Hvenær er komið nóg, Edda Rós

Opið bréf til glaðbeittra bankamannaSæl Edda Rós KarlsdóttirÍ grein eftir þig sem birtist mánudaginn 10. nóvember gerir þú enn eina atlöguna að íslenskri krónu og leggur til að fyrsta skrefið endurreisn efnahagsins sé að skipta henni út fyrir evru.

Ég hef kunnað vel við margt í þínum málsflutningi en ekki þessa óbilgjörnu kröfu um gjaldmiðilsskipti. Ef farið væri að þeirri tillögu værum við að staðfesta til allrar framtíðar helmings eignatap íslenskrar alþýðu, jafnt þeirra sem skulda í evrum og krónum og ekki síður hinna sem skulda ekki neitt. Atvinnulífs og ríkis einnig.

Undanfarið hafa bankar landsins að Seðlabankanum meðtöldum farið þeim höndum um sparifé almennings að til fádæma hlýtur að teljast. Bláeygum bankamönnum var falið að ráðleggja ennþá bláeygari sparifjáreigendum að setja fjármuni sína í peningamarkaðssjóði og hlutabréf. Til þess að enginn efaðist um gildi þessa ráku bankarnir sérstakar greiningadeildir sem töluðu mjög fyrir traustri stöðu bankana.

Þú hafði þína stöðu í þessari mynd sem forstöðumaður Greiningadeildar Landsbankans.Valkostirnir í íslenskri hagstjórn eru aðallega tveir. Annar er að fara að þínum ráðum og gangast undir að evran kosti 195 krónur eins og kemur fram í grein þinni. Þá leggjum við allar íslenskar eigur fram á því verði. Fjölskyldan sem átti fyrir einu og hálfu ári 10 milljónir króna í sparifé gat þá skipt þeirri upphæð yfir í liðlega 100 þúsund evrur sem eru dágóður peningur. Nú fengi fjölskyldan aðeins helming þeirrar upphæðar í evrum talið eða um 50 þúsund evrur.

Þegar við bætist að bróðurparturinn af þessum 10 milljónum var að ykkar ráðleggingu geymdur í bréfum verður niðurstaðan sú að 100 þúsund evrurnar eru komnar niður í 30 þúsund evrur. Og gengistryggða íbúðarlánið sem hvílir á 20 milljón króna húsi fjölskyldunnar var lengst af á 18 milljónir en er nú 35 milljónir og verður fest í þeirri tölu með hinni tafarlausu upptöku evru sem þú talar fyrir nú. Jón á móti sem er með Íbúðalánasjóðslán fer snöktum betur út úr þessari breytingu en Íbúðalánasjóður og lífeyrissjóðir landsmanna fara mjög sennilega á hliðina.

Hinn kosturinn í stöðunni er einfaldlega að þrauka og bíða þess að krónan hækki í verði því það mun hún gera. Það veistu sjálf. Eftir heiftarlegt verðbólguskot á komandi vikum, jafnvel misheppnaða tilraun til að verja gengið stóru falli við flotsetningu  kemur að því að krónan finnur sinn botn og mun eftir það rísa. Við þurfum vissulega einhver höft á gjaldeyrisviðskipti sem hvorki þér né öðrum markaðskrötum er sérstaklega að skapi. En það verður að hafa það. Krónan mun rísa á næstu árum, meðal annars vegna þeirra miklu auðlinda sem landið býr yfir og ráða til lengri tíma meiru en spákaupmennskufræði greiningadeilda.

Þegar við höfum náð gengisvísitölunni upp til að minnsta kosti hálfs þess sem hún hefur hrapað þá getur vel verið að íslensk stjórnvöld eigi að taka alvarlega umræðu um það að skipta út hinni íslensku flotkrónu, hvort sem það verður gert með bindingu við annan gjaldmiðil eða upptöku gjaldmiðils einhverrar vinaþjóðar. Miðað við nýjutu fréttir veit ég hvort hægt verður að telja evruþjóðirnar til vina okkar. En að tala fyrir gjaldmiðilsbreytingu sem fyrsta skrefi við núverandi gengisvísitölu er óvægin aðför að  sparifjáreigendum og gagnast engum nema þeim sem ólmir vilja taka annan hring á íslenskum sparifjáreigendum og efnahagskerfi.

Og ég sem hélt kannski að það væri komið nóg, Edda Rós. 

(Birt

í Morgunblaðinu 15. nóvember 2008)

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þóra Guðmundsdóttir

Kæri Bjarni, hvenær ætlar þú að skilja það að það skiptir engu máli hvað sá gjaldmiðill sem við notumst við heitir. Ekki frekar en það skipti máli hvort við notumst við metra eða tommur. Lykilatriðið er að hann virki sem slíkur og best af öllu væri auðvitað að aðeins einn gjaldmiðill væri notaður í öllum heiminum. Það er beinlínis fáránlegt að tengjast Krónunni tilfinningaböndum og samsama hana þjóðerniskennd.

Þóra Guðmundsdóttir, 15.11.2008 kl. 15:50

2 identicon

Æ, Bjarni bíttu í boruna á þér og hafðu vit á því að halda þig fjarri björgun þjóðarinnar.

 Þú ert spilltur andskoti og búinn með æru þína.

Socrates (IP-tala skráð) 15.11.2008 kl. 16:21

3 identicon

Sæll Bjarni,

Þetta er í grundvallaratriðum rangt hjá þér varðandi yfirfærslu úr láni í erlendri mynt samanborið við hið verðtryggða. Ef EUR yrði tekin upp yrði hún eðlilega tekin upp á jafnvægisraungengi IKR. Nú er jafnvægisraungengi IKR komið undir 70 en meðaljafnvægisraungengi er um 90-95. Þannig sérðu að IKR/EUR krossin yrði skráður þá 125-130. Engum heilvita manni dettur í hug að taka upp EUR á genginu 170 núna á Íslandi eða hvað ?  Ef slíkt yrði gert þá er einfaldlega um hreina eignarupptöku að ræða og þá er einfaldast að pakka niður og koma ekki aftur á Skerið.

BNW (IP-tala skráð) 15.11.2008 kl. 16:22

4 identicon

P.S. Krónuandskotinn er ein stærsta ástæðan fyrir þessu hruni ásamt stefnu þíns flokks þegar þið einkavædduð bankana og fenguð ykkar bitlinga og mótuðu þessa stefnu í samvinnu við Sjálfstæðisflokkinn og núverandi Seðlabankasjóra.

Taktu frekar tölvukúrs og láttu þjóðina í frið.  Þú hefur skaðað nóg.

Socrates (IP-tala skráð) 15.11.2008 kl. 16:24

5 identicon

Kæri Bjarni.....

 Satt er það að greiningaraðilar bankanna eiga að fara að halda kjafti.
En þó er það þannig að framsóknarmenn eiga líka að fara að grjóthalda kjafti. Þið virðist engan veginn skilja það að krónan er það sem kemur til með að verða okkur að falli.

Diesel (IP-tala skráð) 15.11.2008 kl. 16:30

6 Smámynd: Gunnar Ásgeir Gunnarsson

Ég get nú ekki orða bundist yfir fáfræðinni sem kemur fram hér á sumum athugsemdunum

Krónan er ekki sökudólgurinn

Það sem sprengdi krónuna voru gengdarlausa erlendar lántökur og þegar það var ekki hægt lengur að taka lán í erlendri mynt til að endurfjármagna afborganir þá dugði gjaldeyririnn af útflutningi ekki til og krónan hrundi 

Árinni kennir illur ræðari

Gunnar Ásgeir Gunnarsson, 15.11.2008 kl. 17:24

7 Smámynd: Magnús Jónsson

Bjarni: það var til háborinnar skammar að Edda Rós þessi skildi vera ráðin til nýa bankans, greinandi sem ekki sá framfyrir skrifborðið sitt á nú að leiða bankann þvílíkt rugl, hún ætti að vera atvinnulaus.

Hvað er að þessu fólki sem skrifa athugasemdir hér að ofan, ef men nenna ekki að lesa eða skilja ekki það sem skrifað er, eiga þeir einfaldlega ekki askrifa athugasemdir, og als ekki um eitthvað óskylt efninu, sumir virðast ekki einisinnu kunna almenna mannasiði. 

Magnús Jónsson, 15.11.2008 kl. 17:29

8 Smámynd: Alma Jenny Guðmundsdóttir

Ég held að eina leið almennings sé sú að tryggja með öllum ráðum tilvist sína á því að hér fari stjórnvaldið, stjórnsýslan og embættismannakerfið - auk alþingis eftir ákveðnum lögum og reglum. 

Við höfum þessi lög og reglur - en með dyggri aðstoð stjórnar- og stjórnarsinna og ekki síður hinni þögulu stjórnarandstöðu hefur ekki farið fram eðlilegt eftirlit.

 Það er ekki einungis Evran eða Krónan sem verið er að tala um - heldur er einnig verið að tala um aðhald á komandi stjórnvöld til þess að fara að lögum og reglum - eins og siðað fólk.

Sem sagt - við höfum ekki skapgerðarstyrk til þess að fara eftir lögum og reglum!

Stjórnarandstaðan hefur staðið sig afspyrnu-illa og gerir enn með skeytingarleysi sínu. 

Í 

Sýnist að við séum búin að fullreyna að 

Alma Jenny Guðmundsdóttir, 15.11.2008 kl. 17:39

9 identicon

Bjarni. Svakalega ertu einfaldur og lítt vel gefinn. Þessi þjóðernisrembingur í þér og fleirum er það sem framar öðru hefur gert þessa niðursveiflu í efnahagslífinu margfalt dýpri og verri en hún hefði verið annars. Hefðu íslensk stjórnvöld haft vit á því að henda út þeirri handónýtu mynt sem krónan er og ganga í ESB fyrir einhverjum árum síðan værum við ekki í þeirri stöðu sem við erum í dag. En það var fyrir tilstilli skoðannasystkina þinna í Evrópumálum, þ.e. þröngsýnna afturhaldsseggja, sem við súpum nú seiðið af heimskunni. Það er þó huggun harmi gegn að þú skildir opinbera þitt sanna eðli um daginn þegar þú reyndir að stinga varaformann flokksins þíns í bakið og neyddist til að hverfa af þingi með skít og skömm í kjölfarið. Farið hefur fé betra að mínu mati.

Jói (IP-tala skráð) 15.11.2008 kl. 17:57

10 identicon

Ofsaleg fáfræði er þetta. Krónan er stór hluti vandamálsins og er búin að vera baggi á þjóðinni í mjög langan tíma (ásamt íhaldsömum stjórnmálamönnum eins og Bjarna og Davíð Oddsyni). Það er gríðarlega jákvætt að einangrunarsinnunum og íhaldsmönnunum á Alþingi hefur fækkað um einn.

IG (IP-tala skráð) 15.11.2008 kl. 18:04

11 Smámynd: Anna Svavarsdóttir

Gjaldmiðill er bara tæki sem þjóð/bandalag þjóða ákveður að nota.  Tækið getur aldrei verið betra heldur en sá sem notar það.  Einhliða skipting á galdmiðli breytir ekki því hvernig við höfum hagað okkur.  Stundum er sagt aðgát skal höfð í nærveru sálar.  Ég ætla að endur segja þetta spakmæli.  Aðgát skal höfð í nærveru galdmiðils.

Anna Svavarsdóttir, 15.11.2008 kl. 18:42

12 identicon

Ekki skoða þetta, það er hættulegt:

 http://this.is/nei/?p=525

Andrés Önd (IP-tala skráð) 15.11.2008 kl. 18:49

13 Smámynd: Björn Heiðdal

Króna eða ekki króna.  Auðvitað höfum við krónu ef við viljum vera sjálfstæð.  En greinilegt er á sumum hérna að þeir vilja láta embættismenn í Brussel stjórna sér.  Kannski er það betra en að láta Ingibjörgu og Davíð Oddsson taka sig í óæðri endann.  Spurning hvort við losnum nokkuð við hryðjuverkamennina úr stjórnarráðinu þó við skiptum um gjaldmiðil og göngum ESB á hönd.

Þeir sem vilja ganga ESB á hönd virðast ekki hafa hugmynd um hvað það felur í sér.  Æpa bara út í loftið ESB eða dauðinn!  Er vikilega ekki hægt að búa á Íslandi nema láta erlenda skrifstofumenn stjórna sér? 

Björn Heiðdal, 15.11.2008 kl. 18:58

14 Smámynd: Fannar frá Rifi

Landráðsmenn sjá ESB í hyllingum og eru tilbúnir til þess að setja allan almenning á verðgang svo að það takist. Viðskiptaráðherrann hefur talað niður trú á krónunni ásamt öðrum ESB og evru sinnum.

Mjög margir eiga erfitt með skilja eða höndla það að það sé hægt að tala upp og niður gjaldmiðla. Ef við, þjóðinn sem stendur á bak við gjaldmiðilinn, þingið og ráðherrar hafa ekki trú á krónunni, þá erum við að senda þau skilaboð út í heim að efnahagskerfið á bak við krónuna sé hand ónýtt. 

er efnahagskerfið ónýtt? er sjávarútvegur verðlaus og ferðamanna iðnaðurinn hættur? Er orkann í fallvötnum og jarðhita kólnuð? Nei. Við höfum meiri auðlindir til þess að ná okkur út úr þessari lægð heldur en nokkurt annað ríki í heiminum. 

aumingjar sem geta ekki horft fram á veginn án þess að grenja og væla eiga halda sig upp í rúmmi og láta þá sem hafa dug og kjark um að stjórna landinu og vinna okkur úr þeim vanda sem við stöndum í.

Fannar frá Rifi, 15.11.2008 kl. 20:54

15 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

„Hinn kosturinn í stöðunni er einfaldlega að þrauka og bíða þess að krónan hækki í verði því það mun hún gera. Það veistu sjálf“

hver segir að krónan hækki? Geturðu fært rök fyrir því?

Hvers vegna eigum við að ríghalda í ónýtan gjaldmiðil, af því bara?

Brjánn Guðjónsson, 15.11.2008 kl. 21:03

16 identicon

Besta grein er ég hef lesið í dag. Vildi bæta við að Edda Rós og hennar líkar hafa að líkindum markvisst unnið að eyðileggngu krónunnar til þess var ekkert heilagt og verðlaunaði hún fjármálagarkana fyrir að geta platrða saklausa borgara með erlendum fjármunum fengnum að láni, hverra var hagurinn? Þeirra er vilja komast yfir auðlindir þjóðarinnar en tókst vonandi ekki.

Með kveðju

Sigríður Laufey Einarsdóttir (IP-tala skráð) 15.11.2008 kl. 21:24

17 Smámynd: Heimir Eyvindarson

Bjarni.

Ég skil hvað þú ert að fara, þrátt fyrir rangfærslurnar. Ég er líka jafn þreyttur á greiningardeildum bankanna og þú. En. Af því að þú minnist á stöðu almennings; rýrnun sparifjár, hækkun lána o.þ.h. langar mig að leggja aðeins orð í belg:

Fyrir einu og hálfu ári (júní 2007) jafngiltu 10 milljónir íslenskar 122 þúsund evrum. Í dag jafngildir sama upphæð 58000 evrum, miðað við skráð gengi. Raunin er samt líklega sú að fyrir 10 milljónir íslenskar fengjust ekki nema u.þ.b. 45000 evrur, sé miðað við svokallað utanmarkaðsgengi - sem gefur raunhæfari mynd af ástandi krónunnar, einfaldlega vegna þess að enginn vill neitt með hana að hafa. Nema örfáir sérvitringar. 

Þetta er staðreynd. Ófrávíkjanleg. Það er líka ófrávíkjanleg staðreynd að þeir sem hafa ríghaldið í þessa handónýtu mynt - og gengið svo langt að segja í fúlustu alvöru að sveigjanleiki hennar sé það sem haldi íslensku atvinnulífi gangandi eiga ekkert erindi við íslensku þjóðina. A.m.k. munu þeir aldrei geta gert henni neitt gagn.

Vertu blessaður.

Heimir Eyvindarson, 15.11.2008 kl. 22:30

18 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Svo virðist vera sem mörgum sé í nöp við krónuna en ég verð að taka undir það með Bjarna að það þarf að skoða málið ofan í kjölinn áður en gripið er til framkvæmda. Held þó varla að krónan eigi sér viðreisnar von en það hlýtur þó að byggjast mjög á öðrum athöfnum stjórnvalda eða hvaða bjargir berast.

Ég held að Edda Rós ætti að fá sér vinnu við annað en fjármál eftir frammistöðu hennar í greiningardeild bankanna. Það er óviðeigandi að þeir sem sátu til borðs með burgeisunum trani sér nú fram sem álitsgjafar. Greiningar Landsbankans bera vott um annað af tvennu: vangetu eða óheiðarleika.

Álitsgjöfum þarf að vera hægt að treysta.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 15.11.2008 kl. 23:28

19 Smámynd: Einar Vignir Einarsson

Ég ætla ekki að kommedera mikið um krónuna en mér finnst að menn sem ekki þora að birta athugasemdir sínar undir nafni eigi að láta það vera.  Ég var að lesa athugasemd frá Socrates, og ég er bara hneykslaður,  Af hverju hætta menn bara ekki að lesa bloggíður heldur en að vera með svona skítkast.

Einar Vignir Einarsson, 16.11.2008 kl. 00:07

20 identicon

Er eitthvað til í því að Edda Rós Karlsdóttir og nýja bankastýran við Landsbankann hún Elín Sigfúsdóttir,eigi stóran þátt í að vera Arkitektar að Icesave.?Þessi saga gengur um ,veit einhver um þetta?

Númi (IP-tala skráð) 16.11.2008 kl. 00:13

21 identicon

Bjarni Hardarson.

Islendingar eiga ENGA menn til ad tala vid STORKAPITALID i

utlondum, nema ef vera skyldi Jonas Haraldz.

Thad geta allir talad en ekki af viti.

Med kaerrikvedju.

Thorkell Valdimarsson.

Thorkell Valdimarsson (IP-tala skráð) 16.11.2008 kl. 00:33

22 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Málið snýst ekki um að "kratar" séu að tala niður krónuna. Hún er bara einfaldlega búin að vera sem gjaldmiðill. Það mun ekki nokkur vilja kaupa þá mynt erlendis eftir að hafa brennt sig jafn illa og raun ber vitni.

Ég er með myntkörfulán á mínu húsi. Það er enn mjög gott lán. Á lágum vöxtum, ógengistryggt og í stöðugri mynt. Eina vandamálið er að reikna lánið út frá hinum ónýta gjaldmiðli.

Í sunnudagsblaði er rætt við Finnboga Jónsson. Hann hvetur til að sett verði afturvirk lög sem heimila útflutningsfyrirtækjum að gera upp í evrum.  Annars rýrni eignir þeirra um helming.

Sýnist þetta gæti verið lausn fyrir Nýja Ísland í heild, þannig að hún gildi fyrir alla skattskylda lögaðila. Skynsamlegt skref að láta ekki öllu blæða út vegna þjóðrembu.

Við skipti yfir í evru yrði miðað við meðalgengi krónu yfir lengra tímabil. Kæri Bjarni, þú verður að finna betri lausn en þá að við getum beðið eftir styrkingu krónunnar. Mbk,  G

Gunnlaugur B Ólafsson, 16.11.2008 kl. 00:36

23 Smámynd: Héðinn Björnsson

Í dag höfum við ekki nægar upplýsingar til að taka ákvörðun um upptöku Evru og þá á hvaða gengi við hefðum efni á að taka hana upp. Hættan við að taka Evru upp á of hagstæðu gengi er að geta ekki hamið ferðatöskufjármagnsfluttninga úr landi sem gæti gert það að verkum að ríkið missti tökin á að standa í skilum á ríkisskuldabréfum og bankaskuldum nýju ríkisbankanna. Evran er ekki virði þess að ríkið fari á hausinn endanlega.

Hvað eignaupptöku varðar að þá er hinsvegar óhugsandi að við komumst út úr þessarri stöðu án verulegrar eignarupptöku. Sú eignarupptaka er þegar í gangi og aðeins spurning hvort sparifjáreigendur og auðmenn eigi ekki að taka þátt í þeirri eignaupptöku eða hvort aðeins launþegar og húsnæðislánþegar eigi að blæða.

Héðinn Björnsson, 16.11.2008 kl. 00:56

24 Smámynd: Bjarni Harðarson

Takk fyrir lífleg skoðanaskipti og kosturinn við fundargesti eins og hann socrates og hans líka á bloggfundum er að maður getur bara sleppt því að lesa þá en vafalaust les karlinn sjálfur gullhamra sína og finnur til sín.Ég mun halda mig við að hafa kommentakerfið opið öllum þó vitaskuld hafi það sína galla.

En varðandi þessa fullyrðingu að krónan sé ónýt þá er hún ekki rökstudd, hvorki hér né yfirleitt. Miðað við hvernig var riðlast hafði verið á íslensku hagkerfinu stóðst krónan ótrúlega og þegar það fer að rísa þá rís hún hratt með. Fyrir því þarf ekki sérstaklega flókna röksemdafærslu. Viðskiptajöfnuður verður einfaldlega jákvæður í nokkurn tíma og þá safnast fyrir gjaldeyrir sem menn þurfa að skipta yfir í innlenda mynt til að versla með hér heima. 

Bjarni Harðarson, 16.11.2008 kl. 02:55

25 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Málið snýst ekki um að "kratar" séu að tala niður krónuna. Hún er bara einfaldlega búin að vera sem gjaldmiðill. Það mun ekki nokkur vilja kaupa þá mynt erlendis eftir að hafa brennt sig jafn illa og raun ber vitni.

Láttu mig þá hafa krónurnar þínar Gunnlaugur. Síðast þegar ég heyrði þá var danska sjónvarpið hérna að hvetja Dani til að heimsækja Ísland. Að krónan væri skyndilega losnuð úr álögum samfylkingarbankabykkjunnar og nú gætu Danir loksins farið að heimsækja Ísland í stað þess að Íslendingar komi til Danmörku og láti sem þeir eigi landið með fulla vasa af íslenskum krónum. Núna fer loksins eitthvað nytsamt að gerast. Þökk sé króunni. Sama saga með Svíþjóð, þar er allt á betra verði núna. Þökk sé sænsku krónunni. Núna missir evrugengið enn fleiri skeiðar úr sínum evru aski. Enda er evran allt að drepa hér.

Ég þakka Bjarna Harðarsyni enn einu sinni fyrir. Bréfið til Lár . . . nein . . . bréfið til greindardeildar bankans sem er á hausnum, þrátt fyrir að vera ekki greindur með orma- sulla og mæðuveiki, er mjög gott. Það er gott að bankabykkjan þurfti ekki að ganga lengur fyrir loftinu, svona veik blessunin. Illa var farið með gott loft alltof lengi. Greini-lega.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 16.11.2008 kl. 03:57

26 identicon

Sæll, Bjarni.  Sammála þér um að krónan muni hækka haldi þjóðin stillingu, einfalt, meiri útflutningur, minni innflutningur.  Held samt að þú hafir verið of fljótur með afsögnina, nóg er af eldheitum evrusinnum á þingi.

Kveðja,

lýður árnason (IP-tala skráð) 16.11.2008 kl. 04:09

27 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég las þetta allt í gegn Bjarni og finnst þú hafa nokkuð til þíns máls. Málið er hinsvegar að það er ansi inngreypt hugsun hér þetta quick fix á öllu án þess að hugsa til afleiðinga. Visa rað þjóðin er söm við sig. Það er eitt sem ekki læknast, sama hvað menn tauta og raula og sama hver lendingin er, en það eru skuldirnar, sem stofnað hefur verið til og skuldirnar, sem verið er að stofna til svo reisa megi á lappir sama batteríið aftur í aðra lotu þess hrunadans, sem er orsök hremminga vorra. Skuldir sem við munum borga og erum að borga af síauknum þunga.

Gamla frjálshyggjuslagorðið "einangrunarstefna" og "einangrunarsinni" hljómar hér frá pöbulnum rakalaust og rökum þessum er beitt til að selja landið á tombólu í hendur skrímsla, sem við ráðum ekkert við og munum engu ráða hjá.

Þegar alþýðan er farin að syngja sama söng og bankaelítan og heimta meiri kúgun, þá held ég að það sé fullreynt með þetta land. Við eigum hreinlega skilið það sem á undan er gengið og það sem hljótast mun af.

Jón Steinar Ragnarsson, 16.11.2008 kl. 08:36

28 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það heyrist ekki múkk og allir eru ánægðir með brauðmola Geirs á síðasta föstudag, þótt enginn skilji hvað hann var að segja.

Þeir sem eðlilega munu ekki hafa tekjur eða bolmagn  til að greiða gjöld af liðnu "góðæri" fá loforð um að ekki verði tekin af þeim alveg 75% upp í ógoldin gjöld og að ekki verði gengið í barnabæturnar, er upplifað sem rausn. Þetta er um leið vitnisburður um við hvað þeir bjuggu, sem orðið höfðu fyrir skakkaföllum hér á landi. Þeir sem minnst máttu sín.

Afleiðingum verðbólgu á húsnæðislán  mun slegið á frest með því að ýta viðbótarskuldinni áfram og lengja i hengingarólinni. Ekki gefið eftir. Fólk mun þurfa að borga það ella missa húsnæðið, en þá ætla þeir af rausn sinni að leigja fólki sín eigin hús, þar til það getur hugsanlega keypt þau aftur. Þetta er leið þeirra sem skaðanum ullu að segja okkur að við munum borga skaðann, en ekki finna fyrir því alveg strax, svo það verði vinnufriður til að sama spillingarmillan verði reist við.  Allir fagna. Ofsalega ánægðir, þótt ekki sé verið að gefa þeim neitt. Ekkert.

Flottust er svo ráðstöfunin til að mæta kreppu heimillanna í landinu, sem lýtur að því að slá af gjöldum, svo "fjölskyldurnar" geti selt bílana sína úr landi!  Það er alvöru afsláttur, en ekki frestun. En til hverra?  Ekki eru fjölskyldur landsins að berjast við að koma bílum sínum úr landi svona almennt er það? Nei þetta er hliðrun fyrir elítuna og vini elítunnar til að losna við Range Roverana sína (game  overana) og Land Cruiserana (grand looserana) 

Og þjóðin heldur svo að það sé verið að koma til móts við hana og fagnar.  Hverskonar rollur erum við orðin? 

Jón Steinar Ragnarsson, 16.11.2008 kl. 08:56

29 identicon

Það er alveg með ólíkindum dónaskapurinn hér í sumum commentum, mikið óskaplega eiga þessar sálir bágt, en mér skilst að svona sé gripið í þegar menn eru rökþrota.

Er sammála þér með Eddu,  og ég set greingardeildirnar undir sama hatt, vandamálin í heiminum í dag eru vegna slíkra stofnana svo og kauphallar viðskipta. Með slíkt batteý í hverju þjóðfélagi verður alltaf að koma kreppa með reglulegu millibili til að rétta af klúður þeira og til að bera þann kostnað sem af því hlýst að reka slíkt. Þessar stofnanir gera ekkert sem gefur arð, heldur er höndlað með "eignir"  fram og til baka til að knýja fram lánsfé til að braska með og svo á einhverjum tímapunkti kemur einhver inn sem vill skoða þessa "eign" sem reynist svo ekki vera neitt, og þá hrinur spilaborgin eins og dómínó.

(IP-tala skráð) 16.11.2008 kl. 09:48

30 identicon

Bjarni ef kúgildi gærdagsins nær ekki ærgildi morgundagsins hvað er þá til ráða

 kbeðja Baddi

PS lítil kok kostaði 0.15 kr 1950 er á 150 kr nú + 00 frá 1980 = 15000 hvað er það mikil rírnun á 60 árum

baddibæk (IP-tala skráð) 16.11.2008 kl. 09:57

31 Smámynd: Óskar Þorkelsson

ég skil ekki fólk sem ver krónuna.. hún kostar okkur milljarða árlega í aukautgjöldum vegna gengismunar.. bankarnir græða feitt á því kaupa og selja gjaldeyrir vegna krónunar.. fyrirtækin kosta miklu til árlega vegna verðútreikninga sem breytast mánaðarlega.. aðalega uppá við.  ef við værum með euro væri þessi kostnaður ekki til.. 

hvenær ætlið þið sauðirnir að fara að skilja þetta ?  

Óskar Þorkelsson, 16.11.2008 kl. 10:28

32 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hvað myndi það kosta okkur Óskar ef við færum í Evrópusambandið? Er ekki vert að vega það og meta? Hvers virði er sjálfstæðið?

Jón Steinar Ragnarsson, 16.11.2008 kl. 10:55

33 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Jón Steinar.. að mínu viti erum við ekki sjálfstæð lengur.  Og ég hef búið í EU og varð ekki var við þessa umræðu þar.. tel að löndin í EU líti á sig sem sjálfstæðar þjóðir.. 

Óskar Þorkelsson, 16.11.2008 kl. 11:04

34 Smámynd: Magnús Jónsson

Bjarni: hugsanlega eru sterkustu rökin fyrir því að halda krónunni, þau að eins og er þá eru peningarnir fastir hér, með öðrum orðum það er ekki hægt að fara með peninganna úr landi, eins og sumir hafa talað um að gæti gerst ef við skiptum einhliða um gjaldmiðil?.

þannig að þeir sem á annað borð eiga peninga verða að ávaxta þá hér á landi, og taka um leið þátt í þeirri uppbyggingu sem framundan er.

Magnús Jónsson, 16.11.2008 kl. 11:14

35 Smámynd: Heimir Eyvindarson

En varðandi þessa fullyrðingu að krónan sé ónýt þá er hún ekki rökstudd, hvorki hér né yfirleitt. Miðað við hvernig var riðlast hafði verið á íslensku hagkerfinu stóðst krónan ótrúlega.......

Hér sýnist mér líka vanta rökstuðning Bjarni minn. 

Heimir Eyvindarson, 16.11.2008 kl. 11:19

36 Smámynd: Fannar frá Rifi

Kostnaður við krónu. en hagnaðurinn? það eru kostir og gallar við alla gjaldmiðla.

núverandi ókostir krónunar eru:

  1. að við getum ekki haldið áfram að eyða um efnifram.  
  2. hún er ekki góð til bankabrasks.
  3. hún kemur í veg fyrir að við sameinumst inn í Sambandsríki Evrópu.
  4. hún er ekki nóga flott og fín í kokteilpartýum elítunar.

Fannar frá Rifi, 16.11.2008 kl. 11:42

37 Smámynd: Heimir Eyvindarson

Fannar:

Er krónan ekki góð til bankabrasks?!!!

Heimir Eyvindarson, 16.11.2008 kl. 12:09

38 Smámynd: Fannar frá Rifi

Heimir. spurði þig sjálfan, afhverju vildu bankarnir sí og æ evru?

ef satt reynist þá er messta fall krónunar í ár bönkunum sjálfum að kenna. að þeir hafi tekið stöðu gegn krónunni og þannig aukið erlendar skuldir heimilanna. 

alla gjaldmiðla er hægt að misnota. 

við leyfðum þeim að misnota galdmiðilinn. braskarafjölmiðlarnir héldu og halda ennþá uppi stífum áróðri fyrir hönd braskara. 

Fannar frá Rifi, 16.11.2008 kl. 12:16

39 Smámynd: corvus corax

Ég held að eina vitið sé að taka upp denara eins og í biblíunni og festa gengið þannig: 1 denari = 2 hænur. Annars tek ég undir það að Edda Rós sem ekkert getur og aðrir "greiningarsérfræðingar" bankanna eigi bara að taka að sér vitavörslu einhvers staðar "miles from nowhere" svo að þessir ímyndunarsérfræðingar þvælist ekki fyrir almennilegu fólki við endurreisn úr rjúkandi rústum efnahagslífsins sem fræðingarnir höfðu forgöngu um að brenna til ösku.

corvus corax, 16.11.2008 kl. 12:26

40 identicon

Ég endur tek það sem áður er komið framm. Árinni kennir illur ræðari. Og bara í framhjáhlaupi, þá hefði engin gjaldmiðill staðist þetta áhlaup sem krónan varð fyrir. Þið hafið lifað góðæri undanfarin ár hér á klakanum og svo þegar dregur úr að þá er bent á krónuna sem er gjaldmiðill en ekki einstaklingur. Krónan er í lagi ef hún er höndluð sem smámynt en ekki með mikilmenskubrjálæði eins og undanfarin ár. Kreppan á Íslandi í dag er 3%atvinnuleysi á Íslandi, í esb er viðvarandi atvinnuleysi frá 7-15% og á sumum svæðum uppí 25%. Hvað viljið þið gera í esb ?? Við verðum látin borga svert inn í sameiginlegasjóði esb til að hjálpa löndum sem búa við þannig aðstæður. Borga meira heldur en kostar að halda krónunni og sjálfstæðinu. Þið kvennalista konur eigið að hætta í pólitík ef þið treystið ykkur ekki til að rétta við skútuna, grundvöllurinn er til staðar í þessu litla samfélagi okkar ef við náum að hreinsa til í spillingunni innan stjórnkerfisins sem er til staðar í öllum flokkum. Bjarni gerði mistök og sagði af sér, virðum það og reynum að fá fleirri til að gera það sama. Skoðum tengingar eins og Jón Ásgeir-Samfylkingin- Forsetinn, Jón Ásgeir-Sigurjón fyrrverandi Lansbankastjóri-365miðlar-fjölmiðlalög og svo framvegis.

Baldur M Róbertsson (IP-tala skráð) 16.11.2008 kl. 12:26

41 Smámynd: Heimir Eyvindarson

Fannar: Og hvað er það annað en bankabrask?!!!

Heimir Eyvindarson, 16.11.2008 kl. 13:54

42 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Þetta er flott framtíðarsýn hjá Baldri að halda áfram með krónuna og passa sig að meðhöndla hana sem "smámynt". Þarna liggur valið að vera hér með krónusafn og umsvif það lítil að vöxtum að engar sveiflur verði á smámyntinni. Höldum sjálfstæðinu í þeirri merkingu að vera ekki í tengslum við umheiminn og tökum af einstaklingum athafanafrelsi og sjálfstæði til að geta haft smámyntina. Mbk, G

Gunnlaugur B Ólafsson, 16.11.2008 kl. 14:07

43 identicon

"Hvað myndi það kosta okkur Óskar ef við færum í Evrópusambandið? Er ekki vert að vega það og meta? Hvers virði er sjálfstæðið?"

Ofangreind setning er gott dæmi um fyrringuna og lýðskrumið hjá andstæðingum ESB aðildar. Eru þá Frakka, Þjóðverja, Bretar, Belgar, Svíar, Danir, Írar, Finnar, Hollendingar, Portúgalir, Spánverjar og önnur ESB ríki ósjálfstæð ríki? Auðvitað ekki! Og að kalla okkur "landráðamenn" sem viljum ganga í ESB og taka upp evru lýsir heimsku og fábjánaskap þess sem slíkt segir. Ofangreind ríki eru í sjálfstæðari ríki en Ísland ef eitthvað er. Farið nú að skríða úr híði heimsku og þröngsýni!

Jói (IP-tala skráð) 16.11.2008 kl. 14:47

44 Smámynd: Fannar frá Rifi

"önnur ESB ríki ósjálfstæð ríki" nei.

hvað er sjálfstætt hjá þeim?

sameiginlegt hjá þeim sem mynd ESB ríkið er:

gjaldmiðill, löggjafarþing, framkvæmdarvald, dómsvald, þjóðfáni, þjóðsöngur, seðlabanki, sameiginleg fiskimið. 

hvað er sjálfstæt hjá þessum þjóðum? jú ennþá með stjórnarskrá, þjóðhöfðingja (forseta) og sjálfstæða utanríkisstefnu. en á ekki að neyða Íra til að samþykkja Stjórnarskránna sem einmitt afnemur þetta og kemur fyrir á einum stað í Brussel? 

 Jói. þeir einu eru heimskir sem ekki þora að viðurkenna að ESB er sambandsríki í mótunn. 

ESB uppfyllir næstum öll skilyrði þess að vera eitt Ríki. eftir að stjórnarskráinn verður samþykkt munu ríkinn innan ESB verða svipuð og þau sem eru innan Þýskasambandsríkisins og Bandaríkjanna. Enda afa ríkinn þar mjög mikla sjálfstjórn í eigin málum. en þau eru ennþá Sambandsríki. 

Fannar frá Rifi, 16.11.2008 kl. 17:34

45 Smámynd: Óskar Þorkelsson

 Jói. þeir einu eru heimskir sem ekki þora að viðurkenna að ESB er sambandsríki í mótunn. 

Þó Það nú væri að þeir væru í mótun.. ertu fylgjandi stöðnun Fannar frá Rifi ?  Ekki vil ég búa í samfélagi sem ekki er í mótun.. sorry. 

Óskar Þorkelsson, 16.11.2008 kl. 17:38

46 Smámynd: Fannar frá Rifi

Óskar. nákvæmlega kemuru nú með rökinn gegn ESB. Stöðugleiki er í ESB stöðnun. Enda er ekkert að gerast þar og hefur ekki verið að gerast þar í áratugi.

Fannar frá Rifi, 16.11.2008 kl. 19:21

47 Smámynd: Óskar Þorkelsson

ertu Ragnar reykás Fannar frá Rifi ? 

Lestu það sem þú skrifar hér að ofan.. og svo það sem þú svarar mér með núna. 

Óskar Þorkelsson, 16.11.2008 kl. 20:30

48 Smámynd: Fannar frá Rifi

ég er ekki fylgjandi stöðnun. ég er fylgjandi því að landið sé frjáls til verka og athafna. að við getum gert viðskipti við öll lönd heimsins. ekki bara evrópu. afhverju eigum við t.d. að kaupa rándýra vefnaðarvöru frá Ítalíu þegar við getum keypt hana á brotaverði frá Kína?

Fannar frá Rifi, 16.11.2008 kl. 20:58

49 Smámynd: Heimir Eyvindarson

Bannar ESB að við verslum við Kína?

Heimir Eyvindarson, 16.11.2008 kl. 21:17

50 Smámynd: Fannar frá Rifi

ESB setur toll á innfluttning frá Kína. Þeir sem muna nokkur ár aftur í tímann, muna eftir Stál og Banana deilu Bandaríkjanna og ESB. Þar kom berlega í ljós tolla og hafta stefna sem bæði ríkinn vinna með. 

Við eigum að standa fyrir utan slíkt. Við eigum að geta keypt vörur sem ekki eru framleiddar á Íslandi frá ódýrasta framleiðanda án einhverra verndartolla vegna vefnaðariðnaðs á Ítalíu. 

Fannar frá Rifi, 16.11.2008 kl. 21:36

51 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

ESB bannar löndunum að gera sjálfstæða gagnkvæma viðskiptasamninga við lönd. Þetta á við t.d. um Japan, Hér meiga löndin ekki gera gagnkvæma viðskiptasamninga upp á eigin spýtur. Nú missa Danir því af tekjum og mörkuðum sem fara til landa í Asíu og í Suður Ameríku, því þau lönd hafa gert samninga við Japan upp á eigin spýtur um m.a. landbúnaðarútflutning.

Hugsaðu þér, að framkvæma eitthvað uppá eigin spýtur! Hvar endar þetta ef viðskiptafrelsi þjóðanna fær að brjótast svona óhindrað út um allar jarðir.

En ESB krefst að allt fari í gegnum Doha-samningaborðið, sem er afskaplega takmarkandi hugsunarmeinloka fyrir þessi 27 lönd í ESB. Þau verða því hér einni tönn fátækari, og þurfa í endann að fara uppá kökukeflið. Svona endar allur áætlunarbúskapur. Núna eru ESB-löndin öll að bíða eftir mömmu. Bíða eftir Brussel.

EUs handelsstrategi koster Danmark dyrt

Gunnar Rögnvaldsson, 16.11.2008 kl. 22:22

52 identicon

Fannar frá Rifi. Ég býst við að miðað við röksemdaflutning þinn hér að ofan, og unaðslegar áhyggjur þínar af tollum og höftum á vörum frá Kína,  þá sért þú sjálfur þér samkvæmur í andstöðu þinni við haftastefnuna og viljir þegar í stað leyfa innflutning á t.d. landbúnaðarvörum án hafta? Hvaðan sem þær koma væntanlega.

Jói (IP-tala skráð) 16.11.2008 kl. 23:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband