskapur er þetta eiginlega,
er nú ekki hægt að fara diplómata- leiðina við að segja sína meiningu,
hún má alveg jaðra við  dónaskap, en ekki útyfir það.
Bjarni Harðarson ég hef alltaf haft gaman af því að hlusta á þig,
þú ert vel máli farinn og vel gefinn maður.
Vill bara segja þér að ég tel þig vera trúverðugan.

Ég er sama sinnis og Bjarni Kjartansson
og tek undir óskir hans um betri bændaflokk svo til sóma verði.
Það mætti svo sem margt og mikið breytast.
Hættum þessu karpi og leysum málin.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 8.10.2007 kl. 09:47

36 Smámynd: Gísli Hjálmar

Björn Ingi Hrafnsson er fyrir mér einsog Geitungur: kemur fram á ólíklegustu stöðum og er öllum til ama og leiðinda þar sem hann skýtur upp kollinum.

En það sem er sýnu verra; hann getur verið stórhættulegur!

Gísli Hjálmar , 8.10.2007 kl. 22:01

37 identicon

Það ætti ekki að vera mikið mál að gera svona hundahreinsun í Framsókn með úttekt á spillingu. Finnur Ingólfsson, Alfreð Þorsteinsson og nú síðast Björn Ingi Hrafnsson hafa ægishjálm yfir aðra framsóknarmenn þegar kemur að spillingu. Alfreð þarf ekkert að ræða. Allir vita hans verklag. Finnur Ingólfs komst fyrst inn í pólitíkina með þvi að fella Guðmund G. í frægu prófkjöri þar sem Finnur notaði vægast sagt sóðaleg vinnubrögð. Síðan rak eitt hneykslið annað hjá þeim ágæta manni. Punktinn yfir i ið var svo þegar hann leysti til sín hundruðir milljóna gegnum gamla sambandsauðinn í tryggingafélagi.

Björn Ingi hefur þrátt fyrir stutt stopp í pólitík náð undraverðum árangri í spillingu. Strax að loknum síðustu borgarstjórnarkosningum  komu upp umræður um háttalag pits. Raðandi sér og sínum á kjötkatlana. Nú síðast fór fyrrum kosningastjóri hans, bæði í prófkjörinu og kosningunum mikinn og fékk að skammta sér hlutabréf fyrir ekki neitt, sjálftaka upp á tugi milljóna eða meira.

Ég veit ekki hvað framsókn þurfi að gera til að ná aftur trausti fólks. Líklega myndi afsögn Björns Inga hjálpa mikið til við að snúa við þessari þróun.

Johann (IP-tala skráð) 9.10.2007 kl. 09:08

38 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Spillingarpjakkar eiga bara ekkert erindi í þjóðmálin..Björn Ingi á bara ekki að líðast. Það hreinlega stendur stimplað á enni mannsins með stórum stöfum..Spilling/eiginhagsmunir.

Hver vill svona gutta í þjóðmálin??? Sendum hann á sjóinn og leyfum honum að fiska sinn eigin afla með sínum eigin höndum. Nei annars..ætli hann tæki ekki bara allan kvótann með sér??

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 9.10.2007 kl. 18:24

39 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Kæri Bjarni,

var þetta dropinn sem fyllti mælinn, til að þú áttaðir þig og sért orðinn þreyttur á spillingunni í Framsóknarflokknum?

Sigurður Þórðarson, 10.10.2007 kl. 00:17

40 Smámynd: Sigurður Þórðarson

 Framsóknarflokkurinn var eitt sinn þjóðlegur og heiðarlegur framsóknarflokkur. Síðustu ár hefur hallað undan fæti.

Undanfarið  hafa famsóknarmenn ekki haft fyrir því að segjast reiðir út í spillingu. Þvert á móti hafa þeir þagað þunnu hljóði um umdeildar athafnir manna eins og  Gunnlaugs Sigmundssonar, Jóns Sveinssonar, Finns Ingólfssonar og þeir slógu skjaldborg um formann sinn Halldór Ásgrímsson allt þar til hann var rúin trausti kjósenda. 

Boðar siðbótarpistill þinn nýja tíma?  "Guð láti gott á vita" 

Sigurður Þórðarson, 10.10.2007 kl. 00:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband