Rádherra spaugar á Nílabökkum

Samningsundirskrift Ingibjargar Sólrúnar er ágaet en kemur mér samt spánskt fyrir sjónir. Sama kona ku í forsvari fyrir flokk sem hefur á stefnuskrá sinni ad Íslendingar gangi í Evrópusambandid. Ef thad yrdi ad veruleika falla allir svona samningar daudir og ómerkir. Reyndar fríverslun okkar vid Egypta líka, nema thá ad ESB hafi gert sambaerilega samninga sem eg tel ósennilegt. Og midad vid thá trú Samfylkingarmanna ad Ísland verdi komid i ESB innan fárra ára hlýtur thessi samningsundirskrift rádherrans tharna í sólinni ad hafa verid einhverskonar spaug. Skyldi Mohamed Rashid vidskiptarádherra theirra Egygta vita ad thad var verid ad spauga med hann á Nílabökkum...

Grínlaust thá er ég reyndar vongódur um ad Ingibjörg sé ad turnast til hins betra og hvergi er konu úr Baejarhreppnum nú betra ad turnast en einmitt í Barbaríinu. Thad eru fordaemi fyrir slíku í okkar kjördaemi. Ferdir Ingibjargar um heiminn og thátttaka í vidskiptasamningum vid fjarlaegar thjódir hljóta smám saman ad opna augu hennar fyrir thví ad Evrópa er ekki nafli alheimsins, - var thad kannski um stutt skeid sögunnar en er ekki lengur og verdur ekki á nýrri öld. Thad ad loka Ísland inni í tolla- og vidskiptamúr ESB og kasta burtu fríverslunar- og vidskiptasamningum okkar vid adrar thjódir vaeri glapraedi. Ég er í hópi theirra Framsóknarmanna sem alltaf hef haft nokkurt dálaeti á Ingibjörgu Sólrúnu og thví vil ég trúa thví ad hún viti vel hvad hún var ad gera í Egyptalandi!

Annars á ég ekki ad vera ad fjasa thetta um thjódmálin, nú á naestsídasta degi á Kanarí thar sem vid fedgar sitjum inni á netkaffi hjá arabískum vinum okkar, nýbúnir ad snaeda hjá japönum. Sannarlega althjódlegt hér í Las Palmas. En letilífid hefur angrad mig svo sídustu daga ad í dag var ég farinn ad lesa í Evrópuskýrslu sem ég hafdi med mér - samin af Evrópunefnd forsaetisráduneytisins á sídasta ári og hin ágaetasta aflestrar. Thessvegna gat ég ekki stillt mig um ad leggja ord í belg um Nílaraevintýri utanríkisrádherra.

Skýrsla thessi er svosem alls ekki eins spennandi og Vallander eda Allende sem ég hef legid yfir hér í sólinni. En thó eru í henni sprettir eins og sú skrýtla ad Ísland er fyrir utan skylduverkefni thau sem EES leggur okkur á herdar vera med í sérstökum samrádsvettvangi Evróputhjóda um járnbrautir. Gott fyrir fólkid ad njóta hér ráda Íslendinga - enda nú fyrst sem ég skil almennilega hversvegna thad eru svona fínar járnbrautur hér í álfunni...

 DSC02029DSC02027En nú dugar ekki hangs thetta lengur, tharf upp á hótel ad pakka nidur enda heimferd á morgun. Sendi hér med myndir sem hofdingskonan Eva Hreinsdóttir sendi mér frá fundinum okkar Framsóknarmanna á Klörubar en hér er Halldór Ásgrímsson ad taka vid hljódnemanum hjá mér og á hinni er ég ad tala - med framsóknarhúfuna gódu!


mbl.is Skrifað undir fjárfestingarsamning við Egypta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Sigurðsson

Er þetta ekki eins og í Já,Ráðhera þáttunum,sem ég var að setja á bloggið mitt.
Það er langbest að hafa hana erlendis ?

Halldór Sigurðsson, 8.1.2008 kl. 23:12

2 identicon

flott bjarni og svo næst að taka össur fyrir með álversdrauminn hans á Húsavík,

annars ætlaði ég að spyrja:

HVAR ER HEIMSVELDI ELLU STÍNU MEÐA BLOGGVINA....!?!

Þarf ekki að bæta úr því, fyst Obama er þarna.

Elísabet Jökulsdóttir (IP-tala skráð) 9.1.2008 kl. 17:07

3 Smámynd: Óskar Þorkelsson

að "turnast"  Bjarni.. er það að snúa eða hækka ? Eru framsóknarmenn að tapa niður málinu ?

Óskar Þorkelsson, 9.1.2008 kl. 21:58

4 identicon

Samkvæmt því sem þú segir ætti t.d. Herra Bush að setjast strax í helgan stein, þó hann eigi enn eftir að vera í heilt ár forseti. Hvað er hann þá að gera í Ísrael núna?

Auðvitað má og á að gera samninga. Ekki má alltaf hugsa um hvað gæti gerst kannski einhverntímann.

Annars er ég sammála þér að Evrópa er ekki nafli alheimsins, en Evrópa er samt sá hluti jarðarinnar sem við erum nánust. Vonandi segi ég, því ég hef áhyggjur hversu "amerísk" við erum orðin...

áhugasamur (IP-tala skráð) 9.1.2008 kl. 23:01

5 Smámynd: Bjarni Harðarson

kæri óskar - að turnast þótti nú einu sinni góð og gild íslenska en var kannski úthýst úr málinu á grunni málhreinsunar - orðið þýðir að skipta um skoðun og svolítið ýktari og kannski viðurkenndari mynd í málinu í dag er þegar talað er um að umturnast, - sem sagt er að egill á seljavöllum hafi gert þegar hann benti einhverju sinni á vitlausan súrheysturn í leiðsögn um sveit sína... - og hvað samlíkingu hins áhugasama lesanda snertir; bush hættir i embætti en bandaríkin halda áfram að vera til. fari ísland í esb hætta samningar sem þessir aftur á móti að gilda og á þessu er því mikill munur...

Bjarni Harðarson, 11.1.2008 kl. 20:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband